Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti íslands í Kína Talsvert mikið hefur verið fjallað um lýð- ræði og mannréttindi Peking. Morgunblaðið. „MÉR hefur fundist þessi ferð mjög gefandi," sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands í samtali við Morgunblaðið í gær. „Okkur íslendingum hefur verið sérlega vel tekið hér og mér sýn- ist það vera vegna þess að við erum hlutlaus lýðræðisþjóð. Mér hefur tekist að fjalla talsvert mikið um lýðræði og ég hef kom- ið að mannréttindamálum. þar hefur kvennaráð- stefnan reynst mér vel vegna þess að ég hef eilítið beint talinu að réttind- um kvenna og get- að komið ýmsu að í leiðinni." Forseti íslands og fylgdarlið fóru í gær til Tianjín sem er ein af þremur stærstu borgum Kína, næst á eftir Peking og Sjanghæ og telst eins og þær sjálf- stjórnarsvæði sem heyrir beint undir ríkissljórnina. Borgar- stjóri í Tíanjín er því eins konar héraðsstjóri og hefur sömu stöðu í stjórnarfarsstiganum og þeir. „Okkur var Ijáð að héraðsstjórar landsins teldust í þrepi með ráð- herrum rikisstjórnarinnar og sætu ríkisstjórnarfundi þegar fjallað væri um málefni er vörð- uðu héruð þeirra. Þá hafa þessar borgir og svæðin sem þær ná yfir sérstök þing sambærileg við héraðsþingin." í Tíanjín þar sem er stærsta hafnarborg norður Kína hafa verið geysilegar framfarir sein- ustu árin. Erlend fjárfesting hef- ur verið mikil og hagvöxtur með ólíkindum. Borgarstjórinn Sjang Lítsjang var gestgjafi forseta og fylgdarliðs í hádegisverðarveislu að lokinni skoðunarferð um jarð- hitasvæðið Tanggú þar sem ís- lenska fyrirtækið Virkir Orkint er að vinna að hitaveitufram- kvæmdum og hefur staðið í samningaumleitunum um fram- haldandi verkefni — umleitunum sem náðu mjög mikilvægum áfanga í dag með undirritun samnings. Aðspurð sagði Vigdís Finn- bogadóttir að ferðin til Tanggú hefði verið farin til að styðja eins vel og kostur væri þessa samn- inga. „Það voru vonir um þessa samninga og það gladdi mig mjög mikið að heyra af undirrit- uninni. Okkur var tekið með kostum og kynjum og áætlunin öll kynnt fyrir okkur, mér og hinum Islending- unum sem voru þar á ferð. Síðan var okkur haldin vegleg veisla sem ég hygg nú að sé ekki gert á hveij- um degi, svo var glæsilega að stað- ið. Ef vel tekst til á þessu svæði er þetta hugsanlega upphafið af mikl- um viðskiptum við þessta stærstu þjóð heims sem væntanlega á eftir að verða af- skaplega vel sett. Við megum aldrei líta fram hjá því að við verðum að skipta við heiminn og reyna að selja honum það sem við eigum best, sem nú orðið er þekking á ýmsum sviðum. Ég þreytist aldrei á því að hvelja Islendinga til að reyna að standa vel að þessari þekkingu sem við höfum aflað okkur og koma henni til skila víða í heiminum. Heimurinn þarf á henni að halda. „í alla staði hafa móttökurnar hér verið svo vinsamlegar að ég trúi því að við skiljum hér eftir minningu um okkur íslendinga, að við höfum ekki farið hjá garði án þess að eftir okkur væri tek- ið,“ sagði forseti íslands að lok- um. í dag, föstudag, er ferð forset- ans heitið að hinni forboðnu borg, þ.e. gömlu keisarahöllinni í Peking og síðdegis verður flog- ið til Sjían þar sem m.a. mun vera að sjá merkilegar fornminj- ar. Þaðan verður flogið til Sjang- hæ og aftur til Peking á sunnu- dagskvöld. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GRIPAHÚS í Helgadal gjöreyðilagðist í eldi í fyrrinótt, en hlöðu og heyfeng tókst að bjarga að mestu. Gripahús brunnu, íbúðarhús og hlaða sluppu GRIPAHÚS í Helgadal í Mosfells- dal brunnu til kaldra kola í fyrri- nótt. íbúðarhús og hlaða sluppu, en nokkrar skemmdir urðu á heyi. Talið er að eldurinn hafi bytjað í kaffístofu gripahússins, en elds- upptökin eru ókunn. Engar skepn- ur voru í húsinu. Slökkviliðinu í Reykjavík var til- kynnt um eldinn kl. 1.30 í fyrri- nótt. Fyrst var talið að hlaða væri að brenna, en í ljós kom að það var gripahús, sem er áfast hlöð- unni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafði bóndinn vaknað við hávaða þegar asbestplötur í þaki hússins sprungu. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var gripahúsið alelda, en það hefur verið notað í tengslum við tamningu hesta. Engir hestar voru í húsinu, en mikið af reiðtygjum og öðru lausafé. Slökkviliðið kall- aði eftir aðstoð bíls af Reykjavíkur- flugvelli og vatnsbíls frá Vélamið- stöðinni, enda var erfitt að afla vatns til slökkvistarfs. Auk þessa var lækur í nágrenninu stíflaður og vatni dælt úr honum. Gripahúsið brann til kaldra kola, en að mestu tókst að forða hlöðu frá skemmdum utan hvað um 30 rúllur af heyi skemmdust. íbúðar- húsið slapp við logana, enda stóð vindur af því. Kvennalisti og Þjóðvaki Þingkon- ur ræða samstarf ÞINGKONUR Kvennalistans og Þjóðvaka áttu með sér óformlegan fund í fyrradag þar sem rætt var um hvort grundvöllur væri fyrir sam- starfi á Alþingi um málefni kvenna. Einnig var rætt um stjórnmáiastöð- una og þær umræður sem í gangi eru um mögueika á sameiningu vinstri manna, að sögn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur, þingkonu Kvenna- listans. „Við vorum eingöngu að reifa sjónarmið og veltum fyrir okkur sameiningarumræðunni og þætti kvenna í því sambandi," sagði hún. Ekki varð ákveðin niðurstaða af fundinum, að hennar sögn, og ekk- ert ákveðið um framhaldið. „Við drukkum kaffi með kvenna- listakonunum í dag. Þegar við setj- umst niður allar sex, hefur það auð- vitað ákveðna þýðingu. Við ræðum þau mál sem snúa að okkur og um hina pólitísku stöðu í dag og munum væntanlega halda þeim samtölum áfram. Ég vona að við höldum áfram að drekka saman kaffi," sagði Svan- fríður Jónasdóttir, þingflokksfor- maður Þjóðvaka. -----♦ ♦ ♦--- Búist við örtröð við lottókassana Vinning- ur fimm- faldur FYRSTI vinningurinn í íslenzka lottóinu verður fimmfaldur á laug- ardaginn. Búast forráðamenn Is- lenzkrar getspár við því að vinrjing- urinn verði vel yfir 20 milljónir króna. Þetta er í annað skipti í tæplega níu ára sögu lottósins að vinningur- inn er fimmfaldur. Að sögn Bjarna Guðmundssonar markaðsstjóra má búast við örtröð við lottókassana á laugardaginn og hvetur hann lands- menn til að kaupa sér miða tíman- lega. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda væntir þess að breytt stjómun markaðsmála auki kindakjötssölu Lækka þarf kostnað á öllum framleiðslustigum SALA kindakjöts í ágústmánuði þarf að hafa verið 1.000 tonn til að birgðastaða í upphafi nýs verðlagsárs nú um mánaðamótin verði sú sama og í fyrra, en þá voru birgðimar 1.420 tonn. í júlilok munu hafa ver- ið seld á innanlandsmarkaði rúm 6.200 tonn á verðlagsárinu, en í síð- ustu sláturtíð voru lögð inn um 8.800 tonn af kindakjöti. Þar af voru um 7.500 tonn lögð inn á greiðslumark, en af því voru nær 300 tonn sem ekki voru greiddar beingreiðslur út á og ekki hefur enn tekist að flytja út. Þá voru um 1.300 tonn lögð inn með svokölluðum umsýslusamning- um, og er enn eitthvað óselt af því kjöti, en vonir standa til að útflutn- ingur á því kjöti takist á næstu mánuðum. Þetta kom fram í máli Amórs Karlssonar, formanns Lands- samtaka sauðfjárbænda, á aðalfundi samtakanna sem hófst að Brúarási á Fljótsdalshéraði í gær. Amór vék að GATT-samningnum í ræðu sinni á aðalfundinum og sagði hann að ljóst virtist að nægar heim- ildir væru fyrir hendi til að leggja tolla á erlendar sauðfjárafurðir sem nægðu til að vemda innlendu fram- leiðsluna. Hins vegar væri aldrei að ætla á hvernig þær yrðu nýttar og því sjálfsagt að nota þetta tilefni til að leggja áherslu á lækkun kostnað- ar á öllum stigum framleiðslunnar. Minnkandi sala Fyrstu mánuði ársins var kinda- kjötssalan verulega minni en árið á undan, en frá því í apríl hefur salan hins vegar verið meiri en í fyrra í öllum mánuðunum nema í júní, en þá var í fyrra sérstök útsala á kjöti í lok mánaðarins. Arnór sagði að um þessar mundir væm að verða gagn- gerar breytingar á stjórnun varðandi sölu- og markaðsmál. Samstarfshóp- ur um sölu á lambakjöti hætti störf- um, en við tæki Markaðsráð kinda- kjöts, sem skipað er fulltrúum Lands- samtaka sauðfjárbænda, Bænda- samtaka íslands, Framleiðsluráðs landbúnaðarins og Landssamtaka sláturleyfishafa. Sagðist hann vonast til þess að þesSar breytingar myndu leiða til þess að kindakjötssalan myndi aukast. Vonir bundnar við Noreg Arnór sagði í ræðu sinni á aðal- fundinum að sala kindakjöts erlendis hefði ekki gefið eins mikið á þessu ári og vænst hafi verið. Mest hafi vonbrigðin verið með söluna til Sví- þjóðar, en aðild Svía að Evrópusam- bandinu hefði ekki aðeins leitt til þess að þeir gerðu auknar kröfur til slátrunar heldur hefði verðið lækkað og minna selst. Væri það skýrt með lækkuðum tollum á kjöti sem Svíar flytja inn frá öðrum löndum. Fær- eyjamarkaður væri hins vegar góður og fremur vaxandi, eitthvað væri selt af feitu kjöti á lágu verði til Japan, og einnig hefði tekist að selja eitthvað til Belgíu. Þá sagði Amór að jafnan væri unnið að sölu kindakjöts til Banda- ríkjanna á ýmsan hátt, verulegu fjár- magni hefði verið varið til að koma kjöti þar á framfæri undir merkjum hreinleika og fyrsta sendingin væri komin í dreifingu af kjöti sem selt væri eftir pöntun einstaklinga í gegn- um íslendingafélög í hálfum skrokk- um, snyrtu og pökkuðu í kassa. Hann sagði hins vegar að um þessar mundir væru mestar vonir bundnar við söluna til Noregs, en Norðmenn þyrftu að flytja inn verulegt magn af kindakjöti á lágum tollum vegna GATT-samninga. Líkur væru taldar á að þeir velji að flytja inn íslenskt kjöt og selja það á verði sem gæfi viðunandi greiðslur til bænda. Að þessu væri stöðugt unnið, en 600 tonna sala á ári til Noregs á sæmi- legu verði myndi bjarga miklu. Sátt verður að ríkja Landssamtök sauðfjárbænda hafa nú starfað í tíu ár og er tímamót- anna minnst á aðalfundinum. Arnór sagði að í fyrstu hafi verið litið á samtökin sem óþarfa viðbót við fé- lagskerfi bænda og ýmsir kynnu að líta svo á enn. „Nú vona áreiðanlega flestir að þau nái árangri í baráttunni fyrir bættum hag sauðfjárbænda og við að tryggja framtíð sauðfjárræktar- innar í landinu, sem hefur svo marg- víslegu hlutverki að gegna. Hún er útvörður byggðarinnar, sér fjölda fólks fyrir lífsviðurværi, beint og óbeint, og framleiðir holla matvöru. En hún verður að búa í sátt við þá fjölmörgu sem láta sig hana varða á einn eða annan hátt. Sátt verður að ríkja um opinber íjárframlög til hennar, hún hefur skyldur við alla þá sem vilja helst neyta dilkakjöts og hana þarf að reka í sátt við land- ið og þá sem láta sér annt um það. Þetta er vandasamt hlutverk og út- heimtir að allar kröfur séu vel rök- studdar, öll vinnubrögð vönduð og sauðfjárbændur ræki á allan hátt störf sín eins og best verður á kos- ið,“ sagði Arnór Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.