Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rekstur einka- skóla leyfður á Skutustöðum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur heimilað starfrækslu einkaskóla á Skútustöðum í Mývatnssveit sam- kvæmt skipulagsskrá um skólann. Skólinn hefur ekki ennþá farið fram á fjárhagsstuðning frá menntamála- ráðuneytinu til reksturs einkaskól- ans, að sögn Stefáns Baldurssonar, skrifstofustjóra í menntamálaráðu- neytinu. Þá er óútkljáð hvort styrkir sem ráðuneytið veitir til einkaskóla verði veittir áfram eftir að rekstur grunnskóla færist til sveitarfélaga eftir eitt ár. Suðursveitungar í Mývatnssveit hafa verið ósáttir við að börn þeirra þurfi að sækja skóla til Reykjahlíðar en sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að sú skólastarfsemi Grunnskóla Skútustaðahrepps sem fram hefur farið á Skútustöðum verði flutt til Reykjahlíðar. Þriðji kosturinn í langri deilu Eyþór Pétursson, bóndi í Baldurs- heimi III, fagnar niðurstöðu mennta- málaráðherra. Hann segir að nú verði ráðist í það að koma þessu máli áleið- is og ráða starfsfólk og bílstjóra. Skólahald verður í skólahúsinu á Morgvnblaðið/Þorkell Skútustöðum og nemendafjöldinn verður á bilinu 24 til 26. „Ég ætla að vona að þessi lausn sé áfangi í því að öldur lægi um þessi mál hér í sveitinni. Þetta er reyndar ekki sá kostur sem við vild- um. Ætli þetta sé ekki þriðji kostur en fyrsti kostur væri skólasel með rekstri sveitarfélagsins eins og því ber að sinna og annar besti kosturinn hefði verið foreldrarekið skólasel frá Reykjahlíðarskóla eins og verið hefur undanfarin tvö ár,“ sagði Eyþór. Eyþór sagði að ekki væri búið að fara nákvæmlega ofan í saumana á því hvað rekstur einkaskólans muni kosta. Rúmlega tvær og hálf kenna- rastaða verður við skólann. Tvær bekkjardeildir, 1.-9. bekkur í grunn- skóla, verða reknar í einkaskólanum og kennsluþörf á viku er á bilinu 70-75 stundir. Eyþór segir að eftir sé að skipa stjórn skólans og hún muni ráða skólastjóra og annað starfsfólk skók ans. „Það hefur aldrei staðið neitt annað til en að skólinn taki til starfa í haust. Vinnan er komin á fulla ferð en það var beðið eftir svari frá ráðu- neytinu og nú er það komið,“ sagði Eyþór. Hallgríms- kirkjuturn lagfærður NÚ ER verið að ljúka frá- gangi á suðurálmu Hall- grímskirkjuturns, sem er þriðji áfangi umfangsmikill- ar steypuviðgerðar á turnin- um. Fyrir fimm árum var hafist handa um að lagfæra turnspíruna og síðan norðurálmuna í framhaldi af því starfi. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum á næstu vikum, en þær hafa dregist ögn sökum votviðris og að þeim loknum er aðeins miðhluti turnsins eftir. Jafn- framt viðgerðum hefur ver- ið skipt um alla glugga á suðurálmunni og innréttað- ur safnaðarsalur og eldhús. Séra Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju, segir þó með öllu óljóst hvenær ráðist verði í viðgerð á miðálmunni, enda sé um kostnaðarsama fram- kvæmd að ræða. Hann sé því miður ekki bjartsýnn á að það verði í bráð. ASÍ krefst breytinga á framkvæmd GATT-samningsins Utfærsla stjórn- valda í engu sam- ræmi við vonir Varað við silungs- veiðum með sýktum hrognum JÓN G. Baldvinsson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, segist vera óánægður með fram- kvæmd varúðarráðstafana varðandi kýlaveikismitið í Elliðaánum og seg- ist vonast til þess áð farið verði að taka þar á máium af meiri festu sem allra fyrst því ljóst væri að hætta væri á að smit bærist úr Elliðaánum í aðrar laxveiðiár. Þá hvetur hann stangveiðimenn eindregið til þess að nota ekki laxahrogn sem beitu fyrir silung án þess að hafa sótthreinsað hrognin fyrst. Fjölmargir silungs- veiðimenn kaupa Íaxahrogn til beitu hjá reykhúsum sem reykja lax víða að. „Varðandi framkvæmd varúðar- ráðstafana get ég nefnt sem dæmi, að ekkert eftirlit er með því hvort vargfugl er að éta laxahræ í Elliða- ánum á nóttunni. Það gæti verið ÞORSTEINN Árnason með 23 punda lax sem hann veiddi í Vatnsdalsá i Vatnsfirði á dög- unum. Einn af þremur löxum sem hann veiddi þann daginn og einn af stærstu löxum á Iandinu í- sumar. borðliggjandi smitleið ef slíkur fugl færi síðan upp í Kjós eða Korpu daginn eftir og gerði þarfir sínar í árvatnið. Einhverjum kann að þykja þetta langsótt, en þegar að er gáð er svo ekki. Þá vil ég eindregið hvetja stangveiðimenn sem fara til fjalla eða í sjóbirting og beita laxahrogn- um, að gera það ekki nema sótt- hreinsa þau fyrst. Það er alþekkt að í fiskeldisstöðvum er hægt að sótt- hreinsa hrogn án þess að skemma þau. Kýlaveikin er sögð leggjast á alla laxfíska þannig að silungastofn- ar í ám og vötnum geta verið við- kvæmir fyrir sýkingu af þessu tagi,“ sagði Jón. „Það hefur verið dauft að undan- förnu, en þeir sem voru að fara töldu þó að talsvert væri af laxi. Hann er hins vegar orðinn leginn og lítið hef- ur komið af nýjum fiski síðustu daga. Fiskur hefur því tekið illa. Það eru samt sem áður komnir 986 laxar á land og september hefur oft verið mjög drjúgur í Grímsá. Við gerðum okkur vonir um 1.200 laxa í sumar og hver veit nema að það gangi eft- ir,“ sagði Sturla Guðbjarnarson í Fossatúni við Grímsá í gærdag. Þetta er nokkuð lakari veiði en í fyrra og sérstaklega var veiðin í júlí lakari. Sturla sagði að bændur hefðu búist við því, áin væri „rafveidd" af fískifræðingum á hverju ári til að ákvarða stærð seiðaárganga. Þær mælingar bentu til þess að klak í Tunguá, hliðará Grímsár, hefði misf- arist árið 1991, en seiði úr þeim ár- gangi hefðu einmitt átt að ganga til sjávar í fyrra og koma aftur í sumar eftir árs dvöl í sjónum. „Tunguáin er mjög mikilvæg uppeldisstöð, þann- ig að við reyndum að mæta skaðan- um með því að sleppa 15.000 sumar- öldum seiðum á svæðið. Eitthvað af því hefur kannski skilað sér og dreg- ið eitthvað úr högginu, en svoleiðis seiði skila sér aldrei eins vel og nátt- úruleg seiði,“ sagði Sturla. Veiðimenn í Grímsá hafa fengið nokkra uppbót í laxadeyfðinni að undanförnu. „Það er talsvert af sjó- birtingi, meira en í fyrra og þó var talsvert þá. Sjóbirtingurinn er greini- lega í mikilli sókn og er mest af honum eitt til þijú pund. Stærri físk- ar hafa veiðst í súmar,“ bætti Sturla við. MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands krefst þess að stefnumörkun stjórnvalda við framkvæmd GATT- samkomulagsins hér á landi verði breytt. „Með GATT-samningunum og útfærslu íslenskra stjórnvalda á þeim var vænst nýrra aðhaldsað- gerða til hagræðingar og lækkunar á kostnaði í íslenskum landbúnaði. Raunin varð ekki sú heldur er aug- ljóslega stefnt að því að tryggja •landbúnaðinum aukna vernd. Að búa strax til 30% verðmismun milli innflutnings og innlendrar fram- leiðslu er langt frá því að vera í samræmi við þær væntingar sem voru uppi um útfærslu GATT- samningsins hér á landi. Með GATT-samningnum var auk þess stefnt að 36% tollalækkun á inn- fluttum vörum á næstu sex árum, en samkvæmt íslensku útfærslunni verður ekki um neina slíka lækkun að ræða. Það er því augljóst að innlend landbúnaðarframleiðsla verður ekki fyrir neinu aðhaldi vegna GATT-samningsins,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi miðstjórnar ASÍ í fyrradag. Raunverulega verðlækkun landbúnaðarafurða Jafnframt var þess krafist að stjórnvöld búi landbúnaðinum um- hverfí sem leiði til hagræðingar og verðlækkunar á afurðum. „Þetta verði gert með áframhaldandi hag- ræðingu í framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða og með lækkun innflutningstolla, sem leiði til raun- verulegrar verðlækkunar á land- búnaðarafurðum, í þessu máli fara hagsmunir bænda og neytenda saman,“ segir í ályktuninni. Gylfi Arnbjömsson, hagfræðing- ur ASÍ, segir að forystumenn AI- þýðusambandsins hafi átt fundi með fulltrúum bænda og landbún: aðarráðherra um málið þar sem ASÍ telji að stjórnvöld hafi að undan- förnu verið að móta allt aðra stefnu í landbúnaðarmálum en gert hafi verið með víðtæku samráði árið 1990 og verið sé að auka vernd landbúnaðarins verulega. Á árunum 1991 til 1993 skilaði sjömanna- nefnd, með aðild fulltrúa ASÍ, til- lögum um aðgerðir til hagræðingar og kostnaðarlækkunar í landbún- aði, sem hafa þegar skilað árangri, að sögn Gylfa. Stefna stjórnvalda í GATT-málinu tefli hins vegar þeim árangri í tvísýnu. -----» ♦ ♦----- Svangur þjófur BROTIST var inn í matvælafyrir- tæki við Dugguvog aðfaranótt mið- vikudags. Þjófurinn var enn á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang og var búinn að fá sér að borða. Vaktmaður í Vogahverfi lét lög- regluna vita af innbroti í matvæla- fyrirtækið. Þegar lögreglan kom á staðinn var ljóst að þjófur hafði spennt upp glugga á norðurhlið hússins og farið inn. Lögreglan leitaði í fyrirtgekinu og um síðir fannst þjófurinn í kæli- klefa fyrir matvæli. Hann hafði gengið þokkalega um og skemmt lítið, en tekið hraustlega til matar síns. Þjófurinn lá á meltunni í fanga- klefa um nóttina. Jón Sigurðsson á Veraldarvefinn TÖLVUÞJÓNUSTAN Snerpa á ísafirði og Vestfirska forlagið á Þingeyri eru um þessar mundir að hefja samstarf um kynningu á Jóni Sigurðssyni og sögu hans á Verald- arvefnum. Hinn 9. október nk., á afmælisdegi Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar, er fyrirhugað að opna heimasíðu Jóns á Veraldarvefn- um og verður veffang hennar: http://www.snerpa.is/kynn/j/jonsig Tilgangurinn með kynningu þess- ari er að upplýsa aðrar þjóðir um hvernig Jón Sigurðsson hagaði verk- um í sjálfstæðisbaráttu Islendinga gegn Dönum. Kynningu Jóns Sigurðs- sonar verður fylgt eftir nú í haust með enskri og danskri útgáfu á bók- inni Jón Sigurðsson, forseti, ævisaga í hnotskurn, eftir Ilallgrím Sveinsson á Hrafnseyri. Síðan er fyrirhugað að gefa út sögu Jóns á þýsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku. Jón Sigurðsson, forseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.