Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Listasafnið á Akureyri Þrjár einkasýn- ingar opnaðar LAUGARDAGINN 2. september opna þrír listamenn sýningar í Listasafninu á Akureyri. Sýn- ingamar verða opnaðar kl. 14 og standa til 8. október. Að sögn Haraldar Inga Haraldssonar for- stöðumanns Listasafnsins eru þetta ólíkar sýningar og hann sagði að þær ættu án efa eftir að vekja athygli, hver á sinn hátt. Aðalsteinn Svanur í austursal í austursal sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon olíumálverk máluð á léreft. Aðalsteinn Svan- ur stundaði nám í Myndlistaskó- lanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla íslands á árun- um 1982-1986. Sýningin í Lista- safninu á Akureyri er 10. einka- sýning hans og auk þess á hann fjölda samsýninga að baki. í formála sýningarskrár er málverkum Aðalsteins Svans lýst á þennan hátt: „Þung fjaran mætir djúpum himni, þau renna saman í dumban bakgrunn og úr samneyti þeirra sprettur vera, að hluta til kona að hluta eng- ill, endurspeglar eilíflega rof milli ijörunnar og himinsins - þó þau sýnist sameinast í miðri mynd.“ Jónína Guðnadóttir í miðsal í miðsal sýnir Jónína Guðna- dóttir myndverk unnin í leir, járn, blý, torf, silki og gler. Jón- ína stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og síðan við Konstfackskolan í Stokk- hólmi og lauk þaðan námi 1967. Hún hefur unnið að list sinni síðan námi lauk og haldið fjölda sýninga bæði hér heima og er- lendis. Jónína hefur starfað að félagsmálum myndlistarmanna og var m.a. formaður Norræna myndlistarbandalagsins, fyrst íslendinga, 1990-93. Þá var hún fýrsti deildarkennari í keramik- deild MHÍ. í hugleiðingu í sýningarskrá segir Jónína m.a.: „Framan af vann ég aðallega í leir en með árunum hafa verk mín þróast á þann veg að ég hef þurft að grípa til annarra efna í æ ríkara mæli.“ Sigtryggoir Bjami í vestursal í vestursal sýnir Sigtryggur Bjami Baldvinsson. Sigtryggur nam við Myndlista- og handíða- skóla íslands og Ecole des Arts Decoratifs í Strasbourg frá 1987-1994. Á sýningunni eru verk frá síð- ustu fjórum árum unnin með olíu á striga. Í verkum þessum mæt- ast óhlutbundin, sjónræn gildi, sem að nokkru leyti eru fengin að láni eða endumýtt frá liðnum stefnum í málaralist 20. aldar, og hlutbundnir þættir sem gefa verkum mun breiðari skírskotun. í verkunum leitast listamaðurinn við að sýna fram á fjölþætt eðli málverksins í andstöðu við púrit- aníska greiningu og vísindalegt upp- og niðurbrot málverksins, sem hefur gengið svo nærri því síðastliðin ár að það hefur marg- sinnis verið talið af. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson AÐALSTEINN Svanur Sigfússon og Sigtryggur Bjarai Baldvinsson við verk sín. Auk þeirra sýnir Jónína Guðnadóttir í Listasafninu. AKUREYRI Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir AÐKALLANDI var orðið að lagfæra höfnina í Grímsey. Hafnarmannvirki í Grímsey lagfærð Grímsey. Morgunblaðið. UNDANFARNA daga hefur verið unnið við að bæta við og lagfæra hafnarmannvirkin í Grímsey. Grjótvarnargarðurinn fyrir framan eldri höfnina var orðinn illa farinn af sjógangi, eldri bryggjan var í hættu vegna þess hve mikið grjót hafði losnað og farið burt. Sagðist Þorlákur Sigurðsson oddviti binda miklar vonir við þetta verk. „Það má segja að það hafi verið orðið aðkallandi að laga eldri mannvirkin. Einn- ig er verið að lagfæra innri höfnina, þ.e. nýrri hafnarmann- virkin, fyrst og fremst það sem snýr að dokkinni til að verjast því að flæði inn í hana í ill- viðrum.“ Er reiknað með að verkinu Ijúki upp úr helgi og á laugar- daginn verður byijað að flytja fyrstu tækin frá eynni en þau voru flutt hingað með feijunni Sæfara í þremur ferðum frá Grenivík. Það er Völur hf. í Reykjavík sem annast verkið og verkstjóri er Halldór Ingólfsson. Lögreglan á Akureyri Daníel Guðjónsson ráð inn yfirlögregluþjónn í GÆR var gengið frá því í dóms- málaráðuneytinu hver yrði næsti yfirlögregluþjónn á Akureyri og var Daníel Guðjónsson varðstjóri í lög- reglunni á Húsavík valinn úr hópi tíu umsækjenda. Nýr yfirlögreglu- þjónn á að taka við störfum í dag, 1. september. Fráfarandi yfirlögregluþjónn er Eriingur Pálmason sem hefur starf- að í lögreglunni á Akureyri frá 1948. Hann hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út um miðjan júlí og hefur það dregist mjög í dóms- málaráðuneytinu að velja úr hópi umsækjenda. Flestir sem sóttu um eru starfandi lögreglumenn á Akur- eyri en einnig komu umsóknir frá Dalvík, Ólafsfirði, Húsavík og Reykjavík. „Það fylgir því bæði tilhlökkun og viss kvíði að takast á við nýtt starf en auðvitað leggst vel í mig að koma til Akureyrar. Fyrirvarinn er reyndar mjög skammur, aðeins einn sólarhringur, og va'rla hægt að búast við því að ég verði kominn inn í starfið strax á morgun [í dag],“ sagði Daníel Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Daníel er fæddur í Strandasýslu árið 1952. Að loknu námi í Hérðas- skólanum í Reykholti tók hann stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði síðan nám í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands um tveggja ára skeið. Hann hætti námi 1979, fluttist þá til Húsavíkur og gekk í lögregluna. Daníel hefur verið varðstjóri hjá lögregiunni á Húsavík frá 1982 en tekur nú við starfi yfirlögreglu- þjóns á Akureyri. Ást og friður á Ráðhústorgi HELGA Björk Jónasardóttir mynd- listarmaður setti verk sitt Ást og frið upp á Ráðhústorgi í byrjun ágústmánaðar. Það myndar hring um torgið sem er þannig umkringt ást og friði. Helga útskrifaðist úr Myndlista- skólanum á Akureyri síðastliðið vor eftir 5 ára nám þar og í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Verkið er síðbúinn hluti af umhverfislista- verkum Listasumars ’95 á Akur- eyri. Það mun standa uppi um óá- kveðinn tíma. Safnahúsið á Húsavík Hringur Jóhannes- son sýnir HRINGUR Jóhannesson opnar mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. september kl. 14. Á sýningunni verða rúmlega 30 verk, olíumálverk og pastel- myndir, allt glæný verk máluð á þessu sumri. Hringur er einn af okkar þekkt- ustu myndlistarmönnum og á um 40 einkasýningar og 60 samsýning- ar að baki. Verk hans eru í eigu allra helstu listasafna landsins. Síð- ast sýndi Hringur á Húsavík 1987. Sýningin stendur til 10. septem- ber og verður opin um helgar kl. 14-19 en virka daga kl. 15-19. ----♦ » » Leiðrétting VILLA slæddist inn í frétt um Leikfélag Akureyrar í blaðinu sl. miðvikudag þegar sagt var að LA hefði gengið til samstarfs við þijú áhugaleikfélög um barnasýningar. Þetta er ekki rétt því Furðuieikhús- ið og Möguleikhúsið eru atvinnu- leikhópar og Þjóðleikhúsið að sjálf- sögðu atvinnuleikhús. Leiðréttist það hér með. 1 kr.2110,- innifalin ílLl gúdtbækumar em komnar! Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.