Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 viðskíptI Ríkiskaup breyta tilhögun á útboðum á kaupum á tölvubúnaði Umfangsmesta út- boðið tíl þessa RÍKISKAUP standa nú fyrir útboði á tölvubúnaði fyrir opinberar stofn- anir og fyrirtæki. Utboð þetta er með nokkuð öðru sniði en áður hef- ur verið og er það einkum vegna þess hversu víðfemt það er auk þess sem útboðið telst almennt og nær því til alls EES-svæðisins. Að sögn Júlíusar S. Olafssonar hjá Ríkiskaupum er hér um mun viðameira útboð að ræða en áður hefur tíðkast hvað varðar kaup rík- isins á tölvubúnaði. „Tilgangur þessa er að auðvelda stofnunum og fyrirtækjum hins opinbera tölvu- kaup til lengri tíma litið auk þess að fækka smærri útboðum." Hann segir mikla vinnu hafa verið lagða í þetta útboð og meðal annars hafí þær kröfur sem gerðar eru til tölvu- búnaðarins verið skilgreindar mun ítarlegar en áður hafi tíðkast. „Tilboð þetta nær til mun fleiri TVG skilar hagnaði HAGNAÐUR af rekstri Toll- vörugeymslunnar hf. varð 4,7 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en hagn- aður á sama tíma í fytra varð tæpar 2,9 milljónir. Á sama tíma hafa rekstrartekjur fyrir- tækisins aukist um tæpar 8 milijónir króna eða ríflega 13%. Tekjuaukningin stafar eink- um af aukinni þjónustu og þá sérstaklega á sviði vörudreif- ingar, en Tollvörugeymslan hef- ur á undafömum misserum ver- ið að taka að að sér dreifingu á vörum fyrir innflytjendur. Helgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvörugeymslunnar segir að ánægja ríki með þessa afkomu enda um talsverða hagnaðar- aukningu frá því á sama tíma í fyrra að ræða. Skuldir Tollvörugeymslunnar hafa aukist um rúmlega 30 milljónir króna, eða 30% frá áramótum og munar þar mestu um kaup á húsnæði Tollvöru- geymslunnar á Akureyri. Eigið fé TVG þann 30. júní síðastlið- inn var tæpar 205 milljónir króna og hafði aukist um rúmar 11 milljónir króna frá árslokum 1994. Eiginfjárhlutfall fyr- irtækisins er nú 59%. Auðveldar stofn- unum og fyrir- tækjum tölvukaup þátta en áður. Gert er ráð fyrir kaupum á ýmsum gerðum af tölvum og prenturum og einnig ritvinnslu- kerfum, töflureiknum og fleiri stöðl- uðum forritum auk uppfærslna á eldri hugbúnaði. Þar ber auðvitað fyrst að nefna Windows 95 en reikna má með að hið opinbera muni upp- færa eldri stýrikerfi á næstunni," segir Júlíus. Auk ofangreindra hluta gerir út- boðið ráð fyrir möguleika á upp- færslu vélbúnaðar þess sem fyrir er í opinberum stofnunum og fyrir- tækjum. Þar má nefna minnis- stækkanir, ný skjákort, nýja ör- gjörva o.s.frv. Þá er einnig óskað eftir tilboðum í uppsetningu búnað- New York. Reuter. VIÐRÆÐUR Time-Warner og Tumer Broadcasting System Inc. um samruna fyrirtækjanna hafa valdið mikilli spennu í fjölmiðla- heiminum enda yrði Time-Warner stærsta fjölmiðlafyrirtæki veraldar á ný ef af honum yrði. Yfirtakan myndi kosta 8 milljarða dollara og yrði Turner dótturfyrirtæki alfarið í eigu Time-Warner. Stærstu hlut- hafar Turner yrðu hins vegar með stærstu hluthöfum Time-Warner að samrunanum loknum. Nokkur önn- ur fyrirtæki eru hins vegar einnig talin hafa áhuga á að taka yfir TBS. Time-Warner gefur m.a. út fréttatímaritið Time, People og Sports Illustrated og rekur tónlist- arfyrirtækið Warner Music Group, kvikmyndaverið Warner Brothers og kapalsjónvarpsstöðina HBO. Tumer Broadcasting er hins vegar þekktast fyrir fréttasjónvarpsstöð- ina CNN en á einnig nokkrar sjón- varpsstöðvar til viðbótar og kvik- myndafyrirtækið Castle Rock. Time-Warner er mjög skuldsett fyrirtæki og segja íjármálasérfræð- ingar að það sé því mjög hagstætt ar, förgun á eldri búnaði og umbúð- um auk fastra tilboða í námskeið fyrir starfsfólk þeirra stofnana og fyrirtækja sem útboðið nær til Hið opinbera er einn af stærstu kaupendum tölvubúnaðar hér á landi og er talið að stofnanir og fyrirtæki þess kaupi a.m.k. 2.000 einmenningstölvur árlega. Nú þegar hafa átta ríkisstofnanir skuldbundið sig tii þess að kaupa tölvubúnað sinn samkvæmt þessum samningi. Meðal þeirra em Vegagerðin, Póstur og sími, Ríkisspítalar og fjármála- ráðuneytið. Júlíus segist hvetja þær ríkisstofnanir sem hafi hug á að nýta sér þetta útboð að hafa sam- band við Ríkiskaup. Opnun tilboða fer fram 12. sept- ember nk. og er gert ráð fyrir að samningar við þá aðila sem eiga hagstæðustu tilboðin liggi fyrir und- ir lok mánaðarins. að tengjast TBS en tekjustreymi þess er mjög stöðugt. Margir velta því einnig fyrir sér hvernig Turner muni rekast innan Time-Warner en hann er þekktur fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir og er ekki vanur því að þurfa að lúta ákvörðunum annarra. Aðal- stjórnandi Time-Warner, Gerald Levin, er um margt andstaða Turn- ers. Levin hefur fetað upp valda- stigann innan stórfyrirtækisins en Turner byggði risaveldi á fjölmiðla- sviðinu úr litiu auglýsingafyrirtæki sem hann erfði. Málið flækist enn þegar við bætist John Malone, yfir- maður Tele-Communications Inc., stærsta kapalsjónvarpsfyrirtækis Bandaríkjanna. TCI á stóran hlut í Tumer Broadcasting eða 21% og yrði með samruna næst stærsti hluthafi Time-Warner á eftir Ted Turner. TCI hefur ekki enn lýst því yfir að fyrirtækið hafi áhuga á sam- rana við Time-Wamer. „Þetta eru þrir mjög sjálfselskir menn og það er mjög erfitt að fá svona hóp til að starfa saman í sama liði,“ sagði heimildarmaður á SUNDAFROST, ný frysti- geymsla Eimskips hf, var tekin formlega í gagnið í gær. Frysti- geymslan er búin nyög fullkomn- um kælibúnaði og er allt vinnslu- ferlið tölvuvætt til þess að sem mest skilvirkni náist. Alls komast um 3.100 bretti eða um 3.000 tonn fyrir í hinni nýju geymslu. Húsnæði er alls um 3.100 fmað stærð en þar af er frystigeymslan um 1.700 fermetrar. Wall Street. Helsti kosturinn fyrir Turner væri að hann eignaðist stór- an hlut í Time-Warner og yrði vara- formaður stjórnar fyrirtækisins. Og ef samstarfið gengi ekki upp yrði hann væntanlega keyptur út fyrir væna fjárhæð, eða tæki hreinlega við fyrirtækinu öllu. Nýlegt dæmi um slíka atburðarás er að finna í sögu Time-Warner. Er Time og Warner sameinuðust árið 1989 lenti eigendum fyrirtækjanna tveggja fljótt saman og varð niðurstaðan sú að Steve Ross, stofnandi Warner tók við sem aðalstjórnandi sam- steypunnar. Hann lést hins vegar skömmu síðar og við Levin tók við starfi hans. Fleiri hafa áhuga Stórfyrirtækið General Electric hefur staðfest að það hafi einnig áhuga á að festa kaup á Turner og telur að rekstur þess falli vel að rekstri dótturfyrirtækis síns, sjónvarpsstöðvarinnar NBC. Þá er talið líklegt að News Corporation, fyrirtæki Ruperts Murdochs, hafi áhuga á TBS. Boðin endur- ráðninghjá Olíudreif- ingu hf. OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olíuverzlun íslands (OLÍS) munu á næstunni segja upp 120 af þeim starfsmönn- um fyrirtækjanna, sem tengjast dreifingarmálum, birgðastöðvum og verkstæðisrekstri. Verður þeim öllum boðið starf hjá Olíudreifingu ehf. á svipuðum kjörum og þeir njóta nú að sögn Einars Benedikts- sonar, forstjóra OLÍS. Starfsemin hefst um áramót Olíudreifing hf. er sameiginlegt olíudreifingarfyrirtæki Olíufélags- ins og OLIS og skiptist eignarhlut- ur fyrirtækisins þannig að Olíufé- lagið á 60% en Olís 40% en heildar- hlutafé fyrirtækisins er 10 milljón- ir króna. Jafnræði ríkir með félög- unum tveim í stjórn Olíudreifingar. Fyrirtækið var stofnað í mars síðastliðnum og mun taka til starfa um næstu áramót. Ætlunin er að fyrirtækið taki smám saman að sér alla dreifingu á fljótandi elds- neyti fyrir olíufélögin tvö og mun það m.a. yfirtaka þann hluta eigna fyrirtækjanna tveggja sem tengist dreifingunni. Enn óljóst hvort allir fái störf Einar segir að fleiri starfsmenn en þessir 120 tengist dreifingar- málum, birgðastöðvum og verk- stæðisrekstri hjá olíufélögunum tveimur. „Mannaflaþörf Olíudreif- ingar liggur ekki fyrir nú og því er ekki ljóst á þessari stundu hvort takast muni að tryggja öllum þeim, sem þessum starfsþáttum tengjast, störf innan Olíudreifing- ar eða móðurfélaganna. Þegar nær dregur áramótum ættu línur að skýrast hvað það varðar.“ MORGUNBLAÐIÐ Sundafrost í gagnið Olíufélagið og OLÍS segja upp 120 manns Útsölunni lýkur á morgun! Húsgögn, húsbúnaður og nytjahlutir fyrir heimili. Enn meiri verðlækkun. Dettur þú í 100.000 króna lukkupottinn? Dregið á morgun. Langur laugardagur. Opið til 17.00. Næg bílastæði. JBSÉ MOGREMSLUR TIL ALLT AÐ 24 MANADA d TIL ALLT AO 36 MÁNAOA habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870 - Opið virka daga 10.00-18.00 og á morgun laugardag 10.00-17.00. % Húsgögn i Habitat eru unnin úr ræktuöum skógi eingöngu. Úrval glervöru úr endurunnu gleri. i i i i i ft ft I I ft ft ft I ft ft ft f ft b Time- Warner og Tumer ræða samruna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.