Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Kjarnorkutilraunir Frakka Chirac býður ESB kjamorkuvarnir París. Reuter. JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti, bauð í ræðu sem hann hélt í gær að Frakkar útvíkkuðu kjarn- orkuvarnarskjöld sinn yfir allt Evr- ópusambandið. Ræðuna hélt hann á sendiherra- fundi í París eftir að ný skoðana- könnun hafði verið birt sem sýndi að nú væru um 63% Frakka and- snúnir kjarnorkutilraununum í S- Kyrrahafi, sem hefjast eiga á næstu dögum. Chirac endurtók afneitun þess að tilraunasprengingarnar á Mururoa-rifi væru liður í þróun nýrr- ar tegundar kjarnavopna og lagði áherzlu á að þær yrðu þær síðustu sem Frakkar framkvæmdu. „Við uppbyggingu varna sinna. gæti Evrópusambandið óskað þess að fælingarvopn Frakklands ættu sinn hlut í vörnum Evrópu," sagði Chirac. „Þegar rétti tíminn til þess rennur upp, munum við taka þetta mál upp við bandamenn okkar.“ Þetta var í fyrsta sinn sem hug- myndin um að útvíkka fælingarvam- arsvæði Frakklands var orðuð opin- berlega, en Alain Juppé forsætisráð- herra hafði minnzt á hana í síðustu viku. Gagnrýnendur segja hana vera lítilfjörlega tilraun til að tvístra and- stöðu við kjarnavopnatilraunirnar. Sjö aðildarþjóðir ESB hafa hvatt Chirac til að láta af tilraununum, sem hafa hleypt af stað öflugri mót- mælaöldu út um allan heim. Mörg ríki segja tilraunirnar spilla fyrir alþjóðlegu átaki til að hindra frekari útbreiðslu kjarnavopna. Juppé ávarpaði líka fund sendi- herranna og sagði að evrópsk sam- vinna „gæti ekki lengur leitt hjá sér kjarnorkuhliðina á sameiginlegum öryggismálum okkar.“ Hann sagði að utanríkisráðherrann, Hervé de Charette, og varnarmálaráðherrann, Charles Millon, hefðu báðir fyrir- mæli um að koma fram með tillögur um þetta efni. Samstarf Frakka og Þjóðverja væri lykilatriði í þessu sambandi, sem tillögurnar yrðu byggðar á. Millon varnarmálaráðherra vildi ekki nefna dagsetningu fyrstu til- raunasprengingarinnar, en Frakkar hafa sagt að þeir hyggist fram- kvæma 7 eða 8 sprengingar á tíma- bilinu frá 1. september til 31. maí á næsta ári. Kjarnorkusérfræðingar ESB funda í París Kjarnorkusérfræðingar ESB ætla að eiga fund með ráðamönnum í París í dag, föstudag. Framkvæmda- stjórn ESB hefur þrýst á að sérfræð- ingar hennar fái að vera viðstaddir tilraunirnar í S-Kyrrahafi, en fram að þessu hafa Frakkar eingöngu vilj- að leyfa utanaðkomandi sérfræðing- um að skoða tilraunasvæðið að til- raununum loknum. Að sögn heimildamanna innan framkvæmdastjórnarinnar eru sér- fræðingar ESB tilbúnir til að skoða tilraunasvæðið strax í byijun næstu viku. Fulltrúar ESB í sérfræðinga- nefndinni hafa þegar verið útnefndir og munu franskir sérfræðingar fara með henni. Framkvæmdastjómin vonast til að nefndin verði komin á vettvang áður en tilraunirnar hefjast. FRANSKIR sjóliðar koma aðvörunarboðum frá Philippe Euverte flotaforingja til skila til chileansks bátseiganda, sem er í hópi hundr- uða annarra fleyja við Mururoa-rif í þeim tilgangi að mótmæla kjarnavopnatilraunum Frakka þar. Bonmo vill flýta kosningum á Italíu Brusscl. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, segist vera hlynnt því að þingkosningum á Ítalíu verði flýtt þannig að ný stjóm hafi tekið við áður en ítalir taka við forystunni í ráðherraráði ESB um áramót. „Ætlun mín er ekki að skipta mér af málinu. Ég vil bara lýsa þeirri skoðun minni að kosningarnar eigi að fara fram annað hvort áður eða þá eftir formennsku ítala,“ sagði Bonino í viðtali. Æskilegra væri að hennar mati að kosningarnar færa fram fyrir formennskuna. „Ef við hefðum kost á því hefðum við þörf fyrir pólitíska ríkisstjórn." Lamberto Dini, fyrrum seðla- bankastjóri, er nú í forsæti embætt- ismannastjórnar og hefur nýlega lýst þeirri skoðun sinni að hann vilji gegna embætti áfram. Framtíð stjórnar hans ræðst líklega í sept- ember eða október þegar ljóst er hvernig tekst að ná fram fjárlögum en til stendur að skera ríkisútgjöld niður verulega. Hann segir nauðsynlegt að stjórnin sitji áfram meðan á for- mennsku Ítalíu stendur ef vel eigi að takast til. Mikilvægt sé að póli- tískir bandamenn ítala treysti póli- tískum stöðugleika í landinu. Það eigi einnig við ef skrá eigi gengi lírunnar á ný í Gengissamstarfi Evrópu (ERM). Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, gaf greinilega í skyn á fundi með Dini fyrr í vikunni að hann væri hlynntur því að stjórnin sæti áfram. Er það talið styrkja stöðu Dinis verulega ÍSFIRÐINGAR ATHUGIÐ!! FORSÝNINGAR í ÍSAFJARÐARBÍÓ FÖSTUD. OG LAUGARDAG KL. 9. SUNNUDAG KL. 11.15. FORSÝNINGAR UM HELGINA í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM: FÖSTUDAGUR KL. 9. LAUGARDAGUR KL. 9. SUNNUDAGUR KL. 9. FORSALA AÐGÖN GUMIÐA FRÁ KL. 16 ALLA DAGANA R pn © iS lifcSil HÁSKÓLABÍÓ FRUMSÝND 15. SEPT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.