Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Raunverulegar friðarviðræður í Bosníu taldar mögulegar Milosevic sakaður um leyni- samning við Bosníu-Serba Belgrad. Reuter. RICHARD Holbrooke, aðstoðarut- anrikisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að raunverulegar við- ræður um frið í Bosníu gætu haf- ist innan tíðar, eftir að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, virtist hafa tekist að telja Bosníu-Serba á að fela honum forgöngu um samninga fyrir þeirra hönd. Holbrooke hrósaði Milosevic, og sagði að frumkvæði hans gæti skipt sköpum. Holbrooke hélt í gær til Zagreb til fundar við leiðtoga Króata og Bosníumanna. Milosevic tilkynnti á miðvikudag að Bosníu-Serbar hefðu samþykkt að veita honum neitunarvald yfir skilmálum friðarsamkomulags sem sex manna nefnd myndi nú reyna að ná. Þrír yrðu fulltrúar „lýðveld- ■ is“ Bosníu-Serba. Stjómarerindrekar fögnuðu til- kynningunni og sögðu hana benda til að Bosníu-Serbar væru reiðu- búnir að fara að vilja Milosevics. Þó vöruðu þeir við því að framund- an væru erfiðar viðræður um smá- atriði samkomulagsins. Serbneskir stjórnmálamenn sögðu hinsvegar, að ef til vill væri ekki allt sem sýndist. Fregnir bár- Reuter RADOVAN Karadzic og Slobodan Milosevic ræðast við. Myndin er frá 1993. ust um annan, leynilegan þátt samningsins milli Milosevics og Bosníu-Serba, sem bendi til að um sé að ræða málamiðlun fremur en að forsetinn haf haft yfirhöndina. Sagt er að Miloseivie hafi orðið að lofa leiðtogum Bosníu-Serba að vemda hagsmuni þeirra og tryggja að tiltekin lágmarksskilyrði verði uppfylit í samkomulaginu. Bosníu- stjóm og Króatar muni aldrei fall- ast á téð skilyrði Milosevic mun hafa samþykkt að falast eftir því að Sarajevó verði skipt, landræma, sem Serbar ráða í Norður-Bosníu, verði breikkuð og önnur svæði stækkuð. Þetta gæti leitt til þess að múslim- ar yrðu útilokaðir frá svæðinu við Gorazde. Serbneskur fréttaskýrandi sagði að Milosevic myndi reynast erfítt að fá þessum kröfum Bosníu-Serba framfylgt. Dagar Karadzics sagðir taldir Fréttaskýrandi Newsweek segir í nýjasta tölublaði tímaritsins að dagar Radovans Karadzics sem leiðtoga Bosníu-Serba séu í raun taldir. Ratko Mladic, yfirmaður herafla þeirra, sé hinn eiginlegi leiðtogi. Karazdic hefur enn titilinn for- seti og ræður yfir fjölmiðlunum. En Mladic ráði því sem máli skipti, það er, 80 þúsund vopnuðum mönnum sem hafi svarið honum hollustueið. Auk þess njóti hann stuðnings Milosevics. Það sé til marks um hversu veik staða Karadzics sé orðin að þegar sáttasemjarar Bandaríkjanna voru á ferð um Balkanskagann virtu þeir Karazdic að vettugi, sem og aðra stjórnmálaleiðtoga í Pale, höfuðstöðvum Serba í Bosníu. Leiðtogi Punjab drepinn Chandigarh. Reuter. ÞRETTÁN manns biðu bana, þeirra á meðal Beant Singh, aðalráð- herra Punjab-ríkis á Indlandi, þegar öflug bílsprengja sprakk við opin- bera byggingu í Chandigarh, höf- uðstað ríkisins. Beant Singh var sikhi og hafði verið aðalráðherra Punjab frá árinu 1992. Ekki var vitað í gær hverjir stóðu fyrir sprengjutilræðinu í gær. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í bíl Singhs. Auk ráðherrans létu tveir aðstoðarmenn hans lífið og fimm hermenn sem fylgdu honum. 30 manns særðust í tilræðinu. Beant Singh Reuter GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, á útifundi í Belfast í tilefni þess að ár er liðið frá því Irski lýðveldisherinn lýsti yfir vopnahléi. Þrengingar í Irak Teppi fyrir mat Lundúnum. Reuter. VIÐSKIPTABANN Sameinuðu þjóðanna á írak er farið að koma harkalega niður á millistéttar- fólki og fjölskyldum sem áður töldust ríkar. „Hér má sjá fjölmörg dæmi um annað og meira en efna- hagsþrengingar — eins og við sáum í þessu uppboðshúsi, ríkir jafnt sem fátækir eru að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat,“ sagði fréttamaður breska sjónvarpsins Channel Four í Bagdad. „Við höfum séð hér millistétt- arfólk selja teppi til að eignast peninga fyrir eggjum," bætti hann við. „Fjölskylduauðurinn er seldur sölumönnum fyrir reiðufé." Fréttamaðurinn hafði enn- fremur eftir talsmanni Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna að vannæring væri orðin mjög al- geng í Irak og vaxandi vanda- mál. Ekki væri auðvelt að meta hversu mörg börn væru van- nærð, þar sem fólk hefði ekki ráð á því að senda þau í sjúkra- hús. Saddam hylltur Þrátt fyrir þetta ástand nýtur Saddam ennþá fylgis hjá a.m.k. hluta þjóðarinnar. íraska sjón- varpið sýndi í gær myndir af mannsöfnuði í bæ í N-Irak, þar sem leiðtoginn var hylltur, Bandaríkjunum bölvað og svik- urum óskað dauða. Samningaumleitanir um Norður-Irland Reynt að binda enda á þráteflið London. Reuter. BRETAR og írar minntust þess í gær að ár er liðið frá því írski Iýðveldis- herinn (IRA) lýsti yfir vopnahléi og þeir sögðust vera að íhuga að stofna alþjóðlega nefnd til að fylgjast með afvopnun IRA í því skyni að binda enda á þráteflið í tilraunum til að koma á friði á Norður-írlandi. For- ystumenn Sinn Fein, stjómmálaarms IRA, tóku þeirri hugmynd fálega. Irski lýðveldisherinn hefur neitað að láta vopn sín af hendi nema Sinn Fein verði boðið til viðræðna um fram- tíð Norður-lrlands. Breska stjórnin hefur hins vegar neitað að bjóða flokknum til viðræðnanna nema IRA afvopnist. Deilan hefur orðið til þess að hvorki hefur gengið né rekið í friðarumleitununum í hálft ár. John Bruton, forsætisráðherra ír- lands, og Sir Patrick Mayhew, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku stjórninni, sögðust vongóðir um að samkomulag næðist um nefndina á fundi Brutons og Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, á miðvikudag. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði hins vegar á blaðamannafundi í Belfast að breska stjórnin hefði þegar eyðilagt þá hugmynd með ummælum sem hann teldi sýna að „breska stjórnin liti á alþjóðlegu nefndina sem leið til að knýja fram uppgjöf IRA“. Hann sagði að Sinn Fein væri andvígt einhliða afvopnun Irska lýðveldishersins. Tíu farast í sprengju- tilræði BÍLSPRENGJA sprakk í Als- írborg í gær, sem banaði 10 manns og særði 15, sam- kvæmt upplýsingum alsírska ríkisútvarpsins. Enginn lýsti tilræðinu á hendur sér, en íslamskir bókstafstrúarmenn hafa framið mörg svipuð til- ræði á undanförnum vikum. Þeir hafa að sögn með því verið að mótmæla forseta- kosningum, sem eiga að fara fram í landinu í nóvember nk. Nazarbayev vinnur stórt NURSULTAN Nazarbayev, forseti Kazakhstans, vann mikinn sigur í þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar sem kosið var um stjórnarskrárbreyt- ingar, sem veita forsetanum verulega aukin völd og gera eiga honum kleift að koma umbótááætlunum sínum í framkvæmd. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum, sem birtar voru í gær, gáfu 89% Kazakhstanbúa stjórnar- skrárbreytingunum sam- þykki sitt. Kjörsókn var um 90%. Leeson yfirheyrður YFIRHEYRSLUR brezkra rannsakenda gjaldþrots Bar- ings-banka yfir Nick Leeson, hinum fyrrverandi starfs- manni bankans í Singapore sem kom honum á hausinn með spákaupmennsku sinni, standa nú yfir. Yfirheyrslun- um átti að ljúka í dag, föstu- dag, en að sögn lögfræðings Leesons munu þær að líkind- um standa fram eftir næstu viku. * Israelar reið- ir Egyptum ÍSRAEL brást ókvæða við fréttum í egypsku dagblaði þess efnis, að sendiherra ísra- els í Egyptalandi hefði morð á egypskum stríðsföngum úr liðnum stríðum landanna á samvizkunni. Fréttin er síð- asta viðbótin við milliríkja- deilu ísraels og Egyptalands vegna meintra morða á stríðsföngum beggja aðila í stríðunum við botn Miðjarð- arhafs 1956, 1967 og 1973. Carcia lézt úr hjartaslagi SAMKVÆMT krufnings- skýrslu, sem birt var á mið- vikudag, var dánarorsök rokkgoðsins Jerry Garcia hjartaáfall en ekki of stór skammtur af heróíni, eins og getum var leitt að í fyrstu. Mannskætt námuslys ELLEFU námumenn fórust í gærmorgun þegar sprenging varð í kolanámu nærri Mieres á N-Spáni. Einum verka- manni var bjargað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.