Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 23 LISTIR Síðustu sýningar á Light Nights ÞRJÁR sýningar á verkum írskra myndlistarmanna undir samheit- inu „Atlantians" verða opnaðar á laugardag, 2. september. kl. 16 opna í Listasafni Kópavogs þau Aisling O’Beirn, Sean Taylor, Tony O’Gribin, Una Walker og Amanda Dunsmore. í tengslum við sýninguna flytja listamennirnir myndskyggnufyrirlestur á sama stað kl. 17. Kl. 18 opna þau Vivien Burnside og Dougal Mckenzie sýn- ingu i Gallerí Birgir Andrésson, Vesturgötu 20. Loks sýna þau Amanda Dunsmore, Dougal McKenzie og Aisling O’Beirn og Café List við Klapparstíg kl. 19 og flytja þar jafnframt fyrirlestur kl. 19.30. Fyrsta sinn á Islandi Þá listamenn sem hér um ræð- ir hefur Hannes Lárusson valið úr stórum hópi írskra myndlistar- manna og mun þetta vera í fyrsta skipti sem hópur starfandi mynd- listarmanna frá írlandi sýnir á íslandi. Vorið 1996 er síðan áætlað Hópur írskra myndlist- armanna að jafnstór hópur íslenskra mynd- listarmanna sýni verk sín í Belfast á Norður-Irlandi. Flestir írsku listamannanna hafa gert rými eða tíma að sérstökum viðfangsefnum í verkum sínum. Verksvið þeirra spannar hefðbundið málverk og skúlptúr, myndbönd, ljósmyndir, gerninga og innsetningar. Innsetningar oggerningar Sean Taylor vinnur gjarnan út frá landfræðilegum aðstæðum og notar þá þau efni sem til falla á staðnum. Amanda Dunsmore ger- Morgunblaðið/Sverrir ir ýmis verk tengd tíma, innsetn- ingar og aðlagar tilteknu rými eða sjálfstæða skúlptúra. Dougal Mckenzie fremur gerninga þar sem jöfnum höndum er ausið af brunni helgisiða og hefðbundinn- ar málaralistar. Aisling O’Beirn notar það sem virðist vera sakleys- isleg búsáhöld til að varpa ljósi á félagslegar aðstæður og stjórn- málaástand. Tony O’Gribin er fíg- úratívur málari sem hefur ljóðræn og andleg gildi í hávegum. Una Walker leggur í listsköpun sinni einkum út af ýmsum einkennum í umhverfi og byggingarlist. Vivi- en Burnside notar mismunandi aðferðir og efni, en megin- við- fangsefni verka hennar liggja ein- hvers staðar á milli formrænnar og fígúratífrar myndlistar. Sýning Iranna í Listasafni Kópavogs lýkur þann 17. septem- ber, en sýningarnar í Gallerí Birg- ir Andrésson og Café List munu standa út september. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning þriggja ofantalinna listamanna í Deiglunni á Akureyri. Á SÝNINGUM Lights Nights birt- ast alls kyns forynj- ur, draugar, tröll og huldufólk. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku. Sýningar- atriði eru 24 alls sem eru færð í leikbún- ing eða sýnd með fjölmyndatækni (audio visual). Leik- ATRIÐI úr sýningu Ferðaleikhússins á Light Nights sem sýnt er í Tjarnarbíói. sviðsmyndir eru af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Fyrir ofan leiksviðsmyndirnar er sýningartjald þar sem um 270 skyggnur eru sýndar í samræmi við viðkomandi atriði. Stærsta hlutverkið í sýning- uni er hlutverk sögumanns, sem er leikið af Kristínu G. Magnús leikkonu. Skriflegur út- dráttur á íslensku, þýsku, frönsku og norsku varðandi hvert atriði í sýning- unni er fáanlegur í miðaafgreiðslu leik- hússins. Þetta er 26. sumarið sem Ferða- leikhúsið stendur fyrir Light Nig- hts-sýningum. Síðustu sýningar á þessu sumri verða í kvöld og ann- að kvöld kl. 21 í Tjarnabíói. Fjórða starfsár Barnakórs Seljakirkju NÚ Á næstunni hefst fjórða starfs- ár Barna- og stúlknakórs Selja- kirkju. í vetur verður börnum og unglingum frá sjö ára aldri boðið að taka þátt í kórstarfi. Starfað verður í tveimur deildum. Æfingar fara fram einu sinni til tvisvar í viku. Kórstjórn annast Elísabet Harðardóttir tónmenntakennari. Tónlistarstjóri Seljakirkju er Kjartan Siguijónsson. Inniritun nýrra og eldri félaga fer fram í Seljakirkju dagana 7. og 8. september næstkomandi kl. 17-19 þar sem tekið verður við innritun- argjaldi. í vetur munu kórarnir taka þátt í helgihaldi kirkjunnar með reglu- legu millibili, eiga samskipti við aðra barnakóra, fara í æfingabúðir og vorferðalög. Börn og unglingar í Selja- og Skógahverfi sem hafa gaman af söng og tónlist og hafa jafnvel lært á hljóðfæri eru hvött til að láta skrá sig. MHMMH M BS LAUGAVEGUR 0G NAGRENNI V í R S Síðasti dagur utsölunnar er á morgun, laugardag I mmavpci FRISPORT Laugavegi 6 - sími 556-23811 Guðsteins Eyjólfcsonar Laugavegi 34, sími. 551-4301 l'vskii ullarflauclisliuxiimar komnar ... ásamt miklu úrvali af öðrum buxum Einnig nýkomin scnding af * pcysum, sloppum o.fl. Gæðavara á góðu verði \ UKI.mU H:\NO Rowan vetrarblaöib er komib Full búð af nýju garni. Rowanklúbbfélagar vinsamlegast vitjiö blaösins í versluninni STORKURINN <iörqarði, Lauqaveqi 59, s. 551 8258. gaimDeiiswiw Peysurkr. 1.900 Buxurfrákr. 2.000-3.900 Skórfrákr. 1.900-3.900 Ódýrir jakkar og úlpur Húfur - vettlingar JKOMPAN I Laugavegi21, s. 551 2611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.