Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LYKILL að fallegum nöglum Develop 10 Lykill lum að fallegum nög 1. Furir neqlur sem klofna oq brotna. 2. Fyrir neglur sem bogna. 3. IVliaq qott undir- oq qfirlakk. Útsölustaðir: Reykjavfk: Snyrtistofan Gimli, Miðleiti; Libia, Þönglabakka; Hygea, Austurstræt; Hygea, Kringlunni; Sara, Bankastræti; Regnhlífabúðin, Laugavegi; Sandra, Laugavegi; Sigurboginn, Laugavegi; Gullbrá, Nóatúni; Glæsibæ, Álfheimum; Nana, Lóuhólum; Árbæjarapótek; Grafarvogsapótek; Háaleitisapótek; Ingólfsapótek; Laugarnesapótek. Seltjarnarnes: Snyrtist. Sigríðar Guðjónsd, Eiðistorgi. Garðabær: Snyrtihöllin, Garða- torgi. Hafnarfjörður: Diesella, Fjarðargötu; Sandra, Reykjavikurvegi. Landsbyggðin: Snyrtist. Ólafar, Selfossi; Gallerí förðun, Keflavík; Versl. Bjarg, Akranesi; Hafnarapótek, Höfn; Snyrtist. Jenný Lind, Borgarnesi; Apótek Olafsvíkur; Snyrtist. Ariana, Bolungarvík; Ynja, Akureyri; Siglufjarðarapótek; Nesapótek, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaupstað; Rangárapótek, Hellu, Hvolsvelli; Snyrtist. Ólafar, Selfossi; Snyrtist. Anita, Vestmannaeyjum; Apótek Vestmannaeyja. Rannveig Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, sími 565 3479. Jr CK&öCiíverðar matsecfiíí Grafin villigæsarbringa á salatbeði með vinagrettsósu. Gráðuostafyllt kálfasteik með barolonsósu. Rababaraís með vanillusósu. Kr. 2.150 Spaghetti með hörpuskel og sólþurrkuðum tómötum. Tiramisu. ^ Kr. 1.510 JSSfJ <r kl. % LA PRIMAVERA RISTORANTE Húsi verslaunarinnar ír I oppskórinn 1 ÚTSÖLUAáARKAÐUR AUSTURSTRÆTI 20 • SIMI 552 2727 HAIJSTSKÓll í MIKLU IJllVALI I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Glataði símanúmeri MAGNÚS Blöndal Jó- hannsson var staddur í Valhöll á Þingvöllum 12.-13. ágúst sl. ásamt Qölskyldu sinni og hitti þar konu sem Asthildur heitir og er píanóleikari. Hún var þar stödd ásamt móður sinni. Magnús fékk síma- númer Asthildar vegna fyrirhugaðs samstarfs þeirra en var svo óheppinn að týna því. Biður hann Ásthildi vinsamlegast að hafa samband við sig í Valhöll í síma 482-2622 eða heimasíma 581-1446. „Kæra amma“ MARGRÉT Skúladóttir hringdi og hafði verið að hlusta á rás 1 fyrir hádegi sl. fimmtudag, þar sem útvarpað var viðtölum við fólk sem svarar í síma 03. Þetta fólk talaði um að margir hringdu í 03 til þess að fá upplýsingar um ýmis húsráð, en ekki ein- ungis til að fá upplýsingar um símanúmer. Guðrún bjó í Bandaríkjunum í mörg ár og þar var ákveð- in þjónusta sem myndi ein- mitt þjóna þessum hópi fólks. Þessi þjónusta kall- aðist „Dear Grandma“ eða „Kæra amma“ og hægt var að fá upplýsingar um alla skapaða hluti viðvíkjandi húsverkum, matseld o.fl. Væri ekki tilvalið að koma slíkri þjónustu á hérlendis? Tapað/fundið Karlmannsúr fannst KARLMANNSARM- BANDSÚR fannst í nám- unda við kirkjugarðinn í Fossvogi. Uppl. í síma 554 4052. Gleraugu fundust TVÍSKIPT gleraugu með gylltum örmum fundust við bátana á Ægissíðu sl. sunnudag. Gleraugun eru á óskilamunadeild lögregl- unnar. Gleraugu töpuðust SVART gleraugnabóx með gleraugum í svartri stál- umgjörð tapaðist sl. laug- ardag í Þingholtunum eða vesturbæ. Finnandi vin- samlegast hafí samband við Maríu Hebu í síma 552 0809 eða 552 3063. Armband fannst ARMBAND úr gervigulli fannst á lóð Hagkaupa við Eiðistorg sl. þriðjudag. Eigandinn má vitja þess í síma 551-3379. Hjól í óskilum TREK 800 fjallahjól, 18 gíra, fannst við Grænu- mýri. Uppl. í síma 561 0072. Gæludýr Týndur högni ÁRSGAMALL högni grár og svolítið loðinn hvarf frá heimili sínu í Hveragerði fyrir tæpum tveim mánuð- um. Hann var með 61 sem merkt var heimilisfangi hans. Geti einhver gefið upplýsingar um hann vin- samlega hringið í síma 483-4424. Páfagaukur týndist LÍTILL hvítur páfagaukur slapp út um dyr á heimili sínu í Engjaseli 77 í Reykjavík sl. miðvikudag. Geti einhver gefið upplýs- ingar um hann vinsamlega hringið í síma 557-7446. Kettling vantar heimili MARGLIT tveggja mán- aða gömul, falleg læða þarf að eignast gott heim- ili. Dýravinir eru beðnir að hafa sarpband í síma 564-2554 Týndur köttur HVÍTUR köttur, níu ára gamall, hvarf frá heimili sínu í Arnartanga, Mos- fellsbæ, sl. sunnudag. Þeir sem gætu gefið upplýs- ingar um ferðir hans vin- samlega hringi í síma 566-7527 eða 554-3799. Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR fressköttur með hvíta bringu er í óskilum á Austurbrún. Kötturinn er með bláa, ómerkta ól um hálsinn. Uppl. í síma 553 4305. Hvolpur óskast HVOLPUR óskast gefins, eða fyrir lítið verð. Helst á hann að vera skosk- íslenskur, en annað kemur þó til greina. Uppl. í síma 551 4564. ÞESSAR duglegn stúlkur þær Guðrún Helga Kjartansdóttir t.d. og Klara Jónsdóttir ásamt Adam ívari Emilssyni, sem gat ekki verið með á myndinni, héldu hlutaveltu á dögunum og söfn- uðu kr. 9.682 sem þær gáfu í söfnunarsjóð fyrir Ástu Kristinu Árnadóttur vegna nýrnaaðgerðar. Hlutavelta SKAK llmsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opnu móti í Hastings í Englandi sem lauk um síðustu helgi í viðureign tveggja nýbak- aðra stórmeistara. John Emms (2.485) var með hvítt, en Tyrkinn Suat Ata- lik (2.525) var með svart og átti leik. 33. — Bxf4! (Þvingar fram mjög hagstætt endatafl þar sem svarti biskupinn verður miklu öflugri en hvíti riddarinn) 34. Hxc5 - Bxd2 35. Hxc8 — Kxc8 36. Rxe6 — Be3 37. Kg2 - Kd7 38. Rg7 - f4 39. Kf3 — fxg3 40. hxg3 — Bd4 41. Rh5 - Be5! Lokar riddarann inni. Nú gæti hvítur gefist upp) 42. g4 — Ke6 43. Rf4+ - Bxf4 44. Kxf4 — h6 og hvítur gaf. Þetta var úrslitaskákin. Atalik sigraði á mótinu og fær sæti á hefðbundna Hastingsmótinu um ára- mótin. Friðriksmótið verður sett í kvöld og dregið í töfluröð. Fyrsta umferðin hefst á morgun kl. 14 í Þjóðarbók- hlöðunni. Víkverji skrifar... FYRIR skömmu dvaldi Víkveiji nokkra daga í fríi norður í landi. Eftir að hafa dvalið um tíma á höfuðborgarsvæðinu í rigningu og dumbungi var ekki annað til ráða en leita upp góða veðrið og það fannst við Eyjafjörðinn. Þetta voru ánægjulegir dagar enda Akur- eyringar góðir heim að sækja. Hljóðið var gott í fólki og greinilegt að flutningur á hluta af starfsemi SH og dótturfyrirtækja til Akur- eyrar hafði glætt atvinnulífið veru- iega. Heimamönnum varð einnig tíð- rætt um veðrið, sem hafði leikið við þá vikum saman. Þeim fannst þeir eiga skilið að fá gott sumar eftir fádæma snjóþungan vetur og höfðu enga samúð með höfuðborgarbúum þótt þar rigndi nánast hvern dag! En Víkveiji fann á fólki nyrðra að það kveið fyrir komandi vetri, svo harður var sá síðasti. XXX VÍKVERJA þótti sjálfsagt að bregða sér á sýninguna Iðn- aður 95, sem haldin var á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit. Hin mikla breidd sýningarinnar var athyglis- verðust því þarna mátti sjá hlið við hlið hinar stærstu verksmiðjur og einyrkja sýna framleiðslu sína. Þá var ekki síður athyglisvert að virða fyrir sér þau miklu mannvirki sem risið hafa á Hrafnagili á síðustu árum. Stór skóli hefur verið byggð- ur, íþróttahús, sundlaug og heima- vist, sem að sögn er ekki lengur notuð fyrir skólabörn á veturna heldur aðeins sem sumarhótel. Víð- ar mun þannig hátta, að heimavist- ir eru ekki lengur notaðar nema á sumrin. Bættar samgöngur hafa gert það að verkum, að heimavist- anna er ekki lengur þörf. Á Hrafnagili er stórt félags- heimili, Laugaborg. Þar skammt frá er annað félagsheimili, Frey- vangur, og í Eyjafjarðarsveit er að finna enn eitt félagsheimilið, Sólgarð. Víkveija sýnist að víðar en í höfuðborginni sé byggt um- fram þörf! xxx EIMSÓKN til Húsavíkur var mjög eftirminnileg. Þangað var komið í sérlega fallegu veðri. Logn, heiðskírt og 20 stiga hiti. í slíku veðri er Skjálfandaflóinn ægi- fagur. Víkvetji minnist þess þegar hann kom til Húsavíkur fyrir mörg- um árum að honum þótti bærinn hálfdraslaralegur. Nú er allt annað uppi á teningnum sem betur fer og Húsavík er með snyrtilegustu bæj- um sem komið er til. Ekki spillti að geta tekið hring á golfvelli þeirra Húsvíkinga, sem er með skemmti- legustu golfvöllum sem Víkveiji hefur spilað á. XXX NÚ ER bundið slitlag komið á alla leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Mikill munur er að aka þessa leið nú en áður. Munar mestu um nýjan veg yfir Vatns- skarð og Öxnadalsheiði. Það vakti sérstaka athygli Víkveija að á leið- inni norður mætti hann aðeins tveimur lögreglubílum, báðum með stuttu millibili í Hvalfirðinum. Og á leiðinni suður mætti Víkveiji ekki einum einasta lögreglubíl! Hvernig má það vera að löggæzla sé ekki meiri á svona fjölfarinni leið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.