Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYIU: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Afengi hækkar um 1 % í dag ÁFENGI hækkar að meðaltali um 1,05% á útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í dag. Hækkunin þýðir að flaska af Gordons gini kostar 2.450 krónur í stað 2.440 króna í gær, flaska af Patr- iarch rauðvíni kostar 850 krónur, í stað 840 króna og kippa af Egils bjór í '/2 lítra umbúðum kostar 960 krónur í stað 950 króna. Meginástæða hækkunarinnar nú er vegna þess að Alþingi sam- þykkti í sumar að stofna Forvarna- sjóð til að stuðla að áfengisvömum. Ákveðið var að til hans rynnu 1% af vínandagjaldi. Gjaldið nam 58,10 krónum á hvern hundraðshluta vín- anda í lítra, en í meðförum þingsins var sú upphæð hækkuð um 1%, eða í 58,70. Áætlað er að tekjur sjóðs- ^►ins geti orðið 40-50 milljónir króna á ári og að framlög til þessa málefn- is tvöfaldist frá því sem nú er. Dæmi um lækkanir Þór Oddgeirsson, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR, sagði að verðhækkun- in nú væri fyrst og fremst vegna gildistöku hærra vínandagjalds, enda væri gjaldið lang stærsti hluti verðmyndunar á áfengi. Þá væri einnig um einhveijar gengisleiðrétt- ingar og breytingar á innkaupsverði að ræða. Þannig eru þess einnig dæmi að áfengi lækki í verði, til dæmis kost- ar flaska af Smirnoff vodka 2.280 krónur í dag, en kostaði 2.300 krón- ur í gær. Þá lækkun má rekja til breytinga á gengi Bandaríkjadals. Bjórinn hækkar í dag að meðal- tali um 0,86% og annað áfengi um 1,16%, en meðaltalshækkun nemur 1,05%. Grunnskólar landsins að hefjast Morgunblaðið/RAX Aðgát skal höfð í nærveru skóla LÖGREGLUÞ JÓN ARNIR Alexander Alexandersson og Björn Ægir Hjörleifsson voru, líkt og fjölmargir kollegar þeirra um allt land, á ferð við grunnskólana í gær. í dag streyma börnin i skólana og lögreglan telur ekki vanþörf á að áminna ökumenn að fara nú varlega þar sem skólabarna er von. Skólabörnin þurfa sjálf að fá ábendingar um öruggustu leiðina í skólann og að gæta þess að nota nú gangbrautirn- ar. Sumir þurfa sjálfsagt að fá orð í eyra, bæði ökumenn og skólakrakkar. Hún Auður Kamma Einarsdóttir hlustar af athygli á leiðbeiningar um æskilega hegðan í umferðinni, en tæpast hefur lögreglan fundið að búnaði hennar, því hún hefur ekki gleymt hjálmin- uin og hnéhlífunum, sem nauð- synlegt er að nota þegar ferð- ast er á línuskautum. Sorpa hækkar greiðslur fyrir pappír Tvö þús- und krón- ur tonnið STJÓRN Sorpu ákvað á fundi í gær að hækka verð fyrir pappír til endur- vinnslu. Nú verða greiddar tvö þús- und krónur fyrir tonnið af flokkuðum dagblaðapappír og bylgjupappa og fímm þúsund krónur fyrir tonnið af flokkuðum tölvupappír. Mikiar verðhækkanir á pappír er- lendis síðustu mánuði gefa tilefni til þessarar verðhækkunar. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að söfn- unin Endurtekið efni, hafi gengið mjög vel. Hún hefur staðið yfir í sjö vikur og á þeim tíma hafa safnast 210 tonn af dagblaða- og tímarita- pappír. Tekið hefur verið við dag- blöðum á gámastöðvum síðan 1991 og Ögmundur segir að söfnunin Endurtekið efni sé hrein viðbót við það, enda hafi magnið sem kemur á gámastöðvarnar ekki minnkað. ■ Stórkostleg/B2 Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn féllu fyrir KR í vesturbænum ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna síðustu þijú ár máttu þola fyrsta tapið í ár í 1. deild í vesturbænum í gær- kvöldi. Þar fögnuðu bikar- meistarar KR sigri, 3:2. Mih- ajlo Bibercic (t.h.), sem skoraði öll mörk KR, gengur hér af leikvelli ásamt Bjarka Péturs- syni, sem lék með honum á Akranesi í fyrra, en Bjarki hef- ur einnig leikið með KR. • • Oll um- ferðarljós í Reykja- vík tölvu- tengd? HUGSANLEGT er að öll umferðar- ljós í Reykjavík verði samtengd og tölvustýrð á næstunni en það er nú til umræðu hjá umferðardeild borg- arinnar. í dag er hluta umferðar- ljósa stjórnað þannig að tíðni þeirra er breytt fjórum sinnum á sólar- hring eftir fýrirfram ákveðnu kerfi sem byggt er á talningu á meðalum- ferðarþunga. Með tölvutengingu væri hægt að láta tölvuhugbúnaði eftir stjórnina á hveijum tíma eftir umferðarþunganum samkvæmt ákveðnum forsendum. Er talið að þetta geti þýtt 10-15% eldneytis- sparnað. Baldvin Baldvinsson, yfirverk- fræðingur umferðardeildar, greindi frá þessu á opnum fundi Umferðar- ráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Alls eru 85 umferðarljós í Reykja- vík og þau nýjustu eru að nokkru tölvustýrð og hafa breytilega tíðni eftir umferðarþunga, þ.e. þau sleppa beygjuljósi og skipta sér eft- ir því úr hvaða átt umferðin kemur en með tölvustjórnun gætu ijósin breyst eftir minnstu breytingum í umferðarþunganum. Sagði Baldvin að slíkt gæti stytt biðtímann eink- anlega þegar minnst væri álagið og þannig sparað orkunotkun. Lengsta tíðni ljósa er í dag 90 sek- úndur og sagði hann ljósin á stærstu gatnamótunum fullnýtt í dag á mestu álagstímunum. í samtali við Morgunblaðið sagði hann þessa leið einu raunhæfu stjórnun umferðar- ljósa þar sem mun meiri kostnaður væri við þá handvirku stjórnun sem notuð er í dag. Kostar 50 - 70 milljónir Kostnað við að taka upp þessa tölvustjómun telur Baldvin vera á bilinu 50 til 70 milljónir króna, þar af 10 til 15 milljónir fyrir lagningu kapla milli ljósa en annar kostnaður væri tölvubúnaður og teljarar. Þessi hugmynd er nú til skoðunar hjá Umferðardeild og sagði Baldvin að það tæki um það bil eitt ár að koma henni í framkvæmd eftir að ákvörð- un væri tekin. Lagaprófessorar fá ekki lagasafnið EKKI er fjárveiting fyrir því að setja upp lagasafn Islands í tölv- um prófessora við lagadeild Háskóla Islands. Aðeins ein út- gáfa lagasafnsins er til i háskól- anum og er hún í móðurtölvu á skrifstofu. Björn Þ. Guðmundsson pró- fessor segir að lagasafnið sé einvörðungu í einni tölvu á -^•skrifstofu deildarinnar en ósk- að hefur verið eftir því að það yrði sett í tölvu hvers prófess- ors. „Ég bað son minn sem vinnur á skrifstofu úti í bæ að fletta upp fyrir mig í lagasafni sem hann hafði í sinni tölvu og þá ->* komu þar upp breytingalög sem ég vissi ekki um “, sagði Björn. Sjö á biðlista „Þetta nær engri átt en þetta er eins og annað. Við höfum beðið eftir því í mörg ár að fá nýjar tölvur. Nú er verið að endurnýja tölvukostinn og við fáum ekki allir tölvur. Svo eru nýjar tölvur á hvers manns diski í grunnskólum og framhaldsskólum,“ sagði Björn. Hann segir að loks hafi nú fengist fjárveiting fyrir þremur tölvum. Þær fengu nýr kennslu- stjóri, prófessor og laganemar. Átta prófessorar eru í laga- deild. Sjö þeirra eru á biðlista eftir nýrri tölvu. Þeir hafa held- ur ekki aðgang að Alneti. Virkir Orkint stofnar fyrirtæki með Kínveijum Peking. Morgunblaðið. SIÐDEGIS í gær var undirritaður í Tianjin í Kína samningur milli íslenska fyrirtækisins Virkis Ork- int og jarðhitaþróunarfyrirtækis sem kínversk stjórnvöld standa að um stofnun sameiginlegs fyrir- tækis þeirra með jarðhitafram- kvæmdir fyrir augum. Svavar Jónatansson stjórnar- formaður Virkis Orkint sagði við Morgunbiaðið í gærkvöldi að ekki væri búið að ganga endanlega frá stofnun fyrirtækisins en það yrði væntanlega gert fljótlega. „Það á eftir að ganga frá ýmsum lagaleg- um hliðum málsins og leggja það undir stjórn Virkis Orkints til samþykkis svo og viðkomandi ráðuneyti hér í Kína,“ sagði Sva- var. Aðspurður um fjárhæðir kvað hann ekki hægt að tala um pen- inga í þessu sambandi. Þetta væri fyrirtæki sem ætti að vinna að jarðhitanýtingu og þróun jarðhita- nýtingar í Kína og því gætu fylgt mörg og stór verkefni síðar. Samningur þessi hefur það í för með sér að Virkir Orkint heldur áfram starfi í Kína en það er þeg- ar að vinna verkefni í Tanggú í Tíanjín héraði, hitaveituverkefni upp á u.þ.b. 2,5 milljónir dollara. Það verkefni er komið í fullan gang og á að ljúka í árslok 1996. Hitaveitan í Tanggú á að þjóna svæði sem á eru u.þ.b. 8.000 fm húsnæðis tii húshitunar, í sund- laugar, gróðurhús o.fl. Áðspurður sagði Svavar því fyrirsjáanlegt að talsvert yrði um ferðir íslendinga til Kína á næst- unni til að fylgjast með fram- kvæmdum. „Þetta verkefni er fjármagnað af Norræna fjárfest- ingabankanum og við berum ábyrgð á því á vissan hátt. Við ætlum að sjá til þess að það verði unnið eins og til er ætlast sam- kvæmt verklýsingum og teikning- um,“ sagði Svavar Jónatansson að lokum. ■ Talsvert mikið/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.