Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ÍWtrfMtiMf^i^ «995 „Hættið að lifa í fortíðinni" OTTMAK Hitzfeld, þjálfari meistaraliðs Ðortmund í Þýskalandi, hefur sagt sinum mönn u m að gleyma síðasta keppnistímabili strax. „Við höf u m lifað of mikið í f'ortíð- inni. Það er kominn tími til að hætta því — hætta að fagna meistaral itlinum sem við unn- um og snúa okkurað því að verja hann," sagði Hitzfeld. Ðortmund, sem vann meist- aratítilinn í fyrsta skipti í 32 ár sl. keppnistímabil, hefur gert tvö jafntefli og tapað ein- uni ieik í þremnr fyrstu 1 eikj - unum. Liðið mætir Mönch- engladbach á heimavelli í kvöld og segir Hitzfeld ekki sætta Sig við annað en sigur. Collymore dregur sig til baka DÝRASTI knattspyrnumaður Englands, Stan Coílymore, leikmaður Liverpool, verður ekki í enska landsliðshópnum sem mætir Kolumbíu á Wembley í næstu viku. Ástæð- an er sú að hann hefur enn ekki fengið sig géðan af meiðslum í ökkla sem hann hlautí leik með Líverpo- oigegn Leeds í annarri umferð deildar- keppn- innar fyrir skömmu. Colly- more er Colly more. annar leikmaðurinn sem verður að draga síg í hlé síðan Terry Venables tilkynnti vui í hóp- inn í by rjun vikunnar. Hinn leikmaðurinn er David Platt sem þurftí að fara í uppskur ð í hné. Enn hafa ekki verið kallaðir inn menn í þeirra stað en talið er liklegt að kallað verði í Les Ferdinand tíl leiks en hann hefur farið mjög vel af stað & nýbyrjuðu keppnis- timabili. FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER KLIFUR BLAÐ B KNATTSPYRNA Fær 2,7 millj. kr. fyrir að sitja heima MORTEN Olsen, sem var rekinn sem þjálf- ari hjá Köln um sl. helgi, situr nú heima atvinnulaus. Olsen þarf þó ekki að kvarta, því að hann fær 2,7 millj. ísl. kr. á mánuði og mun fá 36-48 miuj. kr. frá Köln, þar til samningur hans rennur út. Olsen fékk freistandi boð frá Atletico Bilbao á Spáni í sumar, en f orráðamenn hjá Köln vildu ekki sleppa hoiium — sögðu að hann yrði að standa við samning sinn, sem var til 30. júní 1997. Þess má geta að aðeins einu sinni áður hefur þjálfari verið rekinn eftir að- eins tvo leiki í Þýskalandi. Það var Hollend- ingurinn Rinus Michels, sem var látinn fara frá Köln 1984. Morgunblaðið/INGÓ BJÖRN BALDURSSON hefur komlö sér upp klifuraðstööu sjálfur. Hann er nú á leið tll Frakklands, þar sem klifursvæöi eru mjög erflð — hallinn 45 gráður, slúttandl, sem leiðlr eru allt að þrjátíu metra langar, með handfesturnar með opl fyrlr einn fingur. Klifurmenn á leið í æfingabúðir í Frakklandi fyrir EM í Lillehammer „Ekki neinar rjómakökur fyrr en í nóvember" KLIFURMENNIRNIR Björn Baldursson og Þórarinn Páls- son eru á leiðinni til Frakklands þar sem þeir munu æfa sig fyrir Norðurlandamótið í klifri, sem f ram f er í Lillehammer í Noregi í lok október en þar mun Arni Gunnar Reynisson líklega slást í hópinn. Þeir Baldur og Þórarinn eru á leið til suðurstrandar Frakk- lands þar sem mikið er um klifur- svæði með klettum og klifurveggjum en svæðin eru opin almenningi að kostnaðarlausu. Lítið er um æfinga- aðstöðu innanhúss fyrir klifurmenn hér á landi en ágætisaðstaða af nátt- únjnnar hendi víða um landið. Björn hefur hinsvegar komið sér upp að- stöðu sjálfur. Björn hefur tekið þátt í stórmótum erlendis, svo sem heimsmeistaramót- um og á opna sænska meistaramót- inu 1992 náði hann silfri, sem er besti árangur hans í íþróttinni. „Það er ómögulegt að segja hverjir mögu- leikarnir verða á Norðurlandamót- inu," sagði Björn, „það ræðst af dagsforminu og hvernig leiðin leggst í mann, en ég á góða möguleika miðað við þær gráður sem ég er að eiga við á klifursvæðunum. Síðan veit maður ekki hvað tekur við en ef sigur vinnst verður maður þekkt- ari í íþróttinni og jafnvel boðið á mót, en það verður bara að ráðast." Með gráðum á klifursvæðum er átt við að klettarnir eða veggirnir eru flokkaðir niður í gráður eftir því hversu erfitt er að sigrast á þeim. Björn segir að klifursvæðin sem hann er á leið til séu með þeim erfiðustu, hallinn sé 45 gráður slúttandi, leiðin 25 til 30 metra löng og hökin eða handfesturnar með opi fyrir einn fíngur og hálfur sentimetri að breidd. Klifurmenn þurfa að vera léttir en sterkbyggðir, sérstaklega í efri hluta líkamans og Björn segir að þeir þurfi að geta lyft sér nokkrum sinnum upp á einum fíngri og með báðum hönd- um 50 til 60 sinnum í einni lotu. „Það verða því ekki neinar rjómakök- ur fyrr en í nóvember," sagði Björn. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: FIMM GETA KOMIST í GULLPOTTINN í BERLÍN / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.