Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 B 3 KIMATTSPYRIMA kemmtun Erfið staða hjá Framliðinu - tapaði þýðingarmiklum leik gegn Grindvíkingum Morgunblaðið/Kristinn Þriðji partur úr þrennu ■ga sína í Skagaliðinu ofl grátt í gær og skoraði öll þrjú mörk KR í leikn- la þriðja partinn úr þrennunni með skalla framhjá Þórði markverði eft- nediktssyni, en hann átti einnig þátt í öllum mörkum KR í leiknum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar FRAM ARAR eru kómnir í erfiða stöðu í 1. deildarkeppninni, eft- ir tap fyrir Grindvíkingum á Laugardalsvellinum, 0:2, ígær- kvöldi. Grindvíkingar léku í gær sinn þriðja leik á Laugardalsvelli, töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og gerðu síðan jafn- tefli við Fram í bik- anrum í ár, en töp- uðu í vítaspyrnu- keppni. I gærkvöldi voru þeir greinilega ákveðnir í að láta leikinn ekki endurtaka sig, léku mun betur en Framarar og sigruðu — sigurinn var sanngjarn. Með stig- unum þremur skutust Jieir upp fyr- ir Keflvíkinga á hagstæðari marka- mun og eru í fimmta sæti deildar- innar en Framarar sem fyrr í næstneðsta sætinu, þremur stigum á eftir Val og fjórum stigum á eft- ir Blikum. Sannarlega erfið staða sem Fram er í. Leikurinn var nokkuð fjörugur og opinn og fengu liðin ágætis færi, Grindvíkingar þó heldur fleiri og mun hættulegri og eins og svo oft áður hefði farið mun verr hefði Birkir ekki staðið í marki Fram, en hann lék mjög vel, byijaði meðal annars á því að veija meistaralega frá Olafi Ingólfssyni á 8. mínútu. Fram fékk nokkur þokkaleg færi í Stórveldið Fram að hruni komið ÞAÐ má með sanni segja að stór- veldið Fram sé að hruni komið, eftir tapið gegn Grindavík. Eftir að síðasti kóngurinn ríkti ríkjum í Safamýrinni — Ásgeir Elías- son, landsliðsþjálfari, hafa Framarar verið á undanhaldi. Undir hans stjórn urðu Framar- ar Islandsmeistarar 1986,1988, 1990, en misstu af meistaratitl- inum 1991 til Víkinga á lakari markatölu, einu marki. Framar- ar urðu bikarmeistarar 1985, 1987 og 1989. Þegar Ásgeir fór úr ríki sínu 1991 fór að halla undan fæti hjá Fram, sem hefur verið með sex þjálfara í herbúð- um sínum á aðeins fjórum árum — Pétur Ormslev 1992, Ásgeir Sigurvinsson og Bjarni Jóhanns- son 1993, Marteinn Geirsson 1994 og Marteinn og Magnús Jónsson 1995. afa aldrei tapað á Ullevi góður af hnémeiðslum sem hafa hrjáð hann í fjórar vikur. Þá haltraði Martin Dahlin af velli á þriðjudagskvöld í leik með liði sínu Gladbach gegn Bayer Leverkusen, meiddur á hásin og er þátttaka hans í leiknum gegn Sviss á miðvikudag í mikilli óvissu. Svíar eru að venju bjartsýnir fyrir þennan mikilvæga leik, en vinnist hann ekki eru möguleikar þeirra á að kom- ast í lokakeppni EM endanlega úr sög- unni. Benda sænskir fjölmiðlar óspart á þá staðreynd að landsliðið hefur aldr- ei í sögunni tapað leik á Ullevi leik- vanginum í Gautaborg. Mikill áhugi er fyrir leiknum og þegar hafa verið seldir 32.000 miðar, leikvangurinn tekur um 43.000 manns. Sænska liðið er þannig skipað: Markverðir: Bengt Andersson, Örgryte og Thomas Ravelli, Gautaborg. Varnarmenn: Patrick Andersson, Mönc- hengladbach, Joachim Björklund, Vicenza, Pontus Kámark, Gautaborg, Teddy Lucic, Frölunda og Mikael Nilsson, Gautaborg. Miðvallarleikmenn: Niclas Alexanders- fyrri hálfleik en það sem fór á markið varði Albert. Framarar björguðu skoti frá Ólafi á marklínu sinni á 30. mínútu og fimm mínút- um síðar bjargar Valur Fannar með því að setja knöttinn í stöngina og í horn, en uppúr þeirri hornspyrnu skoruðu Grindvíkingar. Om 4 Zoran Ljubicic tók ■ I hornspyrnu frá vinstri fyrir Gríndvíkinga á 35. mínútu. Við markteigshornið nær tók Þorsteinn Jónsson fal- iega hæispyrnu og gaf út á víta- punktinn til Milans Jankovics sem skaut af öliu afli efst í markhornið. Sannkallað þrumu- skot. OB^Grindvíkingar guli- ■ áLtryggðu sigurinn á 85. mínútu. Atli Helgason ætl- aði að gefa aftur á vamarmann á miðjum vellinum en Tómas Ingi Tómasson teygði sig allóg- urlega og náði knettinum. Stóð upp og renndi inn fyrir vörn Fram á Zoran Ljubicic sem geystist upp að markteigshorn- inu, setti Birki úr jafnvægi með því að þykjast ætla að skjóta, og skoraði siðan með góðu skoti. Um leið og flautað var til síðari ^ hálfleiks hófst mikil flugeldasýning ’ í Fjölskyldugarðinum og Ólafur Ingólfsson kunnu vel við sig í ljósa- dýrðinni og fékk þijú góð færi, en Birkir sá við honum með góðri markvörslu. Hinum megin átti Rík- harður Daðason þokkaleg færi, skallaði framhjá og skaut síðan í hliðarnetið. Framarar sóttu nokkuð mikið og ætluðu sér að jafna, en slðasta stundarfjórðunginn tóku gestirnir leikinn aftur í sínar hendur og gulltryggðu sigurinn fimm mín- útum fyrir leikslok. Framarar voru hræðilega slakir að þessu sinni. Birkir var mjög góður og Steinar Guðgeirsson var ágætur í fyrri hálfleik en náði sér. ekki á strik í þeim síðari. Aðrir sáust vart nema rétt á meðan þeir voru með knöttinn og allt of sjaldan kom eittthvað vitrænt út úr því. Grindvíkingar léku vel. Albert er öruggur í markinu, Jankovic mjög traustur í vörninni og á miðjunn var Þorsteinn Jónsson allt í öllu og er í gríðarlega góðu formi. Vinnui vel og er útsjónarsamur. Væng mennirnir, Ólafur Ingólfsson og Zoran Ljubicic, voru sprækir en svindluðu báðir dálítið í varnarhlut- verkunum í fyrri hálfleik. Húsasrmðiu mo Golfmót milli sveina og húsasmíðameistara og maka þeirra verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, laugardagirm 2. september. son, Halmstad, Tomas Brolin,, Parma, Magnus Erlingmark, Gautaborg, Niklas Gudmundsson, Halmstad, Anders Limpar, Everton, Stefan Schwarz, Fiorentína og Jonas Thern, Róma. Framherjar: Kennet Andersson, Bari, Martin Dahlin, Mönchengladbach, Henrik Larsson, Feyenoord og Jörgen Pettersson, Malmö FF. Svisslendingar tefla fram sama liði og kom til íslands á dögunum, nema hvað miðvallarspilarinn Murat Yakin, Grasshop- pers, sem hefur verið frá í tíu mánuði vegna meiðsla, er aftur kominn í landsliðshópinn. Mæting milli kl. 10-12 Skráning á staðnum Vegleg verðlaun í boði HUSASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.