Morgunblaðið - 02.09.1995, Side 1

Morgunblaðið - 02.09.1995, Side 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 198. TBL. 83.ÁRG. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þögul mót- mælastaða ÚRHELLI breytti mótssvæði hinnar óopinberu kvennaráð- stefnu í Huairou í Kína í forar- svað í gær. Féllu mótstjöld sam- an, veggur hrundi og ráðstefnu- gestir máttu ösla forina. Vakti þetta reiði margra ráðstefnu- kvenna en þó mátti einnig sjá bros á fjölda andlita. „Við get- um ekki stjórnað máttarvöldun- um en hér brosa þó allir og bera sig vel í rigningunni, sagði kona frá Spáni. „Kínveijar vissu að það myndi rigna og komu okkur hér fyrir,“ sagði önnur. Þögul mótmælastaða níu tíb- etskra kvenna vakti mikla at- hygli í gærmorgun en þær stilltu sér upp með marglita klúta fyrir munni. Vildu þær með þessu mótmæla kúgun kín- verskra yfirvalda á Tíbetum. A myndinni fellir Namgyal Tsomo Vestre (t.v.) tár en samlanda hennar svarar engu spurning- um sem sjónvarpskona beinir til hennar. NATO og SÞ gera hlé á loftárásum til að kanna friðarvilja Serba Fallist á friðarviðræður í Genf í næstu viku Sariyevo, Washington, París, Belgrad, Zagreb. Reuter. BANDARÍKJAMENN tilkynntu í gær að utanrík- isráðherrar Bosníu, Króatíu og „Júgóslavíu" (Serb- íu og Svartfjallalands) myndu hefja viðræður í Genf í næstu viku til að reyna að finna lausn á stríðinu á Balkanskaga. Hlé var gert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Sameinuðu þjóðanna, SÞ, til að gefa fulltrúum SÞ tækifæri á að kanna vilja Bosníu-Serba til að ljúka umsátrinu um Sarajevo. Stórskotaliðar Bosníu-Serba virtu þá vísbendingu sem í hléinu fólst að vettugi og réðst hraðlið Breta og Frakka á skotpall Serba þegar skotið var af honum á NATO-flugvél. Fulltrúar stríðandi fyikinga samþykktu að hefja friðarviðræður að nýju í kjölfar viðræðna við Ric- hard Holbrooke, sendimann Bandaríkjastjórnar. Hann hefur verið vongóður um árangur, ekki síst eftir að Bosníu-Serbar féllust á að veita Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, neitunarvaid yfir skil- málum friðarsamkomulags fyrir þeirra hönd. Fimm eftirlitsmenn ESB enn í haldi Serba Milosevic sagði í símtali við Jacques Chirac Frakklandsforseta í gær að hann hefði lagt hart að Bosníu-Serbum að aflétta umsátrinu um Sarajevo. Mladic hittir Janvier Yfirmaður herliðs SÞ í ríkjum gömlu Júgóslav- íu, Bernard Janvier, átti í gær fund með Ratko Mladic, yfirmanni hers Bosníu-Serba. Að sögn talsmanns SÞ upplýsti Janvier Mladic um skilyrði þess að hernaðaraðgerðum SÞ og NATO gegn Bosníu-Serbum yrði hætt. Þau felast m.a. í því að Bosníu-Serbar flytji öll þungavopn sín úr skot- færi við Sarajevo og að þeir ógni ekki öðrum „griðasvæðum" SÞ í Bosníu. Bosníu-Serbar hafa ekki svarað þessum kröfum formlega en í gær fullyrti varnarmálaráðherra Grikklands, Gerasimos Arsenis, að Mladic hefði sagst reiðubúinn að láta flytja þungavopn frá Sarajevo. Bosníustjórn óánægð Bosnísk yfirvöld hafa fordæmt ákvörðun NATO og SÞ um hlé á árásunum. Segja þeir hana draga úr þrýstingi á Serba og ekki stuðla að friði. Utan- ríkisráðherra Bosníu, Muhamed Sacirbey, sagðist í gær hafa fengið upplýsingar um að hléið myndi vara í 24 stundir en talsmenn SÞ sögðu engin ti'mamörk hafa verið sett. Bosníu-Serbar héldu enn í gær fimm eftirlits- mönnum Evrópusambandsins þar sem ekki náðist samkomulag á milli hers Serba og borgaralegra yfirvalda um Iausn mannanna. Fyrr í gær bárust fréttir þess efnis að láta ætti mennina lausa. Ár liðið frá vopnahléi á N-írlandi IRA lýsir „aukn- um vonbrigðumu Dublin. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lét í gær í ljós „aukin vonbrigði“ með það að vopnahlé þeirra hafi ekki náð að vinna Sinn Fein, stjórnmálaarmi samtakanna, sæti í friðarviðræðum allra flokka á Norður-írlandi. í yfir- lýsingu IRA í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að hann lýsti yfir vopnahléi, segir að John Major, for- sætisráðherra Bretlands, hafi ekki notfært sér þau tækifæri sem hafi gefist til að ná pólitísku samkomu- lagi um skipan ihála á N-írlandi. í yfirlýsingunni var hins vegar ekkert minnst á möguleika þess að 25 ára vopnuð barátta IRA gegn breskum yfirráðum hefjist að nýju. IRA lýsti yfir vopnahléi fyrir réttu ári, þann 1. september, í von um að ná markmiðum sínum um samein- að írland eftir pólitískum leiðum. „Því miður... hefur breska stjórnin ekki gripið þetta tækifæri. Það er áhyggjuefni að eini árangur Breta til þessa er að koma í veg fyrir að menn nálgist lausn.“ Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í gær mikilvægt að farið yrði að öllu með gát á fýrirhuguðum fundi írskra og breskra stjómvalda um málefni N-írlands í næstu viku. Vís- aði hann þar til umræðna um afvopn- un IRA og mótmælenda en Breta og IRA greinir mjög á um málið. Frakkar handtaka kafara á tilraimasvæðinu á Mururoa eftir æsispennandi eltingarleik Ráðist á tvö skip grænfriðunga Papcete, París. Reuter. GRÆNFRIÐUNGAR sögðu í gær að franskir sjóliðar hefðu handtekið tvo kafara eftir að þeir syntu undir borpall, sem nota á við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka í lóni á Mururoa-eyju í Frönsku Pólynesíu. Kafararnir komust þangað á gúmbátum eftir æsispennandi eltingarleik við sjóliðana. Áður höfðu franskir sjóliðar ráðist til uppgöngu í Rainbow Warrior, skip grænfriðunga, sem sigldi inn fyrir 12 mílna lögsögu Mururoa til að mótmæla áformum Frakka um að sprengja allt að átta kjarn- orkusprengjur í Suður-Kyrrahafi frá sept- ember til maí á næsta ári. Skömmu síðar réðust sjóliðar á systur- skip Rainbow Warrior, Greenpeace, skammt utan við lögsögu Mururoa. Hermenn voru látnir síga niður á reipum úr þyrlum um borð í skipið. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins í París sagði að Rainbow Warrior og systurskipið Greenpeace yrðu dregin til franskrar hafnar einhvers staðar fjarri Mururoa. Grænfriðungar töldu að Frakkar gætu sprengt fyrstu sprengjuna á hverri stundu, en embættismaður frönsku kjarnorkumála- stofnunarinnar (CEA) sagði ólíklegt að kjarnorkutilraunirnar hæfust um helgina. Reuter FRANSKIR sjóliðar urðu að skera gat á þilfar Rainbow Warrior til að kom- ast inn í vélarrúmið og stöðva skipið. Talsmaður franska hersins sagði að sjó- liðarnir hefðu þurft að skera gat á þilfar Rainbow Warrior til að komast inn í vélar- rúmið og stöðva skipið. Enginn hefði særst í árásinni. Gúmbátar teknir Franskur embættismaður á Tahítí sagði að kafararnir tveir hefðu verið handteknir og níu gúmbátar grænfriðunga gerðir upp- tækir. Umhverfisverndarsinni um borð í Greenpeace sagði að bátarnir hefðu siglt í átt að lóni Mururoa í fylgd þyrlna grænfrið- unga, sem franskar þyrlur hefðu elt. Tveir bátanna komust inn í lónið og áhafnir þeirra símsendu fréttina um að kafarar hefðu synt undir borpallinn. Thierry Apoteker, talsmaður grænfrið- unga, sagði að sjóliðarnir hefðu tvisvar varað áhöfn Rainbow Warrior við því að ráðist yrði á skipið ef það færi inn fyrir lögsöguna. Áhöfnin kastaði netum í sjó í von um-að þau festust í skrúfum bátsins sem sjóliðarnir notuðu í árásinni. ■ Mótmæli stöðvuð í París/21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.