Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði Breytingar á kjörum þeirra tekjuhæstu Allt era þetta manneslq'ur BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur sagt upp sérkjarasamningum hjá bæjarstarfsmönnum í efri stig- um stjórnkerfisins að tillögu hag- ræðingar- og sparnaðarráði. Þama er m.a. um að ræða óunna yfirvinnu starfsmanna, bílahlunnindi og fleira. Tryggvi Harðarson bæjar- fulltrúi kveðst eiga von á því að aðgerðir þessar leiði til 5-10 millj- óna kr. spamaðar á næsta ári. Hann segir að ekki verði hróflað við kjarasamningum annarra bæj- arstarfsmanna. Sérkjarasamningunum er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara og taka uppsagnirnar gildi frá og með næstu áramótum. „Við ætlum að nota þessa þijá mánuði til þess að fara ofan í sérkjaraatriði sem eru umfram almenna kjarasamn- inga,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að í gegnum tíðina hefði verið samið við einstaka starfsmenn um fasta yfirvinnu. Í vissum tilfellum hefði myndast hefð fyrir ýmsum sporslum. Tryggvi seg- ir að mjög margir bæjarstarfsmenn séu á sérkjarasamningum og reynd- ar séu sumir þessara samninga for- senda fyrir kjarasamningum sem gerðir hafa verið og átti hann ekki von á því að hreyft yrði við þeim. „Ég á ekki von á því heldur að það verði hróflað við þeim sem eru BROTIST var inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur í fyrradag og hafa þjófamir greinilega gefið sér góðan tíma við verknaðinn, því þeir stálu nánast öllu steini léttara. Húsráðandi tilkynnti þjófnaðinn um kl. 9 í fyrrakvöld og sagði að tekið hefði verið sjónvarp, mynd- bandstæki, sjónauki, ermahnappar, undir 150.000 kr. í launum á mán- uði. Þessu er fyrst og fremst beint að þeim sem eru hæstir í kerfinu og með mikla óunna yfirvinnu. Það er því fyrst og fremst verið að huga að efri lögum stjómkerfisins," sagði Tryggvi. Gjaldskrár til skoðunar Bæjarráð hefur einnig ákveðið að skoða allar gjaldskrár bæjarins og skoða þær og hugsanlega sam- ræma við gjaldskrár í nágranna- sveitarfélögunum. Nefndi Tryggvi leikskóla, -sundstaði og bókasöfn í þessu samhengi. „Mér sýnist að sums staðar séu gjaldskrár okkar umtalsvert lægri en gerist og geng- ur í kringum ókkur,“ sagði Tryggvi. Hagræðingar- og spamaðarráð Hafnarfjarðarbæjar mun einnig fara ofan í alla rekstrarþætti bæjar- félagsins til þess að ná niður rekstr- arkostnaði þess. Rekstrarkostnaður Hafnarfjarðarbæjar í fyrra var 95% af tekjum sveitarfélagsins og segir Tryggvi að reksturinn sem hlutfall af tekjum hafí verið aukast á fyrri hluta þessa árs. Þetta em fyrstu tillögur hagræð- ingar- og spamaðarráðs en Tryggvi kveðst eiga von á því að ráðið skila á næsta ári tillögum um tug- eða hundraða milljóna kr. sparnað. bindisnæla, bílaútvarp, kveikjari, frakki, gönguskór, hnífur, æfínga- tæki, úr, myndavél, hringur, orða- bók, kuldagalli, peningar, áfengi og vegabréf. Líklega hafa þjófamir farið inn um eldhúsglugga íbúðarinnar, sem er á jarðhæð, því stormjárn í eldhús- glugga hafði verið brotið upp. LEIKLIST íslenska leikhúsið í Lindarbæ í DJÚPIDAGANNA Höfundur: Maxim Gorkí. Þýðandi: Magnús Þór Jónsson (Megas). Leik- gerð: Þórarinn Eyljörð og Egill Ingi- bergsson. Leikstjóri: Þórarinn Ey- Qörð. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Búningar: Linda Björg Ámadóttír. Hár og fórðim: Kristín Thors.Lýsing: Egill Ingibergsson. mjóðmynd: Eyþór Amalds og Mó- eiður Júníusdóttír. Leikarar: Bene- dikt Erlingsson, Bryndis Petra Bragadóttir, Harald G. Haralds, Harpa Amardóttir, Hinrik Ólafsson, Jón St. Kristjánsson, Katrín Þorkels- dóttír, Kjartan Bjargmundsson, Kjartan Guðjónsson, Margrét Pét- ursdóttír, Ólafur Guðmundsson, Sig- rún Sól Ólafsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Steinunn Ólafsdóttir, Valgeir Skagfjörð, Þorsteinn Bach- mann og Þröstur Guðbjartsson. 1. september. ALEXEY Maximovich Peshkov valdi sér nafnið Gorkí - hinn bitri - sem skáldanafn, og gefur það nokkra vís- bendingu um hvað hann ætlaði sér með sögum sínum og leikritum. Raunin varð hins vegar sú að verk Gorkís skiptust í tvö, allt að því and- stæð, hom: Annars vegar skrifaði hann verk sem innihalda bitra ádeilu og íjalla um kjör hinna lægst settu í mannfélaginu. Hins vegar skrifaði hann verk sem eru allt að því óraunsæ í ídealisma sínum. í djúpi daganna fellur í fyrmefnda flokkinn, þar er lýst fjölskrúðugum hópi utangarðsmanna á hráan, bein- skeyttan máta. Engu að síður vottar jafnvel í þessu verki fyrir ídealisma; boðskapurinn fer aldrei á milli mála: við eigum að reyna að varðveita mennskuna og sýna öðrum samúð. Þetta verk er klassískt í leikhús- bókmenntum, og það var sett upp í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum tuttugu árum, undir nafninu Náttbólið, í þýð- ingu Halldórs Stefánssonar rithöf- undar. Mikið var lagt í þá sýningu, leikstjóri fenginn frá Rússlandi, og sagan segir að hann hafi náð undra- verðum árangri, laðað fram hliðar á íslenskum leikumm sem íslenskir áhorfendur höfðu ekki séð áður. Ekki er ég þess umkomin að bera þessar sýningar saman, en ég geri ráð fyrir að þær séu ólíkar um margt. íslenska ieikhúsið setur verkið upp í nýrri leikgerð leikstjórans Þórarins Eyfjörðs og Egils Ingibertssonar, og leikin er ný aðlöguð þýðing Megas- ar. Vel hefur tekist til með hvoru tveggja, leikgerðina og þýðinguna. Þýðingin er mátulega hrá og slangur- kennd og víða bregður fyrir skemmti- lega samsettum frösum, sem eiga jafnvel til að ríma á óvæntan hátt. Vissulega er „Megasarblær" á þýð- ingunni, sem síðan er undirstrikaður með tónlistarflutningi í anda meistar- ans: hvom tveggja er vel við hæfí. Hvorki fleiri né færri en sautján leikarar leika í þessari sýningu, og ég verð að segja að það er sjaldgæft að sjá sautján leikara fara aila á kostum í persónusköpun - en það gerðu þessir leikarar, svo líklega er óhætt að segja að Þórarinn Eyfjörð hafi engu síður en hinum rússneska kollega sínum tekist að laða fram hið besta í leikurunum. Öllum tókst að skapa karakter sem hafði sín sterku sérkenni, sem skildi hann frá öðrum karakterum. Héma hlýtur lof- ið að ganga til leikaranna, leikstjór- ans og skapara textans jafnt og bróð- urlega. En þrátt fyrir afbragðs persónu- sköpun, mátti sjá nokkra hnökra á samleiknum og textaframburði. Reyndar er hópnum nokkur vandi á höndum hér þar sem áhorfendur sitja þannig að leikið er í „tvær áttir“ ef svo má að orði komast. Þetta krefst aukaleikni, bæði í sviðshreyfíngum. Einnig fannst mér skorta nokkuð á hraða í nokkmm atriðum sýningar- innar; gangurinn var fremur hægur og jafn alla sýninguna í gegn, en í svo löngu verki er nauðsynlegt að bijóta upp taktinn öðrú hveiju. Mín tilfinning var að þessir vankantar séu byijunarörðugleikar sem ættu að slípast af eftir nokkrar sýningar. Sviðshönnun var mjög skemmtileg og rýmið nýtt á útsjónarsaman hátt. Búningar vora fjölbreyttir: hinir skrautlegustu larfar sem stungu skemmtilega í stúf við grátt um- hverfið. Veikustu punktar sviðssetn- ingarinnar voru lýsingin og hljóð- myndin, sem hvoru tveggja olli von- brigðum. Möguleikar lýsingarinnar vom stórlega vannýttir og hvað varð- ar tónlistina, var hún undarlega lit- laus og rímaði illa við sýninguna í heild. I heild er hér um að ræða athygl- isverða sýningu, fyrst og fremst vegna textans og frábærs leiks. Hinu má svo velta fyrir sér hversu mikið erindi efnið á við okkur í dag. Öll getum við líklega skrifað undir þann einfalda boðskap að okkur beri að sýna meðbræðrum okkar samúð. Afskiptaleysi gagnvart náunganum er í raun og vera illvirki: Líklega á sá boðskapur fullt erindi til sam- t'mans.gQ^ff^ ^uður Birgisdóttir Stálu öllu steini léttara Hrár reynslu- heimur karla LEIKLIST Theatcr í íslensku óperu n ni LINDINDIN Höfundun Ingimar Oddsson. Leik- stjóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðar- leikstjóri: Dóra Takefusa. Danshöf- undur: Bryndís Einarsdóttir. Bún- inga- og sviðshönnun: Helga Krist- rún Hjálmarsdóttir. Ljósahönnun: Vilhjálmur Hjálmarsson. Tónlistar- stjóm: Þröstur E. Leikendur: Ingi- mar Oddsson, Heiðrún Anna Bjöms- dóttir, Páll Rósinkranz, Ester Jökuls- dóttír, Silja Björk Ólafsdóttir, Bóas Valdórsson, Ragnheiður Gunnars- dóttir, Hallgrímur Oddsson, Ólafur Már Svavarsson, Sara H. Guðmunds- dóttir, Gunnlaugur I. Grétarsson, Berghildur Bemharösdóttir, Helgi Hinriksson, Elma Lísa Gunnarsdótt- ir, Aldís Jónsdóttir o.fl. 1. september. f GÆRKVÖLDI skaut upp kollinum fyrsta hérlenda jurtin í söngleikja- . flóra ársins. Það er ánægjulegt eftir miivelþeppnaða , moðguðu sumars- ins. Þessi söngleikur ber raunar yfír- skriftina rokkópera en félli betur undir skilgreininguna „leikrit með söngvum". Það er lítið um að sög- unni vindi fram í lögunum heldur setja persónurnar sig í stellingar og syngja fram f salinn. En hvað um það, það er skemmtilegt að sjá verk eftir nýja höfunda á sviði og ber að fagna því. Það er margt vel gert í þessari sýningu. Leikendur hafa auðsjáan- lega takmarkaða reynslu í sviðsleik en bæta það oftar en ekki upp með ferskleika og kraftí. Leikstjóranum hefur tekist vel upp með þehnan efnivið og hann nýtir rýrhið á sviðinu einstaklega vel og hópatriðin era vel unnin. Dansarnir era mjög skemmti- legir og kraftmiklir og dansaðir af mikilli gleði. Sviðsmyndin er mjög gróf og hrá en er hæfileg umgjörð um efni leiks- ins. Búningarnir era skemmtileg samsuða og bera búningar kvenn- anna í verkinu vott mikillar hug- myndaauðgi, enda litríkir og oft úr óvenjulegum efnivið. Ljósin eru hins- vegar á stundum ómarkviss, leikarar ekki inni í kastljósinu eða hálfrokkið á sviðinu. Uppfylling drauma meðaljónsins. Sterkasti punkturinn í sýningunni eru lögin, sem eru mörg mjög gríp- andi. A hinn bóginn eru söngtextarn- ir mikið hnoð og leiktextinn misjafn. Persóna ívars, sem leikin er af höf- undi, hefur mikið vægi í sýningunni eins og eðlilegt er eins og sagan er upp byggð, en sýningin vill detta niður þegar Ingimar er einn á svið- inu, þó hann skili hlutverkinu vel, sérstaklega söngnum. Af öðrum leikendum má nefna Heiðrúnu Önnu, sem er sköruleg Sigga og syngur eins og engill en hættir til að vera full fljótmælt. Bóas og Gunnlaugur vora óborgan- legir saman í stuttu saumaklúbbs- karlaatriði og Ragnheiður, Silja Björk og Aldís fá plús fyrir að draga ekki af sér á sviðinu. Mýtan sem verkið byggir á er mjög áhugaverð. Ungur meðaljón, ívar að nafni, stígur í gegnum speg- ilinn Lindindin sem veldur því að allar óskir hans, hugsaðar jafnt sem orðaðar, rætast. Sumstaðar minnti þetta á sögunni af Mídasi þar sem allt varð að gulli sem hann snerti, en sem varð honum ekki til heilla að sama skapi, og í einu atriði minnir persóna ráðgjafans á Mefistófeles í Fást. Sagan er víða skemmtilega hugsuð og útfærð og ívar er trúverð- ug persóna sem vald spillir og al- gert vald gjörspillir. Aðalkvenper- sónan Sigga er fulltrúi heilbrigðrar skynsemi, jarðbundin og nútímaleg. ívar fer úr einum öfgunum í aðrar en Sigga birtist þegar hann hugsar til hennar og setur ofan í við hann. Draumar unga mannsins snúast ) mest um kvenfólk og völd, og meiri völd til að komast yfir fleira kven- fólk. En það sem ívar dreymir um öðru fremur er að eignast konuna sem hann elskar, Siggu. Þó hann eigi sér þetta eina takmark leiðist hugurinn af vegi sí ofan í æ þegar ívari dettur eitthvað nýtt í hug sem hann girnist. Þegar Siggu tekst að telja hann á að hugsa jákvæðar hugsanir í draumaveröldinni gengur hann enn einu sinni of langt og of- ! metnast. j Það sem vekur mesta athygli eru þau sjónarmið sem Sigga setur fram og ívar fellst á. Þetta era gamlar hugmyndir um jafnrétti og bræðra- lag, upphaflega trúarlegar en á seinni tímum kunnari úr munni stjórnmálamanna. Þegar Siggu, hin- um sterka fulltrúa kvenna og skyn- semi, eru lögð þessi orð í munn fá þau óhjákvæmilega feminískan und- irtón og skapa ste-ka andstæðu við l hugarsmíðar ívai Hann hefur með . i ! draumum sínum, m era fyrst og i fremst draumar gs karlmanns, ' skapað veröld þar sem engum er vært nema honum sjálfum og í raun eytt öllu lífí. Sigga snýr honum til rétttrúnaðar sem byggir á mýkri gildum og hann verður henni sam- boðinn í framhaldi af því. Það er hægt að hafa af þessari sýningu hina bestu skemmtun og hún vekur upp áhugaverðar spurn- ingar. Þarna kveður sér til hljóðs mikið efni og ég vona að við eigum eftir að heyra meira frá höfundi í 1 framtíðinni. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.