Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fundur með Jóni Baldvin og Svavari Gestssyni á Komhlöðuloftinu J&rtas" SSS Upphaf viðræðna , || borgarstjóra í sambandi við samein- ÁFRAM með srajörið góði. Ekki skal standa á mér að taka á móti króanum , . Lax gekk í höfuðdags- straumnum Þrátt fyrir að kominn sé september er enn lax að ganga í Leirvogsá og að sögn Skúla Skarphéðinssonar veiðivarðar hefur gengið „tiltölulega vel“ að undanfömu. Talsvert hafi gengið af nýjum laxi í síðasta stór- straumi sem var fyrir fáum dögum. Var það svokallaður höfuðdags- straumur, frægur laxastraumur á árum áður. Til vitnis um það er Bjöm heitinn Blöndal sem ritaði margar bækur um laxveiði og útivist. Sagði hann höfuðdagsstrauminn mikinn laxastraum og sérstaklega áttu stór- ir laxar það til að ganga þá úr sjó. Slíkt er nú fágætara en í þá daga. Gott gengi í Leirvogsá Á hádegi í gær vom komnir 436 laxar á land úr Leirvogsá og að sögn Skúla Skarphéðinssonar veiðivarðar er laxinn vel dreifður og veiðist um allt. „Áin hefur verið mjög vatnsmik- SIGURÐUR Sigurðsson með ellefu punda hrygnu úr. Firmanshyl í Víðidalsá. il í allt sumar og það hefur gert veiði- skapinn erfiðari en ella. T.d. er flugu- veiðin vandasamari við þær kringum- stæður. Skúli sagði meira af vænum smálaxi heldur en í fyrra og sérstak- lega ætti það við um þá laxa sem gengið hefðu seint í ána, þeir væm gjaman sex til sjö pund og varla minni en fimm pund. Fyrr var meira af fjögurra til fimm punda fiski. Stærsti laxinn í sumar var fimmtán pund og veiddist í helguhyl á flugu. Milli tíu og tuttugu stórir sjóbirting- ar hafa kryddað aflann, margir þeirra fjögur til fimm pund. Leirvogsá hefur verið talin inni á mesta smithættusvæði kýlapest- arinnar. Guðmundur Magnússon, formaður veiðifélags Leirvogsár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að til þessa virtist áin hafa slopp- ið. „Það hafa engin vafaatriði komið upp, en við fylgjumst vel með og sótthreinsum öll veiðitæki í lok veiði- dags. Leirvogsá er talsvert kaldari en Elliðaámar og vonum við að það hjálpi ánni í vörninni gegn þessari pest,“ sagði Guðmundur. Norðurármál í biðstöðu Nýlega lauk „lokuðu útboði" land- eigenda við Norðurá, en það fólst í því að þeir sem hefðu áhuga á að bjóða í ána áttu að setja sig í sam- band við stjóm veiðifélags Norðurár. Friðrik Þ. Stefánsson, formaður SVFR, sagði menn nú bíða viðbragða frá veiðifélaginu. „Við sendum þeim línu þess efnis að SVFR hefði áhuga á því að halda samstarfínu áfram. Ekki átti meira að fara fram í þess- ari fyrstu umferð. Okkur var sagt að þeir einstaklingar eða félög sem til greina kæmi að ræða nánar við myndu fá ósk um frekari upplýsingar um leigutilhögun, en til þessa hefur ekkert gerst og því bíðum við róleg- ir,“ sagði Friðrik. Umbætur í ríkisrekstri Viðurkenningar til stofn- ana sem skara fram úr FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd, sem hafi það hlutverk að veita þeim ríkisstofnun- um viðurkenningu sem með einum eða öðmm hætti hafa skarað fram úr í þjónustu, hagræðingu í rekstri eða hugvitsamlegum nýjungum. Gert er ráð fyrir að fyrstu viðurkenning- arnar verði veittar í febrúar á næsta ári. í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að á næstu ámm verið áfram unnið að umbótum og nýskipan í ríkisrekstri og til þess að ná megi sem mestum árangri sé mikilvægt að starfsmenn séu hvattir til að bæta reksturinn, hagræða og brydda upp á nýbreytni. Tillögur í október Nefndina skipa Hallgrímur Jón- asson forstjóri, sem er formaður, Ema Bryndís Halldórsdóttir endur- skoðandi, Óli Björn Kárason ristjóri, Þómnn Pálsdóttir fjármálastjóri og einnig munu Neytendasamtökin og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands eiga einn fulltrúa hvor í nefndinni. Ber henni að skila tillögum sínum um hvemig staðið verði að viðurkenningum fyrir miðjan októ- ber. Aðalfundur Landssambands kúabænda Verðum að nýta aðlögunar- tímann vel Guðmundur Lárusson Aðalfundur Landssam- bands kúabænda var haldinn í byijun vik- unnar. Guðmundur Lárus- son var endurkjörinn for- maður sambandsins. Um- mæli hans á fundinum um framkvæmd GATT-tolla hér á landi vöktu talsverða at- hygli. Hann segir að tilgang- ur sinn með ummælunum hafi einungis verið að benda mönnum á að mikilvægt sé fyrir mjólkuriðnaðinn og bændur að nýta vel aðlög- unartímann fram til þess tíma þegar innflutningur á búvörum hefst fyrir alvöru. Á fundinum komu fram nýj- ar tölur um afkomu kúa- bænda síðustu ár sem sýna að afkoma þeirra hefur versnað mikið. „Þetta er um 20% raun- verðslækkun á mjólk til bænda á 12 árum og 40% raunverðslækkun á nautakjöti. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað á mörgum árum. Verðlagsgrundvöllurinn, en á hon- um er byggt þegar verð til bænda er reiknað, hefur nánast ekkert breyst undanfarin ár á meðan al- mennt verðlag hefur hækkað. Af- leiðingar þessarar þróunar birtist í því að það er nánast engin end- urnýjun í greininni, hvorki í mann- afla né húsum.“ Er þetta ekki mikið áhyggjuefni fyrir atvinnugreinim? „Jú, það er mjög hættulegt fyr- ir greinina hvað þeir sem í henni starfa eru orðnir gamlir. Það eru margir sem koma til með að hætta á næstu árum og það kallar á verulegar tilfærslur. Ég sé bara ekki að ungt fólk hafi það mikla fjármuni að það geti komist að búrekstri." Hvaða möguleika hafa kúa- bændur til þess að auka tekjur sínar? „Þeir hafa raunverulega ekki aðra möguleika á að auka tekjur sínar en þær að lækka kostnað við búreksturinn. Markmið okkar er að halda áfram að lækka verð vörunnar til neytenda. Á aðalfund- inum á Hvanneyri skoðuðum við ýmsar leiðir til þess, s.s. afnám kjarnfóðurtolls, lækkun kostnaðar við leiðbeiningar og tilraunir og lækkun kostnaðar við slátrun og úrvinnslu mjólkur. Að okkar mati hefur allt of lítið gerst í hagræð- ingu í slátrun og mjólkuriðnaði. Þar er hægt að gera miklu betur. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að úrelda Mjólkursamlagið í Borgarnesi. Við komum til með að verða að fylgjast mjög vel með árangri af þeirri aðgerð. Hagn- aðurinn af úreldingunni hlýtur annaðhvort að koma sem auknar tekj- ur til bænda á fyrsta sölusvæði eða sem lækkun á vöruverði til neytenda, annars er engin ha- græðing í þessu. Tilgangurinn er ekki að safna uppi fjármunum í þeim mjólkurvinnslufyrirtækjum sem áfram starfa." Á fundinum kom fram að með því að afnema toll á kjarnfóðri og auka samkeppni í fóðurinnflutn- ingi væri hægt að lækka verð á kjarnfóðri verulega og þar með draga úr kostnaði við framleiðsl- una. Telur þú að það eigi að af- nema þennan toll? „Já, ég tel að þessi tollur þjóni engum tilgangi lengur. llann var lagður á á sínum tíma til að vera ákveðið stjórntæki í framleiðslunni. ►Guðmundur Lárusson er fæddur 20. júní 1950 að Stekk- um í Sandvíkurhreppi í Árnes- sýslu. Hann hefur búið að Stekkum allan sinn starfsaldur og verið bóndi þar frá 1970. Guðmundur hefur gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir bændur. Hann hefur verið formaður Búnaðarfélags Sandvíkur- hrepps frá 1984, formaður Fé- lags kúabænda á Suðurlandi frá 1985-1988 og formaður Lands- sambands kúabænda hefur hann verið frá 1989. Guðmund- ur er kvæntur Margréti Helgu Steindórsdóttur og eiga þau fjóra syni. Hann var hugsaður sem leið til að draga úr framleiðslu. Síðan er búið að taka upp annars konar fram- leiðslustýringu og þar með hefur tollurinn misst tilgang. Kjarnfóður- sjóður hefur verið notaður að und- anförnu í ýmis félagsleg verkefni eins og til að greiða hærra verð fyrir ungkálfa og fleira. Ég held að það séu til einfaldari og skilvirk- ari leiðir til að fjármagna slíka hluti heldur en þetta millifærslukerfí sem kjamfóðurtollur og kjamfóð- ursjóður er.“ Ummæli þín á fundinum um framkvæmd GATT-samningsins hér á landi vöktu Lalsverða at- hygli. Hvað átt þú við þegar þú segir að það sé kannski ekki skyn- samlegt að beita GATT-tolIum á þann hátt sem gert er? „í ræðu minni var ég aðeins að velta fyrir mér hvort framkvæmdin sé skynsamleg. í því sambandi var ég einkum að hugleiða hvort þetta slævi dómgreind manna. Ég tel að það eigi ekki að leggja þann skiln- ing í orð mín að ég hafí borið fram harða gagnrýni á fram- kvæmdina þó að ég hafí Ieyft mér að velt upp þessari spurningu." Við hverja áttu þeg- ar þú talar um að fram- kvæmd tollanna kunni hugsanlega að slæva dómgreind manna? „Ég á fyrst og fremst við mjólk- uriðnaðinn. Ég óttast að þetta geti orðið til þess að mjólkuriðnað- urinn leiti ekki allra leiða til að hagræða. Það er afar mikilvægt að bændur, mjólkuriðnaðurinn og landbúnaðarráðuneytið noti þenn- an aðlögunartíma sem allra best þannig að við getum mætt inn- flutningnum þegar hann kemur í auknum mæli. Ef menn nota ekki tímann vel og koma sér undan því að leita allra leiða til að hagræða þá held ég að þessi stefna stjórn- valda hafi ekki orðið til góðs.“ Kjarnfóður- tollinn ber að afnema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.