Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 11 HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, flytur mál sitt. Stefnan í heilbrigðismálum Aukaþarf forvamir ÝMSAR hugmyndir eru uppi um hvernig hægt er að spara í heilbrigð- iskerfinu, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, m.a að endurskoða greiðsluhlutfall sjúklinga vegna kostnaðar við að- gerðir sem þeir fara í. Þá sé nauð- synlegt að auka forvarnir t.d. gigt- arforvarnir en kostnaður vegna gigtsjúkdóma sé u.þ.b. jafnmikill og rekstarkostnaður ríkisspítalanna og borgarspítalanna samanlagt. Þetta kom fram á fundi Félags um heilsuhagfræði sem haldinn var í Kornhlöðunni í Reykjavík í vikunni en þar var stefnan í heilbrigðismál- um rædd. Ingibjörg sagði á fundinum að það væri ekki réttlátt að menn sem lægju jafnvel hlið við hlið á sjúkra- húsi vegna sams konar aðgerða greiddu mishátt fyrir og því þyrfti að endurskoða greiðsluhlutfall sjúklinganna.Endurskipuleggja þyrfti heilbrigðismál í landinu þar sem samhæfíng, samnýting og sér- hæfing yrðu hafðar í huga. Fækka yrði stjómum sjúkrahúsa á lands- byggðinni og koma á einni yfirstjórn heilbrigðismála í hveiju kjördæmi til að koma í veg fyrir að hrepparíg- ur réði ferðinni þegar ákvarðanir á þessu sviði væru teknar. Stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð færu þar með saman í kjördæmunum. Auka þyrfti sérfræðiþjónustu úti á landi með því að sérfræðingar yrðu hreyfanlegri en nú er og gerðu minni háttar aðgerðir á sjúkrahúsum á lands- byggðinni. Þá ræddi hún um nauð- syn þess að sjúkrahúsin í Reykjavík ynnu meira saman en nú væri þótt hún gerði sér vel grein fyrir að það gerðist ekki í einum áfanga. Einnig væri brýnt að tölvuvæða biðlista þannig að yfirsýn fengist og hægt væri að koma í veg fyrir að menn biðu í fleiri ár eftir að komast í aðgerð. Þá yrðu heilbrigðisyfirvöld að vera gagnrýnni en nú væri þegar greiðsluhlutfall Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði nýskráðra lyfja væri ákveðið. * Landssöfnun Rauða kross Islands fer fram sunnudaginn 3. september Hundruð sjálfboða- liða safna fyrir konur og börn í neyð HUNDRUÐ sjálfboðaliða um allt land hafa þegar látið skrá sig til þátttöku í landssöfnun Rauða kross íslands, Konur og börn í neyð, sunnudaginn 3. september. Undirtektirnar eru framar von- um þótt enn vanti talsverðan fjölda sjálfboðaliða til starfa. Sjálfboð- aliðar geta látið skrá sig í síma 800 5050 allt fram á sunnudag. Á söfnunardaginn verður jafnframt hægt að koma framlögum á fram- færi í sama símanúmeri. Um er að ræða grænt númer sem gildir fyrir allt landið. Meðal sjálfboðaliða eru fjölmörg félög af ýmsu tagi, auk einstakl- inga sem svarað hafa kallinu. Rauða kross deildir sjá um fram- kvæmd söfnunarinnar á lands- byggðinni og hafa fengið félög í hveiju umdæmi til liðs við sig. I Reykjavík má nefna að borgarfull- trúar munu ganga í hús í miðborg- inni með söfnunarbauka ásamt öðrum sjálfboðaliðum. Þá munu félagar í Kvennakór Reykjavíkur ganga í hús í Vesturbænum, slökkviliðsmenn í fullum skrúða munu leita eftir framlögum íbúa í Grafarvogi, KR-konur leggja söfn- uninni lið í Vesturbænum, svo dæmi séu nefnd. Loks má nefna að félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ munu ríða um Mosfellsdal með söfnunarbauka. Auk þess munu félagar í kvenfé- lögum, Lionshreyfingunni, björg- unarsveitum og stjórnmálaflokk- um, Kiwanismenn, Soroptimistar og margir fleira leggja söfnunni lið um land allt. Söfnunin Konur og börn í neyð hefst kl. 10 sunnu- daginn 3. september og lýkur kl. 21. Rétt er að taka fram að sjálf- boðaliðar ráða að sjálfsögðu þeim tíma sem þeir veija til söfnunarinn- ar. Hver ídukkustund skiptir máli. Sjálfboðaliðar munu þá ganga í öll hús á landinu og leita eftir fram- lögum til styrktar konum og börn- um í neyð í fyrrum Júgóslavíu og í afskekktum héruðum Víetnams. Söfnunarféð rennur óskipt til hjálparstarfsins. Til þess að gæta fyllsta öryggis verða notaðir sérs- takir, lokaðir söfnunarbaukar. Þeir eru rauðir að lit, vandlega merktir Rauða krossi íslands og söfnun- inni. Sjálfboðaliðar munu bera merki söfnunarinnar í barminum, með nafni, heimilisfangi, kennitölu og upplýsingum um söfnunar- svæði. Sams konar upplýsingar verður að finna á bauknum sjálf- um. Miði með upplýsingum um hvernig koma megi framlagi til skila verður hengdur á hurðahúna þar sem húsráðendur eru fjarver- andi. Þá munu gíróseðlar Rauða kross Islands liggja frammi í bönk- um og sparisjóðum. Bankar og sparisjóðir sjá um talningu söfnun- arfját'ins. Þar verða baukarnir fyrst opnaðir. Vonir standa svo til að baukarnir verði endurunnir í girðingastaura hér innanlands að söfnuninni lokinni. FRÉTTIR Yfirlýsing frá fyrrverandi fram- kvæmdastj óra Lífeyrissjóði bænda MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Benedikt Jónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda: „Vegna umfjöllunar í fjölmiðl- um undanfarna daga um málefni Lífeyrissjóðs bænda og Emerald Air vill undirritaður taka eftirfar- andi fram. Haustið 1994 ákvað stjórn Líf- eyrissjóðs bændá að kaupa hlutafé í Emerald Air (NI) Ltd. fyrir um 11 mkr. Snemma í nóvember 1994 var stofnað eignarhaldsfélagið Activa hf. til að halda utan um hlut íslenskra hluthafa í Emerald Air. Undirritaður var kosinn stjórnarformaður á stofnfundi Ac- tiva hf. og í stjórn Emerald Air skömmu seinna. Stjórn sjóðsins var strax greint frá þessu á sér- stöku minnisblaði. Allnokkrir stjórnarfundir hafa verið haldnir síðan og ekki liggja fyrir neinar bókaðar athugasemdir af hálfu stjórnar Lífeyrissjóðs bænda um þessa stjórnarþátttöku. Meginástæða þess að undirrit- aður stóð að lánveitingum til Emerald Air var sú að hann taldi sig vera að veija það hlutafé sem stjórn sjóðsins hafi ákveðið að leggja í félagið. Undirritaður sá í lánveitingunum tvíþættan tilgang: að veija hlutafé sjóðsins og að ná ríflegri ávöxtun á fé sjóðsins á skömmum tíma. Þá var undirritað- ur minnugur þess að efling ferða- þjónustu var ein af forsendum fyrir áðurnefndum hlutafjárkaup- um lífeyrissjóðsins og vonir bundn- ar við að eignaraðild að Emerald Air kæmi þar að liði. Undirritaður var sannfærður um að Emerald Air tækist að komast af stað í fullan rekstur eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og að öll lán yrðu endurgreidd eins og til stóð. A hið síðarnefnda hefur enn ekki reynt. Þessi sannfæring studdist m.a. við þá staðreynd að framan af gekk reksturinn vel. Raunar svo vel að í febrúar-mars sl. voru öflugir breskir fjárfestar í viðræðum við stjórn félagsins um þátttöku í fé- laginu og lýstu því yfir að þeir hefðu valið það til skoðunar úr ýmsum fýsilegum fjárfestingar- kostum. Sem dæmi má ennfremur nefna að í apríl sl. voru fluttir um 4.400 farþegar milli Belfast og London-Luton á vegum félagsins þrátt fyrir nokkur skakkaföll af völdum European Aviation. Frá því að vopnahlé var lýst yfir á Norður-írlandi í lok ágúst 1994 hefur umferð þangað aukist mjög verulega og opinberlega hafa kom- ið fram upplýsingar um að aukn- ing í farþegaflutningum á milli London og Belfast hafí aukist um 80% frá fyrra ári. Þá átti Emerald Air góða möguleika á samstarfs- samningi við British Airways um flug á milli Gatwick-flugvallar og Belfast og hefði slíkt samstarf styrkt rekstur félagsins til muna. í ágúst sl. varð undirrtuðum hins vegar ljóst að rekstur Emer- ald Air var ekki með þeim hætti sem hann hafði talið. Undirritaður hefur starfað fyrir Lífeyrissjóð bænda í rúman áratug og hefur á þeim tíma lagt sig veru- lega fram um að vinna sjóðnum vel. Ótvírætt er að sjóðurinn hefur dafnað töluvert á þessum tíma og að ávöxtun verðbréfasafnsins í heild verður að teljast góð, en sam- kvæmt úttekt VÍB var hún um 7% í árslok 1994. Ofangreindar ráð- stafanir voru, af hálfu undirritaðs, gerðar með hagsmuni sjóðsins í huga. Nú er ljóst að undirritaður fékk ekki ýmsar mikilvægar upp- lýsingar um gang mála hjá Emer- ald Air. Ef allt hefði gengið eftir sem undirrituðum var tjáð, hefði lífeyrissjóðurinn hagnast verulega á þessum viðskiptum því í boði voru ríflegir vextir, enda átti fjár- mögnunin aðeins að standa í skamman tíma. Hugmyndin var sú að féð yrði síðan endurfjárfest, ásamt vöxtum, í öruggum og við- urkenndum verðbréfasjóði. Undirritaður telur, með hliðsjón af reglum sjóðsins um fjárfesting- ar og venjur þar að lútandi, að ekki sé um saknæmt athæfi að ræða af hans hálfu. Það er rangt að undirritaður hafi reynt að leyna umræddum lánveitingum. Þvert á móti greindi hann sjálfur frá þeim og lagði fram öll gögn þar um. Skýrt skal tekið fram að undirrit- aður hefur ekki haft nokkurn per- sónulegan ávinning af téðum lán- veitingum, en hefur aftur á móti beðið mikinn skaða af þeim. Ekki er enn komið að gjalddaga bréf- anna og því liggur ekki fyrir að umræddir fjármunir séu að eilífu glataðir. Þegar þetta er ritað er Emerald Air enn starfandi fyrir- tæki í Belfast.“ Sala áskriítarkorta og endurnýjun stendur yfír 6 leiksýningar - Verð kr. 7.840 Eldri borgarar og örgrkjar kr. 6.200 Einng fást áskriftarkort á litlu sviðin eingöngu. 3 leiksýningar - verð kr. 3.840 KORTHAFAR FRA FYRRA LEIKÁRi: Munið forkaupsréttinn til 4. september. Allar nánari upplýsingar í miðasölu Þjóðleikhússins • Verið velkomin! ' ÍJr Sannur kurlmaóur ellír 'liinkred liorsl ÞJÓÐLEIKHIJSIÐ Sími 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.