Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Ekkert lát á deilum Seharpings og Schröders Bonn. Reuter. RUDOLF Scharping, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, hefurvikið helsta andstæðingi sínum innan flokksins, Manfred Schröder, úr embætti sem talsmanni jafnaðar- manna í efnahagsmálum. Schröd- er, sem samkvæmt skoðanakönn- unum nýtur meiri vinsælda en Scharping og Helmut Kohl kansl- ari, lýsti því hins vegar yfir í gær að enginn gæti neytt hann til að hætta gagnrýni á flokksforystuna. Á fundi með þingmönnum sagði Scharping að Schröder hefði svar- að sér, þegar hann tilkynnti honum um þetta, að hann hefði ekki lehg- ur áhuga á þessari stöðu. Schröder er forsætisráðherra Neðra-Saxlands og hefur haldið uppi stöðugri gagnrýni á Scharp- ing í allt sumar og sakað hann um að vera veikan leiðtoga. Samkomulag rofið í byrjun vikunni gerðu þeir með sér samkomulag um að hætta árás- um hvor á annan en Schröder rauf það samkoihulag á miðvikudag. Gaf hann þá í skyn í viðtali að hann myndi sækjast eftir því að verða kanslaraefni flokksins í næstu þingkosningum árið 1998. Schröder vikið frá sem talsmanni í efnahagsmálum Stuðningsmenn Scharpings segja að ekki sé hægt að líða svona yfirlýsingar í ljósi þess samkomu- lags sem þeir höfðu gert með sér. Þýskir fréttaskýrendur eru nær allir þeirrar skoðunar að valdabar- áttunni innan Jafnaðarmanna- flokksins (SPD) sé langt í frá lokið. „Þeir sem telja að Scharping hafi haft betur í átökunum hafa rangt fyrir sér. Engin niðurstaða hefur fengist," sagði sjónvarps- stöðin ARD. Viðskiptablaðið Hand- elsblatt sagði í gær að „Machia- velli Neðra-Saxlands“ teldi sig hæfari flokksleiðtoga og kanslara- efni en Scharping og myndi ekki láta neinar refsiaðgerðir hafa áhrif á sig. Innanflokksdeilur hafa haft mjög slæm áhrif á gengi flokksins og samkvæmt skoðanakönnun Emn/d-stofnunarinnar styðja nú einungis 33% Þjóðveija flokkinn. „Það er erfitt að sjá einhver pólitísk rök fyrir því sem hefur verið að gerast innan SPD á síð- ustu mánuðum. í stað þess að reyna að koma sér upp úr svaðinu sökkva jafnaðarmenn sér sífellt dýpra ofan í það,“ sagði blaðið Die Welt í forystugrein. Hallur undir viðskiptalífið Schröder er talinn hafa mun harðari og ákveðnari stíl en Scharping og stefna hans í efna- hagsmálum er að auki mun hallari undir hagsmuni viðskiptalífsins en stefna Scharpings, sem hallar sér frekar að hinum hefðbundnu bandamönnum SPD, stéttarfélög- unum. Líkt og Kohl kanslari berst Sehröder fyrir því að skattar at- vinnulífsins verði lækkaðir og að svigrúm varðandi vinnutíma verði aukið. Raunar segist Schröder sjálfur sjá lítinn eðlismun á stefnu sinni og kanslarans. Munurinn fel- ist einungis í nútímalegri og úr- eltri stefnumótun. Þá hefur hann reynt að knýja það í gegn að fluttir verði út kaf- bátar til Tævans en skipasmíðaiðn- aður Neðra-Saxlands stendur mjög höllum fæti. Opið laugardag kl.10 - sunnudag kl. 13 - 17 * Ath. höfum nú opið á laugardögum kl.10 - 16 Suðurlandsbraut v/Faxafen Sérverslun með stök teppi 16 Ileitin ap fbönsku flugmönnunum Kapphlaup stendur yfir milli Atlantshafsbandalagsins og Bosníu-Serba um að finna fyrst tvo franska flugmenn, sem tókst aö bjarga sér f fallhiíf er Mirage 2000 þota þeirra var skotin niður af Serbum á miðvikudag. Embættismenn NATO segja líklegt að vélin hafi verið skotin niður meö rússnesku SA-7 flugskeyti. Ekki er þó vissa fyrir því þar sem talið er að öðrum tegundum loftvamar- skeyta sé einnig smyglað til Serba. Vistir flugmannanna eiga að í viku og þeir eru með miðunarbúnað og talstöðvar. Jafnt NATO sem Serbar geta hins vegar náð sendingum þeirra. Flugmenn NATO hafa fengið þjálfun í að dyljast og lifa af í óbyggðum og líklegt er aö Frakkarnir tveir hafi þegar í stað leitað skjóls eftir að þeir svifu til jarðar fyrir framan sjónvarpsmynda- vélar Serba í Pale. REUTER Dassault Mirage 2000-5- Ein fullkomnasta orrustuþota Frakka meö fullkomnum hátæknibúnaði, þar á meöal heilmyndabúnaöi í hjálmum flugmanna. Vélin vartekin í notkun árið 1993. Atburðarás hernaðaraðgerða Atlantshafsbandalagsins í Bosníu 250 herþotum og stórskotaliði beitt gegn Serbum HERNAÐARAÐGERÐIR NATO- herflugvéla og hraðliðs Breta, Hol- lendinga og Frakka hafa staðið yfir í þtjá sólarhringa og eru þetta mestu hemaðaraðgerðir Vestur- landa frá því í Persaflóastríðinu árið 1991. Herþotur frá fjölmörgum NATO-ríkjum hafa tekið þátt í að- gerðunum og í gær tóku þýskar herþotur þátt í fyrsta skipti. Fljúga vélamar frá fimm herflugvöllum á Ítalíu og bandaríska flugmóður- skipinu USS Theodore Roosevelt. Loftárásirnar hafa fyrst og fremst beinst að 25 skotmörkum og meðal þeirra eru ratsjárstöðvar, eldflaugaskotpallar, stjómstöðvar, skotfærageymslur og fjarskipta- búnaður Bosníu-Serba við borgirnar Sarajevo, Tuzla, Gorazde, Mostar, Foca og Sokolac. Tímabundið hlé var gert á að- gerðunum í gær til að meta stöð- una. 400 flugmenn og 250 herþotur hafa tekið þátt í árásunum og hefur verið beitt allt frá leysistýrðum stýriflaugum til eins tonna sprengj- um, að sögn Atlantshafsbandalags- ins. Hraðlið Breta, Frakka og Hol- lendinga á Igman-fjalli við Sarajevo hefur skotið rúmlega þúsund sprengikúlum á um þijátíu skot- mörk við Sarajevo og Pale. Atburðarás aðgerðanna hefur verið eftirfarandi: Miðvikudagurinn 30. ágúst Á miðnætti hefja 60 herþotur árásir á loftvarnir og fjarskiptabún- að Bosníu-Serba. 02.00 - Herþotur gera að nýju árásir, í þetta skipti á skotfærageymslur og stjórnstöðvar Serba. 02.45 - Hraðliðið hef- ur stórskotaliðsárás frá Igman-fjalli. Frakkar beita 155 mm fallbyssum, Bretar 105 mm fallbyssum og Hol- lendingar sprengjuvörpum. 06.50 - Þriðja loftárás NATO- véla 10.00 - Fréttamenn í Sarajevo heyra stórskotaliðsárásir að nýju. 14.45 - Fjórða loftárás NATO. Stór, svartur reykmökkur sést á fjalli við Pale, höfuðstöðvar Bosníu- Serba, austur af Sarajevo. 15.15 - Bosníu-Serbar skjóta niður franska Mirage-þotu. Undir- búningur björgunaraðgerða hefst. Fimmtudagurinn 31. ágúst 07.44 - Herþotur fljúga yfir Sarajevo en engar sprengingar hey- rast. 08.00 - Leighton Smith, yfir- maður NATO í Suður-Evrópu, held- ur blaðamannafund í Napólí á ítal- íu. Hann segir aðgerðirnar rétt að byija. 16.04 - NATO greinir frá því að fímmtu loftárásirnar hafi átt sér stað. Þær beindust aðallega að skot- færageymslum. 17.30 - Hraðliðið hefur skothríð á tvö fallbyssuhreiður og loftvarna- fallbyssu Serba við Sarajevo. Föstudagurinn 1. september 05.00 - Hraðliðið skýtur sprengjukúlum á loftvarnabyssu við Lukovica. 06.00 - Herþotur NATO varpa sprengjum á skotmörk við Pale, samkvæmt embættismönnum Bos- níu-Serba. NATO staðfestir ekki árásina en fréttamenn heyrðu sprengingar og loftvarnasírenur. 07.17 - NATO greinir frá því að nokkrar árásarferðir hafi verið farnar aðfaranótt föstudagsins en bendir jafnframt á erfíð verðurskil- yrði í Bosníu torveldi frekari að- gerðir. 11.30 - Muhamed Sacirbey seg- ir NATO og Sameinuðu þjóðimar hafa gert tíma- bundið hlé á árásum. NATO staðfestir að hlé hafi verið gert til að meta stöðuna en ítrekar að aðgerðimar haldi 14.00 - Frakkar hefja fallbyssu- skothríð á stöðvar Serba við Vo- gosca norður af Sarajevo eftir að þeir skutu sprengikúlum á Sarajevo. Árásirnar beinast aðal- lega að 25 skotmörkum áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.