Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Efnahagsbatinn hefur skilað sér til almennings GLÍMAN við afleið- ingar hildarleiksins í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu er eitt stærsta verkefni sem Rauða kross hreyfíng- in hefur fengist við. Hundruð þúsunda manna hafa notið að- stoðar Rauða krossins og annarra alþjóðlegra hjálparstofnana á þessu svæði og stórir hópar reiða sig algjör- lega á aðstoð Rauða krossins, ekki síst kon- ur og börn, sem jafnan eru fyrstu fómarlömb stríðsátaka hvar sem er í heimin- um. Á undanfömum missemm hefur hreyfingin varið allt að þriðjungi veltu sinnartil hjálparstarfsins þar. Víglínurnar í þessu flókna stríði em margar og Rauði krossinn starfar beggja vegna þeirra allra, hvort sem er í Bosníu,_Króatíu eða Serb- íu. Rauði kross íslands hefur stutt hjálparstarfið í fyrmm Júgóslavíu Það er siðferðileg skylda betur settra, segir Vilborg Lofts, að lina þjáningar ann- arra — tökum þátt í söfnuninni til kvenna og bama í neyð! með íjárframlögum og þar hafa starfað tíu sendifulltrúar á síðustu áram. Rauði kross íslands leitar nú lið- sinnis landsmanna við að styrkja þetta starf áfram. Sjálfboðaliðar RKÍ munu ganga í hús um allt land á sunnudaginn 3. september og leita eftir framlögum til stuðn- ings konum og bömum í fyrmm Júgóslavíu og fjallahémðum Víet- nams, þar sem markmiðið er að draga úr bamadauða og bæta heil- sugæslu í afskekktum fjallaþorp- um. Grimmdarlegt stríð í beinni útsendingu í Júgóslavíu, sem nú er að liðast í sundur, búa 23 milljónir manna í sex lýðveldum og tveimur sjálf- stjómarsvæðum. Í landinu em tal- aðar fjórar þjóðtungur auk mál- lýskna og þrenns konar trúarbrögð em játuð. Þjóðernisdeilumar eiga sér djúpar rætur. Slóvenía á landa- mæri að Austurríki og var, eins og Króatía, hluti habsbúrgska keisara- dæmisins um aldir. Aðskilnaðarhópar í þessum lýð- veldum telja sig eiga meira sameig- inlegt með Vestur-Evrópu heldur en öðmm hlutum Júgóslavíu sem tilheyrðu ottómanska heimsveld- inu. Tungumálin skilja einnig að. Jafnvel stafrófíð er ólíkt vegna þess að Serbarnir nota kyrillískt letur en Slóvenar og Króatar latn- eskt. Deilurnar eiga einnig efna- hagslegar skýringar. Þótt um ólíka hagsmuni sé að ræða mun það hafa komið almenningi í Júgóslavíu á óvart að deilumar skyldu þróast upp i illvíg vopnaviðskipti. Yfir 300 sjúkrahús Þannig fór engu að síður og nú fylgjumst við með afleiðingunum í beinni sjónvarpsútsendingu. Grimmdinni virðast engin takmörk sett í þessu stríði frekar en öðrum og tilraunir til að stöðva átökin hafa engan árangur borið. Aður en styijöldin hófst í gömlu Júgó- slavíu var heilbrigði- skerfi lýðveldanna þar eins og best gerist. Enginn skortur var á vel menntuðum lækn- um og hjúkrunarfólki, ólíkt því sem Rauði krossinn á að venjast á átakasvæðum í heiminum. Fljótlega varð hins vegar hörg- ull á lyfjum og hvers kyns hjúkranargögn- um, sem leitt hefði til þess að sjúkrahús um land allt hefðu orðið óstarfhæf ef ekki hefði komið til neyðarhjálp. Rauði krossinn hefur haldið rúmlega 300 sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum gangandi með því að útvega nauðsynlegar birgðir lyfja og sjúkragagna. Skilaboð frá Bosníu Mengað vatn getur verið upp- spretta farsótta. Stríðandi fylking- ar hafa ekki hikað við að hindra aðgang almennings að hreinu vatni og þar með gert vatnið að skæðu vopni í stríðinu. Rauði krossinn hefur reynt að bregðast við þessu með því að reisa vatnshreinsistöðv- ar og útdeila vatnshreinsiefnum meðal fólks. Segja má að leitarþjónusta Rauða krossins hafi leyst póstþjón- ustuna í Bosníu og Herzegóvínu af hólmi. Árlega dreifír leitarþjón- ustan milljónum bréfa, svokölluð- um Rauða kross skilaboðum, sem ættingjar og vinir sendu hver öðr- um. Rauða kross skilaboðin era oft eina leiðin til að koma kveðjum og upplýsingum milli ástvina sem missa sjónar hver á öðrum. Öll landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans tengjast leitar- þjónustunni og mynda net sem nær um allan heim. Rauði kross íslands hefur tekið á móti tugum skilaboða til Bosníumanna sem staddir em hér á landi og einnig sent skilaboð frá þeim til ættingja og vina heima í Bosníu. Frá einni víglínu til annarrar Rauði krossinn gerir ekki grein- armun á stríðshijáðum íbúum gömlu Júgóslavíu. Nauðstaddur Serbi, nauðstaddur Króati og nauð- staddur Bosníumaður eru allir jafn réttháir í augum Rauða krossins. Það er í samræmi við gmndvallar- reglu Rauða krossins um óhlut- drægni. Rauði krossinn leggur ekki mat á það hver hefur rétt eða rangt fyrir sér í stríði. Það er ekki hlut- verk hans, heldur hitt að lina þján- ingar þeirra sem verða fómarlömb stríðsins. í því sambandi skiptir hreinlega ekki máli hvort böm og gamalmenni em af þessu þjóðerni eða hinu, þau eiga eftir sem áður sinn rétt. Við sem búum i örygginu hér á íslandi eigum ef til vill erfítt með að setja okkur í spor 'þeirra sem eiga um sárt að binda í gömlu Júgó- slavíu. Það er hins vegar ekki erfitt að skilja að það er siðferðileg skylda okkar að reyna að lina þjáningar þess fólks sem nú hrekst allslaust frá einni víglínu til annarrar. Við getum rétt því hjálparhönd og við eigum að gera það. Við emm af- lögufær. Höfundur er _ gjaldkeri stjórnar Rauða kross íslands. Lítiíl hagvöxtur veldur áhyggjum NOKKRAR umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um ástæður þess að fólk flyst úr landi, jafnvel til landa þar sem atvinnu- leysi er tvöfalt meira en hér á landi. í viðtölum við þetta fólk kemur fram að ástæður brottflutnings eru margvíslegar eins og gefur að skilja. Nú ríkir méira frelsi fyrir íslendinga að sækja vinnu erlendis og íslenskt starfsfólk er eftirsótt til tiltekinna starfa fyrir dugnað og verkfærni. Þá hafa verið nefnd til sögunnar bág lífskjör og skatta- stefna stjórnvalda. Af því tilefni þykir mér rétt að varpa ljósi á nokkrar staðreyndir sem eiga erindi í umræðuna. Hvert fór efnahagsbatinn? Því er haldið fram að nú þegar rofað hefur til í efnahagslífinu hafi batinn ekki skilað sér til fólksins. Ástæða er til að skoða þessa fullyrð- ingu betur. Það er rétt að lífskjör almennings hafa versnað á undan- fömum áram, en þessi þróun hefur haldist í hendur við versnandi af- komu þjóðarbúsins. Það gefur augaleið að þegar afkoma þjóðar- búsins versnar verða lífskjörin lak- ari. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar rýmaði kaupmáttur jijóðar- tekna um 7,3% á árun- um 1991-1993 og kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna um 6,7%. Minnkandi kaupmáttur þjóðarbús- ins hefur þannig ekki allur komið fram í lak- ari kaupmætti almenn- ings. Til fróðleiks má nefna að i tíð ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar rýrn- aði kaupmáttur heimil- anna um 12 lh% árin 1998 til 1991, en þjóð- artekjur lækkuðu einungis um 1%. Frá árinu 1993 hefur þessi þróun hins vegar snúist við og kaupmátt- ur aftur farið vaxandi. Þjóðartekjur hafa aukist og laun almennings þar af leiðandi hækkað. Á árunum 1994 og 1995 er talið að kaupmáttur heimilanna aukist tæplega 1% meira en þjóðartekjur, eða um 4,6% samanborið við 3,8%. Á næsta ári er talið að þetta bil milli aukningar þjóðartekna og kaupmáttar heimil- anna aukist enn og verði orðið um 2%. Af þessu sést að efnahagsbat- inn hefur ekki aðeins skilað sér til almennings í takt við auknar þjóð- artekjur heldur gott betur. Reyndar er nú svo komið að aukin neysluút- gjöld heimilanna valda því að afgangur á við- skiptajöfnuði fer minnkandi. Verði aftur halli á viðskiptum við útlönd eins og fyrir nokkmm árum munu erlendar skuldir þjóð- arinnar vaxa á nýjan leik. Framangreindar staðreyndir sýna að efnahagsbatinn hefur á undanfömum ámm verið notaður til að auka kaupmátt ráð- stöfunartekna almenn- ings í landinu. Efna- hagsbatinn hefur því skilað sér til fólksins. Á hverjum lendir halla- rekstur ríkissjóðs? Annað atriði sem nefnt er til sögunnar er skattastefna stjórn- valda. Hér er nauðsynlegt að hafa staðreyndirnar á hreinu. Eftir um- talsverðar skattahækkanir á árun- um 1988-1991 hefurtekist að halda í horfínu og vel það. Á árinu 1995 stefnir í lægstu skatttekjur ríkis- sjóðs sem hlutfall af landsfram- leiðslu síðan á árinu 1987. Það er því ekki við skattastefnu fyrrver- andi og núverandi ríkisstjómar að sakast heldur þarf að fara lengra ÍSLENSKT MÁL Þór kom að sundi einu í Hár- barðsljóðum og var illa til reika, berfættur (berbeinn) og brókalaus. Hann sá feijukarl hinum megin við sundið og hélt sá feijunni að landinu. Þór spurði hann hver ætti farkostinn. Karlinn kvað: „Hildólfur sá heitir, er mig halda bað, rekkur inn ráðsvinni, er býr í Ráðseyjarsundi; bað-at hann hlennimenn flytja eða hrossaþjófa, góða eina og þá, er eg görva kunna; segðu til nafns þíns, ef þú vilt um sundið fara!“ At aftan í sögninni að biðja er neitunarviðskeyti, en hlennimenn eru þjófar eða ræningjar. Feiju- karlinn átti aðeins að flytja góða menn og þá sem hann þekkti vel. Orðið hlenni er nú úrelt bg kannski bættur skaðinn. Hlenni var mannsnafn og má vera af sömu rót og samnafnið, en þó er það ekki víst. Snemma hafa menn þó talið vissara að nefna syni sína ekki svo. Samnafnið hlenni stendur ekki á berangri í orðliði. Til var sögnin að hlanna sem merkti að stela, og margt má sjá skyldra orða í fomum germönskum málum öðr- um en íslensku. Best er að fara 'ekki of geyst í þau efni, en þó mætti jafnvel láta sér detta í hug að þetta væri alit saman skylt gotnesku sögninni hlifan. Hún merkti að stela og fór eftir fimmtu röð, á sama hátt og gefa í ís- lensku. Ef við ættum þessa sögn, væri hún trúlega hlefa-hlaf-hláf- um-hlefinn. En það er nú ekki því að heilsa. ★ Umsjónarmaður birtir með þökkum svofellt bréf frá próf. Þor- steini Sæmundssyni: vKæri Gísli. I þætti þínum um íslenskt mál 24. júní kemur fyrir orðið „glóp- traustur". Er það í bréfi frá Baldri Ingólfssyni, sem segir að Örnólfur Umsjónarmaður Gísli Jónsson 812. þáttur Thorlacius hafí kennt sér orðið og muni það vera þýðing Örnólfs á enska orðinu „foolproof. Þótt Örnólfur sé snjall þýðandi er þessi orðmynd ekki frá honum komin. Heiðurinn á Jón heitinn Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, fyrrum skrif- stofustjóri Alþingis. Það mun hafa verið kringum 1935, að Jón setti saman þetta hnyttna orð, „glóp- traustur". Var það að beiðni föður míns, sem var að leita að þýðingu á hinu enska hugtaki. Ég Iærði orðið löngu síðar og sagði ýmsum frá, þar á meðal Ornólfí frænda mínum. En af einhverri ástæðu hefur þetta ágæta nýyrði ekki náð þeirri útbreiðslu sem það á skilið. Með bestu kveðju." ★ Guðjóni J. Björnssyni á Akur- eyri leiðist að vonum misnotkun þess orðtaks sem hér fer á eftir. Að taka eitthvað traustataki merkir naumast það sama og stela. í Árnapostillu (OM) er þetta með þeim fyrirvara sem nauðsynlegur er, það er taka eitthvað „án þess að eigandinn hafi leyft það (en í þeirri trú að hann hefði leyft það)“. Umsjónarmaður feitletrar hinn nauðsynlega fyrirvara. Hann er einnig fram tekinn í bók próf. Jóns G. Friðjónssonar, Mergur málsins. Ég efast um að Frans- mennirnir hafí tekið skútuna í Reykjavíkurhöfn traustataki. Það er vafalaust ekki rangt að tala um að „slátra" fískum. En umsjónarmanni fínnst þetta hvim- leitt og að minnsta kosti ofnotað. Þarna mætti gjarna nota sagnir eins og farga og lóga, sbr. út- varpsfréttir og baksíðu þessa blaðs 28. ágúst. Þar var talað um að lóga eldisfiskum. ★ Örn Vilhelm Ragnarsson, braut- ryðjandi frá Staðarhóli, tjáði mér það sem hér fer á eftir í ágripi: Lítill bátur var horfínn og hafði ekki til hans spurst klukkutímum saman. Bæði Örn og aðrir höfðu af þessu áhyggjur og töluðu um. Sveinbarn var hjá Erni og sagði: „Nú, höfðu ekki mennimir róur?“ Sveininum var sagt að þeir hefðu engin matvæli. Hann gegndi því til, að hann hefði ekki meint mat, heldur róur til að róa með. Svona geta börn komist að orði, er þetta áþekkt því, þegar fullorð- ið fólk talar um að „funda“ o.s.frv. Ekki er hægt að fínna því stað í uppranaorðabókum, að sögnin að róa sé skyld orðinu ár. Sumir krakkar nefna árar spaða. Annar Örn (Aquila) Snorrason kenndi oft í vísum. Hann kvað: Framsðguháttur er fullyrðing bein, finna skal nafnhátt með merkinu að. Boðháttarskömmin er skipunin hrein. „Skældu ekki, krakki, og mundu nú það!“ ★ Vilfríður vestan kvað. „Ekki taka tvær í einu,“ segir læknirinn. „Tama var skrýtin þula,“ segir faðir minn, „oft tók ég tvær í einu, það er tæru á og hreinu." „Já, en þetta eru verlq'apiOur, pabbi minn.“ Aðsent (úr ýmsum áttum). 1) Geld þolmynd. „Þegar tekið er þátt (auk. hér) í svona keppni er alltaf sá mögu- leiki að vinna." Þetta telst og varla til stórtíðina. 2) Jafnvel þorskhausar eru feigir. „Einn sagðist hafa fengið blóðg- aðan físk í botnvörpuna og annar sagðist hafa fengið fullt af dauðum þorskhausum." 3) Þyrfti að gera fokhelt. „Vegagerðarmenn eiga auðvelt að fylgjast með foki úr áhaldahúsi Vegagerðarinnar í vík.“ 4) Vonandi með Janusarhöf- uð. „Greitt fyrir hvern kjamma af hringormanefnd." Auk þess teygir Fróðárselur höfuðið hátt upp úr eldgrófinni: „Ákveðið hefur verið að reisa vatnsverksmiðju til vatnsfram- leiðslu í Vatnsmýrinni." Hvar er Kjartan? Konur og börn í neyð Við erum aílögrifær Vilborg Lofts Friðrik Sophusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.