Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAK Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KONUR OG BORN ÍNEYÐ HILDARLEIKURINN í fyrrum Júgóslavíu og hörmung- arnar sem honum fylgja eru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um heim allan. Það gleymist þó stundum að einn er sá aðili, sem starfar að baki víglínu allra deiluaðila, í Bosníu, Króatíu og Serbíu; Rauði krossinn. Hundruð þús- unda manna í fyrrum Júgóslavíu hafa notið aðstoðar hans, ekki sízt konur og börn í sárri neyð. Þriðjungur af veltu þessarar öflugu hreyfingar gengur til þessa hjálparstarfs. Hún hefur haldið meir en 300 sjúkrahúsum og heilsugæzlu- stöðvum á þessum slóðum gangandi með því að útvega nauð- synleg lyf og sjúkragögn. Rauði kross íslands leitar nú liðsinnis landsmanna til að styrkja þetta mikilvæga hjálparstarf. Sjálfboðaliðar RKI ganga í hús um allt land á morgun, sunnudag, og leita eft- ir framlögum þínum, lesandi góður, til stuðnings konum og börnum í neyð í fyrrum Júgóslavíu og fjallahéruðum Víet- nams, þar sem markmiðið er að draga úr barnadauða og bæta heilsugæzlu. Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, segir hér í blaðinu í gær: „Rauði kross íslands hvetur landsmenn alla til að taka vel á móti sjálfboðaliðum Rauða kross ís- lands.“ Og Vilborg Lofts, gjaldkeri samtakanna, segir hér í blaðinu í dag: „Það er siðferðileg skylda okkar að reyna að lina þjáningar þessa fólks sem nú hrekst áttslaust frá einni víglínu til annnarrar. Við getum rétt því hjálparhönd og við eigum að gera það. Við erum aflögufær.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð. Það hvetur alla lands- menn til liðsinnis við Rauða krossinn með því að leggja sitt af mörkum til söfnunar fyrir konur og börn í sárri neyð. OFFJÁRFESTING í S JÚKRAHÚ SUM ÞAÐ ER alvarlegt umhugsunarefni, að á sama tíma og sjúkradeildum er lokað og Qárframlög til reksturs sjúkrahúsa skert, blasir við gífurleg offjárfesting í sjúkrahús- um víða um land. í fréttskýringu, sem birtist hér í blaðinu í gær, eru rakin fjölmörg dæmi um að sjúkrahús hafi verið byggð langt umfram þarfir. A Seyðisfirði var byggt sjúkrahús með 26 rúmum. í skýrslu svonefndrar sjúkrahúsnefndar, sem tekin var saman fyrir tveimur árum, kom fram sú skoðun, að á Seyðisfirði hefði dugað að sjá fyrir einu almennu sjúkrarúmi, sex hjúkrunar- rúmum og fjórum dvalarrúmum. Myndarlegt sjúkrahús var byggt í Stykkishólmi en í ljós kemur, að aðeins 25% sjúkl- inga á Snæfellsnesi og í Stykkishólmi leita til þess sjúkra- húss, en 56% af öllum sjúklingum á þessu svæði fara til Reykjavíkur. I nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram, að lang- legusjúklingar eru 80% af öllum sjúklingum, sem dvelja á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, á Húsavík er þetta hlutfall 76% og í Vestmannaeyjum 44%. Sjúkrahús eru mun dýrari í rekstri en hjúkrunarheimili eða elliheimili. Kostnaður við eitt sjúkra- rúm á sjúkrahúsi er 7 milljónir króna á ári en við hjúkrunar- rúm 2 milljónir og við dvalarrúm 1 milljón króna. Ætla mætti að sú vitleysa sem hér hefur viðgengizt ætti að verða víti til varnaðar. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft að koma á meiri sérhæfingu á milli sjúkrahúsa og flytja sjúklinga til hinna sérhæfðu spítala. Um þá hugmynd sagði Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir í samtali við Morg- unblaðið: „Við höfum rætt þessa hugmynd við sérfræðinga. Við héldum fund með beinasérfræðingum og þvagfærasér- fræðingum og þeir töldu þetta vera erfitt í framkvæmd. Öll aðstaða úti á landi er verri. Þar er ekki sérhæft starfsfólk, sem læknarnir þurfa á að halda. Það er því ekki nóg að flytja skurðlækninn út á land. Með honum þurfa að fara svæfinga- læknar og skurðstofulið. Auk þess þarf að flytja með ýmis tæki, sem ekki er auðvelt að flytja á milli. Sérfræðingarnir sögðu á fundinum að það væri vitlaust að loka sjúkrahúsum í Reykjavík og senda lækna og sjúklinga út á land, þar sem aðstaðan er verri.“ Þetta er áreiðanlega rétt. Þessar hugmyndir eru tóm vit- leysa. Það er hagsmunapotið á milli kjördæma, sem hefur leitt til þeirrar óábyrgu meðferðar á fjármunum, sem sjá má í byggingu óþarfa sjúkrahúsa víða um land. Stjórnmálamenn- irnir bera beina ábyrgð á þessu. Þeir geta ekki leyft sér að halda áfram á þessari braut. Nú er ekkert annað að gera en draga saman seglin, hætta sjúkrahúsarekstri, þar sem hann er óþarfur en beina þeim fjármunum, sem til eru til þeirra sjúkrahúsa, sem bezt geta sinnt þörfum fólks. VAIMDI SAUÐFJÁRRÆKTARINNAR Kvótakerfi afnumið og verðlagning gefin fijáls Samkvæmt drögnm að nýjum búvörusamningi verður kvótakerfí í sauðfjárrækt afnumið og verðlagning á kindakjöti gefín frjáls. Jafnframt er stefnt að því að fækka búum og stuðla að því að þau stækki. Egill Ólafsson skoðaði drögin í ljósi þeirra breytinga sem hafa orðið í sauð- fjárrækt á síðustu árum. LANGVARANDI samdrátt- ur í neyslu kindakjöts hef- ur neytt sauðfjárbændur til að breyta um stefnu. Bændur virðast hafa komist að þeirri hiðurstöðu að kvótakerfið og opinber verðlagning á kindakjöti hafi leitt þá út í öngstræti. Drög að nýjum búvörusamningi gera ráð fyrir að kvótakerfi í sauðfjárrækt verði afnumið og opinberri verð- lagningu kjötsins verði hætt árið 1998. Beingreiðslum til bænda verður hins vegar haldið áfram. Samkvæmt núgildandi búvöru- samningi eru framleiðslu sauð- fjárafurða settar þröngar skorður. Allir bændur fá úthlutað svokölluðu greiðslumarki, þ.e. kvóta. Greiðslu- markið er miðað við framleiðslu bænda á tilteknu tímabili áður en kvótakerfinu var komið á fót. Heild- argreiðslumarkið er miðað við neyslu innanlands. Samkvæmt samningnum á að ákveða heildar- greiðslumark fyrir hvert ár á haust- in og skal þá taka tillit til sölu síð- ustu mánuðina á undan og birgða- stöðu. Birgðir eiga ekki að vera meiri en sem nemur sex vikna sölu, en miðað við núverandi neyslu er það um 800 tonn. Með núgildandi búvörusamningi, sem tók gildi árið 1992, var gerð sú breyting að niðurgreiðslum á búvörum var hætt en teknar voru upp beinar greiðslur til bænda. í dag greiðir ríkið 50% af því verði sem sauðfjárbændur fá fyrir fram- leiðslu sína, samtals 1.627 milljónir. Þessar greiðslur eru tengdar framleiðslunni þannig að þær skerðast ef bændur framleiða ekki 80% af sínu greiðslumarki. Bændur framleiða meira af lambakjöti en selst á innanlandsmarkaði og þar með meira en heildarkvótinn (heild- argreiðslumarkið) segir til um. Bændur verða sjálfir að sjá um að selja þetta kjöt úr landi og það hafa þeir gert með því að taka það inn á svokallaða umsýslusamninga. Ekki eru greiddar neinar bein- greiðslur fyrir þetta kjöt. Stöðugur sölusamdráttur Sala á lambakjöti á innanlands- markaði hefur minnkað ár frá ári. Á árunum 1982 og 1983 seldust tæplega 11 þúsund tonn af lamba- kjöti á innanlandsmarkaði, en núna nemur salan um 7 þúsund tonnum. Þegar búvörusamningurinn var gerður gerðu höfundar hans sér grein fyrir að sala kynni að halda Ærgildi >1.101 Stærðardreifing búa 1994/95 Stærðin er miðuð við greiðslumark umreiknað i ærgildi Framleiðsia og neysia kindakjöts 1990-1994 r Framleiðsla 10 ÞúS. tonn--------- r- Innanlandsneysla 1992 1993 1994 Áætl.'95 Bú með framleiðslurétt 1991-95 2.200 600 Fjöldibúa 1991- 1992 1992- 1993 1993- 1994 1994- 1995 Utlit erfyrir að fram- leiðsla á kindakjöti aukist í ár áfram að minnka, en hann er þó byggður á þeirri forsendu að sölu- samdrátturinn yrði ekki verulegur. Við upphaf samningsins var heild- argreiðslumarkið 8.600 tonn. Árið eftir lækkaði greiðslumarkið niður í 8.000 tonn og í ár er greiðslumark- ið 7.200 tonn. Sölusamdráttur á kindakjöti hefur haldið áfram á þessu ári og nú eru til í landinu um 2.000 tonn af kjöti, sem sam- svarar 3-4 mánaða neyslu. Miðað við núgildandi samning hefði þurft að skerða greiðslumark um allt að 17%. Stöðug skerðing á greiðslumarki hefur leitt til þess að búin hafa minnkað ár frá ári og þar með tekj- ur bænda. í dag eru 88% af öllum hreinum sauðfjárbúum undir 300 ærgildum. Svo lítil bú leiða til þess að framleiðslan er óhagkvæm og mun dýrari en hún þyrfti annars að vera. Við endurskoðun búvöru- samningsins hafa flestir talið að ekki sé hægt að skera framleiðsluna meira flatt niður eins og gert hefur verið. Búin verði að fá að stækka á ný, en það þýðir jafnframt að þeim verður að fækka. Þess má geta að undanfarin ár hefur allt önnur þróun átt sér stað í mjólkurframleiðsl- unni. Þar hafa búin verið að stækka. Kvótakerfið afnumið Þær tillögur sem nú hafa verið lagðar fram gera ráð fyrir að kvóta- kerfi í kindakjötsframleiðslu verði afnumið. Áfram verða þó greiddar beingreiðslur með svipuðum hætti og verið hefur. Þetta þýðir með öðrum orðum að bændur fá greiðsl- ur frá ríkinu upp að ákveðnu marki, en þeir mega aftur á móti framleiða eins mikið af kjöti og þeir vilja. Beingreiðslurnar verða framleiðslu- tengdar þannig að menn fá þær ekki nema að framleiða eitthvert kjöt. Samningsdrögin gera ráð fyrir að svokallað „Markaðsráð bænda“ áætli i upphafí hvers verðlagsárs hvað mikið magn á að reyna að selja á innanlandsmarkaði. Það kjöt sem framleitt er umfram það verð- ur selt út og taka bændur sameigin- lega ábyrgð á því. í dag fá bændur um 400 krónur fyrir kílóið af lamba- kjöti á innanlandsmarkaði, en út- flutningurinn gefur þeim ekki nema 110-115 krónur á kíló. Verð fyrir útflutt kjöt hefur farið lækkandi. í fyrra var það t.d. um 150 krónur. Jón Erlingur Jónasson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, sagði að þessi breyting ætti t.d. að leiða til þess að bændur sæju sér hag í að senda alla gripi í sláturhús og að minna yrði um heimaslátrun, sem margir telja að hafí verið mjög mikil. Verðlagning frjáls 1998 Önnur meginbreyting sem stefnt er að því að gera með búvörusamn- ingnum er að gefa verðlagningu á kindakjöti fijálsa. Sumir bændur hafa verið hikandi við að stíga þetta skref ekki síst vegna þess að fram- leiðslan á kjötinu er miklu meiri en eftirspurnin. Þess vegna er gert ráð fyrir aðlögunartíma og að frjáls verðlagning taki gildi árið 1998, að því tilskildu að þá hafi skapast jafnvægi á kjötmarkaðinum. í dag er verð á kindakjöti ákveð- ið af fimmmannanefnd og sex- mannanefnd, sem í sitja fulltrúar bænda, neytenda, sláturleyfishafa og stjórnvalda. Svo á að heita að opinber verðlagning sé einnig á nautakjöti, en í reynd hefur nauta- kjötsverð sveiflast eftir markaðsað- stæðum. Verðlagning á öðru kjöti í landinu er fijáls. Eins og gefur að skilja er kinda- kjötið í ákaflega erfiðri sam- keppnisstöðu þegar það er eina kjöttegundin sem er með opinbera verðlagningu. Aðrir kjötframleið- endur geta verið með tilboð á ákveðnum tímum t.d. fyrir jól og páska og verðlagt sig út frá þeirri staðreynd að verð á kindakjöti er fast. Við þessar aðstæður er staða kindakjötsins til að bregðast við breytilegum aðstæðum á kjötmark- aðinum mjög þröng. Þessi opinbera verðlagning á kindakjöti telja margir að sé ein af skýringum á því að neysla á kindakjöti hefur dregist stöðugt saman. Stefnt að stækkun sauðfjárbúa í drögum að nýjum búvörusamn- ingi er stefnt að því að fækka fram- leiðendum. Þetta er gert með tilboð- um til bænda um aðstoð ef þeir skuldbinda sig til að hætta búskap. Rætt er um að greiða bændum sér- staklega fyrir hveija kind sem þeir farga og bjóða þeim, sem hætta búskap, óskertar beingreiðslur í tvö ár. Margir hafa efasemdir um að þessi leið skili nokkrum árangri, ekki síst í ljósi þess að bændur eiga í dag kost á því að selja sinn fram- leiðslurétt. Áhugi bænda á að nýta sér þennan kost virðist ekki vera mikill. Skýringin á því er kannski ekki síst sú að meirihluti sauðfjár- bænda eru eldri menn sem hafa stundað búskap alla sína ævi. Þeir hafa hvorki menntun eða starfsreynslu í öðrum at- vinnugreinum. Möguleik- ar manna, sem orðnir eru fimmtugir eða sextugir til að fá aðra vinnu, eru held- ekki mjög góðir. ur Tregða bænda við að yfir- gefa atvinnugreinina er þess vegna mikil þrátt fyrir lélega afkomu. Þá gera samningsdrögin ráð fyr- ir að beingreiðslur verði ekki greiddar til bænda sem eru orðnir 70 ára. Bændum sem orðnir eru 67 ára eru gerð sérstök tilboð um að hætta. Rökin fyrir þessari breyt- ingu er að gamlir bændur fái elli- laun frá ríkinu og því þurfi þeir síður á beingreiðslum að halda. Bændur 70 ára og eldri framleiða um 500 tonn af kindakjöti á ári og bændur á aldrinum 67-70 ára fram- leiða önnur 500 tonn. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagðist ekki gera ráð fyrir að þessi 70 ára regla muni leiða til mikillar framleiðsluminnk- unar. í mörgum tilfellum stæðu yngri menn undir búskapnum þó að framleiðslurétturinn væri skráð- ur á þessa fullorðnu menn. Hann sagðist gera ráð fyrir að ef þessi regla yrði sett myndi framleiðslan í mörgum tilfellum verða skráð á yngri aðila. Samningsdrögin gera ráð fyrir að þeir sem verða áfram í búskap fái úthlutað framleiðslu- rétti þeirra sem hætta framleiðslu á þann hátt að stærri búin fái meira en þau minni. í samninganefndinni hefur talsvert verið rætt um að skerða alla framleiðendur að ákveðnu marki og endurúthluta framleiðslurétti með það að mark- miði að stækka stóru búin en minnka litlu búin. Þessi hugmynd hefur mætt mikilli andstöðu meðal bænda og hafa samningamenn bænda í búvörusamninganefnd enn sem komið er ekki samþykkt þessa leið. Sumir hafa efasemdir um að þessi eignatilfærsla standist lög. Samkvæmt gildandi lögum eiga sláturleyfishafar að greiða bændum fyrir framleiðslu sína fyrir 15. des- ember ár hvert. Rætt hefur verið um að breyta þessu og að það verði á valdi hvers bónda og sláturleyfís- hafa að gera samning um greiðslu- kjör og greiðslufyrirkomulag. Ekki hefur verið gengið frá sam- komulagi um vaxta- og geymslu- kostnað, en fulltrúar bænda í nefndinni hafa óskað eftir því að fyrirkomulagið verði óbreytt. Kostnaðurinn enn óljós Ekki liggur fyrir hvað þessi pakki allur kemur til með að kosta ríkið. Á síðasta ári nam heildarstuðningur ríkisins við sauðfjárbændur um 2,7 milljörðum. Fulltrúar bænda hafa óskað eftir óbreyttum stuðningi á næsta ári, en samningamenn ríkisins hafa ekki svarað því enn hvað ríkið er tilbúið til að leggja mikla fjár- muni til þessara mála. Ein af ástæðunum fyrir því að ekki hefur tekist að ljúka málinu er sú að engin lausn hefur enn fundist á því hvað á að gera við þau 2.000 tonn af kindakjöti sem til eru í land- inu nú við upphaf sláturtíðar. Full- trúar bænda hafa lagt mikla áherslu á að reynt verði að flytja 1.000- 1.500 tonn út til að jafnvægi ríki á innanlandsmarkaði. Hvert þetta kjöt gæti farið liggur ekki fyrir. Kostnað- urinn við að flytja kjötið út hleypur á hundruðum milljóna. Bændur telja sig ekki hafa bolmagn til að flytja kjötið út án stuðnings frá ríkinu. Miklar birgðir kindakjöts snerta einnig sláturleyfishafa sem margir hveijir geta í reynd ekki hafið slátr- un í haust vegna þess að þeir eiga svo mikið af birgðum fyrir. Á birgð- unum hvíla afurðalán sem gjaldfalla i haust. Bændur telja mikla þörf á hagræðingu í slátrun sauðfjár og innan búvörusamninganefndir gætir þess sjónarmiðs að rétt sé að nota birgðavandann til að neyða slátur- húsin til að hagræða hjá sér. Slík hagræðing getur í reynd ekki gerst á annan hátt en með sameiningu sláturhúsa. Er birgðavandinn 4.000 tonn? Offramleiðsla hefur verið í sauð- fjárframleiðslu á íslandi í yfir 20 ár. Búið er að gera nokkrar tilraunir til að leysa vandamálið og skapa bændum umhverfí, sem gerir þeim fært að lifa við sæmileg kjör. Þær hafa að verulegu leyti Verðákjötiá erlendum mörkuðum hefur verið að lækka mistekist ekki síst vegna þess að menn hafa alltaf verið að burðast með gamlan birgðavanda. Nú þegar sláturtíð er að hefjast eni til um 2.000 tonn af kindakjöti frá fyrra hausti. Halldór Gunnars- son, fulltrúi í Framleiðsluráði land- búnaðarins, segir að birgðavandinn sé í raun mun stærri en þessi tala gefur til kynna. Hann bendir á að samkvæmt spá Framleiðsluráðs sé gert ráð fyrir að 9.100 tonn af kindakjöti verði afsett í haust, en það er um 400 tonnum meira en slátrað var í fyrrahaust. Ef margir bændur taki tilboðum um að hætta búskap verði birgðavandinn enn meiri. Halldór segir að birgðavand inn sé því ekki 2.000 tonn heldur 4.000-5.000 tonn. Blýantur og yddari, strokleður og stílabók Skólamir em að hefja starfsemi á ný, eftir sumarfrí. Nemendur eru á öllum aldri, þeir yngstu fara í sex ára bekki. María Hrönn Gunnars- dóttir kynnti sér ýmis- legt sem lýtur að byrjun skólaársins. BÖRN fædd árið 1989 eru héðan i frá ekki lengur smábörn heldur skólabörn. í næstu viku raða þau nýj- um ritföngum, blýanti, strokleðri, yddara og stílabók, vandlega í ný- keypta skólatösku sem þau setja síðan stolt á bakið. Svo er haldið af stað, fyrst í fylgd með foreldri sem sýnir barninu stystu og öruggustu leiðina í skólann. Innan fárra daga hættir barnið svo að smeygja litlum lófanum í stóra hendi pabba eða mömmu og vísast tekur hjartað kipp í mörgu bijóstinu, bæði af kvíða og tilhlökk- un, á þessum merku tímamótum í lífi barnanna og foreldra þeirra. Um fíörutíu og tvö þúsund böm á grunnskólaaldri setjast á skólabekk í haust. Kennsla hefst víðast hvar sam- kvæmt stundaskrá á mánudag, að minnsta kosti í þeim skólum þar sem skólaárið er níu mánuðir. Á lands- byggðinni er hins vegar nokkuð um að skólaárið sé ekki nema átta til átta og hálfur mánuður og eru íslend- ingar eina þjóðin í Evrópu fyrir utan Tyrki sem heimila skerta skólagöngu. Samkvæmt grunnskólalögum éiga öll börn rétt á kennslu í níu mánuði á hveiju skólaári en þegar fyrstu fræðslulögin voru sett snemma á öld- inni var sett inn ákvæði þar sem heim- ilt var að veita bömum landsins mi- slanga skólagöngu. Ákvæðið hefur fengið að halda sér í gegnum tíðina en á síðari árum hefur andstaða skólamanna við skerta skólagöngu aukist og hefur níu mánaða skólum því fjölgað hægt og sígandi. Nú búa milli 10 og 15 prósent íslenskra barna við skerta skólagöngu. Samkvæmt grunnskólalögum skal kennsla í opinberum grunnskólum vera nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefía þá eða for- ráðamenn þeirra um greiðslu fyrir námsgögn, kennslu og annað efni sem þeim er skylt að nota. Námsgögnun- um er dreift til nemenda fyrir tilstuðl- an Námsgagnastofnunar og er hver bók notuð ár eftir ár á meðan hún úreldist ekki. Foreldrar barnanna standa sjálfir straum af kostnaði vegna stílabóka og annarra ritfanga og að sögn starfsmanns í bókabúð í Reykjavík er algengt að börnin kaupi ritföng fyrir 800-1.500 krónur. Skiptibækur sífellt vinsælli Nokkuð annað er uppi á teningnum þegar að skólagöngu í framhaldsskóla kemur. Það er reyndar nokkuð mis- munandi eftir framhaldsskólum hversu mikið nemendurnir þurfa að kaupa af skólabókum en fólk sem til þekkir slær á að þær geti kostað sam- tals upp undir þijátíu þúsund krónur, ef eingöngu eru keyptar nýjar bækur. Fyrir tólf árum reið Bókaverslunin Penninn á vaðið og opnaði fyrsta skiptibókamarkaðinn. Þangað koma unglingamir með notaðar skólabækur sínar og selja á verði sem er 45% af því sem samsvarandi nýjar bækur kosta. Skiptibækurnar eru síðan seld- ar aftur á 65-70% af verði nýju bók- anna. Skiptibókamarkaðimir eru settir upp í bókabúðum í skamman tíma á hveiju hausti og verða þeir æ vin- sælli að sögn starfsfólks bókabúða. Þá fari nemendur sífellt betur með bækurnar þar sem þeir ætli sér að selja þær þegar þeir hafí ekki not fyrir þær lengur. Mjög mikið hefur verið að gera á mörkuðunum nú í haust og langar biðraðir myndast við hvern búðarkassa. Þrettán þúsund framhaldsskólanemendur Á hveiju hausti senda skólastjórar allra skóla upplýsingar um nemenda- fjölda til nemendaskrár Hagstofu ís- lands. Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir enn en áætlað er að í vetur stundi u.þ.b. 13.000 nemendur nám við al- menna framhaldsskóla á landinu öllu. Flestir nemendurnir sækja Fjöl- brautaskólann i Breiðholti eða um fimmtán hundruð. í Verkmenntaskólanum á Akureyri ganga tæplega 1.000 nemendur og í Verslunarskóla íslands og í Mennta- ** skólanum í Reykjavík eru um 900 nemendur í hvorum skóla. Farskólar víða um landið Auk þessara stóru skóla er starf- andi fíöldi framhaldskóla víðs vegar um landið og þannig gefst sífellt fleir- um kostur á að stunda almennt fram- haldsskólanám í heimabyggð sinni. Auk þess eru starfræktir farskólar í tengslum við marga framhaldsskól- ana og hafa þeir það hlutverk að annast námskeiðahald, oft í nánu sambandi við atvinnulíf viðkomandi héraða. Morgunblaðið/RAX Nýkomin frá Spáni ELÍN Knudsen er að fara á fjórða og síðasta námsárið sitt í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hún er nýkomin úr útskriftarferð stúd- entsefna en þau fóru til Benidorm á Spáni þar sem þau sleiktu sól- skinið og skemmtu sér saman. „Það var nijög gaman í ferð- inni,“ segir Elín og bætir við að það sé sniðugt að fara í út- skriftarferðina áður en nám í sjötta bekk hefjist því um vorið fari krakkarnir í allar áttir. Þeg- ar farið sé að hausti þjappist hópurinn hins vegar saman. Elín er á náttúrufræðibraut 1. Hún segist vera að hugsa um að leggja læknisfræðina fyrir sig því hún hafi, að minnsti kosti eins og stendur, mikinn áhuga á geð- læknisfræði. ”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.