Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 29 Það er ýmis- legt hægt! KJARTAN Magnús- son, blaðamaður á Morgxinblaðinu, svarar í grein síðastliðinn laugardag gagnrýni minni á fréttaflutning hans af þingi Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna. Hann lít- ur svo á að aðild að Evrópusambandinu hafi verið hafnað af ungu sjálfstæðisfólki á þinginu. Einstök túlkun Það sem gerir Kjart- an svo vissan í sinni sök er setning í ályktuninni er hljóðar þannig „Hægt er að úti- loka aðild að ESB“ og kom í staðinn fyrir „Ekki er hægt að útiloka aðild að ESB“. Hann er þó ekki vissari en svo að hann segir „fullyrða má að þingfulltrúar skildu breytingartil- löguna ALMENNT (let.br. höf.) á þá leið að henni væri ætlað að koma á framfæri andstöðu gegn hugsan- legri ESB-aðild íslendinga eða hugs- anlegri aðildarumsókn eftir ríkjaráð- stefnuna 1996“. Seinna í sömu svar- grein segir Kjartan að ungt sjálf- stæðisfólk hafi ekki verið að hafna aðild um alla framtíð. Eftir stendur að Kjartan telur að þingfulltrúar hafi „almennt" verið að hafna aðildarumsókn eftir ríkja- ráðstefnuna sem hefst 1996 (sem enginn veit hvenaer lýkur eða hvert alþjóðaumhverfi íslands verður á þeim tíma), en ekki um alla fram- tíð??? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki túlkun Kjartans og átta mig ekki á þessu útilokunartímabili hans, sem er einhvern tímann á milli loka ríkjaráðstefnunnar og framtíðarinnar. Þetta er engu að síður mjög at- hyglisverð túlkun hjá Kjartani, en ég held að flestir geri sér grein fýr- ir því að þessi túlkun nær langt út fyrir alla þjófabálka. Aðalatriðið er að Kjartan getur engan veginn túlk- að ályktunina á þann hátt að ungt sjálfstæðisfólk hafi hafnað aðild að ESB. Það væri þó fróðlegt að vita hvort fréttaflutningur Morgunblaðsins hefði verið á þá leið að ungt sjálfstæðisfólk hefði samþykkt aðild að ESB, ef setningin „Ekki er hægt að hafna aðild að ESB“ hefði fengið að standa. Spurningin hlýtur að vera þessi: Ef andstæð- ingar ESB vildu koma andstöðu sinni við hugsanlega ESB-aðild eftir ríkjaráðstefnuna á framfæri, eins og Kjart- Jóhanna an, kýs að túlka j?eirra Vilhjálmsdóttir sjonarm.ð, af hverju sogðu þeir það ekki skýrt og skorinort? Gabb ársins? Það kemur hvergi fram skýr neit- un á þeim möguleika að einhvern tímann í framtíðinni muni ísland sækja um aðild að ESB enda væri það ekki í anda ungs sjálfstæðisfólks að hafna einhverjum möguleika í framtíðinni sem engan veginn er skýr á þessu augnabliki hver er. Ég held að það sé rétt hjá Kjartani að þingfulltrúar hafi látið gabba sig, a.m.k. sá hluti er hélt að hann væri að greiða atkvæði gegn aðild. Ályktunin felur ekki í sér höfnun á aðild að ESB, segir Jóhanna Vilhjálmsdóttír, sem hér fjallar um samþykkt á SUS-þingi. Hægt er... Það er jafnframt rétt hjá Kjartani að ályktunin er tvíátta eða sá hluti hennar sem fjallar um ESB og hugs- anlega aðild. Breytingartillagan sem samþykkt var og byrjar á „hægt er...“ segir okkur ekkert annað en það, að sá möguleiki er fyrir hendi að hafna aðild, senda ekki inn um- sókn um aðild, eða þá að fara ein- hveija aðra leið eins og þá að sækja um aðild. Það sem felst í orðalaginu „hægt er“ er nefnilega það að ýms- ar leiðir eru mögulegar; þar er hvorki verið að hafna né játa einu eða neinu. í lokin vil ég síðan birta kaflann um ísland og ESB í ályktun SUS um utanríkismál, eins og hann var afgreiddur eftir breytinguna, svo það fari ekki á milli mála um hvað er rætt. Kaflinn um ísland og ESB í ályktun SUS um utanríkismál Hægt er að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu. Út frá sjón- armiði ungs sjálfstæðisfólks verður ekki horft fram hjá því að mikillar miðstýringar og forsjárhyggju gætir í sambandinu. Slíkt kemur m.a. fram í sameiginlegum félagsmálasátt- mála, sameiginlegri landbúnað- arstefnu og þróun í þá átt að auka vald stofnana ESB á kostnað aðild- | arríkjanna. Stærsti einstaki gallinn hlýtur þó að vera sameiginleg sjáv- arútvegsstefna sambandsins, sem er nokkuð sem íslendingar geta ekki sætt sig við að mati ungs sjálfstæðis- fólks. Ungt sjálfstæðisfólk telur þó að kostir ESB eins og það er í dag liggi í því að hjá sambandinu er mjög skilvirkur innri markaður, með virkri samkeppni, sem er besta leiðin til að tryggja hag neytenda. Viðskipta- hagsmunir íslands liggja að mestu leyti í Evrópusambandinu, þannig að þeir hagsmuair yrðu vel tryggðir innan þess. Ungt sjálfstæðisfólk telur að raunsætt mat verði ekki lagt á kosti og galla aðildar íslands að Evrópu- sambandinu fyrr en að ríkjaráðstefn- unni lokinni. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld láti þegar í stað gera út- tekt á því hvaða kostir og gallar felast í aðild að Evrópusambandinu. Nauðsynlegt er að það sé gert bæði með gagnaöflun og rannsóknum ásamt því að utanríkisþjónustan vinni að því á formlegan sem og óformlegan hátt að athuga á hvaða kjörum Islandi myndi bjóðast aðild að sambandinu. Að aflokinni slíkri heimavinnu eru íslensk stjórnvöld mun betur búin að meta hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu eða hafna henni að ríkjaráðstefn- unni. Höfundur er formaður utanríkis- nefndar SUS. Skorað á hólm STEFÁN S. Guð- jónsson, sonur Guðjóns Hólm heildsala hjá John Lindsay hf. um- boðs- og heildverslun, hreytti ónotum í mig og íslensk iðnfyrirtæki í Morgunblaðsgrein 24. ágúst sl. Stefán mun vera framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann er einnig stjómarmað- ur í heildsölu föður síns, Johns Lindsay hf., sem m.a. flytur inn Toro og Thermos og sitthvað fleira. Helgi Vilhjálmsson Efni auglýsingar frá okkur í Sælgætisgerðinni Góu-Lindu virðist hafa snert talsmann heildsalanna eitthvað illa. En í þeirri auglýsingu bendum við á það að innflutningur hjálpi ekki íslenskum heimilum og hvetjum fólk til að velja íslenskt. Málsvari heildsalanna hlýtur að vita að með hvatningu til íslendinga að velja íslenskt er verið að hvetja okkur til að hjálpa okkur sjálfum í baráttunni við atvinnuleysi á íslandi í stað þess að hjálpa útlendingum við að flytja atvinnuleysi sitt út. Með því að framleiða vörur á Ís- landi aukum við atvinnu hér á landi og minnkum atvinnuleysi. Með því að flytja inn vörur frá útlöndum, sem hægt er að framleiða með jafn- góðum árangri hér á landi, aukum við atvinnuleysi á íslandi en drögum úr atvinnuleysi erlendis. Hvort skyldi standa okkur íslendingum nær? Talsmaður heildsal- anna virðist ekki vera í vafa. Hann virðist telja brýnna að leggja útlendingum lið í bar- áttu þeirra við atvinnu- leysið en lætur sig engu varða atvinnuleysi á íslandi. Þjóðlegir Iijá Lindsay Stefán Guðjónsson skilur ekki hvernig iðn- aðarvörur verða til. Hann virðsit halda að framleiðsla sem þarf að nýta erlend aðföng sé ekki íslenskur iðnaður. Þannig reyn- ir hann að gera lítið úr íslenskri sælgætisframleiðslu sem notar rús- ínur frá Kaliforníu í framleiðsluna. Stefán telur það greinilega ekki nógu þjóðlegt. Þeir eru sennilega mun þjóðlegri feðgarnir hjá Lindsey hf. Þó að Stefán átti sig ekki á því er það engu að síður svo, að flest íslensk iðnfyrirtæki flytja inn hrá- efni frá útlöndum til framleiðslunn- ar án þess það þyki neitt tiltöku- mál og án þess það skyggi á þá staðreynd að íslenskur iðnaður skapar Qórða hvert starf á íslandi. Hélt hann e.t.v. að íslenskir gos- framleiðendur notuðu íslenskan sykur í framleiðslu sína? Eða hélt hann að plastfyrirtækin kæmust Samskipti Vik- urs hf. og Reykja- víkurborgar Séð með augrim ný- kjörins stjórnarfor- manns Vikurs hf. AÐ UNDANFÖRNU hafa verið blaðaskrif um samskipti og hugsan- lega leiguskuld Vikurs hf. við Reykjavíkurborg. Hafa þessi skrif verið á mjög neikvæðum nótum fyrir Vikur hf. og gætu menn álykt- að af þeim að Vikur hf. væri ein- hver baggi á Reykjavíkurborg. Svo er nú aldeilis ekki og öðru nær, en deilt er um túlkun leigusamnings, t.d. varðandi losun húsnæðis, frá- gang fyrri rekstrarað- ila og ástand húsnæðis við afhendingu til Vik- urs hf. og fleira. Var m.a. viðtal í Morgunblaðinu, fimmtudaginn 24. ág- úst sl. við frú Ingi- björgu Sólrúnu Gísla- dóttur borgarstjóra þar sem hún segir m.a. að Vikur hf. hafi verið sagt upp leiguhúsnæði sem Reykjavíkurborg á að Köllunarklettsvegi 5 (gamla Kettsverk- smiðjan) vegna leigu- skulda og eigi Vikur að rýma húsnæðið. Vil Jóhann Helgason málið. Hins vegar tel ég ekki við hæfí að hæstvirtur borgarstjóri gefi út yfirlýsingu um að ekki hafi tek- ist að þróa og markaðssetja vörur frá Vikri hf. eins og hann gerir í fyrrnefndu viðtali í Mbl. þar sem það eru hrein ósannindi. Þessi yfir- lýsing er til þess fallin að rýra álit fyrirtækisins útávið og ekki getur það verið hlutverk eða markmið borgarstjóra. Þróunar- og markaðsstarf Vikurs hf. hefur þvert á móti gengið mjög vel og eru stórir samningar þegar í höfn um neytendavöru sem er á margföldu verði miðað við núver- andi útflutning á vikri og kállar það á aukið vinnuafl á næstunni. En húsnæðið sem málið snýst um er trú- lega lítils virði sem tekjulind fyrir borgina. Ef Vikur hf. væri ekki í húsinu yrði það rifið og gæfi engar tekjur af sér, þannig að Reykjavíkurborg er í raun ekki að fóma miklu meðan Vikur hf. greiðir allan rekstur hússins og væri sann- arlega að fórna meiri hagsmunum fyrir minni ef Vikur hf. færi Innflutt hráefni til að skapa störf á íslandi dregur, að mati Helga Vilhjálmssonar, úr at- vinnuleysi í landinu. af án innflutra hráefna í plastfram- leiðsluna? Eða hélt hann jafnvel að pappírinn sem Morgunblaðið er prentað á kæmi úr íslensku skógun- um? Maður veit auðvitað ekki hvað svona fólk heldur. 5 eða 25 störf — skiptir það máli? Að lokum þetta fyrir Stefán og aðra þá sem skilja ekki hvernig iðn- aðarframleiðsla verður til: Hjá okkur í þessu litla íslenska iðnfyrirtæki, Góu-Lindu, starfa 25 manns. Ef við flyttum allar vörur inn full unnar og stæðum ekki í neinni framleiðslu þyrftum við með sömu sölu einungis 4-5 starfsmenn. Með því töpuðust 20 störf á íslensk- um vinnumarkaði, fyrir utan öíl af- leiddu störfin úti í þjóðfélaginu. Ég skora á Stefán Guðjónsson að segja okkur að þetta skipti engu máli. Ég skora sérstaklega á hann að útskýra það fyrir þeim íslending- um sem eru án atvinnu. Höfundur er iðnrekandi. ég að Reykvíkingar og aðrir fái að heyra sjónarmið Vikurs hf. varð- andi þessi mál. Ágreiningur er við Reykjavíkur- borg um túlkun og framkvæmd leigusamnings og hefur ekki, þrátt fyrir margar tilraunir, tekist að fá Reykjavíkurborg til raunhæfra við- ræðna um eðlilegar breytingar á samningnum í ljósi reynslunnar, en við teljum óvíst hvort við skuldum Reykjavíkurborg nokkra leigu og því geti Reykjavíkurborg ekki sagt samningnum upp, hvað þá rekið okkur út á þeirri forsendu. Deilan snýst um það m.a. að við fengum hluta húsnæðisins mun seinna _og í miklu verra ástandi en nokkurn gat órað fýrir þegar skrif- að var undir leigusamninginn en fyrri rekstraraðili var í húsinu þeg- ar það var gert. Þurftum við m.a. að fjarlægja um 300 tonn af járni og tók allt hreinsunarstarfið u.þ.b. sex mánuði og kostaði okkur á sjöttu milljón. Megnið af þessu hefði Reykjavíkurborg þurft að láta vinna þótt húsið hefði verið rifið. Auk þess var kostnaður, bara við að uppfylla kröfur Rafmagns- og Vinnueftirlitsins þannig að húsið yrði nothæft (leiguhæft) u.þ.b. 5 milljónir. Þess utan þurfti Vikur hf. að kosta til á tíundu milljón til að húsnæðið nýttist starfsemi okkar. Alls eru þetta u.þ.b. 20 milljónir. Allan þennan kostnað hefur Vik- ur hf. þegar greitt en tafir á afhend- ingu húsnæðisins og þessi gífurlegi kostnaður í upphafi rekstursins hafa reynst Vikri hf. þungur baggi að bera. Okkur finnst útilokað bæði að kosta lagfæringar og hreinsun hússins til að gera það leiguhæft og borga svo líka fulla leigu. Það geti aldrei verið nema annað hvort. Á hinn bóginn stendur í leigu- samningnum að Reykjavíkurborg ætli að rífa húsið og muni því ekki annast neitt viðhald þess en okkur finnst viðhald húss eitt en kostnað- ur við að gera hús leiguhæft ann- að. Að framansögðu fínnst okkur ljóst að vafamál er hver skuldar hveijum þar til samið hefur verið um deilumál milli Vikurs og Reykja- víkurborgar og áskiljum við okkur allan rétt í þessu máli ef ekki nást samningar, en eins og fyrr segir hefur ekki enn tekist að fá Reykja- víkurborg til viðræðna. Vilji og jákvætt hugarfar borgar- yfirvalda er allt sem þarf til að leysa með starfsemi sína annað. Það sem af er þessu ári hafa að meðaltali starfað um 20 manns hjá Vikri hf. og hefur Reykjavíkurborg þess vegna miklar tekjur af starf- seminni. Áskorun Þar sem mjög illa hefur gengið að ná eyrum stjómenda borgarinnar til að fá réttláta meðferð ágrein- ingsins sem fyrr getur, ætla ég að nota þetta tækifæri til að óska sam- starfs við háttvirtan borgarstjóra, borgarfulltrúa og borgarráð og Þessi yfirlýsing er til þess að rýra álit fyrir- tækisins, segir Jóhann Helgason, og varla get- ur það verið markmið borgarstjóra. skora ég jafnframt á Atvinnumála- nefnd borgarinnar að láta málið til sín taka. Allt þetta góða fólk hefur verið kjörið til starfa fyrir Reykvík- inga og taldi ekki eftir sér að mæta á vinnustaðafundi fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar og efast ég ekki um að þau gætu séð af smástund til að kynna sér mál- efni Vikurs hf. þó að kosningar séu ekki alv§g á næsta leiti. Enda er þetta kjörið tækifæri til að sýna og sanna í verki að hástemmdu yfirlýs- ingarnar um „atvinnu fyrir alla“ og „stuðningur við atvinnuupp- byggingu í borginni“ hljómi ekki í eyrum okkar kjósenda eins og öfug- mæli. Eða skiptir atvinna fyrir 20, jafnvel 50 manns ef vel tekst til, kannski engu máli fyrir Reykjavík- urborg nú á tímum atvinnuleysis og fólksflótta úr landinu? Svar ósk- ast sem fyrst þannig að stjórn Vik- urs hf. geti lagt mat á hvort hún flytur starfsemi fyrirtækisins frá Reykjavík í annað sveitarfélag með vinsamlegra rekstrarumhverfi sem væri býsna álitlegur kostur fyrir Vikur hf., enda er okkur ókleift að starfa áfram með húsnæðismálin í uppnámi. Höfundur er Vikurs hf. stjómarformaður <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.