Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 35 að byggingu margra húsa bæði á Hellissandi og í Olafsvík en auk þess stunduðu þeir sjóinn framan af eins og faðirinn. Á sjómannadegi 1982 var Sigurður heiðraður með merki sjómannadagsins að við- stöddu fjölmenni. í nær tuttugu og fimm ár stóð Sigurður sem verk- stjóri og matsmaður við hlið hins þjóðkunna athafnamanns, Rögn- valdar Ólafssonar, forstjóra frá Brimilsvöllum, að rekstri hrað- frystihúss Hellissands og tókst þeim að drífa þetta lífsnauðsynlega fyrir- tæki áfram með góðum árangri þrátt fyrir margháttaðan vanda. Árið 1975 seldu þau Guðrún og Sigurður hús sitt á Hellissandi og fluttust til Reykjavíkur í eigið hús þar. 1986 fluttust þau að Hrafnistu er Sigurður kenndi þess sjúkdóms er leiddi hann til dauða 26. nóvem- ber 1989. Guðrún var ákaflega hjálpsöm, kærleiksrík og elskuleg kona svo sem hún átti kyn til. Þau hjón vildu hvers manns vanda leysa. Sem dæmi um hjálpsemi þeirra má nefna að Sigurður bauðst til að lána vini sínum, sem átti í fjárhagserfiðleik- um, peninga þá sem fara áttu í smíði húss þ'eirra hjóna. Þetta var mikið drengskaparbragð. Það var hamingjudagur í lífi þeirra beggja þegr þau giftust, svo farsæl reyndust þau í samstarfi. Guðrún bjó honum og börnunum þeirra kærleiksríkt, hlýtt og fagurt heimili. Auk umsjár heimilis og uppeldis barnanna hlóðust á hana ýmis störf í tengslum við atvinnu Sigurðar svo sem móttaka margra gesta og fleira, en með frábærum dugnaði og fyrirhyggju tókst Guð- rúnu að axla þá byrði og leysa hvern vanda sem að höndum bar. Með hógværð sinni mildaði Guðrún ofur- kapp bónda síns til starfa og bæði áttu þau það sameiginlega leiðar- merki sem aldrei bregst en það er ljós trúarinnar. Þangað sóttu þau styrk til að mæta og yfirstiga þá erfiðleika sem að höndum bar. Guðrún andaðist á Hrafnistu 23. ágúst. Þessi elskulega kona hefur nú flust yfir á-þroskabrautir hins eilífa lífs. Þótt fólk sem alist hefur upp á Hellrssandi hafi ekki safnað auð fjár hefur það eignast arf aldanna sem er gulli dýrmætara en það er kærleikssamband fólksins sjálfs þar sem eins gleði er allra sameign og eins sorg er allra hryggð. Þessi ald- anna arfur verður til í átökum hins viljasterka en veikbyggða manns við reginmátt og hamfarir storma og hafs. Þar hafa allir frá unga aldri fylgst með í ofvæni þegar eig- inmenn, feður, synir og bræður kepptu upp á líf og dauða, fyrir augum þeirra, að ná landi í brim- lendingum í Brekkna-, Sands- og Keflavíkurlendingum á Hellissandi. Þessi aldanna arfur hefur fylgt fólk- inu frá Hellissandi út um hinn stóra heim, hvert sem leið þeirra hefur legið. Ég votta öllum aðstandendum einlæga samúð við andlát minnar elskuðu frændkonu Guðrúnar Jón- asdóttur. Karvel Ögmundsson. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þetta er ein af mörgum bænum sem elsku amma mín kenndi mér þegar ég var lítil stúlka á Sandi. Amma var mjög trúuð kona og að við barnabörnin kynnum bænirnar okkar var mjög mikilvægt. Þegar við fengum að gista hjá ömmu og I afa í herberginu hans Magga frænda settist amma á rúmstokkinn og fór með bænirnar með okkur. Á Sandi áttu amma og afi fallegt heimili og geysilega fallegan garð. Þau voru notinvirk og voru öllum stundum í garðinum, enda fengu þau oftar enn einu sinni verðlaun fyrir fallegasta garðinn í Nes- ) hreppi. Mér er það líka í fersku | minni að þau áttu grammafón sem ■ við barnabörnin fengum stundum ' að njóta góðs af. Þá var setið flötum beinum fyrir framan fóninn og hlustað á plötur með Ellý og Vil- hjálmi Vilhjálms. Elsku amma mín, það eru marg- ar minningamar sem koma upp í hugann á stundu sem þessari. Það er ekki létt að vera í útlöndum þeg- ar þú kveður þennan heim, en ég veit að þér mun líða svo miklu bet- ur hjá Guði og afa. Blessuð sé minning þín. Sigríður Jónasdóttir. Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg, það allt er áttu’ í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað stormaher. Hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. (Björn Halldórsson þýddi.) Það var um hvítasunnuna árið 1957 sem ég hitti Guðrúnu og Sig- urð fyrst. Jónas sonur þeirra og ég höfðum þá nýlega hafið búskap saman og fyrir mig voru þetta stór skref. En kvíði var óþarfur því okk- ur var tekið svo vel að þau hjónin gengu úr rúmi fyrir okkur. Þetta voru uppgangstímar á Sandi. Já, nægur fiskur í sjónum og fullt að gera til lands og sjávar. Við settumst því að á Sandi og bjuggum fyrstu árin í kjallaranum hjá Guðrúnu og Sigurði og þar fæddust flest börnin okkar Jónasar. Gunna var alltaf svo hjartahlý og mátti engar aumur sjá, þá rétti hún hjálparhönd öllum sem henni fannst minnimáttar. Hún tók syni mínum, Vilhjálmi, ákaflega vel svo og börnum okkar Jónasar og á ég henni miklar þakkir skildar fyrir það og öll árin okkar saman, fyrst á Sandi og síðar í Reykjavík. Við vorum alltaf í kallfæri og okkur samdi ákaflega vel. Hin síðari ár voru samskiptin ekki eins mikil og ég hefði viljað, en ég fylgdist með henni og veikind- um hennar úr fjarlægð. Elsku Gunna, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem) Dóra. VALDIMAR ÞÓR KÁRASON + Valdimar Þór Kárason fæddist í Reykjavík 3. júní 1954. Hann lést á Landspítalan- um 28. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 1. september. Nú samvist þinni ég sviptur er ég sé þig aldrei meir! Astvinir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felldi tár - en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. Já sömu leið! En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf en þar mun ég eitt sinn eiga bú of ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Ég veit það ekki! - sofðu sætt! en sömu leið ég fer. (Höf. Kristján Jónsson) Með þessum línum kveðjum við samstarfsmann okkar, Valdimar Þór Kárason. Sendum innilegar samúðar- kveðjur til ættingja hans og ástvina. Elsku Diddi, megi minning þín lifa. Fyrir hönd starfsfólks Voga hf., Jóhanna Kristinsdóttir. Mig langar að minnast Valdimars Þórs Karlssonar, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Ég var svo lánsöm að kynnast Didda lítillega en samt sem áður var eins og ég hafi þekkt hann alla ævi. Það var ekki erfitt að kynnast Didda. Ég hef fáa gleðigjafa hitt eins og hann, alltaf að gera að gamni sínu eða segja sögur af einhveijum atburð- um, sem kættu mig mikið. Það var yndislegt að sjá glampann í augum hans og andlitið ljóma þegar hann var að segja mér sögur að norðan. Mikið lifandi skelfing þótti honum vænt um vinafólk sitt og umhverfið þar. Ég sé með miklum söknuði eftir góðum dreng. Kæri vinur, ég kveð þig og bið að þú farir í guðs friði. Öllum þínum nánustu votta ég samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Magga Hrönn Kjartansdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg eiginkona mín, MARÍA SVAVA JÓHANNESDÓTTIR, Kleppsvegi 96, verður jarðsungin frá Áskirkju mónu- daginn 4. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Einarsson. t Hjartanlegar þakkir fyrir mér sýnda samúð og vináttu við minningarathöfn og jarðsetningu eiginmanns míns, BJÖRNS I. GUNNLAUGSSONAR skipstjóra. Ása M. Gunnlaugsson. + Hjartkær og elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HELGA HJÁLMARSDÓTTIR, Hátúni 8, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, í dag, laugardaginn 2. september, kl. 14.00. Emil Magnússon, Magnús Emilsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Emii Sigurður Magnússon, og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRÓBJARTUR ELÍ JÓNSSON, fulltrúi, Óðinsgötu 15, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 4. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélgsins. Kristín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar móð- ur minnar, tengdamóður og ömmu okkar ÁSLAUGAR BENJAMÍNSDÓTTUR fyrrv. simavarðar hjá Reykjavíkurborg, Hjallaseli 43. Valfrfður Gísladóttir, Einar Júli'usson, Gísli Einarsson, Júli'us Karl Einarsson, Áslaug Einarsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför LILJU JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR, Bræðraborgarstíg 13, Reykjavík. Einnig eru hjúkrunarfólki á Droplaugar- stöðum færðar þakkir fyrir góða aðhlynn- ingu við hina látnu til hinstu stundar. Ólafur Jónsson, Baldur Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Sigurðsson, Anna M. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, KRISTÍNAR JÓNÍNU ÞÓRARINSDÓTTUR. Bragi Eyjólfsson, Þorsteinn Guðmundsson, Jóhanna Hjelm, Lilja Hjelm, Herbert Hjelm, Sigurjón Helgi Hjelm, Kristján Hjelm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.