Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 41
- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Útivistarskógar - útivistarperlur Frá Jónasi Guðmundssyni: Á SÍÐUSTU misserum hefur orðið merkjanleg stefnubreyting í skóg- rækt í landinu. Áður fyrr var skógur ræktaður í þeim yfirgripsmikla til- gangi að útbreiða græna litinn á landinu, og færa landið í þann búning sem Ari fróði lýsti. Áhersla var lögð á að loka skóg- lendi af frá mönnum og skepnum. Skóg- arreitir hafa nú verið flokkaðir éftir því hvaða tilgangi þeir eiga að þjóna. Nú stefna menn að upp- græðslu nytjaskóga og landgræðslu- skóga, en einnig beitarskóga og úti- vistarskóga. Ein ánægjulegasta breytingin á skógræktarstarfi hér á landi hefur orðið opnun skógarreita fyrir al- menning. Viðurkenning þess að al- menningur hafi þörf fyrir að njóta gróðurs og útivistar í skóglendi hefur orðið almennari. Skógarreitum með göngustígum og útivistaraðstöðu hefur fjölgað verulega á stuttum tíma. Um leið hefur þörfum fólks á ferðalagi og fólks sem vill njóta úti- vistar á skjólgóðum stöðum í fögru umhverfi verið sinnt. í lok sumars er ekki úr vegi að benda á þá skógarreiti sem í suamr hafa bæst í hóp aðgengilegra skóga í landinu. Hér hefur Skógrækt ríkis- Skógrækt ins lagt mest af mörkum. Hún hefur opnað lönd sín í Varmahlíð í Skaga- firði, í Haukadal í Biskupstungum og síðast en ekki síst við Hreðavatn í Norðurárdal, með nýjum göngustíg- um og leiðbeiningum til þeirra sem koma í skógana. Jafnaskarðsperlan í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn má sjá árangur af löngu starfi Skóg- ræktarinnar. I rúmlega hálfa öld hefur Skógræktin plantað á þriðja hundrað þúsund plöntum í Jafna- skarðslandi og gert tilrainir með heppilegar trjátegundir á svæðinu. Árangurinn lýsir sér í allt að sjö metra háum tijám á um 150 hektara svæði. Þar hafa nú verið lagðir 2,4 km langir göngustígar. Fjölbreytt landslag og mikið víðsýni hjálpar til við að gera Jafnaskarðsskóg að hreinni útivistarperslu, í örskotsfjar- lægð frá einum umferðarmesta þjóð- vegi iandsins. Ánægjulegt er að frétta af þátt- töku fyrirtækja og einkaaðila í starfi Skógræktarinnar við opnun skóg- anna. Þannig lagði Skeljungur hf. umtalsverða fjármuni í göngustíga- gerðina í Jafnaskarðsskógi. Vega- gerð ríkisins hefur ennfremur stutt göngustígagerð í vaxandi mæli. Skógræktarfélög áhugafólks hafa einnig víða um land unnið að því að gera skógarreiti sína aðgengilega al- ‘ “ menningi; félögin á Akureyri og í Reykjavík eiga langa sögu í þessum efnum. Ástæða er til að hvetja skóg- ræktarfélögin til að halda áfram á sömu braut. Ungmennafélög landsins eiga á annað hundrað skógarreiti, sem sumir hafa verið notaðir til útivistar um langan tíma, eins og Þrastarskóg- ur, en aðra væri hægt að gera mun aðgengilegri með grisjun og lagfær- ingum. Með opnun skóganna er almenningi ekki aðeins gefinn kostur á að njóta skjólgóðs og fagurs umhverfis. Hon- um er einnig gefið tækifæri á að fræð- * ast um skógrækt, kynnast tijátegund- um og heppilegum aðferðum til að stunda skógrækt. Um leið er ýtt und- ir áhuga almennings um að taka þátt í skógræktarstarfi og hann hvattur til að rækta sinn eigin garð. JÓNASGUÐMUNDSSON rektor Samvinnuskólans í Bifröst Bændur sem brenna hey Frá Frá Albert Jensen: NÝLEGA las ég í blaði viðtal við bónda, sem vill vera heiðarlegur. En tilefni þessarar óskar átti þá forsögu, að fé hans hafi verið skor- ið niður vegna riðuveiki. Bóndinn sagðist í viðtalinu vera að heyja í eldinn. Honum fannst svik við hið opinbera að selja hestamönnum það, sem hann hafði fengið greitt í bótum. Rökvísi þessa heiðarlega bónda^ er góð svo langt sem hún nær. Ég er viss um, að þessi ágæti maður, að athuguðu máli, vill líka vera heiðarlegur við umhverfi sitt og menga það ekki. Það er-einfalt að vera báðum sjónarmiðum trúr, fyrst hagsmunir fara saman. Mold og ??? Ef bóndinn þarf að vinna heyin að mestu til að geta brennt þau, geturt hann eins selt þau og talið fram. Ef um blauthey er að ræða þá áð bæta með því jarðveg. Víða þarf að fylla framræsluskurði sem orðir eru óþarfir. Koma landinu í upphaflegt horf, þar sem það á við. Svo má gera náttúruvæna skjólveggi fyrir lambfé, á veðra- sömum víðáttum. Ónýtanleg hey og annar náttúrulegur úrgangur, verður áburður eða mold, ef rétt er á haldið, en náttúruspjöll ef brennt er. Munum að mold er dýrmæt, en reykur mengun. ALBERTJENSEN Háaleitisbraut 129 Geturþúaxlað ábyiTíð á einu bami í neyð? Einhverstaðar bfður barn þess að þú takir þátt í framtíð þess. Fyrir 1.000,- á mánuði getur þú fætt, klætt og séð þessu barni fyrir menntun. m SOS BARNAÞORPIN Sími 564-2910 e.h. Laugardagurinn 2. september „langur laugardagur“ Á laugardögum býður Bílasíæða- sjóður frían aðgang að bílahúsum í miðborginni. Tilgangurinn er að kynna húsin og kosti þeirra. Laugardaginn 2. september verður ungt fólk á vegum Hins Hússins í og við öll húsin, reiðubúið til aðstoðar og leiðbeiningar þeim sem það vilja. Nú er tækifæri til að læra að nota bílahúsin. Notaðu tækifærið Lærðu á húsin Bílahúsin eru þægilegasti kostur þeirra sem eiga erindi í miðborgina. Þar er skjól og þurrt og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því að falla á tíma. Þú greiðir einungis fyrir þann tíma sem þú notar. Það er einfaldara að nota bflahús en þig grunar 1 Ekið inn. Ýtið á hnapp á innvél við innkeyrslu, takið við miða. Akið * inn þegar hliðið opnast. Takið miðann með þegar bflnum hefur verið lagt. Munið að hafa skiptimynt tiltæka þegar bfllinn er sóttur! ry Bíllinn sóttur. Setjið miðann í lesara greiðsluvélar. Greiðið tilskylda ^ • upphæð (með 5,10 eða 50 króna mynt) og takið miðann aftur. 3Ekið út. Setjið miðann í lesara við úthlið og akið út þegar hliðið • opnast. Bflahúsin í miðborginni eru sex talsins og þannig staðsett að hvergi er meira en þriggja mínútna gangur frá bflahúsi eða miðastæði til flestra staða í miðborginni. BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.