Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUIM IDAG Hlutavelta ÞÆR Helga Dag- björt Kristjánsdótt- ir, Thelma Kristin Þrastardóttir og Halldóra Dögg Kristjánsdóttir seldu kertastjaka, bangsa og fleira dót og lögðu ágóðann 1.918 kr. til Barn- aspítala Hringsins. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn kr. 2.888. Þau heita Brynjar Árni, Hafdís Eva, Gunnlaug- ur og Sigurður ÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar íþróttasambandi fatlaðra og varð ágóðinn 2.220 krónur. Þeir heita Logi Jóhannesson, Vilhjálm- ur Styrmir og Sveinn Orri Simonarsynir. ÞESSIR duglegu krakkar voru með bás í Kolaportinu til styrktar krabbameinsveikum börnum og varð ágóð- inn 15.000 krónur. Þau heita frá vinstri Sæunn Kjart- ansdóttir, Arnar Már Hafþórsson og Linda Björk Kjartansdóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Takk fyrir góða grein AMAL Rún Quase hringdi til að þakka Hall- grími Helgasyni fyrir vel skrifaða og málefnalega grein, sem birtist í síð- asta fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, og fyrir að benda á hvemig Framsóknarflokkurinn í rauninni er. Tapað/fundið Drengjahjól tapaðist BLÁTT BMX-drengja- hjól hvarf frá Ljósalandi í Fossvogi í síðustu viku júlímánaðar. Þeir sem geta veitt upplýsingar vinsamlega hringi í síma 568 1680. Týnd gleraugu GLERAUGU týndust 25. ágúst sl., líklega í versl- uninni Nóatúni v/Lauga- veg. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 560 4566 eða 587 4994. Úr tapaðist HELGI sendi eftirfar- andi bréf til Velvakanda: „Á ferðalagi um Bisk- upstungur þriðjudaginn 29. ágúst var komið við í Úthlíð og farið í sund- laugina, sem þar er. Þetta var um hádegið. Þegar ég var að afklæð- ast fyrir baðið, þá stakk ég armbandsúri mínu í buxnavasa minn og hengdi öll föt mín á þar til gerða snaga. Þarna eru engir læstir skápar fyrir föt baðgesta. Þegar ég var að tína á mig spjarimar, eftir gott bað og sund, saknaði ég arm- bandsúrsins. Ég sneri við hverri einustu spjör, en ekki fannst úrið. Úrið er gullúr og með gylltu stál- armbandi. Ekki man ég hverrar tegundar úrið er, en það er af vandaðri gerð, með ljósri skífu og gylltum vísum. Svolítið sér á báðum endum arm- bandsins, næst úrinu.“ Ef einhver veit hvar úrið er niðurkomið vinsam- legast hringið í síma 553 4932. Gæludýr Kettlingar gefins TVEIR átta vikna kassa- vanir kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Dýravinir vinsamlega hringi í síma 587 7232. SKAK Umsjón Margelr Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í úrslita- hraðskák í Hastings um sæti á Intel atskákmótinu í London. Eistneski stór- meistarinn Lembit OIl (2.630) var með hvítt en Margeir Pétursson (2.565) var með svart og átti leik 24. - Bf3! (Vinnur hrók, því hvítur verður mát í borðinu eftir 25. Dxf3 — Dxc2+) 25. Df2 - Bxhl 26. Rd5 - Bxe4! 27. Hxe4 — Dxd5 28. De2 — Hc6 og þar sem hvítur hefur engar bætur fyrir hrókinn og svartur átti rúma mínútu eftir á kiukkunni voru úrslitin ráðin. Þetta var hrein úrslitaskák um síðasta sætið á Intel atskákmót- inu í London Friðriksmótið í Þjóðar- bókhlöðunni hefst í dag kl. 14. Aðgangur er ókeypis fyrir áhorfendur. Víkveiji skrifar... Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermd verður Katla Hann- esdóttir, p.t. Hraunbær 116, Rvík. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA:Messa kl. 11.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Jakob Hall- grímsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Organisti Hörður Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Félagar úr Kór Laug- arneskirkju syngja. Organisti Jónas Þórir. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. (Ath. breyttan messutíma.) Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson kveður söfnuðinn. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Organisti Vera Gulasci- ova. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. SAFNKIRKJAN í ÁRBÆ: Messa kl. 14. Prestursr. Kristinn Ágúst Friðf- innsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.00. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Organisti Smári Ólason. Gunnar Sigurjóns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11.00. (Ath. breyttan messutíma.) Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Ferming, fermdur verður Börkur Halldór Blöndal, Fannafold 143A. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. FYRIR HAUSTIÐ Tiíboðsverð kr. 2.900 Opið í dag kí. 10-14 SKÓVERSLUN ! KÓPAVOGS 1 Hamraborg 3, sími 554-1754 Q_ 11.00. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Bryndís Malla Elídótt- ir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11.00. Organisti Örn Falkn- er. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir prédikar. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Guðsþjónusta í Selja- hlíð laugardag kl. 11. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Sam- koma á morgun kl. 17. Ræðumaður Gísli Friðgeirsson. Barnagæsla á sama tíma. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. JÓSEPSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga er messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Sam Glad. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. Allir velkomnir. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Álftanesskóli settur. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐA- OG GARÐASÓKNIR: Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Séra Bragi Friðriksson messar. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 1,4. Stóru-Vogaskóli settur. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Ólafur Odd- ur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einars- son. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 11. Tómas Guðmundsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónustur verða á sunnudag kl. 14 í Ólafsvallakirkju og á Blesa- stöðum þar á eftir. Um kvöldið kl. 21 verður messað í Stóra-Núps- kirkju. Axel Árnason. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Barnasamvera í safnaðarheimili meðan á prédikun stendur. Messu- kaffi. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11. Þorbjörn Hlynur Árnason. LEIÐRÉTT Tungufellskirkja í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um guðsþjónustu sem haldin var í Tungufellskirkju 27. ágúst sl. var sagt að byggðarár kirkjunnar hafi verið 1956. Það er ekki rétt hún var byggð 1856 og er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu RfKISSJÓNVARPIÐ hefur ver- ið að sýna framhaldsmyndir með viku millibili. Satt að segja eru þessar myndir vart svo að þær skilji nokkuð eftir. Þar af leiðandi er allt of langur tími á milli þess sem þættir myndanna er sýnt og flestir áhorfenda hafa gleymt því sem á undan er gengið, sögu- þráðurinn glatazt og því er fæstum til gagns að horfa á þessar myndir. Þegar menn ákveða að sýna framhaldsmyndir má alls ekki líða of langur tími á milli þess, að kafl- ar myndarinnar eru sýndir. Ef svo á að vera verður efni þáttanna að vera svo einstakt og minnisstætt að það skilji i raun eitthvað eftir. Það þýðir ekki að sýna afþreyingar- efni með svo löngu millibili. xxx UNGUR maður, sem Víkveiji þekkir ætlaði að fara utan sem ekki er í frásögur færandi. Þessi ungi maður ætlaði að greiða fargjaldið, sem var til höfuðborgar á meginlandi Evrópu með debet- korti sínu, VISA, og ætlaðist til að fá þær tryggingar, sem hann taldi að fylgdu kortinu, greiddi hann með VISA-debetkortinu. En þegar hann spurðist fyrir um þetta, hvort tryggingarnar fylgdu ekki, fékk hann það svar að trygg- ingarnar fylgdu aðeins kredit-kort- um VISA. Það þýddi ekki að greiða með debet-kortinu og ætla jafn- framt að fá tryggingarnar gildar. Þetta fannst Víkveija með ólíkind- um. Hvers vegna skyldu þeir, sem greiða upp í topp með VISA ekki njóta sömu eða jafnvel betri kjara en þeir, sem fá fargjaldið lánað að hluta til, eða öllu leyti, til allt að 45 daga. Er ekki eitthvað öfugsnú- ið við þessa viðskiptahætti? Vík- veiji spyr, en kannski kunna að vera þar einhveijar eðlilegar skýr- ingar, sem menn koma ekki auga á við fyrstu sýn. Viðbrögð þessa unga manns voru einfaldlega að sækja um kredit-kort. Hann fékk svo greiðslufrest á farmiðanum, unz hann hafði fengið kortið í hendur, en þetta gat hann eingöngu gert, þar sem hann hafði nægan fyrir- vara á málum. Hefði verið komið nær brottför í ferðina, hefði hann ekki getað notið tryggingakjara VISA-Islands. xxx KUNNINGI Víkveija kom að máli við hann í vikunni og ræddi um allt það landflóttatal, sem tröllriði nú allri umfjölldun í fjöl- miðlum. Þar eru ástæður landflótt- ans taldar vera peningaleysi og veður. Er það eitthvað nýtt á ís- landi, að menn skorti peninga og eru veður verri en oft áður? - spurði kunninginn. Og þegar þannig er spurt, vakna líka spurningar um þjóðernis- hyggju og föðurlandsást. Hafa slík- ar tilfinningar ekkert að segja meðal þess fólks, sem er að flytjast landa í milli? Nóbelsskáldið sagði eitt sinn eða um það leyti, sem hann tók við verðlaununum í Stokk- hólmi, að það væri dýrt að vera íslendingur. Það er svo sannarlega dýrt, en flestir eru líka stoltir af því. Kannski er það líka þess vegna, sem menn flytjast heim úr vel laun- uðum stöðum erlendis oft og einatt til þess að taka við sambærilögum störfum á miklu verri launakjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.