Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 45 FÓLK í FRÉTTUM BLÍÐSK APARVEÐUR var í Grafarholtinu þegar mótið fór fram. Sveit Laugardalsvallar sigraði í firmakeppni Brimborgar BRIMBORG hf. bauð nýlega sín- um stærstu viðskiptavinum til golfmóts á Golfvellinum í Grafar- vogi. í tilefni þess að Brimborg tók við umboði fyrir Ford-bifreiðar í byijun þessa árs, var Ford sérleg- ur styrktaraðili mótsins. í boði var meðal annars nýr Ford Escort fyr- ir holu í höggi. Þátttakendur voru yfir eitt hundrað frá yfir fimmtíu fyrirtækjum og var það mál manna að vel hefði til tekist og golfmótið verið kærkomin tilbreyt- ing frá hinni hefðbundnu vinnu- viku. Mótið fór fram í blíðskaparveðri þann 15. ágúst síðastliðinn og var golfvöllurinn þéttskipaður kylfing- um. Allir þátttakendur hófu leik samtímis af öllum teigum vallarins og voru leiknar átján holur. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir lengsta teighögg á átj- ándu holu, næstur holu á annarri braut og fyrir holu í höggi á sautj- ándu braut var nýr Ford Escort. Mikil spenna ríkti meðal þátttak- enda um hvort bíilinn gengi út. Eitt sinn heyrðust mikil fagnaðar- læti frá sautjándu holu og héldu margir að þar hefði einhver hepp- inn náð sér í nýjan Ford. í ljós kom að slegið hefði verið ofan í holuna af löngu færi, en það var í öðru höggi. Bíllinn fór því ekki strax. Menn voru þó ekki hættir að reyna við bílinn. Fleiri fagnað- arlæti áttu eftir að heyrast. Tvisv- ar gerðist það að kúlan tók steín- una á holuna, lenti á flötinni, rúll- aði að holunni en beygði á barmi holunnar. Loftið var þrungið því- Denzel í Feneyjum DENZEL Washington mætir hér til frumsýningar spennumyndar- innar „Crimson Tide“ á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Með honum er framkvæmdastjóri há- tíðarinnar, Gillo Pontecorvo. Um þessar mundir er einmitt verið að forsýna myndina í Sambíóun- um. Nýr Ford Escort var í boði fyrir holu í höggi líkri spennu að heyra mátti saumnál detta. Að leik loknum söfnuðust þátt- takendur saman í klúbbhúsi golf- klúbbs Reykjavíkur þar sem Brim- borg og Ford buðu hungruðum þátttakendum vel þegna máltíð. Að máltíð lokinni voru verðlaunin afhent. í fyrsta sæti voru Jóhann- es Óli Garðarsson og Sigurður Hafsteinsson sem léku fyrir Laug- ardalsvöll. í öðru sæti voru Hilmar Sigvaldason og Jón Haukur Guð: laugsson fyrir Orkustofnun. í þriðja sæti voru Ágúst Ögmunds- son og Magnús Arnarsson og léku þeir fyrir Tryggingu hf. Lengsta teighögg átti Sigurjón Arnarson og var það talið vera nálægt 300 metrar. Næstur holu á annarri holu var Ásmundur Kristinsson og var hann 2,25 metra frá holu. I þetta skiptið fékk enginn bílinn. és ‘KyöCdverðar matseðití Grafin villigæsarbringa á salatbeði meo vinagrettsósu. Gráðuostafyllt kálfasteik með barolonsósu. Rababaraís með vanillusósu. Kr. 2.150 Spaehetti með hörpuskel - og sólþurrkuðum tómötum. Tiramisu. Kr. 1.510 LeiJChúsrr vth. o^esftr kl LA PRIMAVERA RISTORANTE 18.00.' Húsi verslaunarinnar /r september og október —" Japaninn Kozo Futami matreiðir Sushi á Hótel Borg. Kvöldin: Miðvikud., timmtud., föstud., laugard. og sunnud Hádegi: Miðvikud., fimmtud. og föstud. Borðapantanir í síma 551 1247 og 551 1440 Rjómalö?uð blómkáhiúpa o? 9ríi akótiletta með koníakffótu aðeim kr. 99^* Yiðar Jónffon framkvæmir ftuð til kl. 3. llamraborg 11, sími 554-2166 l ☆ Tk ir DÆNSHÚSIÐ I GIÆblBft 568 6220 STAÐUR H/NNA DANSGLOÐU! André Bachmanny Hildur G. Þórhalls ’ómsveitin GLEÐIGJAFAR halda uppi dúndurstuði og stemningu til klukkan 3. Hjördís Geirsdóttir syngur sívinsæl dægurlög og model 79 verður með stórglæsilega sýningu. Happdrattisvin ningur: Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði. í vínning er gistinótt ásanu morgunverði fyrir tvo á hvaða Edduhóteli sem er. Verð aðgöngumiða: 850 kr. Birgir og Baldur halda uppi léttri og góðri stemningu á \tfMTSBAR m -þín saga! GOTT KVÖLD! OPNUM Á NÝ EFTIR SUMARLEYFI ______________________ DANSSVEITIN ÁSAMT EVU ÁSRÚNU LEIKUR FYRIR DANSI SÉRSTAKUR GESTASÖNGVARI: STEBBI í LÚDÓ - Aldrei hressari Allir gestir sem koma fyrir miðnætti boðið upp FINLANDIA ávaxtadrykk. Kynnum DANSKLÚBBINN sem stofnaður er í tilefni 25 ára afmælis Danshússins. LÆKKAÐUR AÐGANGSEYRIR ÞESSA HELGI - AÐEINS 500 krónur Snyrtilegur klæðnaður - Opið frá kl. 22-03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.