Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 1
ff^nganbU^ib Pilturinn þótti efnilegur/2 Magnaðar kolldýfur/4 Ævintýrahöllin/8 MENNING LISTiR BLAh\j PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 Verðlaunahöfundur afhjúpaður Endurminningar föðurins upp- spuni frá rótum Helen Darville Sydney. Reuter. ENGINN gerði sér grein fyrir því hversu metnaðar- fullt verk Helen Demidenko hafði skapað - ekki einu sinni dómnefndin sem veitti henni ein af þremur virtustu bókmenntaverðlaun- um Ástrala. Höfund- urinn, sem er 24 ára, sagði endurminning- ar föður hennar, úkraínsks % leigubíl- stjóra, hafa verið kveikjuna að bókinni „The Hand That Signed the Paper", sem er frásögn af Helförinni, séðri með augum Úkraínumanna sem studdu grimmdarverk nasista gegn gyðingum. Nú hefur komið í ljós að verkið var skáldskapur frá upp- hafi til enda og á höfundurinn yfir höfði sér ákæru um ritstuld. Sumir lesendur höfðu reyndar kvartað yfir sögulegri ónákvæmni í bókinni, öðrum þótti ósmekklegt hversu mikla samúð höfundur hafði með fólki sem framið hafði stríðsglæpi, að því er segir í nýj- asta hefti Newsweek. Demidenko svaraði því til að hún hefði verið eins trú efninu og mögulegt væri, atburðir og viðhorf sem lýst væri í bókinni, væru byggð á sögum sem sagðar hefðu verið í fjölskyldunni. I síðustu viku fór höfundurinn hins vegar í felur og Ástralir sem ekki höfðu lesið bók- ina, þyrptust í bóka- búðir til að kaupa ein- tak. Dóttir hins ólæsá úkraínska innflytj- anda, Markovs Demidenkos, hafði reynst heita Helen Darville og vera af ensku foreldri. Hinn vínhneigði faðir hennar, leigubíllinn hans og uppvöxtur hennar i sárri fátækt voru uppspuni frá rót- um. Bróðir höfundar- ins, Ian, lýsti málinu öllu sem „mikilli markaðstilraun". Sjálf bað Darville úkraínska inn- flytjendur í Ástralíu afsökunar og sagðist aldrei hafa ætlað að afsaka helförina. jÖlíklegt þykir að hún muni halda bókmenntaverðlaunun- um, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra sem verðlaunin veittu um að „bók- in hefði hlotið verðlaunin á eigin verðleikum". Bókaútgáfan, Allen & Unwin, hefur frestað endurútgáfu á bók- inni, sem birtast átti undir réttu nafni höfundar, þar til málið hefur skýrst en ástralskt dagblað birti á fimmtudag frétt þess efnis að Dar- ville hefði stolið köflum úr þremur bókum og birt í verki sínu; „The Black Deeds of the Kremlin", „The Demon Lover" eftir Robin Morgan og „Gossip in the Forest" eftir Thomas Keneally. mannlífið EINN af áhrifamestu Ijósmyndur- um þessarar aldar, Alfred Eis- enstaedt lést í síðustu viku 97 ára gamall. Hann myndaði um ára- tuga skeið fyrir Life-tímaritið og tókst með Leica-vél sinni að draga upp einstæðar mannlífsmyndir. Eisenstaedt var fæddur í Dirsc- hau í Prússlandi, þar sem nú er Pólland. Hann flýði ofríki Hitlers og settist að i Bandarikjunum og hóf störf hjá Life árið 1936. Hann lagði alla tíð frumáherslu á sam- skiptin við þá scm hann myndaði, sagði að aldrei mætti ráðskast með þá. Gott samband við fólk væri brýnna en að ná mynd. Þyk- ir ein þekktasta mynd hans, sem er tekin á Times-torgi í New York á friðardaginn 1945, dæmi um þessa afstöðu hans, en Eisenstaedt kaus að ljúka striðinu, sem hafði hrakið hann frá heimahögum sín- um, með kossi. Norskir gagnrýnendur hrífnir af Hinum helgu véum Hrafns Gunnlaugssonar Hlý og fyndin lýsing barns KVIKMYND Hrafns Gunnlaugs- sonar Hin helgu vé hefur hlotið góða dóma í norskum dagblöðum. Thor Ellingsen gagnrýnandi á Dag- bladet segir að mynd Hrafns sé hlý og fyndin lýsing barns. Fyrirsögn umsagnar hans er „íslensk perla". í dómnum segir m.a.: „Kraftur ís- lenskrar náttúru leikur stórt hlut- verk í myndinni. Hún sameinar ergi og fyndni í djarfri og innilegri lýs- ingu á fyrstu kynnum barns af hin- um dýpstu sálarkröftum mannsins, kærleika og afbrýðisemi, sælu og vonbrigðum." I lok dómsins segir Ellingsen að myndin sé „lítil perla á bíósumrinu". Mildari Hrafn Edel Bakkemoen gagnrýnandi Aftenposten segir það spennandi „MYNDINA skortir ekki spennu þótt blóðið renni ekki." að sjá' sjálfsævisögulega mynd mannsins sem er eins og persónu- gervingur eldfjalls á íslandi, fjalls sem hefur spúið blóði og eldi í hin- um athyglisverðu myndum Hrafn- inn flýgur og í -skugga hrafnsins. Gagnrýnandinn segir að form og inntak myndarinnar sé einfalt og flókið í senn. Segir hann að sömu eiginleikar eigi við um aðalpersón- una sjálfa, „leikstjóranum tekst á fágaðan hátt að breyta ásýnd og sjónarhorni myndarinnar eftir því hvort það er veruleiki, fantasía eða draumur sem drengurinn lifir í." Niðurstaða gagnrýnandans er þessi: „Myndin er djörf og um leið erótísk, skemmtileg, innihaldsrík og falleg. Þetta er Hrafn Gunn- laugsson í eilítið mildari útgáfu en við eigum að venjast, þrátt fyrir það tekst honum vel upp. Myndina skortir ekki spennu þótt blóðið renni ekki. Hrafn hefur frá nógu að segja þótt þessi mynd henti ekki sjö ára gömlum börnum frek- ar en aðrar myndir hans."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.