Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ian Partridge í Maríuvesper Monteverdis Pilturinn þótti efnilegur * I dag verður Maríuvesper eftir Claudio Monteverdi frumflutt hér á landi. Meðal flytj- enda verður einn kunnasti tenór Bretlands- eyja, Ian Partridge, sem margsinnis hefur sungið verkið. Þröstur Helgason hitti hann að máli í tilefni þessa og kynnti sér verkið. Ian Partridge. Morgunblaðið/Kristinn • VERK pólsks leikflokks um hörmungarnar í Bosníu var um síðustu helgi valið besta leikverkið þá vikuna á Edinborgarhátíðinni. Töldu áhorfendur verkið „Carmen Funebre" bera af öðrum verkum, auk þess sem blaðið The Scotsman veitti leikhópnum viðurkenningu. Verkið er byggt á frásögnum þol- enda mannréttindabrota og lýkur á því að sviðsmyndin er brennd til ösku. • ÚTGEFENDUR verka Salmans Rushdies á Indlandi hafa seinkað útgáfu nýjustu bókar hans í Bombay af ótta við að hún kunni að reita valdamikinn hóp Hindúa til reiði. Ein söguhetjan í bókinnni „The Moor’s Last Sigh“ virðist vera skopstæling á Bal Thac- keray, leiðtoga Shiv Sena-hópsins, sem þékktur er fyrir að láta hend- ur skipta þegar átt er við andstæð- inga. Sjálfur birtist Rushdie óvænt á tónlistarhátíðinni í Salzburg í Austurríki um helgina. • IPRAG stendur nú yfir óvenju- leg listahátíð en þar verða ein- göngu flutt verk sem byggja á Gamla testamentinu. Tónlistina ber hæst en á meðal þeirra verka sem flutt verða, má nefna Nabucco eftir Verdi, Salómon eft- ir Hándel, Elías spámaður eftir Mendelsohn og Sköpunina eft- ir Haydn. Þá verða settar upp myndlistarsýningar er byggja á Biblíunni og brúðusýning sem byggð er á óratóríunni Abraham og Isak, sem Josef Myslivecek samdi árið 1777. • ÓPERUSÖNGKONAN Jessye Norman kemur fram í óperu á Salzborgar-hátiðinni þetta árið. Er það mikill fengur fyrir aðdá- endur Norman, þar sem hún syng- ur sjaldan í óperuuppfærslum, heldur einbeitir sér að tónleikum og því að syngja inn á plötur. Að þessu sinni mun Norman syngja í óperu Schönbergs, Erwartung. • CHILEANSKI tenórinn Tito Beltran á sér annað áhugamál en sönginn en það eru hraðskreiðir bílar. Beltran, sem er eini tenór heims sem er styrktur af framleið- anda kappakstursbíla, er raunar fyrrverandi atvinnumaður í kapp- akstri. Hann stendur nú á þrítugu og býr ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð, þar sem hann ekur um að 5.8 lítra 320 hestafla Pontiac Power. IAN Partridge hóf söngferil sinn sem kórdrengur í Oxford á Englandi. Pilturinn þótti efni- legur og var styrktur til tón- listamáms í Clifton-skóla. Hann fór aldrei í hefðbundið háskólanám en framhaldsnám í tónlist stundaði hann við Konunglega tónlistarhá- skólann í London. „Faðir minn hafði ekki efni á að greiða skólagjöldin þar þannig að ég þurfti snemma að byija að vinna fyrir mér með söng,“ segir Partridge. „Nítján ára var ég því orðinn atvinnusöngvari. Eg fékk vinnu við kórsöng í Westminster Cathedral undir stjóm George Malc- olm sem varð mér góður kennari." Sérkennilega aðlaðandi Partridge hefur haldið tónleika víða um heim. Systir hans, Jenni- fer, er undirleikari hans en þau héldu tónleika hér á landi árið 1986. Þá tók Partridge einnig þátt í flutn- ingi Pólýfónkórsins á Messíasi eftir Hándel undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar. í umfjöllun um einsöngstónleik- ana segir Jón Ásgeirsson gagnrýn- andi Morgunblaðsins m.a.: „Ian Partridge er feikna góður söngvari og sérkennilega aðlaðandi, því leng- ur sem á hann er hlýtt. Túlkun hans er öll á mjúku nótunum og það sem vantar á í styrkleikaátök- um, bætir hann upp með feiknlegri ögun og fínni tækni.“ Partridge hefur sungið flest verka Monteverdis. „Ég hef ekki sérhæft mig í Monteverdi en ég hef sungið hann alloft. Annars hef ég sungið mjög íjölbreytilega tónlist í gegnum tíðina en ég hef verið að í 37 ár. Ég hef fengist mikið við ljóðasöng, einkum franskan og þýskan, en ég hef líka reynt að leggja mig fram um að kynna tón- list heimalands míns og það er lík- ast til þess vegna sem mér var veitt viðurkenning af breskum stjórn- völdum árið 1992. Ég hef hins veg- ar lítið fengist við óperusöng, hef þó nokkrum sinnum sungið Moz- art.“ Partridge kennir söng við Kon- unglegu akademíuna í London og í Trinity College. Hann hefur gefíð út fjölda hljómplatna og geisla- diska. Nýlega kom út hjá Chandos- fyrirtækinu geisladiskur með lögum eftir Robert Schumann í flutningi Partridge og Julius Drake. Hefur sú útgáfa hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda. Maríuvesper Monteverdis Claudio Monteverdi (1567-1643) var eitt þekktasta tónskáld ítala á endurreisnartímanum. Hann var afkastamikiil madrígalahöfundur en frægastur er hann þó fyrir óper- ur sínar. Hann samdi óperuna Orfeo árið 1607 og er hún talin vera fyrsta fullgilda verk sinnar tegundar. Hún var frumflutt hér á landi árið 1993. Maríuvesper er merkasta trúar- lega tónsmíð Monteverdis og það verka hans sem oftast er flutt. það var fært páfanum í Róm að gjöf árið 1610 og samanstendur af mörgum fjölbreytilegum kór- og einsöngsþáttum. Verkið tekur um hálfa aðra klukkustund í flutningi. Það hefur aldrei áður verið flutt í heild hér á landi. Partridge segist mjög ánægður með að hafa verið boðið hingað að taka þátt í frumflutningi Maríuvesp- er hér á landi. „Monteverdi skrifar einkar skemmtilega fyrir söngvara, hann hefur svo næma tilfínningu fyrir texta. Maríuvesper einkennist af skýrum andstæðum, af sterkum kórsöng sem er brotinn upp af mild- um einsöng. Ég hvet fólk til að koma og hlusta á þetta verk því það er einkar töfrandi og áhrifamikið.“ Ásamt Partridge munu um fimm- tíu manns taka þátt í flutningi verksins. Aðrir einsöngvarar verða Hans Jörg Mammel, tenór, Rann- veig Sif Sigurðardóttir, sópran, Veronika Winter, sópran, Sibylle Kamphues, alt, Sigurður Bragason, bariton, Einar Clausen og Bjarni Thor Kristinsson. Hljómeyki flytur kórþætti yerksins og hljóðfæraleik annast Bach-sveitin í Skálholti, blásarasveitin Cometti concrema frá Sviss og undirleikssveitin Arie cantabiíi frá Köln í Þýskalandi. Leikið verður á barokkhljóðfæri, þ. á m. á skaghorn, barokkbásúnur, erkilútur og barokkgítar. Stjórnandi tónleikanna er Gunn- steinn Ólafsson. Hann er brautryðj- andi í flutningi verka eftir Monte- verdi hér á landi. Gunnsteinn skipu- lagði og stjórnaði m.a. flutningi á fyrstu óperu tónskáldsins, Orfeo, haustið 1993, en þar tóku þátt, eins og nú, tónlistarmenn víðsvegar að úr Evrópu auk íslenskra tónlistar- manna. Verkið verður frumflutt í kvöld á Akureyri en þrír aðrir tónleikar verða haldnir, 5. september í Sel- fosskirkju, 6. september í Digranes- kirkju og 7.. september í Langholts- kirkju. Allir hefjast þeir kl. 20.30 nema á Akureyri en þar hefjast þeir kl. 20. . Ljósúr norðri VEGNA mikillar aðsóknar að sýningunni Ljós úr norðri, Nor- ræn aldamótalist verður Lista- safn íslands opið næstkomandi mánudag frá kl. 12-18. Kaffí- stofa safnsins verður einnig opin. Sama dag býður safnið sam- nefnda bók, Ljós úr norðri - Norræn aldamótalist, á sér- stöku tilboðsverði, kr. 2.470, en hún er gefin út í tengslum við sýninguna. í bókinni eru lit- inyndir af öllum málverkunum sem eru á sýninguni og ítarleg umfjöllun um hvert þeirra, auk fyölda greina. Sýningunni lýkur 24. sept- ember og verður hún ekki fram- lengd. Kristján sýnir í Eden NÚ stendur yfir í Eden í Hvera- gerði málverkasýning Kristjáns G. Magnússonar. Kristján er húsamálari og hefur stundað listmálun sem tómstundaiðju í gegnum árin. Verkin eru flest unnin í olíu og eru frá síðari árum. Sýningin stendur til 10. sept- ember. Tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar að hefjast Nauðsyulegt að kynna ný verk FYRSTU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafn- arfjarðar, sem nú er haldin sjötta árið í röð í Hafnarborg eru á morg- un kl. 20. Tríóið er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fíðluleikara, Gunn- ari Kvaran sellóleikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikara. Halldór kemur ekki fram á tónleikunum á morgun en í hans stað leikur Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem gest- ur Tríósins. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Edvard Grieg, Franz Schubert og Felix Mendelsohn Sex gestahljóðfæraleikarar Að venju eru tónleikar vetrarins fjórir, tveir fyrir áramót og tveir eftir áramót. Þeir eru ætíð á sunnu- dögum kl. 20 og er dreift jafnt yfír veturinn. Að jafnaði eru 1-2 tónleik- ar á ári sem tríóið í sinni eiginlegu mynd leikur en hinir eru blandaðir gestahljóðfæraleikurum sem á þessu starfsári verða sex talsins. Fyrsti gesturinn er Edda Erlends- dóttir píanóleikari. Á öðrum tónleik- unum, 19. nóvember, kemur hol- lenski píanóleikarinn Gerrit Schuil fram og á þriðju tónleikunum, 24. mars, verða gestir þrír, þeir Hafliði Hallgrímsson, tónskáld og sellóleik- ari, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari. Á lokatónleikunum, sem verða 12. maí, kemur Peter Máté píanóleikari fram með tríóinu. Blaðamaður , hitti þau Guðnýju, Gunnar og Eddu að máli og spurði þau út í tónleikana. „Píanótríóið eftir Morgunblaðið/Kristinn GUÐNÝ Guðmundsdóttir, Edda Erlendsdóttir og Gunnar Kvaran. Grieg er mjög fallegt og er það eina sem hann samdi. Mendelsohn-tríóið er sígilt og vinsælt stykki sem við höfum spilað oft áður. Þriðja stykkið er Sónata fyrir selló og píanó op.posth Arpeggione." Gunnar hafði skemmti- lega sögu að segja af því verki. „Árið 1823 var maður sem smíðaði sex strengja hljóðfæri sem leikið var á með boga og var einhvers konar sam- bland af gítari og sellói. Hann vant- aði tónlist til að leika á hljóðfærið og sneri sér til Schuberts með það erindi. Hann varð við því og samdi þetta verk sem var tilbúið ári síðar, eða árið 1824. Fijótlega féll hljóðfær- ið í gleymsku því það náði ekki al- mennri hylli og önnur hljóðfæri tóku að spila verkið og er gert enn þann dag í dag ýmist af sellói, víólu, flautu og jafnvel kontrabassa." Blönduð dagskrá „Við frumflytjum eitt verk á þessu starfsári. Það er verk eftir Jónas Tómasson, í kyrrð norðursins, sem við höfum haft undir höndum síðast- liðið eitt og hálft ár og komum því loks að núna í dagskránni," sögðu þau. Þau sögðust reyna að hafa efn- isskrána blandaða. Islensk og erlend lög, gömul tónlist og ný.„Við höfum alltaf eitthvað af nýrri tónlist í bland við vinsæla og sígilda tónlist. Það er nauðsynlegt að kynna ný verk líka fyrir fólki. “ Þau sögðu samstarfið við Hafn- arborg hafa verið geysilega ánægju- legt og gefandi. „Við metum áhuga stjórnenda Hafnarborgar og stuðn- ing þeirra mikils," sögðu þau. Þau kváðust einnig ánægð með húsið. „Byggingin er mjög falleg, hljóm- burður góður og þarna er kaffistofa sem gestir geta nýtt sér auk þess sem alltaf eru myndlistarsýningar í gangi sem tónleikagestir geta notið fyrir og eftir tónleika." Þau sögðu aðsókn hafa aukist með árunum og tónleikarnir væru nú orðnir fastur liður í menningarlífinu. Hægt er að kaupa áskrift að tónleik- unum og einnig er hægt að kaupa sig inn á hveija tónleika fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.