Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Magnaðar kolldýfur Eiríkur Smith opnar sýningu á verkum sýnum í Hafnarborg í dag kl. 14. Sýningin er boðs- sýning til heiðurs listamanninum í tilefni sjö- tugsafmælis hans og þakklætisvottur Hafnar- borgar fyrír velvild hans í garð stofnunarínn- ar í gegnum árín. Þóroddur Bjamason hitti Eirík í Hafnarborg og ræddi við hann um verk hans og viðhorf til lífs og listar. UM LEIÐ og stigið er inn í Hafnarborg og myndir Eiríks Smith blasa við átt- ar maður sig á að enn hefur hann farið inn á nýjar brautir í listsköpun sinni. Er það í eðli lista- mannsins því hann hefur alltaf verið óhræddur við það. Á þessari sýningu er fjöldi blíumálverka stórra og smárra sem aldrei hafa sést áður enda hefur hann unnið að myndunum sérstaklega fyrir þessa sýningu og hefur tekið- tíma hans síðustu 2-3 ár. Inn á milli hefur hann unnið að vatnsiitamyndum sem líta líta má í Sverrissal á neðri hæð Hafnarborgar. Margar stórar olíumyndir prýða salinn á efri hæð og litagleði er áberandi. Sjá má örla fyrir fígúr- unni, einskonar landslagi eða jafn- vel yfirskilvitlegum vísunum í myndunum en þær eru að upplagi óhlutbundnar. „Ég hef ansi gaman af að teygja aðeins úr mér í olíu- myndunum þó þessar séu ekki eins stórar og myndirnar sem voru á sýningu minni á Kjarvalsstöðum 1992 en þær voru sumar um þrír metrar á hæð og fimm á breidd,“ sagði Eiríkur. „Þegar það var orðað við mig að sýna hérna var ég búinn að vera í þessu hlutbundna í þónokk- ur ár og langaði að fara meira út í einhverskonar óhlutbundið með náttúruívafi. Ég á mjög auðvelt með að breyta til og ef mér finnst ég þurfa þess þá geri ég það og ekki síst ef ég held það sé til bóta fyrir málverkið. Þannig hefur mín þróun alltaf verið. Það er ómögulegt að ganga lengi með hart í maganum.“ Yfirlitssýning ekki tímabær í dag kl. 16 opnar einnig sýning í Stöðlakoti á eldri verkum Eiríks. Það eru vatnslitamyndir sem aldrei hafa verið sýndar áður og eru frá 1963-65. „I Stöðlakoti er meiri abstraktsjón. Þetta eru myndir sem ég er búinn að lúra á í rúmlega 30 ár.“ Hann sagði ástæðu þess að hann hefði stungið þeim ofaní skúffu þá, að hann hafi verið búinn að vinna lengi í sama stíl og farinn að feta nýjar slóðir. „Þá finnst manni það auðvitað miklu meira spennandi, en núna fannst mér gullið tækifæri að sýna þessar myndir,“ sagði hann. Það spyija sig sjálfsagt margir af hveiju ekki er efnt til yfirlitssýn- ingar á svona merkum tímamótum en Eiríkur segist ekki vera tilbúinn til þess strax enda á hann eftir að fara marga kollhnísa enn eins og han orðaði það. „Maður vonast bara til að lifa eitthvað lengur. Mér finnst það sýna hræðslu við deyja ef menn vilja allt í einu fara að sýna ævistarf- ið, eins og ævin sé á enda. Ég er í þokkalegu formi og þessir málarar lifa svo lengi ef þeir hafa það sæmi- legt, þeir magnast bara með aldrin- um.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Eirík og myndir hans og menn hafa alltaf þóst sjá eitthvað dulrænt eða yfirskilvitlegt í myndheimi hans. Er þetta meðvitað hjá listamannin- um? „Þessu hafa ýmsir tekið eftir í gegnum tíðina og hefur verið lengi áberandi, sérstaklega í fígúratíva málverkinu. Menn þykjast einnig sjá heilmikð af þessu í abstraktinu. Ég viðurkenni ég hef skoðað þessa hluti og haft töluvert gaman af og því þykir mér vænt um að það komi ósjálfrátt fram í myndunum, sem það gerir.“ Ogun og einbeitning Eiríkur er menntaður prent- myndasmiður og vann til margra ára í þeirri iðn með myndlistinni. Þar eru bein tengsl við grafíklist og því kem- ur á óvart að ekki sé til eitthvað af grafíkmyndum eftir hann. „Ég vann í mörg ár við þessa iðn sem getur verið mjög tímafrek og krafist mikill- ar þolinmæði þannig að ég og starfs- félagar minir voru oft að gefast upp á þessu öllu saman. Einn daginn spurði ég sjálfan mig að því hvað ég væri eiginlega að gera í þessu en þá áttaði ég mig á því að það var verið að taka mig á beinið í ögun og einbeitingu, ég er nefnilega dálít- ið hjátrúarfuliur, og eftir að ég átt- aði mig á þessu átti ég auðveldara með að sætta mig við starfið og það skilaði sér vel seinna meir. Þetta er auðvitað nauðalíkt grafík- vinnslu og þetta starf var kannski meginástæða þess að ég fór aldrei út í þá listgrein. Ég var búinn að fá nóg,“ sagði Eirikur en bætti þó við að hann hefði reyndar gert örfáar grafíkmyndir á vinnustofu sinni þó af stórframkvæmdum á því sviði hafí aldrei orðið. Langt frí Tímamót urðu eitt sinn er Eiríkur tók sér árs frí frá prentmyndunum til að vinna að list sinni. „Ég er enn í því fríi. Þetta var eftir eina sýning- EIRÍKUR Smith listmálari. una og ég hef verið það heppinn síð- an að geta lifað af minni list. Oft keyrir hann eitthvert í bil sín- um og málar náttúruna úti i náttúr- unni. Þær myndir kallar hann mótíf- myndir, raunsæjar fíguratívar mynd- ir. „Ég málaði til dæmis eina slíka sem var gefin Karli bretaprins og Díönu þegar þau giftu sig, stórt olíu- málverk sem var sent til Englands. Síðar sá ég því bregða fyrir í sjón- varpi í Ameríku á meðal níu annarra gjafa og varð auðvitað mjög grobb- inn af því,“ sagði Eiríkur en myndir hans eru einnig til í safni Elísabetar Englandsdrotningar og Hertogans í Lúxemborg svo einhveijir séu nefnd- ir. Vatnslitir hafa alltaf átt sér vin í Eiríki enda liggur eftir hann ijöldi slíkra mynda. „Ég ber mikla virðingu fyrir vatnslitunum og finnst gaman að glíma við þá því þeir eru í raun tæknilega miklu erfiðari en olían. Það er svo litlu hægt að breyta eftir á og það er hægt að mála á ótal ólíka vegu með þeim.“ Eiríkur segist ávallt nota hágæðapappír til að mála MORGUNBIRTA Framtíðin er runnin upp Hundrað árum eftir að Tímavél H.G. Wells kom út bendir ýmislegt til þess að vísinda- skáldsögumar séu í lægð. Þær hafa hins veg- ar öðlast nýtt líf í öðmm bókmenntagreinum enda skilin þar á milli mun óljósarí en áður GULLÖLD vísindaskáldsög- unnar var á sjötta og sjö- unda áratugnum. Þá tókst höfundum á borð við Robert Heinlein, Frank Herm- bert, Michael Moorcock, J.G. Ballard og ekki síst Kurt Vonnegut að höfða til mun breiðari hóps en þeirra sem fram að þessu höfðu legið í vísinda- skáldsögunum. Þá nutu kvikmyndir á borð við „2001: A Space Odyssey“ sem Stanley Kubric gerði eftir sögu Arthurs Clarkes, mikilla vinsælda. Enn þann dag í dag er aðsókn að kvikmyndum sem byggjast á grunn- hugmyndum vísindaskáldsögunnar gífurleg en það sama verður ekki sagt um sölu á sögunum sjálfum, að því er segir í The Independent. „Vísindaskáldsögur hafa aldrei selst í svipuðu hlutfalli og aðsókn á slíkar kvikmyndir hefur verið,“ segir Jayne Johnson, útgáfustjóri hjá Har- perCollins. „Undantekningin frá þessu er „Júragarður" Michaels Cric- htons, sem seldist vel í kjölfar mynd- arinnar. Sú breyting hefur þó orðið, að breiðari hópur les nú vísindaskáld- sögur og t.d. skrifa fleiri konur slík- ar bækur nú en áður.“ HarperCollins gaf fyrir skömmu út framhald „Tímavélar“ H.G. Wells, „Tímaskipin“ eftir Stephen Baxter, en hann er í hópi þeirra sem semja svokallaðan „harðan" vísindaskáld- skap, bækur sem byggjast á mikilli vísindaþekkingu. Mikið lof hefur ver- ið borið á Baxter og hann sagður fulltrúi nýs tíma en hann hefur hins vegar sagt fulla þörf á að draga úr vísindunum til að ná til fleiri les- enda. „Fólk vill ekki lengur lesa blaðsíðu eftir blaðsíðu af tækniroms- um,“ segir Baxter í samtali við blaða- mann The Independent á mikilli há- tíð sem haldin var í tilefni 100 ára ártíðar Tímavélarinnar. „Höfundar vísindaskáldsagna verða að skrifa raunverulegar bækur um raunveru- legar persónur — léleg persónusköp- un hefur löngum verið dragbítur vis- indaskáldsagna. Tími er kominn til þess að breyta efni vísindaskáld- sagna á þann veg sem höfðar til almennra lesenda. Á kápu nýjustu bókar minnar stendur hvergi að um vísindaskáldsögu sé að ræða — það er mikilvægt hvað varðar markaðs- setningu hennar,“ segir Baxter. „Hin undarlega eign hins undarlega heims“ En hvernig ber að skilgreina vís- indaskáldsögur? Patrick Parrinder, prófessor við Reading-háskólann, segir vísindaskáldsögur ekki endi- lega gerast í framtíðinni en tengjast henni engu að síður náið. „Allir sem hafa rannsakað þessa tegund bóka eru sammála um að nýbreytnin, „hin undarlega eign hins undarlega heirns," eins og Wells orðar það, ein- kennir vísindaskáldsöguna.“ Þessi breiða skilgreining gerir það að verkum að fjölmargir geta flokk- ast sem höfundar vísindaskáldsagna án þess að hafa á því nokkurn áhuga. P.D. James tókst t.d. að reita marga aðdáendur vísindaskáldsagna til reiði er hún þvertók fyrir það að bók henn- ar Children of Men, sem gerist árið 2020, væri vísindaskáldsaga, þar sem hún hefði lagt svo mikla rækt við persónusköpunina. Doris Lessing, sem hefur skrifað nokkrar vísindaskáldsögur, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvers konar bækur hún var að skrifa. „Ég held nú reyndar að vísindaskáld- sögur séu meira og minna orðnar hluti af almenna skáldsagnaúi’valinu. Ég hef t.d. alltaf talið að verk Sal- mans Rushdies séu vísindaskáldsög- ur,“ segir Lessing. Aðdáendur vísindaskáldsagna eru ólatir við að benda á að fjöldi rithöf- H.G. Wells, höfundur vísindaskáldsö| unda, sem hingað til hafa ekki talist vera höfundar vísindaskáldsagna, gæti sem best tilheyrt þeim hópi höfunda. Þeirra á meðal má nefna Margret Atwood og bók hennar „Sögu þernunnar" og Martin Amis í „London Fields“ og „Time’s Arrow“ þar sem tíminn fer aftur á bak. Framtíðinn runnin upp Terry Pratchett, sem hefur samið nokkrar vinsælar ævintýrabækur, segir marga þætti vísindaskáldsög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.