Morgunblaðið - 02.09.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.09.1995, Qupperneq 1
 BLAÐ ALLRA LAND S M A N N A 1995 ■ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER BLAÐ FRJALSIÞROTTIR Ein þriggja gulldrottninga GWEN Torrence fagnaði sfgri í 200 m hlaupi á gullmótlnu í Berlín I gær og fékk að launum 5 kíló af gulli, að verðmæti tæpar fjórar milljónir króna. Aðalkeppnlnautur hennar Merlene Ottey heltist úr lestinn! í mlðju hlaupl. Norðmenn lagðir að velli ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattíeik, stjómaði landsliðinu til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari — þegar liðið lagði Nor- eg að velli, 27:23, ífjögurra landa móti í Austur- ríki í gærkvöldi. „Ég er alltaf ánægður með sig- ur. Það var byijunarbragur á Ieik okkar í byij- un, enda langt síðan strákarair hafa verið sam- an. Við náðum mest sex marka forskoti [23:17] gegn Norðmönnum. Áhersla lögð á vamarleikinn ÞORBJÖRN sagði að hann hafi lagt aðal áhersi- una á vamarleik liðsins. „ Vörnin er lykillinn að góðu gengi. Ég gerði breytingar á varaarleikn- um — við lékum ekki sex-núll-vöra, heldur fórum grimmt út og lékxun bæði finun-einn og þrír- tveir-einn vðra.“ Júlíus komst ekki JÚLÍUS Jónasson fékk ekki leyfi þjá Gumm- ersbach til að leika í mótinu. „Það er slæmt að geta ekki teflt fram Júlíusi og Geir Sveinssyni, en ungu strákarnir fá að spreyta sig. Róbert Sigh vatsson stóð sig vei á Ununni — fiskaði þijú vítaköst og skoraði eitt raark. Þetta mót, sem Norðmenn, Austurríkismenn og ítaiir taka þátt i, er tilvalið tækifæri til að vera með landsliðs- hópinn saman — fyrir Evrópuieikinn gegn Rúm- eníu 27. september i Bútapest,*' sagði Þorbjörn. Patrekur skoraði níu mörk PATREKUR Jóhannesson skoraði fiest mörk gegn Norðmönnum, eða niu. Aðrir sem skoruðu voru Ólafur Stefánsson 6, Páll Þórólfsson 3, Valdimar Grímsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Jason Ólafsson 2, Jón Kristjánsson 1, Róbert Sighvats- son 1. Leó Örn Þorleifsson og Ingi Rafn Jónsson léku sinn fyrsta landsleik, aðrir sem léku voru Einar Gunnar Sigurðsson, Guðmimdur Hrafn- kelsson og Bergsveinn Bergsveinsson. Johnson og Sulli- van í annað sinn í gullpottinum MICHAEL Johnson og Sonia O’Sullivan hafa áður krækt sér í gullpottinn. Það var árið 1993 og þá voru þau í hópi fimm iþróttamanna sem skiptu tuttugu eins kilóa gullstöngum á milli sín fyrir að sigra í sínum greinum á ölium fjórum gillmótunum. Á sl. ári skiptu Mike Powell lang- stökkvari frá Bandaríkjunum og Colin Jackson grindahlauparí á milli sín pottinum. i i Fjögur skiptu gullpottinum Christie missti af gullstöngunum á sjónarmun í 100 hlaupi og Bubka varð annar í stangarstökki au voru fjögur sem skiptu með sér gullpottinum að loknu fjórða og síðasta gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambansins í Berlín í gær. Michael Johnson sigraði ör- ugglega í 400 m hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínum besta, hljóp á 44,56 sek. Sonia O’Sullivan átti glæsilegan lokasprett í 5000 m hlaupi og stakk heimsmethafann, Fernöndu Ribeiro, af á síðustu 100 metrunum og tryggði sér hlutdeild í pottinum góða. Þá sigraði Gwen Torrence auðveldlega í 200 m hlaupi kvenna og Natalya Shiko- lenko var sú fjórða til að „falla" í gullpottin þegar hún kastaði lengst kvenna í spjótkasti, 67,72 m. Fimmti íþróttamaðurinn sem átti möguleika fyrir mótið að fá hlut- deild í pottinum, Linford Christie, varð að bíta í það súra epli að verða annar í sinni grein, 100 m hlaupi, sjónarmun á eftir Kanadamnninum Donovan Bailey sem hirti af honum heimsmeistaratitilinn á vegalengd- innilyrir réttum mánuði. „Ég er alltaf sterkur á síðustu 20 m og var það einnig að þessu sinni, það er allt sem ég get sagt sagði,“ sagði Christie eftir að það varð ljóst að hann hafði lennt í öðru sætinu og misst af gullstöng- um að verðmæti rúmlega 3 milljón- ir króna, miðað við að pottinum hefði verið skipt í fimm hluta. Þýska hlaupakonan Grit Breuer keppti í fyrsta skipti á mótinu etir að hafa tekið út þriggja ára keppn- isbann vegna lyfjamisnotkunar. Hún varð önnur á 51,68 sek. í 400 m hlaupi, en Cathy Freemans sigr- aði á 50,98 sek. Breuer fékk mik- irin stuðning frá áhorfendum á Ólympíuleikvanginum í Berlin og var glöð í bragði þegar hún kom í markið. „Ég vildi bara komast í gegnum þetta hlaup slysalaust og það tókst mér. Ég á meira inni en ég sýndi að þessu sinni,“ sagði hún. „Það væri ekki rétt hjá mér að segja að hlaupið hafi verið það besta hjá mér í sumar, en vissulega það sem hefur veitt mér mesta ánægju," sagði Sonia O’Sullivan hafði komið fyrst í mark í 5000 m hlaupi og krækt sér í hlutdeild í gullpottinum. „Ég kom mjög einbeitt til hlaups- ins, ekki vegna gullsins sem var í boði heldur vegna þess að ég ætl- aði mér að hlaupa vel og sigra Ottey,“ sagði Gwen Torrence, að loknum sigrinum í 200 m hlaupi kvenna. Hún kom lang fyrst í mark á 21,98 sek. og Irina Privalova varð önnur á 22,59 sek. Merlene Ottey varð hins vegar að hætta keppni eftir tæpa hundrað metra vegna meiðsla. Þau stórtíðindi gerðust annars á mótinu að Úkraínumaðurinn Segei Bubka varð að gera sér annað sætið að góðu í stangarstökks- keppninni, stökk aðeins 5,90 m. Það var S-Afríkumaðurinn Okkert Brits sem fór með sigur úr býtum, stökk 5,95 m og kóronaði sigurinn með því að reyna við nýtt heims- met, en tókst ekki. En eflaust var þetta alveg ný reynsla fyrir Bubka að sjá andstæðing sinn reyna að slá heimsmet sitt, en Bubka hefur verið einráður í þessari grein síðan 1984. KNATTSPYRNA: VERÐA STRÁKARNIR í LACORUNA STÓRIR? / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.