Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í hverju eru þeir ...? ÞESSIR prúðu og stæðilegu aflrauna- menn verða meðal keppenda á ís- landsmótinu á Hálandaleikum í dag á Selfossi kl. 15.00. Þá gefst fólki kostur á að sjá sjö aflraunamenn í skotapilsum keppa í fimm kastgrein- um. Auðunn Jónsson, lyftingakappi, Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims, og Jón Sigurjónsson, sleggjukastari, æfðu fyrir keppnina á kastsvæðinu í Laugardal, en vart er von til að þessi stelling eigi eftir að sjást í keppninni. Kappamir munu kasta steinum, lóðum, sleggju og staurum að hætti Skota. Islandsmeist- ari í fyrra varð Andrés Guðmunds- son, en hann keppir ekki að þessu sinni. Auk þrimenninganna prúðu verða Hjalti Úrsus Árnason, Torfi Ólafsson, Bjarki Viðarson og Guð- mundur O. Sigurðsson. iartansson er hér búinn aö sveifla ískum andstæðingi til falls. LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER1995 D 3 ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR Geir stóð sig vel í Þýskalandi GEIR Sverrisson, frjáls- íþróttamaður úr Ármanni, sem varð þrefaldur heims- meistari á HM fatlaðra í Berl- ín 1994 í 100, 200 og 400 m hlaupi, er nýkominn frá Þýska- landi þar sem hann tók þátt íþremur mótum og stóð sig vel. Geir fékk boð um taka þátt í „Paralympic Revivai“ í Gött- ingen, sem er alþjóðlegt boðsmót fyrir sterkustu fijálsíþróttamenn heims úr röðum fatlaðra og jafn- framt var það undirbúningsmót fyrir Ólympíumót fatlaðra í Atl- anta 1996. Geir var valinn til að keppa í 400 m hlaupi, en ekki var keppt í 100 og 200 m hlaupi á mótinu. Hann keppti í sterkasta flokknum og keppti við alla bestu hlaupara heims úr röðum fatlaðra. Geir skaut keppinautum sínum ref fyrir rass og kom fyrstur í mark á 50,98 sek., sem er besti tími hans í ár. Þá keppti hann í Evrópusveit í 4x100 m boðhlaupi ásamt Þjóð- veija, Ungverja og Breta. Geir átti glæsilegan endasprett og náði að tryggja sveit sinni fyrsta sæti. Fyrir mótið keppti Geir á tveim- ur öðrum mótum ófatlaðra, sem fóru fram í Aachen og Troisdorf. Geir var annar í 100 m hlaupi á 11,36 sek. og annar í 400 m hlaupi, 51,20 sek. í Aachen og í Troisdorf varð hann sjötti í 100 m hlaupi á 11,56 sek. GEIR Sverrisson stóð slg vel á hlaupabrautinni í Þýskalandi. NFL-DEILDIN Leiktímabil breytinga í ruðningsdeildinni í Bandaríkjunum Allir flýja Los Angeles NHF-ruðningsdeildin hefst nú um helgina Í76. skipti. Mikil eftirvænting ríkir um keppnina í vetur, en breytingar hafa ver- ið á mörgum sviðum í sumar. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Helstu breytingarnar frá síðasta keppnistímabili eru þær að tvö ný lið koma inn í deildina, Jack- sonville Jaguars frá Flórída og Carolina Panthers frá Norð- ur-Karólínu. Þetta eru fyrstu nýju liðin í deildinni síðan 1976. Þá missti Los Aangeles borg bæði lið sín til borga sem áður fyrr höfðu lið í deildinni. Eigandi Raiders, hinn lit- ríki A1 Davis, flutti lið sitt frá Los Angeles norður í Kaliforníu til Oak- land, en þar var liðið áður frá stofn- un 1960 til 1982. Los Angeles Rams flutti svo til St Louis, eftir sex ára- tuga veru í suður Kaliforníu. Þetta þykir forráðamönnum deildarinnar hið versta mál, enda er Los Ange- les næst stærsti sjónvarpsmarkað- urinn í Bandaríkjunum. Talið er víst að annaðhvort muni deildin leyfa stofnun nýs liðs í borginni eða flutning á einhveiju hinna liðanna þangað, jafnvel á næsta keppnis- tímabili. Nokkuð var um mannabreytingar í sumar, bæði á leikmönnum og þjálfurum. Níu lið hafa nýja þjálf- ara og er helst að vænta árangurs hjá Mike Shanahn í Denver, en hann var sóknarþjálfari hjá meist- urunum frá San Francisco. Athygl- isverðustu leikmannaskiptin eru að bakvörður San Francisco 49ers, Ricky Waters, er farinn til Philad- elphia Eagles; kantmaður Atlanta Falcons, Andre Rison, fór til Cleve- land Brown; kantmaður Dallas, Alan Harper, verður nú hjá Tampa Bay Buccaneers, og sóknarmaður- inn sterki frá Pittsburgh Steelers, Eric Green, fór til Miami Dolphins. Fyrir utan gengi liða í vetur mun liðstjórnandi Miami Dolphins, hinn geðþekki Dan Marino, mjög senni- lega verða mikið í sviðsljósinu. Kappinn á þegar öll kastmet yfir keppnistímabil og ef hann nær að- eins miðlungsárangri mun hann slá öll kastmet Fran Tarkenton yfir keppnisferil. Tarkenton lék með Víkingunum frá Minnesota lengst af á sínum 18 ára ferli. Marino er að hefja sitt 13. keppnistímabil, en hann missti úr mest allt tímabilið 1993-1994. Liðunum 30 í NFL er skipt í tvær deildir sem hvor um sig hefur þijá riðla. Fjögur lið úr hvorri deild kom- ast í úrslitakeppnina og sigurvegar- arnir leika síðan til úrslita í hinum fraega ofurskálarleik. í National deild eru það sem fyrr meistarar San Francisco 49ers og Dallas Cowboys sem munu beij- ast um sigurinn. Bæði lið misstu lykilmenn í sókn, en Dallas hefur fengið menn til að bakka í vörnina úr langvarandi meiðslum. Liðin mætast í Texas 12. nóvember og hafa leikmenn beggja liða þegar byijað orðsendingar til andstæð- inganna í fjölmiðlum um hvað myndi gerast þar. í AFC deild eru það Miami Dolphins, Pittsburgh Steelers, Oakland Raiders og New England Patriots sem talin eru munu beijast um sigur í deildinni. Flestir íþróttaspekúlantar hér vestra telja þó að lið Dallas og San Francisco séu enn skrefi framar en bestu liðin í AFC deildinni en það kom vel fram í ofurskálarleikn- um síðasta þegar San Francisco vann San Diego örugglega, það var 11. tapleikur AFC liðs í ofurskálar- leik í röð. Handtekinn með skammbyssu J.R. REID, körfuknattleiksmaður með San Antonio Spurs, var handtekinn í vikunni á flugvellinum í San Antonio. í farangri hans fannst sjálfvirk 45 „calibera“ skammbyssa. Reid sagði að hann hefði gleymt að taka byssuna úr töskunni áður en hann lagði upp í ferðalagið, en það er með öllu bannað að hafa byssur með sér í flugvélum í Bandaríkjunum. Ákæra verður lögð fram á hendur Reid fyrir ólöglegan vopnaburð og reikna má með að hann verði dæmdur til að greiða háa fjársekt. Adams verðurfýr- • irliði Eng- lands NEIL Ruddock, varnarmaður Liverpool, var í gær kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir lands- leikinn gegn Kólombíu í næstu viku sökum þess að Garry Pallister er meiddur í baki. Ruddock hefur leikið einn lands- leik fyrir England gegn Ní- geríu í nóvember í fyrra. Tony Adams verður fyrir- liði enska landsliðsins í leikn- um og leysir félaga sinn hjá Arsenal, David Platt, af hólmi. Er Adams nítugasti og níundi maðurinn sem ber fyr- irliðabandið fyrir enska landsliðið. Hann tók einnig við fyrirliðabandinu síðast þegar Platt gat ekki verið með, gegn Rúmenum I októ- ber í fyrra. K. FOLK ■ OTTO Rehhagel, þjálfari Bayern Miinchen, er í vanda vegna meiðsla framlínumanna sinna og ef þeir verða ekki tilbún- ir fljótlega mun hann reyna að fá gömlu kempuna Rudi Völler, sem leikur með Bayern Leverkusen. Frans Beckenbauer, stjórnar- formaður Bayern og fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, seg- ir að hann sjái engan mun á Völl- er nú og í heimsmeistarakeppninni* 1990. ■ BIELEFELD sigraði Hamb- urg í þýsku bikarkeppninni. Liðs- menn Bielefeld hafa líklega kunn- að flest svör við aðgerðum and- stæðinganna því í liði Bielefeld eru fimm leikmenn sem ekki nenntu að standa lengur í barátt- unni í fyrstu deild og að auki Fritz Walter. ■ MÁURIO GAUDINO, sem leikur nú með Frankfurt í Þýska- landi, er líklega á förum til Mex- íkó, eftir því sem hann sagði í sjónvarpsviðtali við mexíkóska sjónvarpsstöð. Frankfurt fær 400.000 dollara fyrir kappann etf það eina sem gæti staðið í vegi fyrir því er að hann meiddist á æfingu fyrir skömmu og er ekki enn orðinn góður af meiðslunum. ■ PHIL Babb leikmaður Li- verpool og írska landsliðsins get- ur ekki tekið þátt i landsleiknum gegn Austurríkismönnum í næstur viku vegna hnémeiðsla. Alan Keraghan hleypur væntanlega í skarðið fyrir Babb. Steve Staun- ton verður heldur ekki með Irum í landsleiknum vegna meiðsla. ■ DEAN Saunders gefur ekkf kost á sér með velska landsliðinu í leik gegn Moldavíu í næstu viku sökum þess að hann og kona hans vænta sín þriðja barns á næstu dögum og Saunders ætlar sér að vera nærstaddur þegar það kemur í heiminn. Kappinn leikur með Galatasaray í Tyrklandi —þvj^ langt að fara til Wales fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.