Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 4
Tekst strákunum í La Coruna að verða stórir? KEPPNI í spænsku 1. deldinni í knattspyrnu hefst í dag og ýmis- legt bendir til þess að stórveldin þar í landi, meistarar Real Madrid og Barcelona séu ekki eins sterk og undanfarin ár og smáliðið Deportivo La Coruna muni þriðja keppnistimabilið í röð láta finna fyrir sér í toppbar- áttunni. Á síðustu 64 árum hafa Real Madrid og Barcelona unnið * spænsku deildina í fjörutíu sinn- um, en fyrrum framherji Li- verpool, John Toschak, og læri- sveinar hans stefna ótrauðir á að fá nafn síns félags skráð í fyrsta skipti á spænska deildar- bikarinn. Þegar Jorge Valdano og leikmenn hans hjá Real Madrid innbyrtu spænska meistaratitilinn í vor eftir fimm ára bið leit út fyrir að nú væri þeirra tími kominn og nú myndu t Madrídarmenn verða leiðandi í þar- lendum fótbolta næstu árin eftir að hafa staðið í skugga Barcelona nokk- ur undanfarin ár. En þegar keppnin er að hefjast er greinilegt að Vald- ano á í vandræðum með að slípa saman hópinn. Ekki hefur verið neinn meistarabragur á liðinu á undirbún- ingstímabilinu. Í fyrsta æfingaleikn- um í sumar tapaði Real Madrid fyrir Tenerife 4:0, en Valdano þjálfari sagði það vera vegna þess að enn ætti eftir að slípa ýmis atriði í leik liðsins og ekkert væri í sjáfu sér óeðlilegt á ferðinni. En eftir að liðið tapaði þrisvar í röð fyrir Deportivo La Coruna, þar á með 5:1, í árlegum leik meistaranna og bikarmeistar- anna þá lítur út fyrir að Madrídarlið- * ið eigi við meiri vanda að etja en þjálfarinn vildi meina í fyrstu. Eins mark sigur á Ajax í æfíngaleik í vik- unni hefur ekki orðið til þess að draga úr efasemdaröddunum. Verður Laudrup á bekknum? Valdano þjálfari lætur engan bilb- ug á sér finna og telur að liðið muni ná sér á strik. Hann er fullviss að liðstyrkur sá sem hann keypti í sum- ar muni nægja til að halda liðinu á toppnum. Juan Esnaider kom frá Real Zaragoza og verður hann félagi Chilemannsins Ivans Zamoranos í framlínunni og kólumbíski miðvallar- leikmaðurinn Freddy Rincon á að vera Argentínumanninum Fernando -* Redondo til halds og trausts. Þetta eru erlendir leikmenn og því er Dan- inn Michael Laudrup fimmti útlend- ingurinn í herbúðum félagins og gæti svo farið að hann vermdi bekkinn nokkuð í vetur nái hinir vel saman. Nýir vendir hjá Barcelona Útlendingaherdeildin hjá Barcel- ona hefur tekið stakkaskiptum. Rom- ario hefur snúið aftur heim til Brasil- íu, Hristo Stoichkov hefur flutt sig um set til Parína á Ítalíu og Hollend- ingurinn Ronald Koeman hefur snúið , heim þar sem hann ætlar að enda knattspymuferilinn. Cruyff hefur trú á því að nýir vendir sópi hest og hefur keypt í þeirra stað þijá nýja útlendinga auk tveggja heimamanna. Markahrókurinn Meho Kodro frá Bosníu, var keyptur í sumar frá Real Sociedad, portúgalski miðvallarleik- Tveir góðir HER mð sjá tvo af stjörnulelkmönn- unum á Spáni, Chllemannlnn Ivan Zamorand, sem hefur verlö mestl markvarðahrellir undanfarin ár — skorað grimmt fyr- Ir Real Madrid — og fyrlr neðan er Brasllíumaöurlnn Bebeto, sem er lykilmaður hjá La Coruna. ■ JOHN Toshack, fyrrum leik- maður Liverpool, stjórnar La Coruna. maðurinn Luis Figo og rúmenski sóknarmaðurinn Gheorghe Popescu. Eini útlendingurinn sem var með félaginu í fyrra og er enn með er Rúmenninn Gheorghe Hagi. Þá hafa þeir hjá Barcelona krækt í Robert Prosinecki frá Real Oviedo og spænska landsliðsframheijann Angel Cuellar frá Real Betis. Þessum mönn- BARCELONA keyptl Bosníu- mannlnn Meho Kodro á 357 millj. ísl. kr. um er ætlað að endurheimta sess þann sem Barcelona liðið hafði á fyrri hluta þessa áratugs í spænskum fótbolta og enn sem fyrr undir stjórn Hollendingsins Johans Cruyffs. Deportivo hefur líka styrkt sig Stóra smáliðið, Deportivo Coruna, hefur sl. ár verið að narta í hælana á stórliðunum og í vor endaði félagið í öðru sæti í deildarkeppninni annað árið í röð auk þess sem það sigraði í bikarkeppninni. Liðinu hefur gengið vel á undirbúningstímanum og lagt Real Madrid að hólmi og rúllað yfir Bayern Múnchen í æfingaleik auk þess að vinna sannfærandi sigur á brasilíska liðinu Flamengo 3:0 í æf- ingamóti. Þrátt fyrir góða frammi- stöðu í fyrra hafa forráðamenn Dep- ortivo ekki látið sitt eftir liggja við að styrkja liðið enn frekar. Til liðs við Deportvio hafa gengið Rafael Martin Vasquez frá meistaraliðinu í Madríd, Aitor Beguirstain frá Barc- elona og rússneski framheijinn Dim- itri Radchenko frá Racing Santand- er. í fyrstu umferðinni fá leikmenn Deportivo krefjandi verkefni sem reynir á. Þá mæta þeir verulega end- urbættu liði Valencia sem keypt hef- ur tíu nýja leikmenn fyrir tímabilið í þeirri von að geta rifið sig upp úr öldudal undanfarinna ára. Meistar- arnir frá Madríd hefja titilvömina gegn nágrönnum sínum Rayo Vallec- ano og Barcelona mætir smáliðinu Real Valladolid á heimavelli. „Útlend- ingarnir“ áSpáni ALLS leika 85 erlendir leikmenn í 1. deildarkeppninni á Spáni í vetur. Leikmennirnir koma frá Asíu, Ameríku, Afríku, Evrópu og vekur það nokkra athygli að alls koma 26 leikmenn frá lönd- um fyrrum Júgó- slavíu. Hér er listi yfir leikmennina — liðin geta að- eins notað þrjá í hverjum leik. REAL MADRID Rincon (Kólumbíu), Esnaider og Ronaldo (Argentínu), Michael Laudmp (Danmörku), Zamorano (Chile). LA CORUNA Milovanovic (Serbíu), Radschenko (Rússlandi), Djukic (Króatíu), Be- beto og Da Silva (Brasilíu). BARCELONA Popescu (Rúmeniu), Figo (Portúgal), Kodro (Bosníu), Prosinecki (Króa- tíu), Hagi (Rúmeníu). BETIS Jami (Króatíu), Vidakovic (Bosníu), Stosic (Serbíu), Kowalczyk (Pól- landi). SEVILLA Peixe (Portúgal), Oulida (Hollandi), Rodriguez (Brasilíu), Suker (Króat- íu). REAL SARAGOZA Berti og Caceres (Argentínu), Poyet (Umguay). ESPANOL Bogdanovic (Serbíu), Pochettino (Argentínu), Brnovic (Svartfjalla- landi), Rodiocioiu (Rúmeníu). ATLETICO BILBAO Enginn. REAL OVIEDO Stojkovski (Makidóníu), Dubovski (Tsjetsjniu), Jerkan (Króatíu). VALENCIA Viola og Nazibho (Brasilíu), Mij- atovic (Svartfjallalandi). REAL SOCIEDAD Acheampong (Gana), Purk (Austur- ríki), Craioveanu (Rúmeníu), Karpin (Rússlandi). TENERIFE Jakanovic (Serbíu), Hapal (Tsjetsj- níu), Buljubasic og Ojeda (Argent- ínu). CELTA Milojevic (Serbíu), Ratkovic og Gud- elj (Bosníu), Desio (Argentínu). ATLETICO MADRID Biagini og Simeone (Argentínu), Correa (Uruguay), Stanojevic, Raunovic og Pantic (Serbíu), Penev (Búlgaríu), Fortune (S-Afríku). RACING SANTANDER Fauzulin og Popov (Rússlandi), Zyg- mantovich (H-Rússlandi), Mutiu (Ní- geríu). COMPOSTELA Soares (Brasilíu), Passi (Frakk- landi), Stosic (Króatíu), Christensen (Danmörku). ALBACETE BALOMPIE Kasumov (Aserbeidschan), Zalazar (Uruguay), Bjelica (Króatíu). SPORTING GIJON Yekini (Nígeríu), Sabou (Rúmeníu), Ladiakhow (Rússlandi), Perez (Arg- entínu), Saric (Króatíu). RAYO VALLECANO Agbonaubare (Nígeríu), Andrij- asevic (Króatíu), Da Casio (Brasilíu). SALAMANCA Stinga (Rúmeníu), Del Solar (Perú). MERIDA Pisarew (Rússlandi), Dulanto (Peru), Sinval (Brasilíu), Correa (Uruguay). VALLADOLID Guevara (Honduras), Halilovic og Paternac (Króatíu), Mosquere (Venezuela). Laúdrup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.