Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 5 LEYFIÐ börnunum að koma til mín, gætir Richard Boone verið að segja þar sem hann bregður á leik með þeim Steini og Daða. hafði Arne troðið servíettum í bæði eyru og stóðu þær langt út í loftið. Nú er illu heilli búið að loka Soffíu- kjallaranum vegna skattaskulda og djassinn hljómar þar ekki lengur á sunnudagseftirmiðdögum. Þegar komið var í garðinn hjá Bent var allt að skrælna. Þurrkar höfðu verið miklir og Bent ekki kom- ið um tíma til að vökva. Bannað var að vökva nema með garðkönnum til að spara vatnið vegna hitabylgjunn- ar, en Bent ályktaði sem svo að úr því hann hefði ekki vökvað lengi ætti hann rétt á að vökva með garð- slöngu. Ekki voru nágrannarnir sammála, en eftir snarpa sennu var saminn friður og við settumst niður og fengum okkur einn kaldan. Svo var jarðargróðurinn skoðaður, gulr- ætur, kartöflur, rauðrófur, kúrbítur, salvía og allt þar á milli, einnig það sem ekki má nefna, og svo var upp skorið. Ég fékk svo mikla salvíu að ég þurrkaði slatta og tók með mér til Islands og nota hana enn við hátíðleg tækifæri þegar eldaður er Jædig-pottréttur. Að garðvinnunni lokinni var stefn- an tekin á Soffíukjallarann þar sem við áttum stefnumót við Richard Boone. Jacob Fischer og félagar voru að spila og við sátum flest úti við síkið og hlustuðum. Þar var margt um manninn: Harvey Sands, þjónninn frægi úr Montmartre, Steve úr Steve’s Jazz & Book Shop, Bob Rockwel! og allir hinir sem aldr- ei vantaði þegar djass var í kjallaran- um. Richard Boone lék á als oddi og var svo skemmtilegur að börnin þyrptust að honum - svo kvöldaði og á De tre Musketerer var Art Farmer að spila og Boone fór með okkur þangað og þar var íjölmenni að hlusta. Vinkona Bents, hin fræga hattakona Tove, mætti á staðinn, Ernie Wilkins í hjólastól og Ed Thig- pen með honum, en Tomas Clausen, Mads Vinding og Alex Riel léku með Farmer. Tryggvi Ólafsson kúnstmal- er kom síðastur. Art Farmer kom til Reykjavíkur í fyrsta sinni 1966, en alls kom hann þrisvar sinnum. í pásunni minntist hann Tjarnarbúðar og Þráins Kristj- ánssonar og Sölku Völku, sem hann las á ensku þegar hann gisti á Hót- el Sögu: „En feikn var kaffið á ís- landi vont,“ sagði hann. „Það hefur batnað mikið síðan,“ svaraði ég. „Nú er það eins og best gerist í heimin- um.“ Vonandi var ég að segja satt því kaffi bragða ég varla og vonandi eigum við eftir að fá Art Farmer aftur í heimsókn, en það verður varla í ár. í dag blása Bent og Jesper til RúRek í Ráðhúsi og Leikhúskjallara og á morgun fagna Bent og Richard Boone tuttugu ára afmæli Jazzvakn- ingar í mikilli sveifluveislu á Ommu Lú. Bent er hinn sanni norræni sendi- boði djassins og hvar sem maður hittir djassleikara, sem komnir eru til vits og ára, spyrja þeir þegar þeir heyra að maður sé hagvanur í Kaupmannahöfn: „Hvernig hefur Bent það?“ Höfundur er djasaáhugamnður og framkvæmdnstjóri RúRck. MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/Zsr limgerdi öruggasta klukkan? ALDUR LIMGERÐA VIÐ erum oft alvarlega minnt á það hve tíminn er afstæður og hve stutt það æfiskeið er, sem við erum viðloð- andi. Já, það virðist oft skipta litlu máli, hvort við lifum fimm, fimmtíu eða hundrað ár á því að því er virð- ist óendanlega langa tímaskeiði sem við erum meðvituð um að hefur runn- ið og rennur enn. Margur upplifir og þroskast reyndar meira á 19 árum en aðrir á 89 árum. Og merkilegt nokk, það eru þessir gluggar, þessi augna- blik sem okkur gefast til að líta inn í eilífðina, sem skipta meira fyrir uppgjörið á æviske- iðinu en lengdin og veraldarvafstrið sjálft. í meðvitund okk- ar flestra er mann- kynsagan mæld í konungum og bar- dögum. Landafundum og uppgötvun- um sem hafa aukið þægindi lífsins. En það virðist einnig vera unnt að mæla hana í vöxnum tijágirðingum. A.m.k. í þeim löndum þar sem veð- urfar er græðandi. Til sögunnar nefnum við garðyrkjumanninn Max Hooper frá Englandi. Eftir miklar rannsóknir kom hann nýlega fram með kenningu um það, að aldur lim- gerða á Englandi sé mun hærri en áður var talið. Aður fyrr var álitið að elstu lim- gerðin væru að mestu leyti frá um 1600 en þá tókst valdamiklum land- eigendum að koma því í landslög þar, að umgirða mætti opin svæði, sem áður voru í almenningsnotkun. Um leið slógu þeir eign sinni á það land. Þetta er nefnt þingleg' afgirð- ing (parliamentary enclosures) vegna löggjafarinnar. Það má nefna það í leiðinni að lögin ollu um leið þrennu: Stækkun borganna og auknum straumi innflytjenda til Bandaríkja Norðurameríku. En einnig ollu þau stofnun merkilegra fræ-framleiðslufyrirtækja sem enn eru við lýði. En lítum nánar á rökstudda kenn- ingu Hoopers. Hann kannaði 227 gömul limgerði, sem hægt var að finna skrifaðar heimildir um. Þau voru á svæðinu milli Devon, Glouc- estershire, Cambridgehire, Hunting- donshire og Lincolnshire. Síðan voru taldar tegundir tijáa á 45 metra köflum í hveiju limgerði. Hooper hafði áður áttað sig á því að jarð- vegsgerð skýrði ekki hvers vegna mismunandi tegundir þrifust í lim- gerðinu. Grunur hans beindist að því hvort fjöldi tegunda gæti bent til aldurs limgerðisins. Hann ákvað að telja ekki með teg- undir eins og brómbeijarunna og bergfléttur en hins vegar um fimm- tíu aðrar tegundir runna og tijáa t.d. eins og rauðþyrnir og allt að spindiltré (euonymus). Niðurstaðan hans var nokkuð fyndin, sem sé sú að fjöldi tegunda í 45 metra kafla limgerðin væri sami og aldimar sem limgerðið hefði verið í ræktun. Sem sé fimm tegundir þýddi t.d. fimm alda tímabil frá gerð limgerðisins. Frávikin geta auðvitað verið ein til tvær aldir. Það er eitthvað afstætt við þessa kenningu Hoopers um aldur lim- gerða: Þeim mun fastari sem maður er í nútímanum, þar sem allt sem skiptir máli á að hafa gerst, þeim mun erfiðara er að átta sig á svo hægum uppvaxtarferli tijátegunda í limgerði. En menn tóku þegar til starfa í Bretlandi við að telja tijátegundir í limgerðum. Þar á meðal nokkur þús- und skólabörn um allt Bretland. í ljós kom að mjög mikið er til af ævagömlum limgerðum þar í landi. Mun eidri en einstaka ævaforn eik, sem hingað til hafa verið plöntufull- trúar fyrri tíma. Um helmingur breskra limgerða er þó frá tímum hinna þinglegu af- girðinga, mest í Austur-Miðlöndun- um. Helmingur limgerða í Devon er yfir 800 ára gamall og annar fjórð- ungur yfir 700 ára. Á vissum svæð- um í Devon og Suffolk eru yfir 1000 ára gömul limgerði. En margt annað kom í ljós í rann- sókninni. Þannig kemur ahorn ekki inn í limgerðið fyrr en fjórar aðrar tegundir voru þar fyrir. Og spindiltré koma ekki af sjálfsdáðum í limgerði fyrr en sex aðrar tegundir voru þar fyrir. Þannig eru limgerði með spind- iltré yfir 700 ára gömul. Limgerði hafa sinn sjálfstæða vilja þó að þeim sé í upphafi plantað af manninum. Það eru undantekingar á þessu: Enskur álmur t.d. drepur af sér allar aðrar trétegundir í limgerði nema brómbeijarunna sem er mjög lífseig- ur. Ef limgerði er ekki klippt og hugsað um það gildir reglan heldur ekki ávallt. Ef málið er skoðað frá tímalaus- um grundvelli: Gæti sú skoðun ekki snöggopnað gluggann yfir í eilífðina í meðvitund okkar eitt augnablik? eftir Einar Þorstein IVIAT ARLIST /// rum vib þab sem vib borbum (eba borbum vib þab sem vib erum) ? Hófsemi erhollusta „ÖRLÖG þjóðanna velta á því hvernig þær næra sig“. Þessi fullyrðing er fengin frá franska rithöfundinum Anthelmo Brillat-Savarin. Hann skrifaði bókina „La physiologie du gout“ eða Lífeðlisfræði bragðlaukanna árið 1826. Þessu er ég hjartanlega sammála þó svo að margir fleiri þættir spili inn í örlög þjóða þá er næringin algjört lykilatriði í því sambandi hvort sem hún er í formi fæðu eða ástar og umhyggju. Matarinnkaupum má líkja við stöðuga kosningu, þjóðaratkvæðagreiðslu, daglegan prófstein fyrir hin stóru matvæla- fyrirtæki sem sjá okkur fyrir mörgum þeim fæðutegundum sem við neytum alla daga. Það er val neytandans sem skiptir mestu máli og meðvitund hans um hvað hann setur í kroppinn. Stór og þekkt matvælafyrirtæki hafa mörg hver dregið verulega úr saltinnihaldi ákveðinna framleiðsluvara sinna, minnk- að sykurmagn í barnamat og eins dregið úr fitumagni fæðutegunda. Þau sjá að fyrirtæki sem halda uppteknum, junk-food“ hætti eiga undir högg að sækja. Fötin skapa manninn og hinar firrtu og ófullnægjandi verald- legu kröfur Vesturlandabúaneytand- ans hafa verið leystar af hólmi af öðru boðorði: Þú ert það sem þú borðar. Ungt fólk í dag er orðið mun meðvitaðra en áður um fæðuval og hvað eigi vel saman í maga. Margsann- að er hve ofneysla fitu og skyndibita fer illa með melt- ingu og líffæri manna og það er eins og fólk sé að taka við sér. Ég get nefnt eitt dæmi því til stuðnings frá hamborgara- landinu Bandaríkjunum. Við líkskoð- un voru borin saman líffæri banda- rískra og víetnamskra hermanna sem látist höfðu í Víetnamstríðinu og þá kom í ljós og þótti sláandi hve miklu tjóni slagæðakerfi bandarísku her- mannanna hafði orðið fyrir í lifanda lífi. Þetta var rakið beint til rangs mataræðis. Þrátt fyrir aukna fræðslu um mataræði og meðvitund fólks um næringu sína virðist sem aðeins smá brot fylgi eftir þessari auknu fræðslu með því að breyta sjálft um matar- æði. Þeim finnst að sjúkdómar sem rekja má til óholls mataræðis muni ekki heija á það heldur næsta mann þó svo allir snæði sama hamborgar- ann í hádeginu. Ég dreg undanf- arnadi ályktun af því sem ég heyri í kringum mig. Viðtengingarháttur- inn er mikið notaður: Ég þyrfti nú endilega að borða meira af þessu eða hinu því ég veit hvað það er hollt. Það virðast sem sé margir vera haldnir sektarkennd yfir því livað þeir láta ofan í sig. En það er óþarfi og bull og þvæla. Við höfum allt þetta ún.'alshráefni og meira að segja æ viðráðanlegra vöruverð á jafnvel exótískustu fæðutegundum, enda- lausar greinar um hollt og gott mat- aræði og heilu doðrantana ef út í það er farið. Þetta er bara spurning um forgangsröð, sjálfsvirðingu og smá framkvæmdavilja. Lykilatriði er að gæta fjölbreytni og jafnvægis í fæðuvali, borða helst af öllum fæðu- flokkunum dag hvern. Einnig er mik- ilvægt að hver fæðutegund fái að njóta sín, þar er ítalska eldhúsið fremst í flokki en meira um það síð- ar. Einfaldleikinn skal vera í fyrir- rúmi (ekki hrúga öllum tegundum saman á einn disk). Ég veit að „allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga“ en..., munið að hollusta er hófsemi og það á ekki síst við um mat og drykk. Guðdómleg tómatbaka: Uppskrift fyrir fjóra. 30 g smjör smjördeig (tilbúið eða heimatil- búið) í form ca 24 cm í þvermál 1 stórt egg 1 kúfuð msk. ijómaostur 30 g Mariboostur 1 msk. Dijonsinnep Nokkrir kvistir af ferskum krydd- jurtum, t.d. steinselju, timian, kerfil, maijoram, eins er hægt að nota þurrkaðar kryddjurtir „Herbes de Provence” og strá þeim léttilega yf- ir. 2 ferskir tómatar (helst vel þrosk- aðir), 225 g marðir tómatar (látið mesta vökvann renna af þeim), 15 g ferskur rifinn Parmesanostur, salt og pipar. 1. Hitið ofninn í 220 gráður á Celsíus. Fletjið smjördeigið í þunna köku og leggið í bökuform og látið deigið ná alveg yfir barma formsins. 2. Þeytið eggið. Setjið eina skeið af því saman við smá vatnsdreitil og penslið smjör- deigsbotninn með því. 3. Hrærið saman restinni af egginu, íjómaostinum, Mariboostinum, sinnepinu og kryddjurtunum. Kryddið eftir smekk með salti og pipar. 4. Sneiðið tómatana tvo niður í fínar sneiðar. 5. Bætið tómatastöppunni við kryddostablönduna. Hellið hræringn- um á smjördeigið í forminu. Raðið niðursneiddu tómötunum smekklega ofan á, dreifið Parmesan yfir og létt- piprið. Setjið að lokum nokkrar smjörklípur á kökuna (ekki allar á sama stað). 6. Bakið í 20-30 mínútur, eða þar til smjördeigið hefur fengið á sig gullna áferð og deigið allt er nægi- lega bakað. Bytjið að fylgjast með bökunni eftir 15-20 mínútur: Ef bak- an fær of fljótt á sig hinn gulbrúna lit, breiðið þá álpappír yfir hana. Athugið svo með gaffli hvort botninn er nægilega bakaður áður en þið takið bökuna út úr ofninum. 7. Berið bökuna fram heita en látið ijúka aðeins af henni fyrst. Leikfimi - leikfimi Leikfimi fyrir konur á öllum aldri í Melaskóla. Góð upphitun, styrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri og teygjur. Upplýsingar og innritun í síma 557 3312 alla daga eftir kl. 17.00. Ingibjörg Jónsdóttir, íþróttakennari. eftir Hönnu Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.