Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Það hefur verió heldur hljótt um Ladda í nokk- urn tíma. En nú verður gerð bragarbót þar ó , því um næstu helgi, 8. og 9. september, verð- ur hann aftur ó ferðinni með frumflutning ó nýrri einmenningssýningu ó Ömmu Lú. Sýningin sem sem ber nefnið Laddi ó Ömmu mun standa þar í vetur. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Ladda um grínið, leiklistina og þessa nýju sýningu. HVAÐ er það sem gerir grín- ara fyndinn? Eru það hreyf- ingamar, svipbrigðin, rödd- in, gervið, textinn? Eða þarf þetta allt að fara saman? Hvers vegna eru sumir ofboðslega fyndnir og skemmtilegir í návígi, en ekkert fyndnir þegar þeir stíga á svið. Og svo eru aðrir sem era ofboðslega fyndnir á sviði en ekkert fyndnir í návígi. Hvers vegna höfum við þörf fyrir að hlæja? Og hvað er fyndið? Hvað er það sem kemur okkur til að bijálast úr hlátri - missa stjórn á okkur? Víst er hægt að spyija ótal spurn- inga og sjálfsagt eru til snillingar sem geta svarað þeim á vitsmunaleg- an hátt. Sumir hafa jú svör við öllu. Engu að síður era grínarar eins sjald- gæfir og góðir má’.arar, góðir rithöf- undar og góðir tónlistarmenn. Góðir grínarar eru enn sjaldgæfari. „Stand-up“-grínið hefur skyndi- lega numið land hér - og ekki bara til árshátíðabrigða, heldur er farið að boða samkomur utan um grínara sem standa upp á endann og ætla að vera fyndnir. En það er eins og með annað hjá listagyðjunni, margir era kallaðir til - fáir útvaldir. Þeir sem eru útvaldir geta talað um hvað sem er - og það verður fyndið. Hinir halda sig við kynfæri og líkamsúrgang - og verða alltaf minna og minna fyndnir. Einkenni á góðum grínara er að þurfa aldrei að grípa til klofsins til að reyna að leyna því hversu leiðinlegur hann er, húmorslaus og hugmyndasnauð- ur._ Á dögunum fór ég á einhvern „klofhroða" sem átti að heita „stand- up show“ - og við eigum ekki ís- lenskt orð yfir afþví það er svo stutt síðan við byijuðum að hlæja að við þurfum að láta orðabók háskólans finna upp nýyrði fyrir það eins og aðra tækni. Flatneskjan var svo yfir- gengileg að grínararnir hefðu allt eins getað legið á sviðinu. Hefði kannski bara verið betur viðeigandi. Nú má vel vera, lesandi góður, að þú kunnir að segja: Jæja góða, hver finnst þér þá vera útvalinn? Og því er fijótsvarað: Edda Björgvins, Gísli Rúnar, Pálmi Gestsson, Siggi Sigur- jóns, Olafía Hrönn, Eggert Þorleifs - og Laddi. Það var því ekki lítið gleðilegt að vakna einn morguninn, opna sitt Morgunblað og sjá þar skýrum stöf- um að í vetur yrði Laddi standandi í Ömmu Lú með standandi grín á föstudögum og laugardögum. Undir- leikari hans verður Hjörtur Howser og kemur uppákoma þeirra félag- anna til með að standa í einn og hálfan tíma í hvert sinn. Og í ailan vetur? Laddi, sem er sestur niður með kaffibolla reynir að draga úr ákafan- um: „Fram að áramótum til að byija með. Svo sjáum við til. Við vitum ekki hvernig fólki líkar þetta.“ Og víst er að sá Laddi sem birtist í Ömmu Lú er ekki sá Laddi sem við eigum að venjast. Enginn af gömlu karakterunum hans mætir til leiks - og þar eru ekki heldur neinir nýir. Eða þannig . . . „Ég byggi þetta upp á alls kyns dóti; gleraugum, húfum, höttum - móta sýninguna. Þeim leist rosalega vel á hana og hvöttu mig til að koma með hana norður. Það varð því fyrir þeirra tilstilli að þessi sýning varð að veruleika." Ég sjálfur - kannski ■ fyrsta skipti En reynir þetta ekki meira á? Nú hefurðu enga karaktera til að leyna þér á bak við, heldur verður að vera standandi fyndinn allan tím- ann. „Jú, og ekki bara það. Áður hafði ég alltaf smáhlé þegar ég var að skipta um föt. Ég komst alltaf út af sviðinu í smástund. Nún er ég einn allan tímann og skipti bara um húfur og gleraugu. Nú er ég bara ég sjálfur - kannski í fyrsta skipti. Ég fæ hér tækifæri til að skipta um karakter með því að skipta um hatt, rödd eða hreyfíngar. Það er ennþá skemmtilegra en að skipta algerlega um gervi.“ Þú sjálfur, segirðu . . . Mér er sagt þú sért feiminn. „Það hefur stórlagast með þess- ari sýningu - bara síðasta vetur. Svo er það nú einhvern veginn þannig að þegar maður er kominn upp á svið, hverfur feimnin. Þá er ég orð- inn einhver allt annar. Karakter- sköpun hefur alltaf verið stór hluti af minni vinnu; að búa til hlægileg- an eða asnalegan karakter. Og ég held mig við það, þótt ég breyti um stíl.“ Laddi hóf feril sinn hjá sjónvarpinu fyrir meira en tuttugu áram. Hann og Halli, bróðir hans voru báðir að vinna sem „alt-muligt“- menn þar. Þá var þar grínþáttaröð sem Égill Eðvarðs stjórnaði, þar sem fólk var í salnum og ekki leið á löngu þar til Egill áttaði sig á því að inni á stofn- uninni voru þessir bræður, fyndnari öðram mönnum. Þeir komu fram Halla og Ladda-skeiðið. Halli hefur smám saman dregið sig út úr brans- anum - en Laddi hefur haldið áfram að þróa þessa listgrein einn og sér og með öðram grínlistamönnum. Edda Björgvins er einn þeirra grín- ara sem hafa unnið með Ladda og gat svarað umhugsunarlaust þegar hún var spurð hvað það væri sem gerði Ladda fyndinn. „Það er þessi tandurhreini kjarni sálar hans sem sumir vilja kalla einlægni í leik. Hann er einn af fáum sem hafa hjartað á réttum stað í leik. Það eru svo marg- ir sem gaspra um einlægni en eru tilgerðin uppmáluð. Svo hefur hann snilligáfu - og það er eitthvað sem er illmögulegt að útskýra." Hvernig er að vinna með honum? „Hann ber af eins og gul! af eiri í fagmannlegum vinnubrögðum." Þegar Laddi er spurður hvernig grínflóran hafi litið út á íslandi þeg- ar þeir bræður byijuðu, segir hann: „Eftirhermuhúmorinn var ríkjandi, með þá Jörund, Ómar og Karl Guð- mundsson í fararbroddi. En um þetta leyti voru þeir Gísli Rúnar og Júlli Bijáns með kaffibrúsakarlana. Húm- orinn með þessum stuttu og snöggu bröndurum var að ryðja sér til rúms. En það vora ekki allir jafn hrifnir af honum. Ég man til dæmis eftir manni sem sagði: „Þetta era ekki brandarar, þetta er of stutt.“ Áhorfendur hafa breyst En nú hefur það breyst - ekki satt? „Jú, þetta hefur gerbreyst. Áhorf- endur era orðnir miklu opnari. Þeir era til í að bregðast við og taka þátt í gríninu. Ef einhver grípur fram í, til dæmis, og ég bregst við, era mun fleiri sem láta í sér heyra. Ég get verið á fleygiferð um salinn og það opnar mjög mikla möguleika. Þegar við byrjuðum, fannst mér oft eins og fólk hreinlega þyrði ekki en skipti aldrei um föt. Þetta era stuttar sögur með einum og einum brandara. Svo eru töfrabrögð sem ganga ekki upp og önnur sem ganga upp, svo maður verður alveg undr- andi. Tónlistin er líka hluti af upp- byggingu efnisins - og síðan fer það eftir viðbrögðum salarins hvernig sýningin þróast.“ Hvers vegna ertu að breyta um stíl? „Eg hef velt þessu fyrir mér nokk- uð lengi - en það má segja að þessi hugmynd hafi orðið að veruleika á Akureyri síðastliðinn vetur.“ Nú? „Þeir sem voru með Sjallann hringdu í mig og_ vildu setja upp „show“ með mér. Ég sagði þeim frá þessari hugmynd minni og að ég væri þegar byrjaður að semja og með Spike Jones- atriði - og slógu auðvitað í gegn. Og upphófust sím- hringingar þar sem óskað var eftir því að þeir bræður kæmu fram. „Við neituðum og neituðum lengi vel,“ segir Laddi, „en svo sáum við að þetta var ekki hægt. Við áttuðum okkur á því að það var hægt að hafa peninga út úr þessu. Þetta var raunveraleg vinna." Og þarmeð hófst að hlæja. Það var ekki með það á hreinu hvort maður væri að ganga of langt. Núna má gera grín að manninum á næsta borði og allir skemmta'sér vel, líka sá sem er fórn- arlambið." Skemmtir hann sér ekki best? „Oft á tíðum - nú orðið. En við reyndum þetta einu sinni hér áður fyrr - í Þórskabaretti. Þetta var einn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.