Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 11 klæddist og dró mig að sér. Horfði á mig um stund og sagði svo: „Þér er nær vinna að framgangi hug- sjóna verklýðsstéttarinnar af ein- hverri alvöru en að sitja hér við barinn með hor í nefinu og veist svo kannski ekki muninn á skóflu eða haka.“ Mér varð svo mikið um þennan reiðilestur að ég gekk bein- ustu leið niður í fatahengi, náði í yfirhöfnina og hvarf heim á leið. Á fyrstu árum hins svokallaða bítlaæðis var Glaumbær sem sagt eitt af fínni veitingahúsum borgar- innar. Það var velmegun, nóg at- vinna og bjartsýni ríkjandi. Við- reisnarstjórnin sat að völdum og fólk hafði töluverðum fjármunum úr að spila og skemmtanalífið blómstraði. Það var mikið um að vera í Glaumbæ og staðurinn hafi yfir sér alþjóðlegan blæ framsækins veitingahúss með góðar veitingar og þjónustu. Negrasöngkonan, Princess Patience, skemmti þar um mitt sumar 1964 og í september- mánuði sama ár önnur þeldökk söngkona, Bernadette, og um líkt leyti var þar haldið jazzkvöld ársins og fram komu Rúnar Georgsson, Gunnar Ormslev, Þórarinn Olafs- son, Friðrik Theódórsson, Jón Páll Bjamason og Pétur Östlund. í nóv- embermánuði 1964 hefur kvartett Péturs Östlund tekið við sem hljóm- sveit hússins af hljómsveit Finns Eydals og þá skemmtu í Glaumbæ dans- og söngmeyjar frá Ceylon. Skóbúð Austurbæjar auglýsir ódýra karlmannsskó með leðri og gúmmí- sólum á 232 krónur og 296 krónur, og hafa þeir sennilega dugað skammt á dansgólfinu, því þá er stutt í það að bítlaæðið nái einnig inn fyrir dyr Glaumbæjar. Ahrifamiklir túlkendur tónlistar í Glaumbæ og jazzpáfinn Hljómar, vinsælasta hlómsveit bítlatímabilsins á íslandi, er að koma til Reykjavíkur úr sigurför um landið. í septembermánuði 1964 eru svo sjálf goðin The Beatles að leggja undir sig heiminn. í Tónabíó er frumsýnd splunkuný mynd hljómsveitarinnar, sem heitir ein- Ljósmynd úr bókinni Rokksaga íslands HLJÓMAR, vinsælasta hljómsveit bítlatímabilsins á íslandi, á sviðinu i Glaumbæ. faldlega „The Beatles". Hver hjóm- sveitin af annarri er stofnuð í kjöl- far bítlaæðisins og kemur fram á skemmtistöðum í Reykjavík; Dumbó og Steini, Roof Tops, Flow- ers, Ævintýri, Öðmenn, Náttúra, Dátar og Trúbrot. Sigurður Rúnar Jónsson, „Diddi fiðla“, Björgvin Gíslason, Rúnar Júlíusson, Jónas R Jónsson, Gunnar Jökull Hákonar- sson, Karl Sighvatsson, Sveinn Guðjónsson, Ari Jónsson, Arnar Sigurbjörsson, Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Shady Owens, söngvarar og hljóðfæraleik- arar sem voru áhrifamiklir túlkend- ur tónlistar í Glaumbæ á sjöunda áratugnum. Bítlahljómsveitin breska, „The Swinging Blue Jeans“, kom fram á hljómleikum í Austurbæjarbíói um mánaðamótin janúar - febrúar 1965 og bítlahljómsveitir í öðrum hveij- um bílskúr við æfingar, fatatískan breyttist, svo og hártískan, sem gjörbreyttist þegar unga fólkið tók að safna hári að hætti bresku bítl- anna. Þessi umskipti höfðu auðvitað MÁTTUR RÖKRÆNS HUGARFARS Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, sálfræðingur, kennir að beita röklegri hugsun sem getur hjálpað þér: -l Að styrkja þig og láta þér líða betur, _J að leysa úr tilfinningamálum, -I að bæta samskipti við aðra, _l og vinna að markmiðum þínum. Námskeiðið verður 11.-13. sept. nk. frá kl. 20 til 22. Upplýsingar í símum 551-2164 og 551-2174. Gelur nýst starlshópum. Fyrri nemendur, með áhuga á framhaldi, hafib samband. ISL@NDIA INTERNET MIÐLARI http://wwwJslandici.is SÍMI 588-4020 Otakmarkadur adgangur ' rir adeins 1150.-/m Qk áhrif á rekstur veitingarhúsa í Reykjavík og bítlahljómsveitirnar fóru að verða allsráðandi í Glaumbæ, sem og öðrum veitinga- húsum. Dansmeyjarnar og þel- dökku söngkonurnar drógu ekki lengur að gesti. Jazzgeggjarar áttu þó lengi vel sitt skjól þar og var jazzpáfinn Vernharður Linnet með jazzkynningar á helstu sveiflu- meisturum og framúrstefnusnill- ingum. Tiltölulega lítill hópur ák- afra lærisveina jazzpáfans kom þar reglulega og hlýddi á boðskapinn og sveifluna. En bítlahljómsveitirnar voru helsta tekjulindin og Glaumbær varð helsta athvarf þeirra sem hrif- ust af hinni nýju tónlist. Það var margt að gerast í senn. Hreyfing utangarðsfólks, hipparnir, kom fram á sjónarsviðið og hið svo kall- aða „blómatímabil" hófst. Æskan var rótlaus og uppreisnargjörn. Mótmælagöngur og fundir næstum daglegir viðburðir. Gagnrýni á þátt- töku Bandaríkjamanna í stríðinu í Viet Nam áberandi og straumar og stefnur komu fram í lögum og text- um hljómsveitanna. Á Rambler glæsivagni á leið í Glaumbæ Glaumbær varð einnig skemmti- staður vinstri sinnaðrar æsku sem fjölmennti þar stundum eftir félags- fundi hjá Æskulýðsfylkingunni á Tjarnargötu 20. I auglýsingu frá Jóni Loftssyni í Morgunblaðinu frá þeim árum, er auglýstur glæsivagninn Rambler, og getið um hagstætt verð, með Ramblerkjörum. Eg minnst þess að Arnmundur Backman, hæstaréttarlögmaður, ók slíkum glæsivagni um götur Reykjavíkur á árunum 1965 - 66, þá nýkjörinn formaður Æskulýðs- fylkingarinnar og eftir einn stjórn- arfund í Æ.F.R var ekið beinustu leið í Glaumbæ, til þess að hlusta á Dumbó og Steina flytja óðinn um 17. júní, þjóðhátíðardaginn. Þá voru nýjar sígarettur frá Bandaríkjunum „Raleigh", King Size Filter tísku- fyrirbrigði reykingamanna enda talað um ekta tóbaksgæði í auglýs- ingum dagblaðanna og þær líklega þótt ómissandi í jakkavasa síga- rettureykingarmanna er sóttu Glaumbæ. Verksmiðjan Föt hf. framleiddi Aristó karlamannaföt og er ekki ólíklegt að þau hafí verið helstu tískuföt þeirra ára, ásamt auðvitað fötunum frá Karnabæ, sem Guð- laugur Bergmann rak af myndar- skap, og flutti hann meðal annars inn föt frá Carnaby-street í London. í grein um Glaumbæ verður auð- vitað ekki hjá því komist að minn- ast á söngleikina sem þar voru sett- ir upp undir lok sjöunda áratugar- ins, til að mynda rokkóperurna Hárið, þar sem hópur leikara og tónlistarfólks þreytti frumraun sína á sviði við góðar undirtektir. Og í endurminningunni frá Glaumbæjarárunum er annað og ekki síður minnisstætt atvik. Það var um sumar þegar dansleik var lokið klukkan tvö um nóttina og gestir voru komnir út í fagra sumar- nóttina. Rómantíkin var allsráðandi og ungir elskendur að þreifa fyrir sér. Rúnar Júlíusson og María Bald- ursdóttir sátu á grasbalanum við Fríkirkjuna, Rúnar með gítar í hönd og raulaði eitthvert lag Bítlanna, síðhærður og kominn með skegg- hýjung í andlitið, og þarna stóð Gústi rótari Hljóma og Trúbrots eins og siðgæðisvörður að gæta þess að allt færi fram samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjavíkur- borgar. í lok sjöunda áratugarins vorum við Vernharður Linnet eitt sinn í Glaumbæ þegar við fengum boð um að mæta í samkvæmi í hrörlegu timburhúsi einhvers staðar í Kópa- voginum. Við ákváðum að taka boðinu og fórum í leigubíl á stað- inn. Þegar þangað var komið var ljóst að fyrir voru í húsinu nokkrir helstu popptónlistarmenn sjöunda áratugarins, hippar og annað skrautlegt lið. Það voru veitingar á boðstólum, hippar, hugsjónamenn og mannkynsfrelsarar ræddu ákaft lífsgátuna fram undir morgun, boð- uðu sumir frið og bræðralag, aðrir byltingu að fyrirmynd Che Guevara eða Maó Tse Tung. Hver niðurstaðan var af þeim fundi man ég ekki, en eitt átti hóp- urinn þó sameiginlegt, - áð skemmta sér hvergi betur en í Glaumbæ. Nú er þessi tími aðeins til í endur- minningu þeirra sem hann upplifðu og er það ef til vill viðfangsefni kvikmyndagerðarmanna að gera skil uppreisn og ólgu er fylgdi hluta af yngri kynslóðinni á sjöunda ára- tugnum og þá ekki síst tónlistinni, er æskan heillaðist af í Glaumbæ og átti sinn þátt í velgengni staðar- ins um árabil. Höfundur er rithöfundur. Velkomin í Þjóðleikhúsið! METNAÐUR Á ÖLLUM SVIÐUM Ur Prck og lar STORA SVIÐIÐ Þrek og tár eftir Ólaf H. Símonarson Kardemommubærinn eftir Th. Egner Glerbrot eftir Arthur Miller DonJuan eftir Moiiére Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson Sem yður þóknast eftir W. Shakespeare SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Leigjandinn eftir Simon Burke Leitt hún skyldi vera skækja eftir |. Ford Hamingjuránið, söngleikur ef«rb. Ahifors LITLA SVIÐIÐ Sannur karlmaður eftir Tankred Dorst Kirkjugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell Hvítamyrkur eftir Karl Ágúst Úlfsson Einnig hefjast sýningar á ný á Stakkaskiptum, Taktu lagið, Lóa! og Lofthræddi örninn hann Örvar ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 55 1 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.