Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 13 Áður en regnið kom I BIO ^XoRRÆNA stutt- og heimildar- myndahátiðin, Nordisk Panorama, verður hald- in í Bjðrgvin í Noregi dagana 27. september til 1. október og verða þar sýndar alls 56 myndir, þar af fjórar frá íslandi. Það eru myndimar Hlaupár eftir Önnu Th. RÖgnvaldsdóttur, Kló- settmenning eftir Grím Hákonarsson og Rúnar Rúnarsson, Nifl eftir Þór Elís Pálsson og loks Tvær ungar stúlkur og strið eftir Maríu S. Sig- urðardóttur. íslendingar héldu há- tíðina í fyrra og voru þá valdir 18 timar af myndefni í keppnina, en í Björgvin hefur þeim stundum verið fjölgað um ^jórar og eru nú 22 og komast þar með mun fleiri myndir á blað. EIN af myndunum sem keppti um Óskarinn, sem besta erlenda myndin á síðasta ári, var Aður en regnið kom eða „Before the Rain“, fjölþjóðleg mynd í höndum Breta, Frakka og Madedóníumanna sem Milc- ho Manchevski leikstýrir. Myndin gerist einhvers staðar á milli Makedóníu og Albaníu og segir af fólki sem leiðist út í kynþáttadeil- ur. Hún er full af tilvísunum til Bosníudeilunnar en í mið- punkti eru átök milli krist- inna og múslíma. Aður en regnið kom segir þrjár sögur sem tengjast allar drápi ungrar stúlku á makedónískum fjárhirði. Þögull munkur skýtur skjólshúsi yfir stúlkuna og verður ástfanginn; bresk kona kynnist útlægum ljós- myndara; ljósmyndarinn snýr aftur til heimabæjar síns og hafa þá bæjarbúar skipst í stríðandi fylkingar. Sögurnar eru ekki sagðar í réttri tímaröð og minna að því leyti á Reyfara Q. Tarantinos. 20.000 á Franskan koss ALLS höfðu um 20.000 manns séð gaman- myndina Franskan koss í Háskólabíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 20.000 mann séð áströlsku mynd- ina Brúðkaup Muriel, um 7.000 sáu Kongó fyrstu sýn- ingarhelgina, en hún er einnig í Bíóhöllinni, 11.000 hafa sóð Skógardýrið Hugó, 6.500 Tommy kallinn og um 3.000 Jack og Söru. Draugagamanmyndin Casper byijaði nú um helg- ina í Háskólabíói og Sam- bíóunum en næstu myndir Háskólabíós eru „Bravehe- art“, sem einnig er í Regn- boganum, og franska mynd- in Indíáni í borginni með Thierry Lhermitte og Ludw- ig Briand en þeir verða við- staddir frumsýningu mynd- arinnar hér á landi þann 23. september. Þá sýnir Háskólabíó Vatnaveröld í lok september ásamt Sambíóunum og GESTIR á frumsýn- ingu; veggspjald frönsku gamantnyndar- innar Indíáni í borginni. þann 13. október frumsýna Háskólabíó og Laugarásbíó Apolló 13. Eftir það mun Háskólabíó frumsýna „Carrington“ með Emmu Thompson og er unnið að því að fá hana hingað til lands í tilefni frumsýningar- innar. SÉRSTAKT hags- munasamband; úr bresk/hollensku mynd- inni Svíta 16. í svítu 16 PETE Postlethwaite vann leiksigur í „The Name of the Father“ en hefur ekki sést mikið á hvíta tjaldinu síðan. Ný mynd með honum hefur nú verið frumsýnd í Bretlandi, hún heitir Svíta 16 og er gerð í samvinnu Breta og Hollendinga. Leikstjóri er Dominique Deruddere. Myndin segir af ungum manni sem tekur peninga fyrir að vera með miðaldra konum í bænum Nice í Frakklandi, en þegar ein þeirra deyr á slysalegan hátt í hótelherbergi með honum flýr hann inn í fyrsta herbergi sem hann kemur að, svítu 16. Þar gistir eldri maður, sem Postlethwaite leikur, bund- inn við hjólastól og bíður dauða síns. Þeir komast að því að þeir geta haft hag hvor af öðrum. Sá dauð- vona er moldríkur og hann fær unga folann til að kaupa hórur upp á hótel- herbergið og fylgist með ástaleik hans í gegnum falda myndavél. «°4CVIKMYND1R^ /Hvemigfórþetta vestra í sumar? SmeUir og skellir SUMARVERTÍÐINNI er að ljúka vestur í Bandaríkj- unum og myndin Að eilífu Batman ætlar að standa uppi sem sigurvegari í miðasölukapphlaupinu. Hún hefur skilað um 180 milljónir dollara. Fast á hæla hennar er geimferðar- sagan „Apollo 13“ með um 160 milljónir og það er enn góður skriður á henni svo hún gæti sem best orðið vinsælli en Batman, sem þýddi að Tom Hanks færi með aðalhlutverkið í vin- sælustu mynd ársins tvö ár í röð. BATMAN bytjaði stór- kostlega í miðasölunni og sló met Júragarðsins fyrstu sýningarhelgina þeg- ar græddust tæpar 53 millj- ónir dollara á þremur dögum. Þegar hún hafði verið sýnd í mán- uð höfðu 164 millj- ónir komið í kassann. Þriðja vinsælasta myndin er Disneyævintýrið „Poca- hontas“, sem komin er í 136 milljónir dollara og er enn ein fjöður í hatt hinnar ósigrandi teiknimyndadeild- ar Disney-veldisins. Þriðja myndin í „Die Hard“-bálkn- um hefur einnig vegnað vonum framar í miðasölunni og hefur nú skilað um 100 milljónum. Aðrar myndir sem hlotið hafa gott gengi vel eru vina- lega draugamyndin „Ca- sper“, sem komin er í 97 milljónir, Kongó, sem gerð er eftir metsölubók Michael Crichtons og komin er í tæpar 80 milljónir, kafbáta- tryllirinn „Crimson Tide“ eftir Tony Scott, sem er í 90 milljónum, ofurrómans- inn Brýrnar í Madison- sýslu, sem harðhausinn (les: mjúki maðurinn) Clint Eastwood leikstýrir og kom- in er í 70 milljónir, miðalda- mynd Mel Gibsons, „Brave- heart“, sem komin er í 60 milljónir og loks hinn óvænti smellur „Species“ eftir Ro- ger Donaldson, sem einnig er í 60 milljónum. Fyrir hveija mynd sem verður smellur eru tíu sem flokkast undir skelli. Ein af þeim er framtíðartryllirinn „Johnny Mnemonic" sem aðeins er komin í 20 milljón- ir. Önnur er riddaramyndin Fremstur riddara með Ric- hard Gere og Sean Connery, sem ekki hefur tekið inn nema 37 milljónir og tölvu- leikjamyndin „The Migthy Morphin Power Rangers: The Movie“ með aðeins 28 milljónir eftir þijár vikur. Líklega er þó nýjasta fram- tíðarspennumynd Sly Stallones, „Judge Dredd“, sú sem skall hvað ógurleg- ast í gólf miðasölunnar en hún kostaði heil ósköp undir leikstjórn Bretans Danny Cannons og hefur ekki skil- að nema 33 milljónum. Þá er ónefnd stórmyndin sem allir héldu að yrði risa- skellur sumarsins, Vatna- veröld Kevins Costners. Lík- Iega mun hún aldrei koma til með að ná inn fyrir hinum gríðarlega kostnaði, en hún hefur staðið sig betur en menn bjuggust við og gagn- rýnendur virðast sammála um að hér sé á ferðinni hin finasta afþreying þótt ekki sjáist beinlínis á tjaldinu í hvað summan fór. Hún er komin í 76 milljónir og því er spáð hún endi í 90 millj- ónum dollara. Til þess er tekið, að í sumar hafa skellirnir verið •fáir en smellir og hálfsmell- ir margir þrátt fyrir sívax- andi kostnað við gerð inn- antómra skemmtimynda í Hollywood. ■ Þeir hafa aldrei leikið hvor á móti öðrum í btómynd þótt undarlegt sé en spennumyndin Hiti eða- „Heat“ mun binda enda á það. Þetta eru Robert De Niro og AI Pacino, tveir af fremstu kvikmynda- leikurum heims, en þeir munu fara með aðal- hlutverkin í Hita undir leikstjórn Michael Manns (Síðasti Móhík- aninn). Með önnur hiutverk fara Val Kil- mer, Tom Sizemore og Jon Voight. WkÞá er ljóst að Mike Newell er nýjasta við- bótin við hóp breskra kvikmyndaleikstjóra í Hollywood en þar eru fyrir menn eins og Adr- ian Lyne, John Bad- ham og bræðumir Rid- ley og Tony Scott. Newell, sem leikstýrði Fjórum brúðkaupum og jarðarför, hefur gert samning við Tri Star um að leikstýra mynd sem heitir „Donnie Brasco“ með Johnny Depp og A1 Pacino. Myndin segir af FBI-manni sem smeygir sér í raðir maf- íunnar en margir hafa verið orðaðir við titil- hlutverkið eins og Tom Cruise, John Travolta og Andy Garcia. ■Af Depp er það að frétta að hann leikur nú á móti Marlon Brando og Debru Winger á írlandi í myndinni „Divine Rapture“ en næsta mynd hans er tryllirinn „Speed Racer“, sem Warner Bros. fram- leiðir. eftir Arnold Indrióoson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.