Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MOMMUR og milljfinamæringar HAFDÍS Hildigunnarson fær góð ráð hjá Elisabeth Fitzpatric, yngsta milljóna- mæringi fyrirtækisins. 7. Þar næst getur þú orðið land yfírstjóri sem þýðir að þú ferðast um og hjálpar öðrum yfirstjórum. Ég er með 10 yfirstjóra í minni umsjá en mamma mín, sem er líka Mary Kay-milljónamæringur, hefur 29 yfirstjóra í sinni umsjá. Ég vinn þijá daga í viku og ferðast ijóra daga í mánuði. 8. Þegar þú kemst á eftirlaun um 54 ára aldur muntu halda 60% af hæstu tekjum þínum. Þetta er stiginn sem þú getur klifrað upp, á þann hátt sem þér hentar og þú hefur metnað til. Allan tímann hefur þú aðeins við sjálfa þig að keppa. Peningarnir, sem skiptu mig miklu máli fyrst, gera það ekki leng- ur heldur það að hjálpa konum við að koma undir sig fótunum sem starfsmenn hjá okkur og um leið að gera konur sem eru viðskiptavin- ir okkar ánægðar. Á þessu er fyrir- tækið byggt, “ segir Ellen Fitz- patrick. Saga Mary Kay Það sem gerir fyrirtæki Mary Kay svo sérstakt er þrennt. í fyrsta lagi er þetta markaðsáætlun sem enginn trúði á í upphafi en hefur nú sannað sig og er kennd í viðskiptadeildum stærstu skóla Bandaríkjanna. Í öðru lagi eru vörurnar kynntar á mjög persónulegan hátt. Þær eru ekki seldar í verslunum, heldur að- eins seldar af snyrtifræðingum Mary Kay. í þriðja lagi er grundvöll- ur fyritækisins óvenjulegur en þar er unnið eftir kjörorðunum: Guð í fyrsta sæti, fjölskyldan í öðru og starfsframinn í því þriðja. Mary Kay hefur skráð sögu sína. Hún er þriggja barna móðir og hafði unnið sem sölukona í 25 ár þegar hún dró sig í hlé. Henni fannst'lífið tómlegt án þess að vera að vinna og settist niður og hugsaði um hvernig það hafði oft reynst henni erfitt að vera kona í viðskipta- heiminum. Hún ákvað að skrifa lítið hefti fyrir konur og miðla þannig af reynslu sinni. Fljótlega varð þetta hefti að uppskrift að draumafyrir- tækinu þar sem ekkert stæði í vegi fyrir konu sem vildi koma sér áfram og þar sem tekið var tillit til að- stæðna hennar. Þegar þarna var komið vaknaði spurningin: Af hveiju ekki að stofna þetta fyrirtæki í stað- inn fyrir að skrifa niður einhveijar kenningar? Og það gerði Mary Kay þrátt fyrir að hún missti mannin sinn mánuði fyrir opnun þess en tvítugur sonur hennar tók þá við ijármálahliðinni. Varðandi grund- vallarheimspeki fyrirtækisins þá trúir Mary Kay því að konur nái ekki árangri í starfi nema hafa per- sónulegu málin og fjölskyldumálin í lagi og við það að láta taumana í hendur æðri máttarvöldum þá gangi allt upp. Það er þegar þú ert að reyna að gera allt ein og treysta aðeins á sjálfan þig sem allt fer í handaskolum. Mary Kay trúir líka á sterk fjölskyldubönd og að það sé sama hversu mikill atvinnuframi náist, ef þú missir fjölskylduna frá þér á meðan hefur þér í raun mistek- AF öllum milljónamæring- Um í Bandaríkjunum eru konur aðeins 3%. Þar af vinna 70% fyrir Mary Kay snyrtivörur, eitt óvenjulegasta og öflugusta fyrirtæki landsins. Mary Kay Ash, sem nú er um áttrætt, hefur opnað konum úr öll- um stéttum, lærðum sem ólærðum, möguleika á starfi þar sem þær geta ráðið vinnutíma sínum og orð- ið peningalega sjálfstæðar. Ein þessara kvenna er Elisabeth Fitz- patric, yngsti milljónamæringur fy- ritækisins, 39 ára gömul. Við hittum hana á Mary Kay-ráðstefnu þar sem hún segir fullum sal af tilvonandi milljónamæringum hvernig hún fór að. „Ég var 26 ára og með BA-próf í blaðamennsku. Þegar ég hafði flust til Aspen með manninum mínum og uppgötvaði að ég var ófrísk vissi ekki alveg hvað ég átti af mér að gera. Mamma mín hafði selt Mary Kay-vörur um nokkurt skeið og mælti með að ég prófaði.þetta. Mér leist nú ekkert á það en hafði ekki um marga kosti að veija. Þetta gekk þó ekki verr en svo að mér tókst að vinna mér inn tvær og hálfa milljón fyrsta árið og næsta ár voru tekjur mínar rúmar fimm milljónir. Eftir þetta tóku við sex erfið ár í lífi mínu, ég skildi og giftist aftur og missti tvíbura við fæðingu. Ein- hvers staðar hefði maður nú misst vinnuna við svona aðstæður, en Mary Kay-fyrirtækið sýndi mér full- an stuðning á þessum tíma og hjálp- aði mér að komast í gegnum þetta. Síðan hef ég getað notað þessa reynslu til að hjálpa öðrum konum að komast í gegnum sína erfiðleika. Eftir 14 ár hjá fyrirtækinu eru meðalmánaðartekjur mínar um ein og hálf milljón. Ég keyri um á bleik- um Kadilják frá fyrirtækinu sem sumum fínnst fyndið, en ekki eftir að þeir heyra hvað ég þéna á mán- uði. Sonur minn er stoltur að keyra með mér í bílnum því hann veit að ég fékk hann sem verðlaun fyrir vel unnin störf. Ég vinn aldrei meira en fjörutíu stundir á viku, spila golf, fer í líkamsrækt, á skíði og í nag- alsnyrtingu í hverri viku. Metorðastigi Mary Kay „Hvernig fór ég að þessu? Jú, þetta gerist yfirleitt svona: 1. Þú kynnist Mary Kay-vörun- ist. Atvinnuframinn er mikilvægur til þess að tryggja íjölskyldunni ör- uggi en ekkert lokatakmark í sjálfu sér. Þegar allt kemur til alls skipta peningamir ekki máli heldur það hvort að líf þitt hafi haft einhvetja þýðingu. Klappa fyrir því Þú getur þetta er kjörorð fyrir- tækisins og býfluga úr demöntum táknræn verðlaun þeirra sem ná langt. Býflugan var valin þar sem einhvern tímann var sannað sam- kvæmt vísindalegum útreikningum, að hún ætti alls ekki að geta flogið. Vængirinir væru of litlir og veik- burða til að bera stóran líkaman uppi. Mary Kay trúir því að með hvatningu sé allt mögulegt og lætur konurnar alltaf leggja áherslu á það sem gekk vel og klappa hverri ann- ari lof í lófa fyrir hvert skref. Hún trúir líka á samkeppnisanda, en ekki á milli fólks heldur gagnvart sjálfum þér. Hún segir konum sínum að vera ekki hræddar við að þeim mistakist. Það verði aðeins til þess að þær þori aldrei að reyna neitt en mistök séu bara til að læra af þeim. Henni fínnst mikilvægt að hafa markmið og eitthvað til að keppa að og býður ríkuleg verðlaun þeim sem ná árangri. Þessar gjafír eru ekki lífsnauðsynjar heldur lúxus sem þær ættu erfitt með að leyfa sér; glæsilegan bíl, demanta, pels og draumafrí. Og það eru ekki bara fyrstu, önnur og. þriðju verðlaun, heldur eru næg verðlaun fyrir alla sem ná árangri. Snyrtivörur sútarans Snyrtivörurnar sjálfar eiga upp- runa sinn hjá sútara, sem tók eftir því að þó hann væri farinn að eld- ast voru hendurnar á honum eftir sem áður mjúkar og sléttar. Hann hugsaði með sér að ef sútunarefnin gætu gert stórar stífar húðir að Mary Kay Ash hefur opnað konum úr öllum stéttum möguleika á starfsframa sem kemur ekki niður á fjölskyldunni. María Ellingsen ræddi við tilvonandi og núverandi milljóna- mæringa sem starfa hjá Mary Kay. um á snyrtinámskeiði í heimahúsi og verður ánægður viðskiptavinur. Þér fínnast vörurnar vandaðar, á góðu verði og þær gera þig ánægða með útlitið. 2. Þú gerist sölukona og snyrti- fræðingur og færð 50% af allri sölu. og 75% af endurpöntunum. 3. Þú bætir þremur konum í lið þitt sem allar vinna sjálfstætt en þú færð ofan á þín sölulaun 4-14% af því sem þær selja. Það er þó ekki tekið af þeirra eigin sölulaunum held- ur borgar Mary Kay-fyrirtækið það. 4. Þú ert komin með fimm konur í þitt lið og getur byijað að stefna að því að eignast fyrsta bílinn. Nú ertu með 12% af sölu þíns liðs ofan á eigin sölu. 5. Næst sækirðu um að verða stjóri sem þýðir að þú getur haft 30 konur í þínu liði. Þá ertu sem- sagt með 50% af þinni eigin sölu. 12% af sölu þinna kvenna og 13% aukalega fyrir að vera stjóri. Þetta getur þýtt á bilinu 20.000- 200.000 krónur í aukabónus á mánuði. 6. Næst geturðu orðið yfirstjóri sem þýðir að þú ert með fimm stjóra undir þér. Þu færð bleikan kádilják og 6% af launum stjóranna þinna; borgað af Mary Kay-fyrirtækinu. I mínu tilfelli þýðir sú prósenta 200.000 krónur á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.