Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 B 17 mjúku leðri þá hefðu þau eflaust sömu áhrif á hendumar á honum. Hann ræddi þetta við dóttur sína og saman fóru þau að gera tilraunir með sútunarefnin sem andlitskrem. Mary Kay kynntist þessari konu og vörunum hennar og þegar kom að því að hún stofnaði draumafyrirtæk- ið keypti hún formúlumar frá íjöl- skyldunni. Það varð gmnnurinn af Mary Kay-línunni. Persónuleg kynning Vömrnar em aldrei seldar í búð eða kynntar í stórum hópum. Mary Kay fínnst alltof algengt að konur kaupi eitthvað úti í búð sem þær kunna svo ekki að nota þegar heim er komið eða passar ekki við það sem þær eiga fyrir. Hún vill að konur getir fengið ókeypis námskeið í snyrtingu heima hjá sér í góðu tómi. Þannig hittast oft vinkonur, helst ekki fleiri en fimm, heima hjá einni þeirra . Snyrtifræðingur frá Mary Kay kemur í heimsókn og kennir þeim að hreinsa andlitið og ráðleggur þeim krem og förðun. Konurnar geta keypt vörur á staðn- um eða pantað seinna ef þær vilja og fullur skilaréttur er á öllu sem er keypt. Þegar kom að peningahlið- inni á fyrirtækinu fór Mary Kay ekki troðnar slóðir heldur. Henni fannst mikilvægt að hver kona sem yrði snyrtifræðingur yrði sjálfstæð og gæti byijað sitt fyrirtæki fyrir aðeins um 7.000 krónur, pantað lít- inn lager og borgað hann á borðið. Hún hefur haft það sem reglu að allt sé borgað úti í hönd og þannig þarf ekki að standa í kostnaði við innheimtu og útistandandi skuldir. í stað þess er hægt að borga hærri prósentur til sölukvennanna. „Það er enginn vandi að byrja á þessu,“ segir Hafdís Hildigunnar- son, íslensk kona sem er nýlega farin að vinna fyrir Mary Kay. „Fyrst er þetta aukabúgrein og svo þegar maður er kominn vel á skrið getur maður minnkað við sig aðra vinnu og loks gert þetta eingöngu.“ Að syngja sig í stuð Mary Kay er kraftmikil kona og full af eldmóði sem hún reynir að smita sölukonur sínar af. Hún segir þeim að gera allt með brosi og á erfíðum dögum kveikja undir áhug- anum með því að syngja eða dansa. Mary Kay var einstæð móðir með þijú böm og hagaði vinnutíma sín- um í kringum skólatíma barnanna. Hún talar um þá áskomn að vera móðir og vinna úti, hvemig það skipti máli að skipuleggja tímann vel og muna alltaf forgangsröðina. Vinna þegar þú ert að vinna, vera með bömunum og eiginmann- inum þegar þú ert með þeim. Það skiptir líka meira máli að sitja og tala við bömin en að vera að pressa fötin þeirra, því það er munur á því að vera á staðnum eða vera til stað- ar. Hún segir konur oft beijast við samviskubit en þær megi ekki gleyma því að þeir geti verið betri mæður við að komast í burtu í nokkra klukkutíma á dag. Að borða fíl Þegar kona fer út á vinnumarkað- inn er ekki óalgengt að fjölskyldunni fínnist hún vanrækja hana. Mary Kay-fyrirtækið leggur mikið upp úr því að hafa fjölskylduna með í ráðum og þegar kona kemur á sitt fyrsta námskeið fær fjölskyldan þakkar- bréf. Síðan eru fjölskyldufundir þar sem eiginmaðurinn og börnin kynn- ast vörunum og starfínu svo þau viti hvað mamma er að gera þegar hún er í burtu. Þau sjá hvemig það á eftir að koma öllum í fjölskyldunni til góða, ekki bara fjárhagslega held- ur í því að konan nýtur sín betur og hefur meiri virðingu fyrir sjálfri sér. Mary Kay segir að þær sérstöku aðstæður sem konur með börn hafa séu teknar með í reikninginn þannig ef að barn veikist þegar sölukona á að hafa kynningarkvöld er hringt í aðra konu í hópnum sem tekur við. „Þú verður að skipuleggja lífið þitt eins og fríið þitt,“ segir Mary Kay, „og ekki eyða tíma til einskis. Þú verður að hafa markmið og það má alveg vera stórt en þú þarft að skipta því niður þannig að þú getir tekið eitt skref í einu í áttina að því. Það er alveg hægt að borða fíl ef þú bara tekur einn bita í einu.“ IR-ingar Breiðhyltingar ÍR - Skallagrímur í 2. deild íslandsmótsins sunnudaginn 3. september kl. 14. Mætum öll á völlinn Áfram ÍR 9 SMÁ HJEM Vlka í Kaupmannahöfn meö eigin baðherbergi og salerni, sjónvarpi, bar, ísskáp og morgunmat, sameigin- legu nýtísku eldhúsi og þvottahúsi. Allt innréttaö í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu verði viö Osterport st. Við byggjum á því aö leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verö fyrir herbergi: Eins manns.......2.058 dkr. á viku. Elns manns.........385 dkr. á dag. Tveggja manna....2.765 dkr. á viku. Tveggja manna......485 dkr. á dag. Morgunverður er innilalinn í verðinu. Hótel— íbúðir meö séreldhúsi, baöherbergi og salerni og aögangi aö þvottahúsi. Eins herbergis íbúö, sem rúmar einn, 2.058 dkr. á viku. Eins herbergis íbúö, sem rúmar tvo, 2.765 dkr. á viku. Eins manns ibúö m/eldunaraöstööu, sem rúmar tvo, 2.989 dkr. á viku. Tveggja herbergja íbúö. Verð á viku 3.486 dkr. Tveggja herbergja fbúö. Hótel-íbúð sem rúmar fjóra. Verð á viku 3.990 dkr. Morgunmaturer ekki innilalinn. í okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kðbenhavn N, 2ja herbergja hótel—íbúðir sem rúma þrjá. Meö sturtuklefa....2.198 dkr. 3ja herbergja......3.990 dkr. HOTEL 9 SMÁ HJEM, Classengade 40, DK-2100 Kobenhavn O. Sími (00 45) 35 2616 47. Fax (00 45) 35 43 17 84. NE í A-571T 19. október -27. nóvember Heimilisleg heimsborg á verbi fyrir alla! k, 22.900* Þriggja nátta ferð í miðri viku. k, 20.900** Þriggja nátta ferð í miðri viku. Kr 29.900* Fjögurra nátta helgarferð* Kr27.900** Fjögurra nátta helgarferð. Kr 36.800* Sjö nátta ferð. Brottför mánud. eða fimmtud. Kr 34.800** Sjö nátta ferð. Brottför mánud. eða fimmtud. Kr 39.800* Tíu daga ferð. Brottför 23. okt., 30. okt., 6. nóv. og 13. nóv. Kr.37.800** Tíu daga ferð. Brottför 23. okt., 30. okt., 6. nóv. og 13. nóv. Kr 59.400* Heldriborgaraferð í tíu daga um Norður— England og Newcastle. Kr.57.400** Heldriborgara ferð um Norður—England og Newcastle. " Verð á manna miðað við staðgreiðslu, bókað og greitt fyrir 15. september. Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, ferð til og frá flugvelli í Newcastle og íslensk fararstjóm. Verð miðað við mann í tveggja mann herbergi. FERÐASKRIFSTOFAN **. Vej-ð á mann miðað við að tveir geðlimir ferðist saman og ^FAR EÐA IAFAR. íðí bókað Innifalið: Flug, ferð til og frá flugvellí í 1 íslensk fararstjórn. Verð miðað við! mann í tveggja manna herbergi. Bse|arhrauni 10, simi 565 2266 1M Samkvæmisdansar: Standard og suður-amerískir • Gömlu dansarnir • Tjútt • Barnadansar Holl og góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna Innritun í símum 553 6645 og 568 5045 Alla daga kl. 12-19. Kennsla hefst 10 sept. Skírteini afhent í Bolholti 6 laugardaginn 9. sept. kl. 12 - 19 • Fjölskylduafsláttur • Systkinaafsláttur •Allir afslættir gilda aðeins á skírteinaafhendingu OplA hús miívikud. 6. sept. kl. 18-21. Starfsemi vetrarins kynnt. nPeh‘rAuðbJð, DANSSKÓII JónsPétursogKöru Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó Dansráð íslands Tryggir rétta tilsögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.