Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í ríkidæmi Skrúðsbóndans Daggna 10. til 14. júlí var farinn fuglamerking- arleiðangur ó vegum Náttúrufræðistofnunar í eyjuna Skrúð, sem er klettaey úti fyrir austur- strönd Fáskrúðsfjarðar, 164 metra há og með stærstu eyjum úti fyrir Austfjörðum. Leiðangurs- menn voru Olafur Torfason, Sigurður Ingvars- son og Páll Leifsson.Guðmundur Gudjónsson ræddi við Olaf Torfason um dvölina í eynni. Gunnar Þór Hallgrímsson tók myndirnar. AÐ SÖGN Ólafs var megin- tilgangur leiðangursins að merkja langvíu, en nú er í gangi átak þjóða á norðurslóðum til rannsókna á lífríki þafsins umhverfis Norðurpól. Einn liðurinn í rannsókninni er að merkja sem mest af langvíu til þess að marktækar upplýsingar fáist um ferðir þeirra, sérstaklega að vetrar- íagi. Fáskrúðsfjörður hét til forna Skrúðsfjörður. Tvær aðrar eyjar eru undan austurströnd fjarðarins og heita þær Andey og Æðarsker. Þær eru grasi vaxnar og liggja ail- miklu innar en Skrúður. Seley, ásamt fimm nærliggjandi skeijum og hólmum er hins vegar undan austurströnd Reyðarfjarðar. Allar eru eyjar þessar óbyggðar og hefur raunar engin ey undan Austfjörð- um verið byggð utan Papey, sem liggur djúpt undan Hamarsfirði og er langsamlega stærsta eyin á þess- um slóðum. Vermenn sem réru frá Skrúð á fyrri tíð héldu að vísu til í Skrúðshelli, en það var stopul byggð, frumstæð og stóð aðeins meðan róðrar voru stundaðir úr eynni. Holdið í Skrúð Skrúður heyrir undir Vattarnes sem er yst við Reyðarfjörð og voru það einmitt þeir frændurnir Baldur Rafnsson og Daníel Hálfdánarson í Vattarnesi sem fluttu leiðangurs- menn út í Skrúð. Vattarnes hefur nokkrar nytjar af eynni, t.d. veiðir Baldur þar nokkuð af lunda og selur til Færeyja. „Þeir Baldur og Daníel eyddu nokkrum klukkustundum í að sýna okkur eyna og það sló mig strax á leiðinni út hversu erfitt það gæti verið, ef ekki hreinlega ógerlegt, fyrir ókunnuga að komast klakk- laust á staðinn. Bæði þarf að þræða fram hjá skeijum auk þess sem aðeins er gengt í eyna á einum stað og ógerlegt nema að sjórinn sé kyrr,“ segir Ólafur og hann held- ur áfram: „Við komum okkur fyrir í „Hótel Skrúð“, sem er bústaður þeirra sem erindi eiga í eyna, en „hótelið“, sem er raunar ekki annað en svefn- skáli, er staðsett í Blundsgjárhelli. Þegar við vorum að búa um okkur á hótelinu tók ég eftir því að Páil hafði ekki annað matarkyns með- ferðis en salt og pipar. Þegar hann sá nestisbúnað okkar Sigurðar hafði hann á orði hvað það væri sniðugt að geta tekið með sér mat! Það átti eftir að koma í ljós að það var engin tilviljun að Páll hafði ekki meira meðferðis. Hann bók- staflega lifði af landinu og ma- treiddi lunda á ýmsa vegu. Fyrir borgarbarn eins og mig var það mikii upplifun og sérstaklega mun lundalærasúpan líða seint úr minni.“ Stoðbundnar langvíur... Strax fyrsta daginn gerðu menn eina skemmtilega uppgötvun um atferli langvíunnar. Ölafur segir frá: „Við fórum í langvíubæli og náðum 200 fuglum. Þar af veidd- ust 5 fuglar sem höfðu verið merkt- ir á sama stað 9 árum áður. Það vakti athygli okkar hvað þeir voru nærri hver öðrum, svo mjög að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.