Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 19
ætla má að varpstaðurinn hafí ver- ið hinn sami og fyrir níu árum! Merkingarnar áttu eftir að ganga svo vel, að ekki reyndist nauðsynlegt að leysa leiðangurs- mennina af eftir þriggja daga dvöl eins og til stóð. Merkin voru þá uppurin og félagarnir búnir að merkja um 2.000 fugla, 1.440 langvíur, 45 stuttnefjur, 200 ritur og 263 súlur, auk örfárra fýla, álka og silfurmáva. Er þetta í fyrsta sinn sem fullorðin súla er merkt í einhveiju tiltakanlegu magni hér á landi. Það vekur ef til vill spurning- ar hvernig menn ná svo mörgum fullfleygum fuglum. Svarið gefur Ólafur: „Þegar svartfugl er merktur er gjarnan notuð sú aðferð að fanga fuglinn með skaftlöngum snörum. í svo stórum byggðum eins og er að finna í Skrúð má með góðu móti koma sér fyrir í jaðri þeirra, snara þá fugla sem næstir eru og síðan mjaka sér hægt og rólega inn í hópinn. Langvían verpir í stórum bælum og styggist ekki þótt snarað sé úr hópnum. Með þessu móti er hægt að ná mörgum fuglum. Sama aðferð er notuð við að fanga súluna. Þegar verið er að merkja fugla úr svo stórum og þéttum byggðum er nauðsynlegt að auðkenna þá fugla sem merktir hafa verið og var því brugðið á það ráð að skrifa með rauðum tússlit á bringur fuglanna um leið og þeir voru merktir og var þetta því orð- inn skrautlegur hópur áður en yfir lauk.“ Þegar auðar stundir gáfust sett- ust menn niður og virtu fyrir sér iðandi lífríkið. Undruðust yfir því sem þeir höfðu oft áður séð. Kannski ekki í Skrúð, en í fjölmörg- um öðrum vinjum íslenskrar nátt- úru. Sumt mun geymast lengur í minningunni en annað. Ólafur held- ur áfram: „Eitt kvöldið fórum við í skoðun- arferð og fórum þá í Skrúðshelli sem hefur með sanni verið kallaður stærsta lundahola í heimi. Yfirleitt verpir lundinn i djúpum holum sem hann grefur sér sjálfur í moldar- jarðveg. Innst í Skrúðshelli, þar sem myrkrið er við völd, verpir hann hins vegar með bergveggn- um. „Þetta sama kvöld urðum við líka vitni að því þegar langvían fór með unga til sjávar. Hin fræga Aust- fjarðaþoka lá yfir eynni þetta kvöld og virtist hún vera hvatning fyrir fuglana að halda til llafs því ekki urðum við vitni að slíku atferli í annan tíma á meðan á dvol okkar stóð og voru ungarnir sem fóru til hafs þó mjög misstórir og mikið af fugli sat eftir í eyjunni. - Þetta var mikið sjónarspil. Þannig hagar til þar sem fuglinn fór til sjávar, að klettótt ströndin og skarfakálsbrekka voru á milli varpbjargsins og sjávar. Ungarnir lentu margir í erfiðleikum að kom- ast á leiðarenda eftir að hafa kast- að sér fram af, því silfurmávar sem verpa í eynni heijuðu á þá og seint mun maður venjast því að horfa upp á máva tína upp unga. - Við gengum því í lið með ungunum og veittum þeim aðstoð við að komast til foreldra sinna sem biðu óþolinmóðir úti á sjónum, skammt frá landi. Það var unaðs- legt að sjá að í hvert skipti sem settur var ungi í sjóinn skáru tveir fuglar sig úr hópnum og sóttu hann alveg að landi og fylgdu honum til hafs. Fór ekki á milli mála að fugl- arnir þekktu unga sína þótt fjöldinn væri mikill.“ Skrúösbóndinn og oörnr sögur Forn þjóðsaga er um vætti í Skrúðnum, er Skrúðsbóndinn var kölluð. Skrúðsbóndinn var ekki velkominn í eynni og reyndu eig- endur hennar að fá Guðmund góða Arason til að flæma hann á brott annað hvort árið 1201 eða 1203. Ekkert varð þó úr því og Skrúðs- bóndinn hélt áfram uppteknum hætti sem fólst í því að ræna sauð- um bænda er létu fé sitt ganga í eynni. Auk þess seiddi Skrúðsbónd- inn til fylgilags við sig prestsdóttur frá Hólmum. Björgvin Guðmunds- son tónskáld, sem andaðist árið 1961, samdi þjóðsögulegt leikrit um þetta efni og heitir það Skrúðs- bóndinn. Það eykur á gildi dvalar á af- skekktum stað að svo áhrifamiklir atburðir eiga að hafa átt sér þar stað. Skrúðsbóndinn hefur þó lítið látið á sér kræla í seinni tíð enda óljóst hvað vættir eiga sér langa lífdaga, þ.e.a.s. í árum talið. Vitað er að þær geta lifað um ómunatíð í vitund fólks, en það er annað mál. Ýmsar sögur fljúga undir lág- nættið. Þær eru flestar nær nútím- anum heldur en vangaveltur um Skrúðsbóndann. Sumar þeirra eru um veiðisnilld leiðangursmannsins Páls Leifssonar sem er talinn veiði- maður af guðs náð. Við látum eina fljóta hér með í frásögn Ólafs Torfasonar: „Svo sem kunnugt er, þá er Páll Leifsson mestur veiðimanna hér á landi, en að hann gæti banað sel byssulaus af 150 metra færi er það ótrúlegasta sem ég hef orð- ið vitni að. Þannig var að við vorum að fylgjast með sel sem synti við sker við eyna, en er selurinn varð var við Pál fór hann óðar í kaf. Selir geta kafað í allt að 8-9 mínút- ur. Þar sem við hugðumst fylgjast áfram með selnum sátum við sem fastast. En slíkt er orðspor Páls, að selurinn drukknaði fremur en að koma úr kafi með Pál Leifsson yfir sér!“ Einhver veginn má reikna með því að allt sem gott er taki fyrr eða síðar enda og var Skrúðsdvöl þeirra félaga ekki undantekning frá þeirri meginreglu. Eftir að hafa safnað saman nokkrum ungum þannig að vísindamenn Hafró gætu rannsakað magn þungmálma og annarrar mengunar í lífríkinu, var flaggað á hákolli Skrúðs til marks um að verkinu væri lokið og menn vildu til meginlandsins á ný. Að menn „vildu“ fara er þó kannski ofmælt. Er frændurnir í Vattarnesi sóttu Skrúðsbúana var varla hægt að lenda vegna kviku og varð einnig af þeim sökum að snúa af leið og lenda 2 kílómetrum frá Vattamesi, undir Vattarnesskriðum. Ganga þaðan. Kannski að Skrúðsbóndinn hafi aðeins rumskað ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.