Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ írsku söngkonumar Sinéad O’Connor og Dolores O’Riordan hafa báðar náð heimsfrægð þó á ólíkum forsendum sé. Fyrir stuttu gafst Davíð Loga Sigurðs- syni færi á að sjá þær hvora á sínum tónleik- unum sama kvöldið og segir það hafa verið eins konar einvígi söng- kvennanna tveggja. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 2. júní var ég staddur í Tivoli- klúbbnum í Dublin á írlandi og beið eftir að fá að sjá tón- leika með Sinéad O’Connor þegar að kom kunningi sem óskaði mér góðrar skemmtunar. Hann trúði því að við ættum eftir að sjá eitthvað mikilfenglegt þetta kvöld, Sinéad hafði nefnilega ekki haldið tónleika í heimaborg sinni í fimm ár. Kunningi minn reyndist sann- spár. Nú lítur allt út fyrir að ég fái bráðlega aftur að upplifa tónleika með Sinéad O’Connor, og það á íslandi, því vaskir menn hjá FÍugfé- laginu Lofti hafa staðið í viðræðum við söngkonuna um að koma og spila í Héðinshúsinu. Ég fór reyndar ekki einungis að sjá Sinéad O’Connor þetta kvöld því ég fór einnig að sjá The Cran- berries halda sína fyrstu tónleika í Dublin um nokkurt skeið og þótti það nokkur viðburður því hljóm- sveitin hefur verið að gera það sér- staklega gott að undanfömu. Söng- kona hljómsveitarinnar og aðal- lagahöfundur, Dolores O’Riordan, þykir svo sem ekki ólík Sinéad O’Connor og þetta var ágætt tæki- færi til að bera þessar tvær frá- bæru söngkonur saman á heima- velli þeirra. Þetta var undir lok átta mánaða námsdvalar minnar í Maynooth, litl- um háskólabæ nálægt Dublin, og hafði ég beðið þessa kvölds með eftirvæntingu. Eg hafði að vísu orðið fyrir vonbrigðum þegar mér varð ljóst að tónleikamir yrðu sama kvöldið en síðan tók ég gleði mína á ný þegar kom í ljós að tónleikar Sinéad O’Connor vom miðnætur- tónleikar og ég gat því farið á báða. Sú staðreynd að þessir tónleikar vom sama kvöldið bauð reyndar upp á að litið yrði á þetta sem nokkurs konar einvígi söngkvennanna tveggja. Það leikur reyndar enginn vafí á því hvor er vinsælli í íriandi, það sást best á umgjörð tóníeikanna tveggja. Sinéad O’Connor lék í Tiv- oli, sem er örlítill tónlistarklúbbur, tekur aðeins um 1.000 manns, á meðan The Cranberries skemmtu fyrir troðfullu húsi í The Point, sem er aðaltónleikahöllin í Dublin. Sinéad O’Connor kom fram á sjónarsviðið árið 1987 og sió síðan rækilega í gegn árið 1990 með lag- inu Nothing Compares To You, og breiðskífunni I Do Not Want What I Haven’t Got. Framhaldið hefur hinsvegar verið nokkuð þyrnum stráð enda Sinéad haldin sterkri þörf til að bera skoðanir sínar á torg, nákvæmar lýsingar á erfiðu uppeldi sem fólst í misnotkun af hendi móður hennar hafa fallið í grýttan jarðveg í hinu íhaldssama írska þjóðfélagi þar sem kaþólska kirkjan er mjög valdamikil. Margir kunna alls ekki að meta hve hrein- skilnislega hún flíkar skoðunum sínum og tilfinningum. Það var þess vegna ekki alveg ljós hvemig viðtökur hún fengi þetta kvöld. The Cranberries hafa hins vegar verið að gera það gott hvarvetna undanfama mánuði eftir að önnur plata þeirra, No Need To Argue, kom út. Þetta kvöld snem þau aft- ur til írlands sem stórstjömur. Þeim var fagnað sem hetjum og voru viðtökumar ef til vill áþekkar þeim er Björk fékk í Laugardagshöll í fyrra eftir að hafa gert það gott á erlendri grandu. í söngvum sínum eiga þær Dolor- es og Sineád það sameiginlegt að fjalla oft um einkalíf sitt auk þess sem þær líta iðulega til sögu ír- lands sem uppsprettu textasmíða. Munurinn liggur hins vegar í af- stöðu þeirra; í laginu Zombie leggur Dolores áherslu á boðskapinn um að friður verði að rikja í Norður- Irlandi. Sinéad hefur aftur á móti verið sökuð um að vera hlynnt írska lýðveldishemum IRA og kemur þjóðernishyggja hennar til dæmis fram í laginu „Famine" sem fjallar um kartöfluuppskerabrestinn mikla í írlandi 1845-1850, sem olli því að íbúum írlands fækkaði um tvær milljónir. Kennir hún þar Bretum um flestar ófarir írsku þjóðarinnar og gagnrýnir hvernig þeir brugðust (eða brugðust ekki) við vandanum. í laginu Ode to My Family fjallar Dolores á angurværan hátt um barnæsku sína á meðan Sinéad seg- if okkur í laginu Fire on Babylon hvernig móðir hennar misnotaði hana í æsku og hve mjög hún enn þjáist á sálinni, erfítt er að skilja textann öðruvísi en svo að Sinéad óski látinni móður sinni vistar í helvlti. Játningar sem þessar eiga vart upp á pallborðið í írlandi eða Bandaríkjunum og hefur henni í seinni tíð verið tekið kuldalega, þó aldrei eins og eftir að hún reif mynd af páfanum í beinni sjón- varpsútsendingu þar vestra og hvatti fólk til að takast á við þann raunveralega óvin fólksins. Var hún seinna hrópuð niður á tónleikum sem haldnir vora til heiðurs Bob Dylan og ollu þær móttökur henni nokkru hugarangri. The Cranberries hefur hins vegar verið tekið opnum örmum nýlega og sanna sölutölur það svo um munar, nýleg könnun á vegum bresks dagblaðs hélt því fram að Dolores væri meðal fimm tekju- hæstu kvenna Bretlandseyja þó írar líti nú reyndar á það sem móðgun að vera taldir til Bretlandseyja. Var hljómsveitinni líka fagnað vel þetta kvöld eins og áður segir. I yfirfullu húsinu lét fólk óspart í ljós ánægju sína með því að syngja, dansa eða falla í yfírlið þó mig grani reyndar að áfengi hafí þar oft verið áhrifa- valdur, unglingar fjölmenntu nefni- lega þetta kvöld í The Point til að beija hetjumar sínar augum. Móttökurnar sem Sinéad fékk í Tivoli vora að vísu enn áhrifa- meiri. Sýndu viðstaddir henni að enn var til fólk sem metur tónlist hennar og virtist þetta koma henni ánægjulega á óvart, allavega var ekki vart við að hún sýndist hrærð yfir móttökunum. Jafnframt var hún mjög feimin í upphafi en færð- ist svo öll í aukana. Má segja að hún hafi þakkað fyrir velviljann með því að halda frábæra tónleika. Sinéad spilaði mest lög af nýj- ustu plötu sinni Universal Mother auk þess sem hún tók John Lennon- lagið Mind Games, írskt þjóðlag með aðstoð flautuleikara The Chieftains og síðan lauk hún tón- leikunum með lagi eftir Jimmy Cliff. Sérstaka athygli mína á tón- Ieikum The Cranberries vakti hins vegar að hljómsveitin hefur gefið sér tíma til að semja lög á nýja plötu og fékk ég að heyra ein fimm þeirra þetta kvöld sem öll hljómuðu mjög efnilega. Og hvor þessara söngkvenna hafði svo betur í einvíginu — gæti einhver spurt. The Cranberries buðu upp á hressilega tónleika og Dolores O’Riordan sannaði að frá- sagnir um lélega sviðsframkomu hennar eru úr lausu lofti gripnar. Sinéad O’Connor hafði hins vegar betur þetta kvöld og hlakka ég til að sjá hana aftur á íslandi. Stemmningin var rafmögnuð í litl- um salnum og ég varð sannarlega vitni að einhveiju sérstöku eins og kunningi minn hafði spáð. Þegar Sinéad var kölluð upp blístruðu áhorfendur af miklum móð og maðurinn sem stóð við hliðina á mér, gítarleikari U2, The Edge, lét ekki sitt eftir liggja. Ný veslun með bútaassaumsvörur Jólaefnin komin - Skráning á námskeið hafín - Verið velkomin Frú Bóthildur Saumagallerf Suðulandsbraut 20 S. 553 3770 Hef flutt lækna- og rannsóknastofu mína í Dómus Medica, Egilsgötu 3. Tímapantanir í síma 563 1058 milli kl. 9-16.30. Marino T. Hafstein, læknir. Sérgrein heilsa- ogtaugasjúkdómar. Klínisk taugalífeðlisfræði. Breytingaskeiöiö — bætt heilsa betri líöan Dr. Farida Sharan MDMA ND MH er sérfræðingur í málefnum sem tengist heilsu kvenna. Hún notar náttúrulegar lækningaaðferðir; bætt mataræði, grös og lithimnulestur (iridology). Dr. Sharan hefur skrifað bækur um heilsufar kvenna, kennir og heldur námskeið og fyrirlestra um allan heim. Takmark Dr. Sharan er a& gefa konum kraft, styrk og þor til ab takast á vift cigið heilsufar og hjólpa þeim ai ö&last dýpri skilning á huglægum, líkamlegum og andlegum þörfum sínum. Dr. Sharan veitir ráögjöf í Heilsuhúsinu í Kringlunni. miðvikudaginn 6. sept. kl. 10-14. Förðunarskóli Línu Rutar 6 vikna til 3 mán. námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun og 7 vikna námskeið í kvikmyndaförðun hefst 11. september. Við bjóðum upp á toppfólk I faginu og fólk með mikla reynslu. Lína Rut, Hanna Maja, Jóhanna Kondrup, Susanna og þórunn Högna. Nemendur skólans hafa sýnt og sannað að þeir eru sterkir á velli og unnu þeir flesta titla í keppni Hár og fegurðar í mars '95.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.