Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEJPTEMBER 1995 B 23 ATVINNUAUGi YSINGAR Hafnarfjörður Leikskólinn Víðivellir Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða annað uppeldismenntað starfsfólk óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar um störfin gefa leikskólastjóri í síma 555 2004 og leikskólafulltrúi í síma 555 3444. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Deildar- hjúkrunarfræðingur með skurðstofumenntun Lýtaskurðlækningadeild Við eflum stöðugt starfsemi okkar og leitum að ofangreindum starfskrafti, gjarna með reynslu af lýtaskurðlækingadeild. Starfið felst í skipulagningu, áætlunum og aðstoð við minni og meðalstórar aðgerðir á skurð- stofu deildarinnar. Við getum þoðið gott starfsumhverfi, fjöl- breytt verkefni og dagvinnu. Við gerum kröf- ur um góða fagþekkingu, áhuga á starfssvið- inu, sjálfstæði í starfi og sveigjanleika. Ráðning sem fyrst. Nánari upplýsingar um stöðum veitir yfir- hjúkrunarfræðingur, Mette Fossland, sími 00 47 77 62 74 31 eða 00 47 77 62 60 00, tenging 658. Umsóknir merkist 139/95 og sendist ásamt afriti af vottorðum og staðfestum starfs- ágripum til Regionsykehuset íTromso, Per- sonalavdelingen, Postboks 100, 9038 Tromso. Umsóknarfrestur þrjár vikur frá aug- lýsingu. Upplýsinga- tæknideild Olíufélagið hf. Esso leitar að starfskrafti í upplýsingatæknideild félagsins. Hjá Olíufélaginu hf. starfa um 320 manns, þar af 5 manns í upplýsingatæknideildinni. Spennandi verkefni eru framundan hjá deild- inni samfara enduruppbyggingu upplýsinga- kerfis Olíufélagsins hf. Helstu verkefni eru aðlögun/forritun í þró- unarumhverfi Concorde XAL og Oracle auk uppsetningar og síðan reksturs afgreiðslu- kerfis (POS). Við leitum að tölvunarfræðingi eða verkfræð- ingi/tæknifræðingi sem hefur þekkingu á framangreindum verkefnum. Starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Upplýsingatæknideild 323“ fyrir 9. sept- ember nk. Afgreiðslufulltrúi Opinber stofnun í borginni óskar að ráða afgreiðslufulltrúa til framtíðarstarfa í starfs- mannahaldi. Helstu verkefni: Almenn fyrirgreiðsla f síma, útgáfa og afhending vottorða, frágangur og skráning gagna og skyld störf. Leiðað er að þjónustuliprum og nákvæmum einstaklingi með tölvukunnáttu. Laun samkv. samningum opinberra starfsmanna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 8. sept. CxUÐNÍ TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Borgarspítalinn - Landakot (Sjúkrahús Reykjavíkur) Deildarlæknir Við svæfinga- og gjörgæsludeild spítalans er laus ársstaða deildarlæknis frá 1. janúar 1996. Störf á deildinni eru fjölbreytt: Svæfingar og deyfingar, störf á gjörgæslu- deild og móttaka og meðferð bráðveikra og slasaðra. Vikulegir fræðslufundir eru á deild- inni og sérstök fræðsla er að auki fyrir deild- arlækna. Vaktir eru bundnar, fimmskiptar að jafnaði. Tækifæri gefst til að sinna rannsókn- arverkefni. Þessi staða hentar þeim sem áhuga hafa á sérfræðinámi í svæfingalækn- ingum eða þeim sem þurfa að starfa á svæf- inga- og gjörgæsludeildum vegna annars sérnáms. Umsóknir sendist til Ólafs Þ. Jónssonar yfir- læknis sem veitir nánari upplýsingar ásamt Gunnari Mýrdal, deildarlækni í síma 569 6600. Fax 569 6581. Endurhæfinga- og taugadeild Á deild E-61 Grensási eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Deildin skiptist upp í heilablóðfallseiningu, verkjaeiningu og almenna taugaeiningu og sinnir m.a. bráða- endurhæfingu. Upplýsingar veitir Ingibjörg Kolbeins, sími 569 6737. Á deild E-62 Grensási eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Deildin skiptist upp í al- menna endurhæfingaeiningu, gigtareiningu og heila- og mænuskaðaeiningu. Uppl. veitir Margrét Hjálmarsdóttir, sími 569 6734. Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild í Heiisuverndarstöð er laus staða hjúkrunar- fræðings. Upplýsingar veitir Björg Einarsdóttir, sími 569 6763. Öldrunarlækningadeild Á öldrunarlækningadeild B-4 Borgarspítala eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á allar vaktir og á næturvaktir. Upplýsingar veitir Gyða Þorgeirsdóttir, sími 569 6545. Á öldrunarlækningadeild 3-B Landakoti eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á allar vakt- ir og á næturvaktir. Upplýsingar veitir Jóna V. Guðmundsdóttir, sími 560 4300. Á hjúkrunardeild 1-A Landakoti eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á morgunvaktir. Upplýsingar veitir Bryndís Gestsdóttir, sími 560 4300. Á hjúkrunardeild Hafnarbúðum eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Fyrirhugað er að deildin flytji á 2-A Landakoti í október. Upplýsingar veitir Guðbjörg Hermannsdóttir, sími 552 9631. Auk ofangreindra deildarstjóra veitir Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 569 6358 nánari upplýsingar um stöð- urnar. Markaðsmál - starfsmannamál Vantar þig jákvæðan, reynslumikinn og færan starfskraft? Ung kona, með víðtæka menntun og góða starfsreynslu á sviði markaðs- og starfs- mannamála óskar, eftir krefjandi og áhuga- verðu starfi. Vinsamlegast sendið upplýsingar til afgreiðslu Mbl., merktar: „ÍS - 1111", fyrir 11. septem- ber. Öllum tilboðum verður svarað. Kynningarstarf Nýtt fyrirtæki á sviði markaðsmála óskar eftir starfskrafti til sérhæfðra kynningar- starfa. Viðkomandi þarf að vera opinn og hress og fljótur að tileinka sér nýjar hug- myndir og vinnubrögð. Skilyrði er að viðkom- andi geti unnið sjálfstætt og hafi gott vald á íslenskri tungu. í fyrstu verður ekki um fullt starf að ræða. Umsóknum óskast skilað til afgreiðsiu Mbl. fyrir 11. september 1995 merktar: „EE - 1995“. (formax) Starfskraftur óskast Formax hf. iðnfyrirtæki óskar eftir laghentum starfskrafti til starfa í verksmiðju. Starfið felst í aðstoð við framleiðslu í járn- smíði, lagervinnu, málningarvinnu o.fl. Nánari upplýsingar veitir Ólafur hjá Formax hf. í síma 562 6800. Apple-umboðið hf. Við hjá Apple-umboðinu erum að leita okkur að góðum vinnufélaga. Við leggjum mikið upp úr að þessi manneskja sé þægileg í samstarfi, hafi áhuga á því sem verið er að framkvæma hverju sinni, geti og vilji sinna fjölbreyttum verkefnum og eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt, sé jákvæð og tilbúin til að læra ný vinnubrögð. Starf íþjónustudeild Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi rafeinda- virkjamenntun eða aðra sambærilega. Aðal- starfið er fólgið í viðhalds- og þjónustuverk- efnum hjá viðskiptavinum fyrirtækisins, en því til viðbótar er lagerumsjón mikilvægur þáttur í starfinu. Hér er um fullt starf að ræða og við leggjum stolt okkar í stundvísi og árverkni. Til að geta tekið afstöðu til umsóknar þinnar (hafir þú áhuga) er mikilvægt sem fyrsta skref, að þú sendir okkur skriflega umsókn fyrir 15. september merkta: Olína Laxdal, b/t Apple-umboðsins hf., Skipholti 21, 105 Reykjavík. Ath. við höfum einsett okkur að svara öllum umóknum innan 30 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.