Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAi JC :/ YSINGAR Sölumaður Fasteignasala í borginni með langa starfs- •reynslu óskar eftir sölumanni. Framtíðar- atvinna fyrir vel menntaðan, traustan og duglegan sölumann sem gæti unnið sjálf- stætt. Eiginhandarumsókn með glöggum upplýs- ingum um aldur menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00, 7. þessa mánaðar, merkt: „Betri kjör- 17771“. Veitingastjóri - verktaki Staða veitingastjóra í Safnaðarheimilinu Krikjuhvoli í Garðbæ er laus til umsóknar frá 1. október 1995. Veitingastjóri er verktaki og ber ábyrgð á veitingum og þjónustu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Garðasóknar. Umsóknir berist fyrir 15. september nk. til: Garðasókn, Kirkjuhvoli, Kirkjulundi 3, 210 Garðabæ. Sóknarnefnd Garðasóknar. Viðskiptafræðingur - rekstrarverk- fræðingur Opinbert fyrirtæki óskar eftir að ráða sér- fræðing til starfa við sérhæfð hagræðingar- og skipulagsstörf. Hæfniskröfur: Viðskipta- eða rekstrarfræði- menntun. Grundvallarþekking á gæðastjórn- un og almenn þekking á verkefnastjórnun nauðsynleg. Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf við fjölbreytileg verkefni. Reyklaus vinnustaður. Umsóknarfrestur er til og með 8. septem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. W Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Kjarvalsstaðir Óskum eftir að ráða hugmyndaríkan og dug- legan starfskraft í kaffiteríu Kjarvalsstaða. Vinnutími er frá kl. 10-18 virka daga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, berist til skrifstofu. Kjarvalsstaða fyrir 8. september nk. Vegna aukinna umsvifa vantar Hugrúnu hf. eftirtalda starfsmenn: Tölvunarfræðing Tölvunarfræðing eða menn með sambæri- lega menntun til starfa sem fyrst við margvís- leg hugbúnaðarkerfi í DOS og Windows umhverfi. Krafist er góðrar þekkingar á C/C++ og Pascal. Rafeindavirkja Rafeindavirkja til starfa sem fyrst við fram- leiðslu sjálfvirkra mælitækja. Leitað er að vandvirkum og samviskusömum einstaklingi. Vinsamlega skilið skriflegum umsóknum til Hugrúnar hf. fyrir 9. september. Hugrún hf. Síðumúla 13, 108 Reykjavík Hugrún hf. framleiðir sjálfvirkan mælibúnað og hugbúnað til sjávarrannsókna og annarra umhverfisrannsókna. Búnaður frá Hugrúnu er notaður við fjölda rannsóknastofnana í um 30 löndum víðs vegar um heim. A IIXITERIMETIIVIU („Þetta er Reykjavík“- Intemet-grunnurinn) Viljum ráða sölumenn strax til að kynna þennan grunn og selja heimasíðuhönnun og tengingu við „This is Reykjavík“.Tekjutrygging og söluhvetjandi launakerfi. Viðkomandi verður að hafa bíl til umráða Qlan I M T0R ftl E T AUGLÝSINGASTOFA Upplýsingar gefur Birgitta og Tómas í síma 552 6220 Mál og menning óskar að ráða kennslubóka- ritstjóra í fullt starf frá og með 1. janúar 1996. Starfið felst í umsjón með kennslubókaút- gáfu forlagsins; ritstjórn, prófarkalestri, sam- skiptum við skóla og kennara, gerð kynning- arefnis o.fl. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á móðurmálinu, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli, og vera vel að sér í tölvuvinnslu. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja kennslureynslu og þekki vel til íslenska skólakerfisins. Við leitum að hugmyndaríkum, sjálfstæðum og samstarfsfúsum einstaklingi, sem ertilbú- inn að einhenda sér í spennandi starf. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal senda til Máls og menningar, pósthólf 392, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. september 1995. Mál íffl og menning KVENNA ATHVARF Samtök um kvennaathvarf óska að ráða fræðslu- og kynningarfulltrúa í 50% starf. Starfið felst í að stýra og vera ábyrgur fyrir fræðslustarfi samtakanna og koma fram fyrir þeirra hönd. Eftirfarandi kröfur eru gerða til starfsins: - Að geta unnið sjálfstætt. - Að eiga auðvelt með að tjá sig, bæði munnlega og skriflega. - Að hafá gott vald á íslensku, ensku og Norðurlandamáli. Skriflegum umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda, skal skilað til skrif- stofu Samtaka um kvennaathvarf, Vestur- götu 5, 101 Reykjavík, eða í pósthólf 1486, 121 Reykjavík, fyrir 18. september 1995. Snyrtivörur Fyrirtæki með þekkt snyrtivörumerki óskar eftir starfskröftum í eftirtalin störf: 1. Kynningar/sölustörf í verslunum á snyrti- vörum 2-3 daga seinnihluta vikunnar. Skilyrði er að viðkomandi sé vanur sölu- maður á snyrtivörum og hafi bifreið til umráða. 2. Símavarsla, sendiferðir og nótugerð. Umsækjendur þurfa að: - vera á aldrinum 22-35 ára, - vera jákvæðir og með hressa framkomu, - vera áhugasamir um snyrtivörur. Vinsamlegast sendið inn umsóknir á afgreiðslu Mbl. fyrir 14. september merktar: „Snyrtivörur - 15870“. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. október. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ loCl| Á AKUREYRI Stjórnunarstaða - aðstoðardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra Lyflækningadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Deildin er 23 rúma bráða- deild. Staðan er heil staða og veitist frá 1. október nk. eða eftir samkomulagi, í eitt ár. Aðstoðardeildarstjóri ber, ásamt deildar- stjóra, fag-, stjórnunar- og rekstralega ábyrgð á hjúkrun deildarinnar (verkefnaskipt- ing). Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra Við ráðningu er lögð áhersla á fagþekkingu og frumkvæði, reynslu í stjórnun, ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri hjúkrunar, Þóra Ákadóttir, í síma 463-0273. Umsóknir sendist hjúkrunarforstjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, pósthólf 380, 602 Akureyri, fyrir 15. september nk. Sölufulltrúi Framsækið og öflugt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölufulltrúa. Fyrirtækið er deildaskipt, hefur góð við- skiptasambönd og markaðsstaða þess er sterk. Sölufulltrúinn starfar í nánum tengsl- um við markaðsstjóra. Við leitum að ungum og metnaðargjörnum manni til að annast sjálfstæða sölu á vörum fyrirtækisins til verkkaupa á byggingarvöru- markaðinum. Menntun á sviði hönnunar er æskileg. Viðkomandi þarf að hafa til að bera eftirtalda eiginleika og þekkingu: ★ Reynslu og þekkingu af sölustörfum. ★ Þekkingu á byggingavörum. ★ Tungumálakunnáttu. ★ Tölvukunnáttu. ★ Aldur 25-35 ára. ★ Frumkvæði og þor. ★ Samstarfshæfileika. í boðið er krefjandi og ögrandi starf, sem gefur kost á auknum starfsframa og ábyrgð í starfi. Byrjunartími er samkomulag. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Sölufulltrúi 346“ fyrir 8. sept- ember nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.