Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ WIÆLOAUGLYSINGAR Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menn- ingarstarfsemi í borginni. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum sem fást hjá ritara nefndarinnar sem einnig veitir allar nánari upplýsingar í síma 552-6131. Umsóknir skulu hafa borist Menningarmála- nefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum við Flóka- götu, 105 Reykjavík, fyrir 20. september 1995. Kennarasamband íslands Auglýsing um námslaun Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til félagsmanna, sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaár- ið 1996-1997. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennara- sambands íslands, Kennarahúsinu, Laufás- vegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. októ- ber 1995. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennara- sambandsins, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands. Ferðastyrkir fyrir unga norræna listamenn Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir um- sóknum um styrki fyrir tímabilið 1. janúar-30. júní 1996 úr ferðastyrkjasjóði fyrir norræna listamenn, 35 ára og yngri. Styrkirnir eru veittir í þeim tilgangi að auka möguleika ungra norrænna listamanna til að kynnast listalífi og starfsfélögum á öðrum Norður- löndum og til að efla norræn tengsl innan og milli listgreina. Styrkirnir eru veittir einstaklingum og ber að skila umsóknum á sérstöku eyðublaði sjóðsins. Umsóknafrestur er til 1. október 1995. Heimilisfang sjóðsins er: SLEIPNIR ‘ Nordisk ministerráds sekretariat, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K Umsóknareyðublöð fást hjá menntamála- ráðuneytinu og einnig hjá eftirtöldum aðilum: Norræna lista- og listiðnaðarnefndin Nordisk kunst- og kunstindustrikomité NKKK Sími: +358-0-668143/Fax: +358-0-668594 Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn Nordisk film- og TV-fond Sími: +47-22-560123/Fax +47-22-561223 Norræna tónlistarnefndin Nordisk musikkomité NOMUS Sími: +46-8-7914680/Fax: +46-8-213468 Norræna leikhús- og dansnefndin Teater og Dans í Norden Sími: +45-31224555/Fax: +45-31240157 Norræna bókmennta- og bókasafnsnefndin Nordisk litteratur- og bibliotekskomité NORBOOK Sími: +45-33960200/Fax: +45-33936251 Foreldraráðgjöf Barnaheilla Barnaheill vekja athygli á Foreldralínunni, uppeldis- og lögfræðiráðgjöf fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna og unglinga. Hringið í síma 800 6677, mánudaga og mið- vikudaga frá kl. 17-19. YBarnaheilI Frá Tónskóla Eddu Borg EdduB°Kj Innritun hefst 4. september. Nemendur staðfesti umsóknir sínar með greiðslu skólagjalds fyrir 6. september. Skrifstofan í Hólmaseli 4-6 verður opin frá kl. 10-16 á meðan innritun stendur. Kennslugreinar ívetur: Forskóli 4ra-5 ára Forskóli 6-9 ára Píanó Jazz-píanó Trompet Klarinett Þverflauta Saxófónn Fagott Bariton Alt-horn Fiðla Selló Harmónika Á námskeiðum: Hljómborð Gítar Bassi Trommur Söngur Skólasetning ferfram í Seljakirkju laugardag- inn 9. september kl. 14.00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 11. september. Skólastjóri. Dansherra óskast Tæplega 12 ára stúlka óskar eftir áhugasömum dansherra sem hefur áhuga á að keppa með frjálsri aðferð (ekki skilyrði). Hún hefur keppt í dansi í mörg ár, oftast í verðlaunasætum. Upplýsingar í Dansskóla Jóns Péturs og Köru, sími 553-6645 (Stefán). Stórefdhús - mötuneyti Eruð þið með nógu góða nýtingu á eldhús- inu ykkar. Okkur vantar aðstöðu í 2-3 daga í viku, hvaða dagar sem er koma til greina. Þarf helst að vera til staðar eitthvað eða allt af eftirfarandi: Suðupottar- combi-ofn og góður kælir. Upplýsingar gefur Örn Garðarsson, mat- reiðslumeistari í síma 421-1777 og 896-2826. Iðnfyrirtæki Gamalt og gróið iðnfyrirtæki á Norðurlandi óskar eftir samstarfi við aðila, sem vill flytja starfsemi sína út á land. Fyrir hendi er 600- 1.000 fm iðnaðarhúsnæði með lofthæð frá 3-5 m. Um gæti verið að ræða: Kaup á fyrirtæki til flutnings. Leiga á húsnæði að öllu leyti eða hluta. Aðild að fyrirtæki. Til greina kemur flutningsstyrkur og hugsan- lega frekari hlunnindi. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. september nk., merkt: „T- 15509". Karlakórinn Fóstbræður óskar eftir nýjum söngmönnum í sínar raðir. Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við for- mann í síma 557 4003 fyrir 15. september. Dans - dans - dans - herrar óskast Við erum nokkrar stelpur á aldrinum 10-14 ára í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Auðbrekku 17, Kópavogi, og okkur vantar herra sem vilja æfa samkvæmisdansa 2-3 í viku í vetur. Upplýsingar í síma 5641111, Óli Geir eða 8961660, Þröstur. Söngfólk - söngfólk! Kór Fella- og Hólakirkju auglýsir eftir góðu og áhugasömu söngfólki í allar raddir. Æfingar eru að hefjast á fjölbreyttri efnisskrá fyrir aðventu og jól. Aðstaða til æfinga og tónleikahalds er mjög góð, þar sem kirkjan okkar er eitt best hljómleikahús landsins hvað varðar hljómburð og ágæti hljóðfæra kirkjunnar. Æfingar eru á miðvikudagskvöld- um þar sem unnið er jöfnum höndum með organista og raddþjálfara. Nánari upplýsingar hjá Lenka Mátéová í síma 565-5089. Vesturbær Læknir óskar eftir einbýlishúsi eða sérhæð til leigu í vesturbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 553-4944. Einbýli óskast Höfum leigjanda að einbýlishúsi eða sérbýli, miðsvæðis í Reykjavík. 6 mánaða fyrirframgreiðsla kemur til greina fyrir rétt húsnæði. Verðhugmynd 60-80 þús. á mánuði. Minnst 2 ára leigusamningur. Nánari uppl. veitir Guðlaugur Þorsteinsson. Leigulistinn - leigumiðlun, sími 511-1600. ir Ibúð í Kvosinni óskast Tveggja herb. íbúð í Kvosinni óskast fyrir traustan leigjanda til lengri tíma. Æskilegt er að íbúðin sé nýleg eða í góðu ásigkomulagi. Vinsamlegast hafið samband við Fanneyju Ingólfsdóttur í síma 511-1600. Leigulistinn - leigumiðlun, Skipholti 50. Iðnaðar- og verslunarfýrir- tæki Til sölu ungt og vel markaðssett fyrirtæki á sviði framleiðslu, endursölu og umboðssölu. Vegna sérstöðu sinnar eru mjög miklir framtíð- armöguleikar. Viðskiptavinir eru traustir aðilar um allt land. Fyrirtækið hentar vel fyrir iðnaðar- menn eða sem rekstur samhliða annarri starfs- semi, t.d. vélsmiðju eða trésmiðju. Hentar sem rekstrareining úti á landi. Verð 3,8-4,4 millj. Vinsamlegast skilið inn upplýsingum til af- greiðslu Mbl. merktum: „A - 11673“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.