Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 C 3 r Fjölnotabíllinn Varera f rá Porsche PORSCHE, eitt frægasta sport- bílamerki veraldar, hyggst snúa við blaðinu svo um munar. Fast- lega er búist við því að á bflasýn- ingunni í Frankfurt í næsta mán- uði verði frumkynntur fjölnotabíll Porsche Varera. Eins og nafnið gefur til kynna verður hægt að breyta innanrými bílsins á marg- víslegan hátt en Varera verður á sama undirvagni og að hluta með sömu yfirbyggingu og þríburarnir VW Sharan, Ford Galaxy og Seat Alhambra sem allir eru smíðaðir í sameiginlegri verksmiðju fyrir- tækjanna í Lissabon. Porsche Varera verður með sí- tengdu aldrifi, þ.e. Synchro-fjór- hjóladrifskerfi VW. Undir vélarhlíf- inni verður sex strokka vél með tveimur forþjöppum, 250 hestafla. Einnig er búist við að Varera verði boðinn í spamaðarútfærslu, þá með fjögurra strokka 150 hestafla vél. Þijár útfærslur verða smíðaðar af Porsche Varera, þ.e. Business- Van, með fjórum stólum sem hægt er að snúa, sex sæta Family-Van og þriggja sæta Sport-Van með nægu rými fyrir brimbrettið eða sæsleðann. Staðalbúnaður í Porsc- he Varera verður loftkæling, leður- sæti, tvær sóllúgur, kúplingslaus gírkassi (tiptronic), skriðstillir og fleira. Bíllinn kostar um 100 þús- und þýsk mörk. ■ Verður hætt við að smíða Swatcmobile? ÓLÍKLEGT þykir nú að Swatc- hmobile örbíllinn verði að veru- leika, en Mercedes-Benz og Swatc úraframleiðandinn svissneski hugðust smíða hann í samvinnu. Deilur hafa risið milli Júrgen Schrempp stjórnarformanns Da- imler-Benz samsteypunnar og Helmuts Werner aðalforstjóra Mercedes-Benz um bílinn. Schrempp telur að örbíllinn verði of dýr í framleiðslu, markaðurinn sé of lítill og bíllinn geti skaðað ímynd Mercedes-Benz. Werner á hinn bóginn telur að örbíllinn sé byltingarkennd framleiðsla sem geti valdið nauðsynlegum breytin- um innan fyrirtækisins. Jafnvel er talið að Werner hafi lagt stöðu sína að veði í þessu máli. Merce- des-Benz hefur þegar fjárfest rúmlega 100 milljarða ÍSK í verk- efnið. Ráðgert var að byggja nýja verksmiðju í Hambach í Frakk- landi til að framleiða Swatcmobile en verði ekki af framleiðslu bílsins er líklegt að A-línan verði fram- leidd þar. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Grand Cherokee Laredo (8 cyl. vél) 4x4, árgerð '95 (ekinn 200 mílur), Dodge Spirit, árgerð '93 (ekinn 32 þús. mílur),Toyota 4-Runner3,01. vél, árgerð ’90, Pontiac Grand Am., árgerð '86 (tjónabifreið) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. septemberkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Snarpur og eyðslu- grannur Saturn SL Morgunblaðið/Golli SKOTTLOKIÐ opnast frá stuðara fyrir miðju. Afturlugt- irnar stórar. Saturn S1 er fall- egur og kraftmikill bíll sem kostar án vökvastýris og saml- æsinga 1.350.000 kr. Líknar- belgur í stýri og ofan við hanskahólf er staðalbúnaður. Innréttingin er sportleg og stýrið liggur hátt. Halogen framlugtir eru einnig staðal- búnaður. Lugtirnar ganga inn í vélarhlífina. Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR I. Gústafsson hjá sölumaður hjá Bílheimum afhendir Arnari Jónssyni Isuzu-vörubíl. Isuzu- vörubílar BÍLHEIMAR hf., umboðsaðili Isuzu bílaverksmiðjanna, hefur hafið inn- flutning á vörubílagrindum af Isuzu gerð. Bílunum hefur verið vel tekið og er fyrsta sendingin, sex bílar, þegar uppseld. Önnur sending sem vætnanleg er til landsins innan skamms, er einnig uppseld. Von er á þriðju sendingunni bráðlega. Bílarnir eru búnir 3,9 lítra dísilvél- um með forþjöppu og millikæli sem skila 135 hestöflum. Burðargeta er 3,5 tonn. Verð með virðisaukaskatti er 2.880.000 kr. Miklar breytingar hafa verið gerð- ar á bílunum og boðið er upp á nýja vél. Mestar hafa úrbæturnar þó orð- ið á húsi og aðbúnaði ökumanns. Reynt hefur verið að gera akstur bílanna sem þægilegastan og auð- veldastan en um leið öruggan. ■ FAAR EN SKYRAR VINNUREGIUR SATURN Corporation var stofnað 7. janúar 1985 í 2.500 manna smábæ, Spring Hill í Tennessee. Þótti fyrirtækið strax frá upphafi bijóta blað í sögu bandarískra fyrirtækja. Stjórnunarhættir voru aðrir en tíðkuðust þar í landi. I verksmiðjunum eru t.d. engar stimpilklukkur og allar ákvarðan- ir eru teknar í samráði við starfsmenn við framleiðsluna sjálfa. Sagt er að erfitt sé að þekkja yfirmenn frá undirmönnum því allir klæðast sama vinnufatnaði og borða í sama mötuneyti. Saturn hefur tekist á tæpum tíu árum að komast á legg í einum fjárfrekasta iðnaði þar sem samkeppn- in er hvað mest og verða eitt af athyglisverðustu fyrirtækjum Bandaríkj- anna. Áður en fyrirtækið var sett á laggirnar heimsóttu stjórnendur þess, með Skip LeFauve stjómarformann í broddi fylkingar, 160 framsækin fyrirtæki víða um heim og viðuðu að sér reynslu sem þeir nýttu sér síðan hjá Saturn. Meginkjarninn í stjórnunaraðferðum hjá Saturn er að starfs- mönnum iíði eins og þeir séu eigendur fyrirtækisins. Settar eru fáar en skýrar vinnureglur. Yfírmenn Satum ifta á starfsmenn við færiböndin sem hjartað f fyrirtækinu. SATURN er ekki þekkt merki hérlendis en fyrir skemmstu kom fyrsti bíllinn af þessari gerð hingað til lands. Saturn er þeim mun þekktara vestanhafs enda vakti það mikla athygli þegar fyrirtæk- ið var stofnað árið 1984 en stærsti hlut- hafinn er General Motors. Saturn var stofnað til höfuðs japönskum bílafram- leiðendum sem höfðu náð mikilli mark- aðshlutdeild í Bandaríkjunum og fram- leiðir fyrirtækið hagkvæma og sterka bíla sem hafa komið vel út úr gæðakönn- unum. í síðustu könnun stærsta óháða úttektaraðilans á bílum í heimi, J.D. Power, hafnaði Saturri t.a.m. í þriðja sæti. Bíllinn sem hingað er kominn er af gerðinni SL og var honum reynsluek- ið í síðustu viku. Grunngerð er grunngerð Innflytjandi Saturn bílsins er Bílabúð Benna og þar á bæ segjast menn hafa beðið um grunngerðina með minnstum búnaði. Bíllinn sem hingað kom var sannarlega grunngerð, án vökvastýris, samlæsinga og rafdrifinna rúða og hlið- arspegils farþegamegin. Hins vegar eru tveir líknarbelgir staðalbúnaður í bíln- um. Bíllinn var eðlilega þungur í stýri en hann er svo sannarlega sprækur og búinn sportlegum aksturseiginleikum ef þyngslin í stýrinu eru frátalin. Ekki að óttast ryðmyndun SL er straumlínulagaður, fimm manna fólksbíll. Framlugtirnar ganga inn í vélarhlífina og línurnar að framan eru sportlegar og minna dálítið á Honda Prelude. Bíllinn er þó ekki allur þar sem hann er séður. Það vekur t.d. athygli að hliðar bílsins eru úr sveigj- anlegu plastefni, polymer, sem fram- leiðandinn bendir á að gegni afar hagnýtu hlutverki þegar óhöppin gerast, t.d. þegar lagt er í þröng stæði við verslanir. Engin hætta er á því að dældir myndist við högg því plastefnið gefur eftir. Þá þarf ekki heldur að kvíða ryðmyndun. Auk þess næst þyngd bílsins niður með þessari efnisnotkun. í hurðum eru styrktarbitar úr stáli. Þak, vélarhlíf og skottlok eru úr galvaniseruðu stáli. Ekkert prútt Eftir margháttaðan undirbúning í fimm ár kom fyrsti Saturn-bíllinn á markað 1990, árgerð 1991, og var hann kjörinn einn af 100 mestu afrek- unum I vísindum og tækni árið 1990 í tímaritinu Popular Science og ári seinna hafnaði 1992 árgerðin í fyrsta sæti í kjöri tímaritsins yfír Bestu hönnunina og tækninýjungamar. Á næstu árum fylgdu viðurkenningar tímarita eins og Horne Mechanix, Motorweek/PBS, Cansumers Digest, Kiplinger’s Personal Finance Magazine, Motor Trend, Automobile og fleiri. 1993 framleiddi Saturn 500 þúsundasta bíl sinn. Saturn hefur komið sér upp neti umboðssala um öll Bandaríkin sem eingöngu selja Satum-bíla, ólíkt flestum öðram umboðum. Fast verð er á bflunum og þýðir ekkert að prútta um það. Séu 10.000 dollarar settir á bfl þá kostar hann 10.000 dollara. Aðrir hafa haft þann háttinn á að setja e.t.v. 12.000 dollara á bíl sem þeir vilja fá 10.000 dollara fyrir og nota mismuninn til þess að hafa eitthvað til að hlaupa upp á ef viðskipta- vinurinn vill prútta. Nú hyggst Saturn taka upp svipaða viðskiptahætti með notaða bíia. Notaðir bílar verða settir í yfirgripsmikla skoðun og sumir þeirra seldir samhliða nýjum bílum á föstu, óhagganlegu verði. Önnur kynstóð að koma önnur kynslóð Saturn er nú að koma á markaðinn vestra. Nýi bíllinn er því sem næst óbreyttur, en örlítið hærri og lengri en fyrri árgerðir. Helstu endurbæturnar á stallbaknum eru sagðar vera þær að umgangur um bílinn verður auðveldari og höfuðrými meira með hærra þaki. Þá verður bfllinn með nýrri gerð innsprautunar sem dregur úr eldsneyti- seyðslu en viðheldur sama vélarafli. ■ Sportlegir eiginleikar SL vekur strax sérstaka tilfinn- ingu þegar sest er upp í hann. Eins og svo margir amerískir bílar er svo- nefnd „cab-forward“ hönnun á Sa- turn, þ.e.a.s. að mikill halli er hafður á framrúðunni til að auka innanrými í bílnum. Þetta veldur því líka að framrúðusyllan er óvenjubreið og virðist sem það rými sé ekki fyllilega nýtt. Útvarpið er skemmtilega stað- sett í miðjustokki sem gengur út úr mælaborðinu og gírstöngin situr hátt og leikur í hendi ökumannsins. Sætin liggja fremur lágt í bílnum og eykur það enn á sportlega eigin- leika Saturn en gerir umgang um bílinn jafnframt erfíðari. SL er mjög snarpur í upptaki, og við slæma meðhöndlun spólar hann í 1. og 2. gír. 1,9 lítra vélin er þýð og hljóðlát og skilar 100 hestöflum. Uppgefín eyðsla er eins og í meðal- stórum japönskum bíl, 8,6 lítrar inn- anbæjar og 5,8 lítrar í þjóðvega- akstri á beinskiptum bíl. Bíllinn er framhjóladrifinn og liggur vel á vegi en skríður dálítið til að framan í beygjum ef óvarlega er stigið á bens- íngjöfína. Þjónusta og ábyrgð En er eitthvert vit í því að kaupa amerískan bíl sem er verið að byija að flytja inn til íslands? Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir að þessi hugsunarháttur eigi ekki við lengur. Gefi eitthvað sig í bílnum og þörf er á varahlut eigi það ekki að taka langan tíma að fá hann til landsins. Flogið sé daglega frá Bandaríkjunum til íslands og hægt að ná varahlutum samdægurs út úr tolli. Ekki sé óvarlegt að reikna með að það taki tvo til þijá virka daga að fá hlutinn í hendurnar svo fremi sem hann er til í Bandaríkjunum. „Það þarf ekki lager hérlendis fyrir bíla sem er verið að byija að flytja inn því þá verða hlutirnir alltof dýr- ir. Það er ekki fyrr en bílarnir eru farnir að festa sig í sessi sem það borgar sig,“ segir Benedikt. Hvað með ábyrgðir? Benedikt seg- ir að taki framleiðandi ábyrgð á hlutnum bæti Bflabúð Benna hann og vinni allar viðgerðir tengdar hon- um án endurgjalds fyrsta árið. Gott veró" Jafnvel þótt að ýmsan búnað vanti í SL bílinn, einkanlega vökvastýri, samlæsingar og hliðarspegil far- þegamegin, er hann boðinn á góðu verði. 1.350.000 kr. kostar gripurinn en með vökvastýri 1.390.000 kr. Með samlæsingum er hann kominn upp í 1.430.000 kr. sem hlýtur að teljast gott verð fyrir bíl í þessum stærðarflokki með 1,9 lítra vél og auk þess bestu meðmæli frá J.D. Power. Hins vegar verður því ekki svarað hér hvernig bíllinn reynist við íslenskar vetraraðstæður. Kannski svör fáist við því síðar. ■ Guðjón Guðmundsson. MEÐ jeppaferðum fer Útivist inn á nýjar brautir í ferðamennsku. Fyrsta jeppaf erö Útivistar f arin FYRSTA jeppaferð Útivistar verð- ur farin helgina 8. til 10. septem- ber næstkomandi og verður farið um einstaklega fallegar slóðir. Ferðin er opin öllum, þess skal getið að í ferðina er hægt að fara á öllum gerðum jeppa og þurfa þeir ekki að vera á neinn hátt sérút- búnir. Með jeppaferðum fer Útivist inn á nokkuð nýjar brautir í ferða- mennsku. Jeppum hefur fjölgað mikið á síðustu árum en margt bendir til að eigendur þeirra nýti sér þá ekki sem skyldi til útiveru. Jeppar eru að mati Útivistar fyrir- taks farartæki til að skoðunar á landinu. Jeppaferðir Útivistar era ætlaðar fólki sem vill notfæra sér eigin jeppa og komast á áhugaverð- ar slóðir til að njóta útiveru og hreyfingar. Tækjastjórl leiðbeinir um útbúnað Fararstjóri stjórnar ferðinni, lýsir landslagi og fer með fólk í göngu- ferðir. Svokallaður tækjastjóri mun verða fólki til halds og trausts. Hann mun leiðbeina fólki eftir því sem þörf er á, t.d. um útbúnað bíla, Stillingí Bella Center STILLING hf. tekur þátt í vara- hluta- og tækjasýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn 5.-8. október nk. Þar kynnir fyrirtækið smurbætiefnið MILITEC-1 og er það í framhaldi af útflutningi og markaðssókn Stillingar á Norður- löndum undanfarin tvö ár. Sýningin er stærst sinnar tegundar á Norður- löndunum. Ef vel tekst til er ætlun Stillingar að auka útflutning á þennan markað. ■ akstur yfir ár, hugsanlegar breyt- ingar á bílum o.fl. Ferðatilhögun verður sem hér segir: Laugardag 9. september: Ekið vestur að Laugafelli og þaðan norð- ur að Hrafntinnuskeri. Gengið á skerið ef veður leyfír og íshellarnir skoðaðir. Ekinn Fjallabaksvegur nyrðri og austur í EIdjá; gengið á Gjátind. Ekið suður um Álftavatns- króka og gengið um gljúfrin fögru í Svartahnúksfjöllum. Ekið um Mælifellssand og gist í Hvannagili. Sunnudagur 10. september: Ek- inn Fjallabaksvegur syðri og norður fyrir Tindafjallajökul um Sultarfít og Hungurfit. Ekið í Fljótshlfð og upp að skálum við Tindaíjallajökul. Komið til Reykjavíkur um kl. 19. Gengið á fjöll og fell á þessum degi eftir því sem við verður komið. Undirbúningsfundur verður hald- inn í húsakynnum Útivistar mánu- daginn 4. september kl. 17 á Hall- veigarstíg 1 og verður þar farið yfír ferðatilhögun, útbúnað bfla, útbúnað fólks og annað sem jeppaeigendur fysir að fá upplýsingar um. Fararstjóri í ferðinni verður Sig- urður Sigurðarson en tækjastjóri verður Arnar Jónsson. ■ Minna framleitt hjá Toyota TOYOTA Motor Corporation ætlar að draga úr framleiðslu í Japan um sem samsvarar framleiðslu einnar bílaverksmiðju á þessu ári. Ástæðan er minni markaðshlut- deild í Japan og samdráttur í út- flutningi. Toyota hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á Japansmarkað á þessu ári um 5,8%. Framleiðslan verður því 3,22 milljónir bíla sem er 200 þúsund bílum færra en ætlað var að framleiða. Þá er þetta einni milljón bíla minni framleiðsla en þegar hún varð mest árið 1990 og um 800 þúsund bílum minna en afkastageta verksmiðja Toyota Meirl framleiðsla erlendis í síðasta mánuði sagði Iwao Iso- mura, aðstoðarforstjóri fram- kvæmdadeildar Toyota, að erfitt yrði fyrir fyrirtækið að halda sama starfsmannafjölda þegar fram- leiðslan í Japan væri komin niður í þrjár milljónir bíla. Fréttaskýrend- ur segja að það hefði gríðarleg áhrif í Japan ef Toyota, sem er voldugasta fyrirtæki landsins, neyddist til að loka verksmiðju. Skemmst er að minnast uppnáms sem varð í Tókýó þegar Nissan lokaði Zama-verksmiðju sinni í Tókýó 1992 en það var í fyrsta sinn sem japanskur bílaframleið- andi greip til þessa örþrifaráðs á seinni tímum. Lokun verksmiðju Nissan leiddi hins vegar ekki til uppsagna og líklegt er talið að sama verði uppi á teningnum loki^ Toyota einni af sínum verksmiðj- um. Framleiðsla Toyota utan Japans jókst hins vegar á fyrri hluta þessa árs um 24% og um 17,3% í Banda- ríkjunum. Útflutningur dróst sam- an um 16,3% í 642 þúsund bíla en markaðshlutdeild í Japan minnkaði um 2%, fór í tæp 40%. ■ NP VARAHLUTIR" fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240— FAX 587 0250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.