Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 18 manns bíða bana í Kasmír AÐ MINNSTA kosti 13 manns biðu bana þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Srinagar í Kasmír í gær. Skæruliðar í hreyfíngunni Hizbui Mujaheddin lýstu verknaðinum á hendur sér og sögðu að tilræðið hefði beinst gegn indverskum hermönn- um. Sjónarvottar sögðu að fímm þeirra sem létu lífið hefðu verið hermenn. Dýr skemmti- ferð í Disney- garðinum 12 ÁRA franskur drengur eyddi 50.000 frönkum, jafn- virði 650.000 króna, í tíu daga skemmtiferð um Disney-garð- inn nálægt París, að sögn dagblaðsins Le Parisien í gær. Blaðið sagði að drengurinn hefði stolið peningunum frá foreldrum sínum og strokið að heiman. Hann hefði gist á lúxushóteli í garðinum í tíu daga og greitt 26.000 krónur fyrir nóttina. Hann leigði einnig glæsibifreið með bíl- stjóra. Þegar lögreglan náði hon- um kom í ljós að hann hafði tvisvar áður strokið að heim- an til að skemmta sér í Disney-garðinum. Craxi hafnar boði Arafats BETTINO Craxi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, kvaðst í gær hafa hafnað boði frá Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), um að heim- sækja hann á Gaza-svæðinu. Craxi, sem er 61 árs, býr nú í útlegð í Túnis og hefur ver- ið sakaður um spillingu þegar hann var við völd á árunum 1984-87. Afnám við- skiptabanns ólíklegt ROLF Ekeus, vopnaeftirlits- maður Sameinuðu þjóðanna í írak, sagði í gær að litlar lík- ur væru á að öryggisráðið aflétti viðskiptabanninu á landið á næstunni. Hann kvaðst óttast að írakar leyndu efnavopnum en bætti við að þeir gætu ekki framleitt kjamorkusprengju. Sprengja gerð óvirk við lestastöð í miðri París Syni Kovacs Slóvakíuforseta rænt og hann sendur til Austurríkis Japan „Réttar- höld ald- arinnar“ hefjast Tókýó. Reuter. VIÐAMESTU réttarhöld í nútímasögu Japans hófust í gær þegar fyrsti af meira en hundrað félögum í sértrúar- söfnuðinum Aum Shinri Kyo (Æðsti sannleikur) kom fyrir rétt í Tókýó. Fyrsti sakborningurinn, skrifstofukona á sjúkrahúsi safnaðarins, var sakaður um að hafa hýst mann sem lög- reglan hafði lýst eftir vegna mannráns. Aðrir verða sóttir til saka fyrir morð og morð- tilraunir vegna taugagasá- rásar í Tókýó í mars sem varð ellefu manns að bana. Nokkrir sakborninganna hafa einnig verið ákærðir fyrir gasárás sem kostaði sjö manns lífið í fjallaþorpi í fyrra, tvö mannrán og morð á mönnum sem reyndu að hjáipa fólki að segja skilið við söfnuðinn. Ákærður fyrir morð og morðtilraunir Réttarhöldin hafa verið nefnd „réttarhöld aldarinnar" í Japan og þau ná hámarki 26. október þegar leiðtogi safnaðarins, Shoko Asahara, verður leiddur fyrir rétt. Hann hefur verið ákærður fyrir morð og morðtilraunir vegna gasárásanna, að hafa fyrirskipað morð á safnaðar- meðiimi og búið til ólögleg lyf- Réttarhöldin gætu tekið rúman áratug þar sem jap- anska dómskerfið er mjög þunglamalegt. Lögreglan ótt- ast að safnaðarmeðlimir, sem ganga enn lausir, reyni að frelsa Asahara eða fremji hermdarverk til að mótmæla réttarhöldunum. Reuter LÖGREGLUMAÐUR á verði við almenningssalerni í miðborg Parísar þar sem sprengja fannst í gær. Ottast sprengju- tilræði í skólum París, Brussel. Reuter. FRANSKA lögreglan aftengdi sprengju sem fannst við lestastöð í miðborg Parísar í gær. Þetta er í fimmta sinn á 40 dögum sem sprengju er komið fyrir á Qolförn- um stöðum i borginni. Óttast er að tilræðismennirnir láti næst til skarar skríða við skóla borgarinn- ar sem hófu starfsemi að nýju í gær eftir sumarleyfi. Ræstingamaður fann í gær 25 kílógramma gashylldssprengju á almenningssalerni á fjölförnu torgi við lestastöð og um 50 metrum frá skóla í miðborg Parísar. Daginn áður hafði verið gert misheppnað sprengjutilræði á útimarkaði í París. Aðeins sprengi- hettan sprakk og fjórir menn særðust. Sprengiefnið, sem komið hafði verið fyrir í hraðsuðupotti, sprakk hins vegar ekki. Þtjár sprengjur á skömmum tíma Síðustu vikur hafa þijár sprengjur sprungið í París og orð- ið sjö manns að bana og sært 100. Allar sprengjurnar hafa verið fylltar með stálnöglum og kúlum til að auka líkurnar á mannfalli. Lögreglan er með mikinn við- búnað við skóla Parísar enda er óttast að tilræðismennirnir reyni næst að koma þar fyrir sprengjum. Öryggisverðir eru við alla skóla og hleypa aðeins kennurum og nemendum inn. Viðbúnaður í Brussel Franska lögreglan telur að herskáasta hreyfing múslima í Alsír, GIA, hafí staðið fyrir tilræð- unum. 13 meintir félagar í hreyf- ingunni voru leiddir fyrir rétt í Brussel í gær, ákærðir fyrir ýmis lögbrot, svo sem ólöglega vopna- eign og skjalafals. Lögreglan í Brussel er með mik- inn öryggisviðbúnað í miðborginni vegna réttarhaldanna. Verðir eru við sendiráðsbyggingar, á götu- hornum og við lestastöðvar vegna hættu á hermdarverkum. Meciar sagður tengjast ráninu Bratislava. Reuter. SLÓVAKÍSKA ríkisstjómin þver- tók í gær fyrir að hún tengdist ráni á syni Michals Kovacs, for- seta landsins, fyrir helgi. Hann var fluttur nauðugur yfir til Austurrík- is þar sem hann á yfir höfði sér kæru um fjársvik. Á fimmtudag var Michal Kovac yngri, sem er 34 ára, rænt nærri Bratislava, hann fluttur yfir landa- mærin til Austurríkis, þar sem honum var sleppt fyrir utan lög- reglustöð í landamærabænum Hainburg. Austurríska lögreglan handtók Kovac þar sem saksókn- ari í Múnchen hafði gefið út hand- tökuskipun á hendur honum í nóv- ember sl. Er búist við að Kovac yngri verði framseldur til Þýskalands þar sem hann er sakaður um fjár- svik en Kovac forseti hefur krafist þess að Austurríkismenn láti son hans lausan án tafar. Getgátur hafa verið uppi um að ránið sé liður í valdabaráttu Kovacs forseta og Vladimirs Mec- iars, forsætisráðherra landsins. í sjónvarpsávarpi á sunnudag réðst Kovac harðlega á ríkisstjórn Mec- iars fyrir að fordæma ekki ránið á syni hans. „Við spyijum öll, hver stendur að baki þessu brott- námi? Allir, jafnvel þeir sem hafa enga þekkingu á lögum, spyija hinnar sígildu spurningar: „cui prodest?" eða „hver hagnast?“ Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, -Tan Carnogursky, fyrrverandi for- sætisráðherra, hvatti í gær til þess að málið yrði rannsakað og sagði að grunur léki á því að það tengd- ist stjórnmálum landsins. Meciar og Kovac hafa verið svarnir óvinir mestan hluta þess tíma sem Kovac hefur setið í emb- ætti, um tvö ár. Á síðasta ári átti Kovac einna stærstan þátt í því að þingið samþykkti vantrausts- yfirlýsingu á stjórn Meciars en hann komst til valda að nýju eftir kosningasigur. Hefur Meciar kraf- ist afsagnar forsetans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.