Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska THAT LITTLE RED HAlRED 6IRL JUST CALLEC?.. jr 5HE UJAHT5 YOU TO MEET MER AT THE PLAV6R0UNP, ANO PUSH HER ON THE 5WIN65.. Litla rauðhærða stelpan var að Hún vill að þú hittir hringja... hana úti á leikvelli og ýtir henni í rólunni. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Kirkjustarf aldraðra í Lang- holtskirkju Frá Flóka Kristinssyni NÚ AÐ loknum sumarleyfum eru að hefjast samverustundir aldraðra í Langholtssókn. Samverustundimar verða í vetur alla miðvikudaga kl. 13-17. Bílaþjónusta verður í boði og séð verður um að aka þeim til og frá kirkju sem á því þurfa að halda. Samverustundir aldraðra miða að því að stuðla að auknum kynnum, félagsskap og vináttu milli þeirra sem komnir em á efri ár. Á samveru- stundunum er boðið upp á föndur, spil og léttar leikfimiæfingar, einnig söngæfingar og bænastund, einka- viðtöl og upplýsingar um réttindi aldraðra. Ennfremur er boðið upp á hárgreiðslu og fótsnyrtingu á sama tíma. Tímapantanir eru í safnaðar- heimili Langholtskirkju alla miðviku- daga kl. 11-12. Föndurkennsla Föndurkennsla fyrir aldraða verð- ur með svipuðum hætti og síðastlið- inn vetur og hefst hún í safnaðar- heimilinu 20. september nk. og verð- ur á sama tíma og samverustundirn- ar. Vinafundir í október hefjast aftur svokallaðir vinafundir, þar sem aldraðir ræða saman um trú og líf undir hand- leiðslu leiðbeinanda. Þessir fundir hafa verið haldnir sl. tvo vetur og hafa orðið mörgum til ánægju og fróðleiks. Fyrsti fundurinn er áætl- aður 5. október kl. 14. Biblíufræðsla Þá verður í vetur boðið upp á fræðslu fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast og tileinka sér efni Bibl- íunnar með lestri hennar. Þeir fundir verða á virkum dögum og ættu því að geta hentað þeim sem eru heima- vinnandi eða sestir í helgan stein. Þeir verða nánar auglýstir síðar. Heimsóknarþj ónusta Heimsóknarþjónusta er veitt á vegum Langholtskirkju. Þeim sem óska hennar er bent á að hafa sam- band við sóknarprenstinn sem tekur við beiðninni. Viðtalstími hans er í kirkjunni þriðjudaga til fímmtudaga kl. 10-12. Einnig er hægt að hafa samband við hann í heimasíma hans. Kvöldbænir — aftansöngur Næstkomandi þriðjudag hefjast kvöldbænir (aftansöngur) í kirkjunni og verða framvegis í vetur alla virka daga kl. 18. Kvöldbænir eða aftan- söngur er stutt bænastund fyrir þá sem vilja ljúka dagsverki sínu með guðrækni í kirkjunni. Þeim er stjórn- að af sóknarpresti og leikfólki til skiptis. Lesið er úr ritningunni (lectio continua), sunginn einfaldur söngur, farið með bænir og íhugað í kyrrð. Þá hefur beiðnum um fyrirbænir farið sífellt fjölgandi og geta þeir sem óska fyrirbæna komið bænar- efnum á framfæri við sóknarprest kirkjunnar, sr. Flóka Kristinsson eða afhent þau við upphaf kvöldbæna í kirkjunni. Kvöldbænir hafa verið reglulegur þáttur í helgihaldi Langholtskirkju undanfarin 3 ár og kemur þar sam- an nokkur hópur reglulega. Reynt er að leitast við að stækka bænahóp- inn og eru allir sem áhuga hafa á reglulegu bænalífi hvattir til að leggja leið sína í kirkjuna og kynn- ast þessum stundum af eigin raun eða hafa samband við sóknarprest- inn og óska frekari upplýsinga. I vetur verður stuðlað að því að hafa reglulega fræðslu í tengslum við kvöldbænirnar. FLÓKI KRISTINSSON, sóknarprestur Langholtskirkju. Fyrirspurn til framkvæmdastj óra Sjóvá-Almennra Frá Gísla S. Loftssyni: ÞÚ SAGÐIR í umræðuþætti á Stöð 2 í ágústbyijun að ástæða hárra iðgjalda fyrir bílatryggingar væri fyrst og fremst tjónatíðnin og einnig að tryggingafélögin þyrftu að greiða meira í slysabætur hér á landi fyrir minniháttar slys heldur en trygg- ingafélög á hinum Norðurlöndunum. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, skýrir frá því í Morgunblaðinu 24. ágúst að sam- kvæmt könnunm sem hann gerði á þessum málum, sé það „hreinlega rangt, þegar fyrirsvarsmenn ís- lenska vátryggingarfélaga gefa í skyn að reglur á íslandi séu tjónþol- um hagfelldari en í þessum löndum (innsk.: 10 lönd í Evrópu). Þvert á móti... eru íslenskir tjónþolar mun verr settir heldur en tjónþolar í fyrr- greindum Evrópúlöndum.“ Þessi orð Jóns Steinars stangast á við fullyrðingar þínar (og allra hinna tryggingaforstjóranna) um háar tryggingagreiðslur. Ekki eitt aukatekið orð hefur heyrst frá þér um málið. Viltu ekki vera svo vænn að ganga fram fyrir skjöldu og skýra mál þitt betur? Ef Jón Steinar hefur rétt fyrir sér, þá hefur þú ekki farið rétt með. Einhvern veginn hefði maður haldið að þú hefðir metnað til að svara slíku. Ef þú gerir það, sem ég vona að verði, væri gaman að sjá dæmi frá þér máli þínu til stuðnings. GÍSLI S. LOFTSSON, Þverholti 3. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lótandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.