Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 45
1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Um prests- kosningar Frá Auðuni Braga Sveinssyni UNDANFARIÐ hefur talsvert verið rætt um prestskosningar, þótt segja megi að þær eigi að heita aflagðar. Nú er það ekki á valdi safnaðanna að velja sálusorgara, heldur fá- mennrar nefndar. Losna prestar þannig víst við illt umtal og nag, sem oft fylgir kosningum. Þetta verða þó tilvonandi alþingismenn að þola, og eiga þeir ekki visst að sitja lengur en eitt kjörtímabil, og það ekki alltaf til enda, því að við ber að alþingiskosningar fylgi ekki hinni svonefndu íjögurra ára reglu. Prest- ar eru hins vegar æviráðnir, og mega það heita mikil öndvegiskjör. Einu sinni kom fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt var til, að prestskosningar yrðu afnumdar, en varð þá ekki að lögum. Umræður urðu að vonum nokkrar um það mál. Athygli vakti ræða, sem hinn skarpgáfaði þingskörungur Einar Olgeirsson, flutti þá. Hann var eins og margir muna, enginn sérstakur stuðningsmaður kirkju eða kristni. En hann sagði að ef fólk vildi endi- lega hafa þessa menn, eins og hann orðaði það, ætti það að eiga þess kost að kjósa þá í beinum kosning- um. Þessu gleymi ég ekki. Slík orð hljóta að festast í huga manns. Þessi orð gerði ég þá að mínum, þótt ég væri eigi pólitískur stuðn- ingsmaður Einars Olgeirssonar. Hann var þarna stuðningsmaður þess sern nefnt er lýðræði og við styðjum í okkar stjórnarskrá. Vel má vera, að prestskosningar komi ekki alltaf vel við þá, sem sækja um prestsembætti. Aldrei er gaman að tapa, og láta það vitnast, það á svo víða við. En málið snertir nefni- lega fleiri en umsækjendur um prestsembættin. Það snertir alla þá, sem láta sig kirkju og kristindóm einhveiju skipta, og það geri ég ásamt fjölda mörgum öðrum. Kirkj- an er til vegna fólksins, sem sækir hana og á kost á þjónustu hennar frá vöggu til grafar. Nýiega var kjörinn prestur á Selfossi eftir gamla fyrirkomulag- inu. Ekki hefur heyrst, að slíkur hafi valdið neinum vandræðum. Mér finnst að, hvað sem öðru líður, eigi lýðræði að ráða í þessum efnum. Þetta er mál fólksins, en ekki að- eins fáeinna presta, með fullri virð- ingu fyrir þeirri ágætu stétt. Hvernig er það, á fólk ekki heimt- ingu á því að fá að sjá og heyra þann prest, sem sækir um prests- embætti? Mér skilst að þetta sé aflagt. Allt í einu kemur skipaður prestur, sem söfnuðurinn hefur að- SELFOSSKIRKJA. eins heyrt getið um í ljósvakaijöl- miðli eða séð á mynd í blaði, en hvorki heyrt né séð í eigin persónu. Þarna er verið að sýna fólki megn- ustu ókurteisi. Nú munu sjálfsagt einhveijir segja: Þessi Auðunn hlýtur að vera mikill íhaldsmaður fyrst hann styð- ur gamaldags prestskosningar. En þessa afstöðu tek ég einmitt vegna þess að ég er lýðræðissinni. Eitt sinn var Guðumundur skáld frá Sandi sakaður um afturhaldssemi í skoðunum. Því svaraði hann þann- ig, að hann væri andófsmaður gegn annmörkum menningarinnar. Óneitanlega vel sagt. Sumt hið gamla má að sjálfsögðu hverfa, annað ei, þar á meðal réttur fólks til að velja sér sálusorgara. Eitt að iokum: Hér eftir eru ekki um að ræða tvo jafngilda presta, þar sem tveir prestar erú um sömu kirkju, heldur á annar að vera und- irmaður hins, eða svonefndur að- stoðarprestur. Ég verð að segja, að þarna finnst mér um afturför að ræða. Gaman væri að einhver(jir) segði eitthvað varðandi þetta atriði. Með bestu kveðju til safnaða og presta þeirra. AUÐUNN BRAGI SVEINSSÓN, Hjarðarhaga 29. Námskeið í september 1995 - öll námskeið eru kl. 19.30-22.30. Allar upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans í síma 551-7800 milli kl. 12.30-17.00. í ■ < .1 FATASAUMUR — jakkar og buxur 11. sept.—9. okt. ntánudagar — 5 skipti. Herdxs Kristjánsdóttir. f PRJÓN OG PRJÓNAHÖNNUN 12. sept.-lO. okt. þriðjudagar- 5 skipti. Ragna Þórhallsdóttir og Védís Jónsdóttir. KNIPL 12. sept.-31. okt. þriðjudagar - 8 skipti. Anna Sigurðardóttir. MYNDVEFNAÐUR 14. sept.-2. nóv. fimmtudagar - 8 skipti. Unnur A. Jónsdóttir. SPJALDVEFNAÐUR. Sýning - sýnikennsla: Ólöf Einarsdóttir, Philippe Ricart, Sigríður Halldórsdóttir í sýningarsal Heimilisiðnaðarfélags fslands á Laufásvegi 2, dagana 27. águst—9. september. Opið frá kl. 13—17. Philippe Ricart verður með sýnikennslu 6., 7., 8. og 9. sept. ld. 14-16. BALDÝRING 13. sept.-15. nóv. iniðvikudagar - 10 skipti. Elínbjört Jónsdóttir. ALMENNUR VEFNAÐUR 11. sept.-16. okt. mánudagar og 2 miðvikud. — 8 skipti. Herborg Sigtryggsdóttir. PAPPÍRSGERÐ ~ 13. sept.-ll. okt. miðvikudagar - 5 skipti. Þorgerður Hlöðversdóttir. FYRIRLESTUR 23. september kl. 14.00 - Norræna húsið - Ingólfúr E. Ingólfsson lektor KHÍ ÚTSKURÐUR 12. sept.-lO. okt. þriðjudagar — 5 skipti. Bjarni Kristjánsson. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR 14. sept.-16. nóv. fimmtudagar - 10 skipti. Vilborg Stephensen og Oddný Kristjánsdóttir. HROSSHÁRSSPUNI Þriggja daga námskeið. Ótímasett á haustönn. Sigurlaug Jóhannesdóttir. I’ í V í IM Samkvæmisdansar: Standard og suður-amerískir • Gömlu dansarnir • Tjútt • Barnadansar Holl og góð hreyfing fyrir alla fjölskylduna Innritun í símum 553 6645 og 568 5045 Alla daga kl. 12-19. Kennsla hefst 10 sept. Skírteini aflient í Bolholti 6 laugardaginn 9. sept. kl. 12 - 19 • Fjölskylduafsláttur • Systkinaafsláttur • Allir afslættir gilda aðeins á skírteinaaflrendingu Opið h°s . ^ikud 6 ^ept. kl. 18-21. Starfserm vetrarins kynnt. DVXSSKOLI Jóns Péturs og Köru Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó Dansráð íslands Tryggir rétta tilsögn Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggiid bfiasala Toyota Corolla GLi Hatschback '93, 5 dyra, rauðbrúnn, 5 g., ek. 40 þús., rafm. rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Toyota 4Runner V-6 ’95, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu 31" dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390 þús. MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. y Honda Civic GTi '89, steingrár, 5 g., ek. 104 þ.km., sóllúga o.fl. V. 695 þús. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.490 þús. Toyota Corolla Liftback ’88, rauður, g., ek. 107 þ.km., 2 dekkjag. o.fl. V. 550 þús. Daihatsu Charade 1,3 TX ’94, ek. 25 þ. km., rauður, rafm. í rúðum, samlæs. Tilboðsverð 890 þús. Ford Econoline 150 4x4 '84, innréttaður ferðabíll, 8 cyl. (351), sjálfsk., vél nýupp- tekin. V. 1.080 þús. Skipti. Honda Civic GL ’91, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 790 þús. Sk. á dýrari. MMC L-200 Double Cap T-diesel ’93, 32" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. Sk. ód. MMC Colt EXE '91, svartur, 5 g., ek. 62 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. M. Benz 190E '84, hvítur, 4 g., ek. 170 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 870 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam 16V ’88, svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv, 490 þús. Toyota Celica Supra 2.8i '84, hvítur, 5 g., álfelgur o.fl., 170 ha. GOtt eintak. V. 490 þús. Nissan 323 F GTi '90, ek. 76 þ. km., rauð ur, samlæs., rafm. í rúðum. V. 1.050 þús, Sk. ód. Ford Econoline 150 9 manna ’91, sjálfsk ek. 50 þ. km. V. 1.750 þús. Fjöldi bifreiða á skrá og á staðnum. Verð og greiðsluskil- málar við allra hæfi. Hyundai Accent GS ’95, 5 g., ek. 12 þ km. V. 1.020 þús. Suzuki Vitara JLX ’90, 3ja dyra, sjálfsk. ek. aðeins 59 þ. km. V. 1.190 þús. Toyota Hilux D. Cap '91, rauður, 5 g ek. 62 þ. km, læstur aftan og framan 5:71 hlutföll, loftdæla, 35“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.890 þús. Daihatsu Charade TX Limited '92, 5 g ek. 40 þ. km. V. 690 þús. Hyundai Pony LS ’93, grænn, 5 g., ek 46 þ. km. V. 720 þús. Chevroiet Blazer S-10 Sport 4.3 '90 sjálfsk., ek. 67 þ. km. V. 1.690 þús. MMC Pajero T. diesel langur '88, grá sans., ek. 125 þ. km. V. 1.300 þús. Subaru 1800 GL Station 4x4 ’87, rauður, 5 g., ek. 124 þ. km., óvenju gott eintak, V. 590 þús. Ódýrir bfiar á tilboðsverði Audi 100 CC ’81, 5 dyra, grár, 4 g., góð vél. Ný skoðaður. V. 110 þús. Citroen BX 14E '87, 5 g., ek. 140 þ. km, mikið endurnýjaður. V. 350 þús. Tilboðsv. 230 þús. Ford Escort 1100 '86, ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 195 þús. ...blabib - kjarni malsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.