Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 1
KNATTSPYRNA: BLIKASTÚLKUR MEISTARAR í FIMMTA SINN Á SEX ÁRUM / B5 Joe Royle, stjóri Everton Mikilvægt að sjá báðar hliðar KR Skagamenn meistarar EFTIR ósigur KR-inga gegn Vals- mönnum að Hlíðarenda í gærkvöldi er það ljóst að Akurnesingar eru orðnir Islandsmeistarar í knatt- spyrnu karla fjórða árið í röð, þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir. Að félag sigri fjögur ár í röð hefur ekki gerst síðan á árunum 1942 til 1945 að Valsmenn fögnuðu íslands- meistaratitlinum fjögur ár í röð. Akurnesingar hafa sigraði í þrettán leikjum í deildinni í sumar, gert eitt jafntefli og tapað einum leik og hafa markatöluna 39:12. Fyrir leikinn í gær átti KR-liðið fræðilega möguleika á því að krækja í titilinn, en eftir ósigur liðs- ins, 1:2 fyrir Val, er sú von Vest- urbæinga úr sögunni. Nú tekur hins vegar við barátta um annað sæti deildarinnar á milli Vestmannaey- inga og KR-inga og sem stendur standa Eyjamenn betur að vígi á markatölu. Liðin mætast í næstu umferð íslandsmótsins, á KR-velIin- um á laugardaginn kemur. Eftir leiki gærkvöldsins er Ijóst að staða Framara er orðin mjög slæm. Valsmenn eru komnir með 17 stig og eru í þriðja neðsta sæti, einu stigi á eftir Breiðabliksmönn- um. Framarar eru næstneðstir með 12 stig og FH-ingar eru svo gott sem fallnir, með aðeins átta stig. ■ Leikirnir / B3-B5 BLAÐ JOE Royle, framkvæmdastjóri ensku bikarmeistar- anna í Everton var á meðal áhorfenda á Valsvell- inum er heimamenn sigruðu KR í gærkvöldi. Lið hans mætir KR í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa og verður fyrri leikurinn á Laugardalsvellinum á fimmtu- dag í næstu viku. KR-ingar sýndu alls ekki hvað í þeim býr og var Royle það vel ljóst, eins og hann sagði á blaðamannafundi sem KR-ingar boðuðu til með honum og Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara KR, að leik loknum. „Ég er viss um að liðið leikur allt öðru visi og mun betur gegn okkur. Það ætlar sér enginn að spila eins og þeir gerðu í kvöld, en í svona leik getur það gerst,“ sagði Royle. „Yfir-njósnari minn sá liðið spila í síð- ustu viku [gegn Akumesingum] og sagði KR hafa spilað mjög vel. Ég sá aðra hlið á liðinu í kvöld og það er mikilvægt að hafa séð báðar hliðar þess. Leikur- inn í kvöld var að mörgu leyti erfiður fyrir KR — liðið er nýbúið að sigra i bikarkeppninni aftur, lagði síðan Akurnesinga að velli, þannig að ekki er undarlegt þó spennufall hafi orðið hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Leikurinn skipti líka greinilega mun meira máli fyrir andstæðinginn — var eins og bikarúrslitaleikur fyrir hann.“ Royle undirstrikaði að enginn leikur í Evrópu- keppni væri auðveldur og benti á, máli sínun til sönn- unar, viðureign Blackburn og sænsku áhugamann- anna í Trelleborg á síðasta keppnistímabili. „Allir töldu að Blackburn færi auðveldlega áfram en annað kom á daginn og liðið var slegið út. Það er því engin hætta á að við tökum leikina gegn KR-ingum ekki alvarlega. Ég á von á tveimur erfiðum leikjum," sagði hann. SR«tjjunfoIaÍ>ií> Morgunblaðið/Ásdís VALUR Valsson hoppar hærra en Hilmar Björnsson og Mihajlo Bi- bercic í sigurleik Valsmanna að Hlíðarenda í gærkvöldi. Tll hliðar eru Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton og Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, á blaðamannafundl i KR-heimillnu að leik loknum. 1995 m ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER Tvö ís- landsmet fatlaðra BIRKIR Rúnar Gunnarsson varð í gær Evrópumeistari í 200 m Qórsundi í flokki blindra á Evrópmóti fatlaðra í sundi í Frakklandi. Birkir synti vegalengdina á 2:39,28 mín., sem er nýtt Islandsmet og bætti eldra metið um þrjár sekúndur. Tími hans er einnig óstaðfest Evrópumet. Kristín Rós Hákonardóttir varð fjórða í sömu grein á 3:16,55 mín., í flokki þroskaheftra, en það er einnig íslandsmet og bæt- ing á fyrra meti um fjórar sek. Bruno meistari BRESKI hnefaleikakappinn Frank Bruno varð heimsmeist- ari í þungavigt um helgina, í fjórðu tilraun sinni á niu árum, er hann sigraði Bandaríkja- manninn Oliver MeCall á stig- um í London. Hann er þar með orðinn handhafi heims- meistaratitils WBC (World Boxing CouncU), eins þriggja heimssamtaka hnefaleika- manna. Dómararnir þrír dæmdu allir Bruno sigur. Bretinn, sem er 33 ára, er mjög sterk- ur og í góðri æfingu sem endranær, en alltaf hefur herslumuninn vantað þar til nú. Hann byrjaði vel, náði mörgum góðum höggum í byijun en í tveimur siðustu umferðunum þjarmaði McCall að honum. Það var hins vegar orðið of seint, og sigurinn var öruggur. Strax um helgina var farið að spá því að Bruno myndi næst mæta Mike Tyson í hringnum. Björgvin bestur BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Golfkiúbbnum Keili er stiga- meistari karla í golfi þrátt fyrir að lenda í níunda sæti á síðasta stigamóti ársins, sem fram fór á Akureyri um helg- ina. Þórður Emil Ólafsson úr Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi sigraði á 151 höggi. Morgunblaðið/Gunnlaugur KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.