Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLÁÐIÐ H- IÞROTTIR BARÁTTAW A ENGLANDI 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Newcastle úr 1. tíeild 42 1 BLACKBURN MAN. UTD. I UVERPOOL LEEDS ,y NEWCASTLE jj Endurtekur NewcastleleiH Blackburn, að verða meisferi á þrioja leiktímabíli ( úrvalsdeildinni? ARSENAL I 9:1 12 3 1 0 6:2 10 3 0 1 5:2 9 3 0 1 8:6 9 . 3 0 1 5:3 9 ? 1 1 9:7 7 ! 1 1 4:2 7 4 1 3 0 4:2 6 Nott. Forest 4 1 3 0 6:5 6 Newcastle Leeds Liverpool Man. Utd. Aston Vilia Wimbledon Everton Arsenal 1 0 3 4:5 3 ¦ LANDSLIÐIÐ í handknattleik varð sigurvegari á fjögurra liða móti í Austurríki um helgina — vann alla leiki sína. Valdimar Grímsson skor- aði átta mörk í sigurleik, 29:19, gegn Austurríki og níu mörk í sigurleik, 23:20, gegn ítalíu. Áður höfðu Norðmenn verið lagðir að velli, 27:23. ¦ MIKE Marsh, fyrrum leikmaður með Liverpool og Coventry, sem gekk til liðs við Galatasary, ílengd- ist ekki í Tyrklandi. Hann var þar aðeins í fimm vikur — hefur gengið til liðs við Southend. ¦ GRAEME Souness, þjálfari Gal- atasary, keypti bandaríska landsl- iðsmarkvörðinn Brad Friedel frá Bröndby á föstudaginn. ¦ ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar hans hjá Bochum áttu að leika um helgina gegn Zwickau en leiknum var frestað vegan mikillar bleytu á leikvellinum. ¦ /PÍSKA blaðinuB/Wumhelgina er greint frá því að forráðamenn liðs Eyjólfs Sverrissonar, Hertha Berl- in, hafi mikinn áhuga á að fá Chri- stoph Daum sem þjálfara næsta tímabili, en hann þjálfar nú Besiktas í Tyrklandi. Ef af verður yrði það þriðja liðið sem Daum þjálfar Eyjólf hjá, en Eyjólfur var hjá honum í herbúðum Besiktas í fyrravetur og þar áður hjá Stuttgart þegar Eyjólf- ur varð meistari þar. ¦ KIEL sigraði Lemgo 27:24 í ár- legum leik meistaranna og bikar- meistaranna í þýska handknattleikn- um um helgina. Leikurinn var jafn og spennandi en leikmenn meistara- liðs Kiel knúðu fram sigur eftir fram- lengdan leik. Þýskir handboltamenn fara síðan á fullt um næstu helgi en þá hefst deildarkeppnin. ¦ HELGI Bragason og Leifur Garðarsson aiþjóðadómarar í körfu- knattleik hafa verið tilnefndir til að dæma leiki í Evrópukeppninni. Helgi verður á leik Thames Tigers frá Englandi og New Wave frá Svíþjóð í Evrópukeppni bikarhafa 5. septem- ber og á leik London Towers og Racing Baskets í Evrópukeppni félagsliða tveimur dögum síðar. ¦ LEIFUR Garðarsson dæmir hins vegar leik Exide Manchester gegn franska liðinu Asvel 13. september og daginn eftir viðureign Sheffield Sharks og Residence Helmsange frá Lúxemborg. ¦ ÁHANGANDI enska knatt- spyrnufélagsins Millwall, sem kast- aði skrúflykli inn á völlinn í leik gegn Reading á dögunum, hefur verið settur í lífstíðarbann frá leikvangi félagsins. Um er að ræða 15 ára dreng. Skrúflykillinn lenti við hlið Simons Sheppards, markvarðar Reading sem var í þann mund að spyrna frá marki sínu. ¦ ENGLAND mætir Kólumbíu í landsleik í knattspyrnu á Wembley á morgun. Meiðsli hafa herjað á enska hópinn og í gær bættust tveir á sjúkralistann — Stuart Pearce, bakvörður frá Nottingham Forest og framherjinn Peter Beardsley frá Newcastle. Áður höfðu fyrirliðinn David Platt frá Arsenal, Stan Collymore framherji frá Liverpool og varnarmaðurinn Gary Pallister dregið sig í hlé vegna meiðsla. GLEÐI Ahangendum Eyjaliðsins I knattspyrnu hefur ekki ieiðst undanf arnar vikur. Á þess- um tíma undanfarin ár hafa þeir ekki haft ástæðu til að kætast neitt sérstaklega, þar sem það hefur loðað við leikmenn iiðsins að dregið hefur úr kraftí þeirra eftir Þjóðhátíð, en nú er öídin önnur. Leikmenn ÍBV tóku sig saman {andlitinu í sum- ar og ákváðu að afsanna þá kenningu að liðið gæti lítið sem ekkert eftir Þjóðhátíð og það hefur sannarlega gengið eftir. Síðasta tap liðsins í deildinni var 20. júlí gegn Akurnesingum í Eyjum, en síðan hafa Vest- mannaeyingar fagnað sigri í sjö leikjum í röð, þar af fimm eftír Þjóðhátíð. Undirritaður minntist á það á þessum vettvangi í byrjun júlí að knattspyrnan væri gíeðiieik- ur. Knattspyrnumennirnir ættu fyrst og fremst að vera skemmti- kraftar því fólk kæmi á völlinn í þeim tilgangi að skemmta sér en ekki til að láta sér leiðast. Þrátt fyrir aukið álag og.pressu yrði að finna leið til að auka leikgleðina — það væri lykilatriði að raenn hefðu gaman af því sem þeir væru að fást við. Óhætt er að taka ofan fyrir Eyjamðnnum þvf þeir hafa sann- arlega fengið fólk til að brosa upp á síðkastáð. Þeir hafa leikið af miklum krafti, verið iðnir við að skora og rúsínan í pylsuend- anum er svo hvernig þeir fagna mörkunum. Það er eftirminnilegt hvernig Tryggvi Guðmundsson „skaut" félaga sína hvern af öðrum í Hafnarfirði, hvernig þeir hafa dansað, hoppað og trallað! Þeir leyfa ímyndunarafl- inu að njóta sín, koma sífellt á óvart og gleðin eykst með hverj- um leik. Gleði leíkmanna smitar út frá sér og áhorfendur bíða Leikgleði Eyjamanna á knattspymiivell- inum er aðdáunarverð spenntir eftír næstu viðureign. Og nú stefnir liðið hraðbyri á Evrópusæti. Sannariega giæsi- ieg frammístaða og Atlí Eðvalds- son, sem þjálfar líðið I fyrsta skipti í sumar, á hrós skilið. Vestmannaeyingar eru anná- laðir fyrir gott skopskyn, hvort sem þar er um að ræða meðlimi Hrekkjalómafélagsins eða aðra góða Eyjapeyja. Undirritaður fékk upphringingu frá manni í Eyjum fyrir nokkrum misserum, sem var að kanna hvort ég hefði hringt i hann deginum áður og tekið við hahn langt viðtal um ensku knattspyrnuna. Hann er mikill áhugamaður um hana, og hafði svarað „mév" af mikilli samviskusemi. Ég hafði reyndar ekki rætt við manninn, en hann hafði þó greinilega gaman af öllu saman. „Ég" í Eyjum hafði lagt mikla vinnu í það að stríða umræddurn knattspyrnuáhuga- manni og allir höfðu gaman af. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Eyjamönnum síðustu vikurnar. Aðrir knatt- spyrnumenn landsins — og raun- ar allír aðrir íþróttamenn — ættu að taka þá sér til fyrirmyndar. Það kostar ekkert að brosa. Skapti Hallgrímsson Stefnir EyjapeyinnTRYGGMl GUÐMUNDSSON á að hreppa gullskóinn? Ekki tapað leik eftir Þjóðhátíð LIÐ ÍBV hefur farið mikinn í undanförnum leikjum og lagt hvern andstæðing sinn á fætur öðrum. Mikil stemmníng er í líðinu og hverju marki hef ur verið f agnað á eftirtektarverðan hátt. Marka- hrókur Eyjaliðsins er hinn 21 árs gamli Tryggvi Guðmundsson, en hann er markahæstur í 1. deild með tólf mörk. Tryggvi gerði þrjú mörk á laugardaginn gegn Leiftri og var það önnur þrenna hans í sumar. Tryggvi er borinn og barnfæddur Eyjamaður. í fyrra lék hann með KR og varð þar bikarmeistari, en sneri ívor til átthaganna til félaga sinna. Tryggvi lék sitt fyrsta „alvöru" keppnistímabil með meist- araflokki árið 1993, fram að þeim ¦¦¦ tíma hafði hann Eftir komið inn á í lvar nokkrum leikjum í Benediktsson nokkrar mínútur. Það ár gerði hann tólf mörk og var markahæsti leikmaður liðsins. En hefur Tryggvi alltaf verið markheppinn? „Já, ég hef alltaf átt gott með að finna lyktina af martækifærun- um frá því að ég byrjaði að leika knattspyrnu. Ég lék alltaf sem fremsti maður og það hjálpaði eflaust eitthvað til einnig." Nú leikur þú ekki sem fremsti maður í sókn hjá ÍBV? „Nei, það geri ég ekki. Fyrir tveimur árum, þegar ég lék með ÍBV og skoraði tólf mörk, var ég fremstur en síðan breytti ég um í fyrra. Fór út á vinstri kantinn og kann vel við þá stöðu." Stefnir þú á að verða marka- hæstur í deildinni þegar upp verð- ur staðið og tryggja þér gullskó- inn? „Aðalatriðið er að liðið skori mörk og tryggi sér sæti í Evrópu- keppninni. Hver það er sem skor- ar mörkin skiptir engu máli svo lengi sem þau eru skoruð. Hins vegar væri gaman að geta verið svo heppinn að halda efsta sæt- inu, en það er ekkert aðalatriði." Það hefur veríð mikil stemmn- ing í Eyjaliðinu í sumar og hverju marki hefur verið fagnað á sér- stakan og óvenjulegan hátt, hvernig kom það til? „Allt hófst þetta með stórsigr- inum á Val í fyrstu umferð, þá var mikil gleði í hópnum og hverju marki fagnað á sérstakan hátt. í framhaldi af því var ákveðið að halda því áfram. Nú er það fyrir- fram ákveðið fyrir hvern leik hvað við gerum þegar við skorum. Við Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson TRYGGVI Guðmundsson hvílist hér í stofunnl helma hjá sér í Eyjum áður en hann tók flugið til Reykjavíkur á sunnudags- kvöldið þar sem hann ætlar að sitja á skólabekk í vetur. tölum saman rétt fyrir leik og leggjum á ráðin. Þetta hefur lyft upp andanum í hópnum." Nú byrjuðuð þið Eyjamenn með látum í vor, síðan fatast ykkur flugið, en í undanförnum leikjum hafið þið verið á fullu gasi og lagt hvern andstæðinginn af öðrum. „Já, það datt botninn úr hjá okkur á kafla, en við höfum sigr- að í öllum leikjum í seinni umferð- inni og stefnan er sett á annað sæti í deildinni og þátttökurétt í Evrópukeppninni. Það er engin spurning. Það hefur lengi farið það orð af okkur í ÍBV liðinu að við værum alltaf slakir eftir Þjóð- hátíð en nú var ákveðið að af- sanna það í eitt skipti fyrir öll." Nú ertu nýfluttur til Reykjavík- ur, hvað ætlar þú að gera þar? „Ég ætla að setjast á skólabekk og klára stúdentsprófíð, en ég hef látið námið sitja svolítið á hakan- um." Ertu ekkert hræddur um að botninn detti úr hjá þér þegar þú æfir ekki lengur með liðinul „Nei, það held ég ekki. Við erum sex úr liðinu hér í bænum í skóla og fáum að æfa hjá Ómari Jó- hannssyni hjá HK og síðan hittum við hina í liðinu í tíma fyrir hvern leik svo þetta á ekki að breyta neinu fyrir leikina sem eftir eru." Ætlar þú að leika áfram með ÍBV? „Já, ég stefni að því og taka þátt í Evrópukeppninni með ÍBV næsta sumar. Ég sleppti Evrópu- keppni í sumar með því að skipta úr KR og ég ætla ekki að láta annað tækifæri mér úr greipum ganga."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.