Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Valur að bjarga Þrjú víti - þrjú mörkerValurvann KR 2:1 Vítaspyrna! Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HÖRÐUR Már Magnússon fellur innan vítateigs KR og dómarinn taldi að Daðl Dervic hefði fellt hann og annað víti Vals var því staðreynd, en KR-ingar fengu síðasta vítið í leiknum. Valsmenn fðgnuðu að vonum Innilega því nú sjá þeir fram á bjartari tíma og eru að tryggja sæti sitt í deildinni. Liðlð hefur fengið tíu stig úr síðustu fjórum leikjum en hafði aðeins feng- ið sjö stig úr fyrstu ellefu umferðunum áður en Kristinn Björnsson tók við sem þjálfari. VALSMENN eru á góðri leið með að tryggja sæti sitt í fyrstu deildinni, þó svo enn vanti þá hugsanlega einhver stig. í gær voru KR-ingar lagðir að velli 2:1 að Hlíðarenda og hefur liðið fengið 10 stig af 12 mögulegum úr síðustu fjórum leikjum, eða síðan Kristinn Björnsson tók við sem þjálfari. Góður árangur það. Sigur Vals þýðir að Skagamenn eru orðnir íslandsmeist- arar. Skúli Unnar Sveinsson skrifar ' Eg er auðvitað ánægður með stigin þijú. Maður er bú- inn að vera mjög taugatrekktur upp á síðkastið, verið alveg á nál- um,“ sagði Kristinn eftir leikinn. „Við lékum ágætlega um miðjan fyrri hálf- leikinn, en mér fannst mínir menn dálítið tauga- spenntir enda KR með gott lið. Eftir að við skoruðum mörkin datt þetta niður hjá okkur og við kom- umst ekki í gang eftir það, þetta varð bara varnarleikur. Mér fannst einhver þreyta í mínum mönnum og ég veit ekki hvers vegna. KR- ingar rúlluðu yfir okkur í síðari hálfleik og eru greinilega í mjög góðri þjálfun." Valsmenn þurftu engan stórleik til að leggja KR-inga. Vesturbæ- ingar virtust vera að taka út sigur- inn í bikarnum og sigurinn gegn Skagamönnum í þessum leik og það nýttu Valsmenn sér og voru mun betri. Eftir fyrra mark Vals, á 7. mínútu, hresstust KR-ingar heldur og áttu nokkur hættuleg færi en inn vildi boltinn ekki. Lár- us Sigurðsson bjargaði einu sinni á ótrúlegan hátt skoti frá Heimi. Eftir annað mark Vals sóttu gest- irnir enn í sig veðrið og hefðu með smá heppni getað fengið víta- spyrnu rétt fyrir hlé en góður dóm- ari leiksins sá ekki ástæðu til þess. Varnarleikur Vals hélt fram í miðjan síðari hálfleik er KR minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Eftir það fengu KR-ingar vart færi þó svo þeir væru meira og minna í sókn. Ef boltinn var send- ur fyrir markið vantaði tilfmnan- lega einhveija inn í vítateig Vals, flestir fylgdust með fyrir utan teig. Undir lok leiksins fengu Valsmenn tvö ágæt færi eftir skyndisóknir en tókst ekki að skora. Kristinn Bjömsson þjálfari gerði tvær breytingar þegar hann tók við liðinu. Hann fækkaði um einn í vörninni og færði Sigþór aftur á miðjuna. Var þetta lykillinn að velgengninni? „Nei, ég held við höfum bara verið heppnir að hitta akkúrat á rétta liðið og svo höfum við náð upp mikilli vinnugleði og baráttu og slíkt skilar sér í því að menn geta lagt meira á sig en ella,“ sagði Kristinn. 1:01 Strax á 7. mínútu fengu Valsmenn vítaspyrnu er Stewart Beards skallaði knöttinn í hönd eins vamarmanna KR. Úr spymunni skoraði Davíð Garðarsson af öryggi. 2«#%Aftur var dæmd víta- ■ \#spyma á KR, nú á 28. mínútu, þegar Daði Dervic felldi Hörð Má Magnússon innan vítateigs. Að þessu sinni var það Stewart Beards sem skoraði. 2m Þriðja vítaspyrnan í ■ I leiknum var dæmd á 73. mínútu og að þessu sinni á Valsemnn. Valur Valsson hand- lék knöttinn innan vitateigs og Mihajio Bibercic skoraði undir Lárus Sigurðsson markvörð sem fór í rétt hom. ÚtlKið svart í Safamýrinni ÞRÁTT fyrir að fá vítaspyrnu og vera einum færri í hálftíma misstu Framarar frá sér sigur gegn Keflvíkingum í Keflavík í gær og liðin skildu jöf n 1:1, því vítaspyrnan fór í stöng og Suðurnesjamenn jöfnuðu einum færri. Útlitið er því svart í Safamýrinni en ekki er öll nótt úti enn, því enn eru níu stig í pottinum og aðeins munar fimm stigum á Fram og Val sem er í þriðja neðsta sæti og Blikar eru sex stigum á undan Fram. Þijú færi Fram á fyrstu mínútun- um þar sem Ríkharður Daða- son kom alltaf við sögu, gaf fögur fyrirheit en það tók Stefán heimamenn 15 min- Stefánsson útur að komast inn skrifar í leikinn. Eftir það jafnaðist leikurinn og fór að mestu fram á miðjunni. Eftir hálftíma kom næsta færi þegar Ríkharður klúðraði góðri fyrirgjöf Steinars Guðgeirssonar en hinu megin rötuðu tvö skot Sverris Þórs Sverrissonar beint á Birki Kristins- son markvörð. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks náði Ríkharður síðan að skalla að marki Keflvíkinga eftir hornspyrnu en Kjartan Einarsson bjargaði á línu. Strax eftir hlé fékk Josep Dulic gott færi en var of lengi að gaufa með boltann og Ólafur Gottskálks- son varði vel. Á 53. mínútu gaf Marco Tanasic inn á Óla Þór Magn- ússon sem féll við og Keflvíkingar sumir heimtuðu víti en Egill Már Markússon dómari var að venju vel staðsettur og lét leikinn halda áfram. Tveimur mínútum síðar geystist Jos- ep Dulic upp völlinn og í gegnum vörn Keflvíkinga en Helgi Björgvins- son brá honum að mati Egils Más dómara og fékk rauða spjaldið fyrir en hann hafði áður fengið að líta það gula. Dæmd var vítaspyrnu en Ríkharður skaut í stöng. Fjórum mínútum síðar voru það Framarar sem sluppu fyrir horn eftir að Georg Birgisson lék laglega upp að enda- mörkum og gaf fyrir en úr mikilli þvögu tókst Fram að hreinsa frá markinu. Mark Fram kom síðan á 68. mínútu en í stað þess að nýta sér aðstæður, einum fieiri og marki yfir, dró liðið sig aftar og Keflvíking- ar jöfnuðu 8 mínútum síðar. Marco Tanasic var lykilmaður í liði Keflvíkinga, les leikinn frábær- lega. Hann byijaði í vörninni og færði sig síðan á miðjuna eftir hlé en varð að fara aftur í vörnina þeg- ar Helga var vikið af leikvelli. Ánn- ars getur liðið leikið betur en það gerði í gær, það virkaði þungt. „Það var gott að ná að jafna einum færri og við erum þó ánægðir með stig- in,“ sagði Kjartan, fyrirliði Keflvík- inga, eftir leikinn. „Þetta er sama og tap fyrir okkur og við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Ríkharður, „við vorum betri og fengum fullt að færum fram að markinu okkar en við spiluðum betur en undanfarið. Vítið hjá mér KORFUKNATTLEIKUR Pat Riley þjálfari og förseti Miami Om «4| Á 68. mínútu skaust ■ I Josep Dulic upp hægri kantinn en sendi síðan yfir á þann vinstri þar sem Rík- harður Daðason var á auðum sjó rétt utan markteigs. Hann lagði boltann rólega fyrir sig og þrumaði í hægra hornið. 1l<fl Á 75. mínútu var ■ fl Kristinn Guðbrands- son með boltann hægra megin utan vitateigs en sendi hann inn I markteig þar sem Ragnar Margeirsson skallaði aftur fyrir sig á Kjartan Einarsson og hann afgreiddi boltann úr víta- teignum í markið. var bara aulaskapur, ég hitti boltann ekki og eftir á er það okkur dýrt en við skoruðum samt mark eftir það,“ sagði Ríkharður. Liðið lék annars vel á köflum en var refsað rækilega fyrir að halda ekki haus einum fleiri. Pat Riley sem nýlega var ráðinn yfirþjálfari Miami Heat í NBA körfuboltanum var um helgina út- nefndur forseti félagsins. Riley er hluthafi í félaginu. Hann hefur gert tíu ára þjálfarasamning við félagið sem tryggir honum um 1.800 milljónir króna. Samninginn verður hægt að endurskoða eða segja upp eftir fimm ár. Nokkur kurr hefur verið í hans fyrri vinnuveitendum hjá New York vegna þess að hann hætti óvænt með liðið í vor, eftir að keppninni lauk. Riley hefur ekki viljað gefa upp ástæðuna fyrir starfslokum sínum hjá Knicks. En til að róa New York hefur Miami ákveðið að gefa eftir fyrsta valrétt sinn á næsta ári til New York og greiða þeim um sextíu milljónir íslenskra króna. Sem forseti Miami og yfirþjálf- ari er Riley kominn í nokkuð skondna stöðu. Framkvæmdastjóri félagsins, sem sér um öll leik- mannakaup til liðsins, er yfirmaður hans sem þjálfara en undirmaður Riley sem forseta félagsins. Talið er að með þessu nyja embætti hafi Riley öll völd varðandi leikmanna- kaup og sölur hjá Miami Heat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.