Morgunblaðið - 05.09.1995, Side 4

Morgunblaðið - 05.09.1995, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 B 5 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Laun erfiðisins Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SIGRÚN Óttarsdóttir, t.v. og Ásthildur Helgadóttlr halda hér fast í islandsbikarinn sem þær unnu á sunnudaginn eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni. Báöar léku þær vel í sumar, Sigrún varð næst markahæst í deildinni með 12 mörk og Ásthildur sem lék sitt fyrsta tímabil með Breiðbliki eftir að hún skipti úr KR í vor. Hún átti hvern stórleikinn í sumar á fætur öðrum og undirstrikaði að hún er ein besta knattspyrnukona landsins þrátt fyrir ungan aldur. Fimmti meistara- titill Blikastúlkna ásexárum „ÞETTA íslandsmót hefur verið skemmtilegra en ífyrra. Keppnin í deildinni hefur verið mun jafnari og þar af leiðandi verið meiri spenna. í fyrra vorum við búnar að tryggja okkur titilinn þegar nokkrir leikir voru eftir en nú var spenna fram í síðasta leik," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, en á sunnudaginn tryggðu þær sér fimmta íslandsmeistaratitilinn á sex árum. Þær luku keppni með 38 stig úr 14 ieikjum og marka- töluna 67:5. Ivar Benediktsson skrifar Ilokaumferðinni þurftu Breiða- bliksstúlkur nauðsynlega að ná a.m.k. einu stigi úr leik sínum við Stjörnuna til þess að tryggja sér titilinn. Þær gerðu gott betur því þær fóru með sigurorð af andstæð- ingum sínum með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma sigruðu Valsmenn KR-inga með sömu markatölu en urðu eigi að síður að gera sér annað sætið að góðu, tveim- ur stigum á eftir Breiðabliki, eftir harða baráttu í allt sumar. Mörk Vals gerðu Ásgerður Ingibergsdóttir og Sirrý Haraldsdóttir. Leikmenn Breiðabliks réðu lögum og lofum á leikvellinum gegn Stjörn- unni í fyrri hálfleik og voru þær greinilega staðráðnar í að gera út um leikinn strax. En þeirri gekk illa að skora úr góðum færum sem þær fengu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. En það var loks á 25. mín- útu að Helga Osk Hannesdóttir skor- aði eftir fallega sendingu frá Ást- hildi Helgadóttur. Rétt undir lok fyrri hálfleiks bætti Kristrún Daða- dóttir við öðru marki Breiðabliks eftir laglega sókn. Dauft var yfir síðari hálfleik og fátt um færi. Breiðabliksstúlkur höfðu leikinn í hendi sér án þess að Garðabæjarstúikur næðu að setja neitt strik í reikninginn. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikastúlkur fögnuðu að vonum að leikslokum. „Það er alltaf jafngaman að vinna og við vorum staðráðnar í að ekkert annað en sigur kæmi til greina í dag. Við erum með góðan hóp og margar jafnar stelpur og ég tel að við séum með jafnsterkara lið en í fyrra," sagði Margrét Ólafsdóttir, leikmaður Breiðabliks og marka- kóngur Islandsmótsins að þessu sinni með 13 mörk. „Þetta íslands- mót var erfiðara og jafnara en í fyrra,“ bætti hún við. t Verð áfram með „Markatalan er betri hjá okkur núna en í fyrra, þrátt fyrir að við höfum misst markahæsta leikmann- inn í deildinni í fyrra úr liði okkar. En það koma bara aðrar í staðinn og mörkin hafa dreifst á stærri hóp. Við í Breiðabliki þekkjum ekkert annað en sigur í kvennaboltanum," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálf- ari. „Kvennaboltinn verður betri og betri með ári hveiju og ég held að það sé enginn vafi að hann var betri í sumar en i fyrra. Ég ætla mér að' vera áfram á fullu næsta sumar og geri það á meðan ég hef gaman af þessu,“ bætti Vanda við að lokum, en þetta er annað árið sem hún þjálf- ar liðið og þriðji stóri titilinn sem liðið vinnur undir hennar stjórn á þessum tveimur árum. ■ Úrslit / B6 * ■ Staða / B6 Ivar Benediktsson skrifar Blikarnir færðust af hættu- svæðinu LEIKMENN Breiðabliks gerðu það sem þeir þurftu á að halda til að tryggja sér öll þrjú stigin í viðureign sinni við neðsta lið deildarinnar í Kópa- vogi á föstudaginn. Þeir léku af varfærni og skynsemi og tóku litla áhættu, uppskáru þó tvö mörk og lánlausir FH- ingar áttu erfitt uppdráttar þrátt fyrir að þeir reyndu. Lokatölur leiksins voru 2:1 og þar með komu Blikar af mesta hættusvæðinu, en líklega get- ur ekkert nema kraftaverk aðstoðað FH-liðið úr þessu. BLIKAR hófu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft og fengu nokkur marktækifæri. Þeir voru sterkari í flestum stöðum og miðjan var þeirra. Því var opnunarmark á 18. mínútu í samræmi við gang hans til þess tíma. Nokkuð hýmaði yfir FH-liðnu eftir að það hafði fengið á sig mark og leikmenn liðsins börðust betur og reyndu að skapa sér færi, en illa gekk gegn sterkri vörn Kópavogsbúa. Það var svo loks eftir að Jón Erling Ragnars- son kom inn á 34. mínútu að auk- inn þungi kom í sókn Hafnfirðinga og átti hann m.a. skot framhjá úr teig skömmu eftir að hann kom til leiks. Annars var fátt um fína drætti og jöfnunarmark Harðar Magnússonar á 41. mínútu og dauðafæri Anthonys Karls Greg- ory hinum megin á vellinum skömmu fyrir hálfleik með því fáa sem gladdi augað. Kópavogsmenn hófu stórsókn í byijun síðari hálfleiks en gekk illa að fá knöttinn til að ganga alla leið. Ingi Björn Albertsson, þjálf- ari FH, gerði breytingar á liði sínu þegar líða tók á. Skipti Lúðvík Arnarsyni inn fyrir Arnar Viðars- son og við það færðist aukinn þungi í sóknir FH-inga. En tals- vert iánleysi var yfir þeim í leikn- um og var sem þeim félli allur ketill í eld. Blikar skoruðu annað mark sitt og síðan var varnarmanni FH, Petr Mrazek, vísað af leikvelli fyr- ir að stöðva knöttinn með hendi á 82. mínútu. Þrátt fyrir það sóttu FH-ingar ákaft á lokamínútunum, en allt kom fyrir ekki. „Leikurinn var svipaður og ég bjóst við. Hann var erfiður og ekkert sérlega vel spilaður. Mikil barátta og hann tók á taugarnar hjá mér. Fyrir lokahrinuna vorum við efstir í botnslagnum og okkar markmið er að halda okkur þar og þrátt fyrir sigurinn í dag eru við ekki úr allri hættu,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, að leikslokum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RASTISLAW Lazorik lelkmaður Brelðbliks skoraði bæðl mörk liðslns á laugaradginn gegn FH og hefur gert tíu mörk í deildinni í sumar. Hér er það seinna í uppsiglingu án þess að FH-ingarnir Auðun Helgason og Petr Mrazek fá rönd við reist. Eyjamenn fögn- uðu með dansi og látbragðsleik „ÞETTA var erfitt íbyrjun, en eftirað við vorum búnirað skora okkar anriað mark var aldrei spurning hvernig færi,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyjamanna, sem unnu sinn sjötta sigur í röð — fórnarlömb þeirra á laugardaginn voru Leiftursmenn, 4:0. Eyjamenn stefna nú hraðbyri að UEFA- sæti, eftir nokkur mögur ár í 1. deildar keppninni. Tryggvi Guðmundsson var hetja Eyjamanna, skoraði þrjú mörk og sína aðra þrennu ísumar. stórsókn að marki andstæðing- anna, sem oft er erfitt að verjast. Tryggvi Guðmundsson lék mjög Vel, einnig Ingi Sigurðsson og Leifur Geir Hafsteinsson, en ann- ars stóðu flestir leikmenn Eyjal- iðsins vel fyrir sínu. Páll Guð- mundsson var besti maður Leift- urs. LEIKURINN byrjaði strax vel og skiptust liðin á að sækja. Eyjamenn beyttu hröðum skyndi- sóknum, en sóknir Leiftursmanna voru öllu lengri og gátu verið þungar. Eyjamenn náðu að koma knettinum í netið eftir aðeins átta mín., þegar Tryggvi Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu, og í kjölfarið kom þeirra tjáning við að fagna mörk- Sigfús G. Guömundsson skrifar 1m J%Arnar Grétarsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi FF ■ 18. mínútu og sendi stutt tii RastsJaws Lazoriks sem staddur var hægra megin fyrir utan vítateigslínuna. Lazorik lék á einn varnarmann FH og lék knettinum inn í teiginn og skaut föstu skoti sem hafnaði upp við vinkilinn á marki FH, glæsiiegt mark og óveij- andi fyrir Stefán Arnarson markvörð. 1m Óiafur H. Kristjánsson sendi knöttinn fyrir mark Breiða- ■ I bliks frá vinstri á 41. mínútu. Inni f teignum skallaði Petr Mrazek boltann niður fyrir fætur Harðar Magnússonar sem staddur var við markteig og hann skaut með vinstri fæti f markið. 2m 4| Gústaf Ómarsson lék með knöttinn rétt fyrir utan miðjan ■ I vítateig FH og skaut knettinum í vamarmann. Rastslaw Lazorik kom aðvífandi og náði frákastinu af varnarmanninum og skaut rakleitt í netið vinstra meginn. um. Tryggvi var nær búinn að bæta marki við síðar — þegar hann komst einn inn fyrir vörn Leifturs, en Þorvaldur Jónsson markvörður sá við honum. Stein- grímur Jóhannesson fékk tvö góð færi, sem hann nýtti ekki — seinna skot hans hafnaði á utan- verðri stönginni á marki Leifturs. Páli Guðmundsson fékk besta tækifæri Leifturs — skaut rétt framhjá marki Eyjamanna. Eyjamenn voru sem kóngar á vellinum í seinni hálfleik, léku á köflum frábærlega — knötturinn gekk hratt á millis manna. Leift- ursmenn þurftu að hirða knöttinn þrisvar úr netinu hjá sér á átján mínútna kafla og stórsigurinn var staðreynd. Eftir hvert mark skemmtu leikmenn ÍBV sér og áhorfendum með látbragðsleik og dansi. Það virðist henta Eyjaliðinu vel að leika með fimm leikmenn á miðjunni og einn frammi. Miðju- mennirnir berjast vel og þegar þeir ná að vinna knöttinn, hefst Stemmn- ingin er mikil hjá okkur“ EYJAMENN sækja KR-inga næst heim og verður það leik- ur sem skiptir miklu í barátt- unni um annað sætið í 1. deild. „Stemmningin er mikil hjá okkur og leika strákarnir af skynsemi. Leikurinn gegn KR verður ekki úrslitaleikurinn um annað sætið, því það eru níu stig eftir í pottinum," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyjamanna, sem leika án Dragan Manojlovic gegn KR, þar sem hann tekur út leik- bann. „Það hefur sýnt sig að þegar við höfum misst leik- menn í bann kemur maður í manns stað.“ 1 -n I iv> iRútur Snorrason sendi knött- inn inn í vítateig, þar sem Tryggvi Guðmundsson tók við honum, lék að marki, en var felldur af Sverri Sverris- syni — vítaspyrna var dæmd, 8 mín. Tryggyi tók sjálfur spyrnuna og skoraði — sendi knöttinn í homið hægra megin, Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, kom rétt við knöttinn með hendi. 2«^%Eyjamenn fengu aukaspyrnu ■ Whægra megin, út við vitateig Leifturs á 63 mín. Ingi Sigurðsson sendi knöttinn hátt að fjærstöng, þar sem Her- mann Hreiðarsson skallaði knöttinn út í teig — Leifur Geir Hafsteinsson skaut að marki, í varnarmann og af honum barst knötturinn til ívars Bjarklind, sem sendi knöttinn í netið. 3m f\Tryggvi Guðmundsson tók ■ Waukaspyrnu á 64. mín. og sendi knöttinn til Inga Sigurðssonar, sem lék með knöttinn að endamörkum, sendi hann síðan fyrir mark Leifturs, þar sem Tryggvi var á réttum stað og þrumaði knettinum í netið. 4B^fcSteingrímur Jóhannesson átti ■ ^rskot að marki Leifturs á 71. mín., Þorvaldur Jónsson varði, en hélt ekki knettinum sem barst til Tryggva Guðmundssonar, sem hamraði knöttinn í netið. Amaraftur með þrennu Skagamenn lögðu Grindavík örugglega, 4:0 ARNAR Gunnlaugsson náði sinni annari þrennu þegar Skagamenn lögðu Grindvík- inga örugglega, 4:0, á Skipa- skaga á sunnudaginn — Arnar hefur skorað tíu mörk í fimm leikjum. Leikmenn ÍA komu mjög ákveðnir til leiks og greinilega staðráðnir í að ýta tapinu gegn KR til hliðar og komast á sigurbraut að nýju. „Eftir tapið gegn KR vorum við ákveðnir í að gera engin mi- stök í dag og settum okkur það mark að leika vörnina af öryggi og sjá svo til með fram- haldið. Ekki gleyma okkur í sóknaraðgerðunum eins og á KR-vellinum á fimmtudaginn," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður ÍA. Strax í byijun sýndu leikmenn ÍA að þeir ætluðu sér sigur og ekkert annað og á fimmtu mín- útu átti Arnar Gunnlaugsson fal- lega sendingu á Harald Ingólfsson og hann skaut þrumuskoti á nærstöng en Albert Sævarsson í marki Grindavíkur varði meistaralega. Nokkrum mín- útum síðar átti Bjarki Gunnlaugs- son fallega sendingu fyrir markið, Haraldur renndi sér fyrir knöttinn en rétt missti af honum fyrir opnu marki. Eftir hálftíma leik fengu leik- menn ÍA besta færi leiksins er Haraldur og Arnar pijónuðu sig skemmtilega upp vinstri vænginn og Arnar renndi knettinum á ðlaf Þórðarson fyrir opnu marki, en Ólafur hitti knöttinn illa og fram- Sigþór E. Eiríksson skrifar frá Akranesi hjá fór boltinn. Sveinn Guðjónsson bjargaði á marklínu Grindavíkur- marksins á 33. mín. skoti frá Bjarka. Það segir sína sögu að Grindvík- ingar áttu sitt fyrsta skot á mark á 39. mínútu, en þá átti Ólafur Örn Bjarnason þrumuskot sem Þórður Þórðarson varði, en hélt ekki knettinum, en Zoran Milkjovic bjargaði í horn á elleftu stundu. Skagamenn gerðu út um leikinn á fyrstu mínútu síðari hálfleiks með marki Dejans Stojic. Eftir það færðist ró yfír leikinn og hann jafnaðist. Liðin fengu þó ágætis færi. Undir lokin gerði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, tvær breytingar á liði sínu, setti Bjarka Pétursson og Stefán Þórðarson inn á og við það hljóp líf í leik heimamanna að nýju. Það var einmitt Bjarki Pétursson sem átti heiðurinn af fjórða og síð- asta marki leiksins. „Ég tel þetta vera okkar besta leik um tíma í deildinni, eftir örlít- ið hikst í síðustu leikjum,“ sagði Sigursteinn Gíslason, varnaijaxl Skagamanna, en hann fékk dauða- færi í fyrri hálfleik en missti af möguleikanum á að skora sitt fyrsta mark í sumar. Eins og fyrr sagði léku heima- menn þennan leik mjög vel og sýndu allar sínar bestu hliðar, eink- um í fyrri hálfleik, en í þeim síð- ari þegar munurinn var orðin þijú mörk dofnaði yfir leik þeirra. Grindvíkingar voru að mörgu leyti óheppnir að lenda í Skagamönnum í þessum ham. Þeir komust lítt áfram gegn sterkri vörn heima- manna. 1|AÁ 16. mín. léku tvíburamir glæsilega fram völlinn og Bjarki ■ %#spændi sig í gegnum vörn Grindavíkur og renndi knettinum á bróður sinn, Arnar Gunnlaugsson, sem lék snyrtilega framhjá ein- um vamarmanni og vippaði sfðan boltanum yfir Albert markvörð, sem kom á móti, og í netið, frábært mark. 2"dEftir hornsPyrnu að rr>arki Grindavíkur á 27. mín. barst ■ %Fknötturinn tií Bjarka Gunnlaugssonar, hann átti þrumuskot á markið, en bjargað var á línu og knötturinn barst til baka til Am- ars Gunnlaugssonar og hann afgreiddi knöttinn viðstöðulaust upp í þaknetið. 3" f%Strax og síðari hálfleikur hófst geystust Skagamenn í sókn ■ ^#og Grindvíkingar björguðu í horn. Arnar Gunnlaugsson tók homspyrnuna og sendi beint á kollinn á Dejan Stojic sem skallaði af öryggi í netið. Þegar þetta mark kom voru aðeins 34 sekúndur liðn- ar af síðari hálfleik. 4*^\Bjarka Péturssyni var brugðið innan vítateigs og umsvifa- ■ \#laust dæmdi Guðmundur Stefán Maríasson vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson tók spymuna og skoraði af öryggi. Fylkir í toppsætinu FYLKISMENN sitja einir á toppi 2. deildar eftir sigur á Víkingi, 1:2, á sama tíma og Stjörnumenn urðu aðsætta sig viðjafntefli 1:1 gegn Þór á heimavelli. ÍJAÐ VAR ekki rishá knattspyrna ®sem leikmenn Víkings og Fylkis sýndu og skoruðu Víkingar mark sitt í fyrri hálfleik, Arnar Arnarson var þar að verki. Fylkismenn náðu að jafna í upphafí seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu, sem var dæmd á Svein- björn Allansson, markvörð Víkinga, sem felldi Þórhall Dan Jóhannsson. Kristinn Tómasson skoraði úr víta- spyrnunni. Það var svo Aðalsteinn Víglundsson sem tryggði Fylki sigur- inn með fallegu marki — með skoti utan vítateigs; knötturinn hafnaði í horninu fjær. Þórsarar fengu óskabyijun gegn Stjörnunni er Andri Marteinsson skor- aði eftir sex mín. leik. Þórsarar gátu bætt mörkum við, en Bjarni Sigurðs- son, sem lék mjög vel í marki Stjörn- unnar, sá við þeim. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, en þeir náðu aðeins að skora eitt mark — Goran Micic, þannig að jafntefli var staðreynd. ÍR-ingar og Skallagrimsmenn gerðu markalaust jafntefli í miklum baráttuleik. ÍR-ingar eru á hættu- svæði ásamt Þrótti R. og Víkingi, sem er með 16 stig. Víðir og HK eru í neðstu sætunum þegar tvær umferðir eru eftir, með 15 og 13 stig. Botnlaus hörmung Þrátt fyrir sól og logn mættu að- eins örfáir knattspyrnuáhuga- menn til að horfa á leik KA og HK á Akureyri sl. sunnudag. Sjálfsagt hafa margir farið í beijamó Stefán Þór sem reyndist vera mun Sæmundsson skynsamlegra þegar skrifarfrá gangur leiksins er Akureyri skoðaður. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og hugurinn hvarflaði iðulega til beija meðan setið var yfir þessari hörmung. Þetta var ákaflega lélegur leikur, sendingar ónákvæmar úr hófi, engin skemmtileg tilþrif fyrir utan nokkra spretti hjá Dean Martin KA-manni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.