Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 B 5 KNATTSPYRNA Arnar aftur með þrennu Skagamenn lögðu Grindavík örugglega, 4:0 ARNAR Gunnlaugsson náði sinni annari þrennu þegar Skagamenn lögðu Grindvík- inga örugglega, 4:0, á Skipa- skaga á sunnudaginn — Arnar hefur skorað tíu mörk í fimm leikjum. Leikmenn ÍA komu mjög ákveðnir til leiks og greinilega staðráðnir íaðýta tapinu gegn KR til hliðar og komast á sigurbraut að nýju. „Eftir tapið gegn KR vorum við ákveðnir í að gera engin mi- stök í dag og settum okkur það mark að leika vörnina af öryggi og sjá svo til með f ram- haldið. Ekki gleyma okkur í sóknaraðgerðunum eins og á KR-vellinum á fimmtudaginn," sagði Sigursteinn Gíslason, leikmaður ÍA. Strax í byrjun sýndu leikmenn ÍA að þeir ætluðu sér sigur og ekkert annað og á fimmtu mín- útu átti Arnar Gunnlaugsson fal- lega sendingu á Harald Ingólfsson og hann skaut nærstöng en Albert marki Grindavíkur varði meistaralega. Nokkrum mín- útum síðar átti Bjarki Gunnlaugs- son fallega sendingu fyrir markið, Haraldur renndi sér fyrir knöttinn en rétt missti af honum fyrir opnu marki. Eftir hálftíma leik fengu leik- menn ÍA besta færi leiksins er Haraldur og Arnar prjónuðu sig skemmtilega upp vinstri vænginn og Arnar renndi knettinum á Olaf Þórðarson fyrir opnu marki, en Ólafur hitti knöttinn illa og fram- Sigþór E. Eiríksson skrifar frá Akranesi þrumuskoti Sævarsson hjá fór boltinn. Sveinn Guðjónsson bjargaði á marklínu Grindavíkur- marksins á 33. mín. skoti frá Bjarka. Það segir sína sögu að Grindvík- ingar áttu sitt fyrsta skot á mark á 39. mínútu, en þá átti Ólafur Örn Bjarnason þrumuskot sem Þórður Þórðarson varði, en hélt ekki knettinum, en Zoran Milkjovic bjargaði í horn á elleftu stundu. Skagamenn gerðu út um leikinn á fyrstu mínútu síðari hálfleiks með marki Dejans Stojic. Eftir það færðist ró yfir leikinn og hann jafnaðist. Liðin fengu þó ágætis færi. Undir lqkin gerði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, tvær breytingar á liði sínu, setti Bjarka Pétursson og Stefán Þórðarson inn á og við það hljóp líf í leik heimamanna að nýju. Það var einmitt Bjarki Pétursson sem átti heiðurinn af fjórða og síð- asta marki leiksins. „Ég tel þetta vera okkar besta leik um tíma í deildinni, eftir örlít- ið hikst í síðustu leikjum," sagði Sigursteinn Gíslason, varnarjaxl Skagamanna, en hann fékk dauða- færi í fyrri hálfleik en missti af möguleikanum á að skora sitt fyrsta mark í sumar. Eins og fyrr sagði léku heima- menn þennan leik mjög vel og sýndu allar sínar bestu hliðar, eink- um í fyrri hálfleik, en í þeim síð- ari þegar munurinn var orðin þrjú mörk dofnaði yfir leik þeirra. Grindvíkingar voru að mörgu leyti óheppnir að lenda í Skagamönnum í þessum ham. Þeir komust lítt áfram gegn sterkri vörn heima- IhbbÁ 16. mín. léku tvíburarnir glæsöegaframyöllinn og Bjarki ¦ %#spændi sig í gegnum vörn Grindavíkur og renndi knettinum á bróður sirin, Arnar Gunniaugsson, sem lék snyrtilega framhjá ein- um varnarmanni og vippaði sfðan boltanum yflr Alberfc markvörð, sem kom á móti, og í netið, frábært mark, 2B|á,%Eftir homspyrnu að marki Grindavfkur á 27. mín. barst ¦ %#knötturinn til Bjarka Gunnlaugssonar, hann átti þrumuskot á markið, en bjargað var á lfnu og knötturinn barst til baka tii Arn- ars Guimlaugssouar og hann afgreiddi knötiánn viðstöðulaust upp í þaknetið. 3B#%Strax og síðari háifleikur hófst geystust Skagamenn í sókn ¦ l^og Grindvíkingar björguðu í horn. Amar Gunnlaugsson tók hornspyrnuna og sendi beint á kollinn á Dejan Stojie sem skallaði af öryggi í netið. Þegar þetta mark kom voru aðeins 84 sekúndur liðn- ar af síðari hálfieik. 41 jf%Bjarka Péturssyni var bragðið innan vítateigs og umsvifa- ¦ ^Jiaust dæmdi Guðmundur Stefán Maríasson vítaspyrnu. Arnar Gannlangsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. í toppsætinu utan vítateigs; knötturinn hafnaði í horninu fj'ær. Þórsarar fengu óskabyrjun gegn Stjörnunni er Andri Marteinsson skor- aði eftir sex mín. leik. Þórsarar gátu bætt mörkum við, en Bjarni Sigurðs- son, sem lék mjög vel í marki Stjörn- unnar, sá við þeim. Stjörnumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, en þeir náðu aðeins að skora eitt mark — Goran Micic, þannig að jafntefli var staðreynd. ÍR-ingar og Skallagrímsmenn gerðu markalaust jafntefli í miklum baráttuleik. ÍR-ingar eru á hættu- svæði ásamt Þrótti R. og Víkingi, sem er með 16 stig. Víðir og HK eru í neðstu sætunum þegar tvær umferðir eru eftir, með 15 og 13 stig. Botnlaus hörmung Þrátt fyrir sól og logn mættu að- eins örfáir knattspyrnuáhuga- menn til að horfa á leik KA og HK á Akureyri sl. sunnudag. Sjálfsagt hafa BBHHMH margir farið í berjamó Stefán Þór sem reyndist vera mun Sæmundsson skynsamlegra þegar skrifarfrá gangur leiksins er Akureyri skoðaður. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og hugurinn hvarflaði iðulega til berja meðan setið var yfir þessari hörmung. Þetta var ákaflega lélegur leikur, sendingar ónákvæmar úr hófi, engin skemmtileg tilþrif fyrir utan nokkra spretti hjá Dean Martin KA-manni. Laun erfiðisins Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SIGRÚN Ottarsdóttir, t.v. og Ásthildur Helgadóttir halda hér fast í íslandsbikarinn sem þœr unnu á sunnudaginn eftir sannfærandi sigur á Stjörnunni. Báðar léku þær vel í sumar, Slgrún vard næst markahæst í delldinni með 12 mörk og Ásthildur sem lók sitt fyrsta tímabil með Breiðbliki eftir að hún skipti úr KR í vor. Hún átti hvern stórleikinn í sumar á fætur öðrum og undirstrikaði að hún er ein besta knattspyrnukona landsins þrétt fyrir ungan aldúr. Fimmti meistara- titill Blikastúlkna ásexárum „ÞETTA íslandsmót hefur verið skemmtilegra en ífyrra. Keppnin í deildinni hef ur verið mun jaf nari og þar af leiðandi verið meiri spenna. í fyrra vorum við búnar að tryggja okkur titilinn þegar nokkrir leikir voru eftir en nú var spenna fram í síðasta leik," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, en á sunnudaginn tryggðu þær sér f immta íslandsmeistaratitilinn á sex árum. Þær luku keppni með 38 stig úr 14 leikjum og marka- töluna 67:5. Ivar Benediktsson skrifar Ilokaumferðinni þurftu Breiða- bliksstúlkur nauðsynlega að ná a.m.k. einu stigi úr leik sínum við Stjörnuna til þess að tryggja sér titilinn. Þær gerðu gott betur því þær fóru með sigurorð af andstæð- ingum sínum með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma sigruðu Valsmenn KR-inga með sömu markatölu en urðu eigi að síður að gera sér annað sætið að góðu, tveim- ur stigum á eftir Breiðabliki, eftir harða baráttu í allt sumar. Mörk Vals gerðu Ásgerður Ingibergsdóttir og Sirrý Haraldsdóttir. Leikmenn Breiðabliks réðu lögum og lofum á leikvellinum gegn Stjörn- unni í fyrri hálfleik og voru þær greinilega staðráðnar í að gera út um leikinn strax. En þeirri gekk illa að skora úr góðum færum sem þær fengu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. En það var loks á 25. mín- útu að Helga Osk Hannesdóttir skor- aði eftir fallega sendingu frá Ást- hildi Helgadóttur. Rétt undir lok fyrri hálfleiks bætti Kristrún Daða- dóttir við öðru marki Breiðabliks eftir laglega sókn. Dauft var yfir síðari hálfleik og fátt um færi. Breiðabliksstúlkur höfðu leikinn i hendi sér án þess að Garðabæjarstúlkur næðu að setja neitt strik í reikninginn. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikastúlkur fögnuðu að vonum að leikslokum. „Það er alltaf jafngaman að vinna og við vorum staðráðnar í að ekkert annað en sigur kæmi til greina í dag. Við erum með góðan hóp og margar jafnar stelpur og ég tel að við séum með jafnsterkara lið en í fyrra," sagði Margrét Ólafsdóttir, leikmaður Breiðabliks og marka- kóngur íslandsmótsins að^ þessu sinni með 13 mörk. „Þetta íslands- mót var erfiðara og jafnara en í fyrra," bætti hún við. . i Verð áfram með „Markatalan er betri hjá okkur núna en í fyrra, þrátt fyrir að við höfum misst markahæsta leikmann- inn í deildinni í fyrra úr liði okkar. En það koma bara aðrar í staðinn og mörkin hafa dreifst á stærri hóp. Við í Breiðabliki þekkjum ekkert annað en sigur í kvennaboltanum," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálf- ari. „Kvennaboltinn verður betri og betri með ári hverju og ég held að það sé enginn vafi að hann var betri í sumár en í fyrra. Ég ætla mér að" vera áfram á fullu næsta sumar og geri það á meðan ég hef gaman af þessu," bætti Vanda við að lokum, en þetta er annað árið sem hún þjálf- ar liðið og þriðji stóri titilinn sem liðið vinnur undir hennar stjórn á þessum tveimur árum. ¦ Úrslit/B6 > ¦ Staða / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.